Þjóðviljinn - 24.02.1943, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 24.02.1943, Qupperneq 1
■*— * VIUINN 8. áigangur. Miðvikudagur 24. i'ebrúar 1943 43. tölublað. Sdho tisl ÍNI Herir Bandaríkjamanna og Breta í Mið-Túnis hafa stöðv- að sókn i'asisíaherjanna, en bardagar halda látlaust áfram og eigast við öflugar vélaher- sveitir og fótgöngulið. Tilkynnt hefur verið aö áttundi brezki herinn í Suöur- Túnis og fyrsti brezki herinn í Noröur-Túnis hafi nú sam- starf um hemaöaraögerðir, enda þótt 160 km. vegalengd sé milli stööva þeirra. Josif Stalín, forsætis- ogllandvarnaþjó9fuiltrúi Sovétríkjanna: Innrásarherirnir hafa misst 9 milljónir manna á austurvígstöðvunum frá stríðsbyrjun Svíar votta samúð Vegna hins hörmulega mann- tjóns, sem varð er v.b. Þormóð- ur fórst í síðastl. viku hefur sænski sendifulltrúinn hér flutt ríkisstjórn íslands samúðar- kveðju og hluttekningu sænsku ríkisstj órnarinnar. Ríkisstjórnin hefur beðið sendifulltrúann að færa sænsku ríkisstjórinni þakkir sínar fyrir þennan samúðarvott ' 1 HpM Dag og nótt eru nýjar hergagnabirgðir fluttar til vígstöðvanna þar sem rauði herinn sækir fram. — Myndin er af sovéther- mönnum með fallbyssusprengjur. Nýír si§rar á Kavkoífsvaedínu ttauð herínii vaim i gær mikilvæga sigra á Karkoffvígstöðv- unum, og tók þrjá bæi, segir í fregn frá Moskva. Eru það járnbrautarbæirnir Súmi, 150 km. norðvestur af Karkoff, á brautinni til Konotop og Kíeff; Lebedín, 48 km. suð- vestur af Súmi, og Akturka, 90 km. norðaustur aí Poltava, en um þá borg liggur önnur aðalundanhaldsleið fasistaherjanna, til Kíeff. Rauða hemum hefur einnig orðið vel ágengt á Orelvígstöðv- unum og tekið bæinn Malo Arkangelsk, 60 km. suður af Orel. Josif Stalín, forsætis- og landvarnaþjóðfulltrúi Sovétríkjanna, gaf í gær rauða hernum dagskip- un í tilefni af 25 ára afmæli hins rauða hers verka' manna og bænda. Aðalefni dagskipunarinnar, að því er segir í enskum útvarpsfregnum, var þetta: Rauði herinn hefur hafið sóknina til að hrekja innrásarherina af ættjörð vorri, og er sem stendur í sigursælli sókn á 1500 km. víglínu, þýzki herinn er á undanhaldi á stórum svæðum, og herir bandamanna þeirra, Ungverja, Rúmena og Finna hafa fengið mikil áföll. Frá styrjaldarbyrjun hafa Rússar gert 9 millj- ónir fasistahermanna óvíga, f jórar milljónir fallið og fimm milljónir manna særðir eða teknir til fanga. Fasistaherirnir eru stöðugt að veikjast, en rauði herinn að styrkjast. A þremur síðustu mánuð- um hafa 112 herfylki fasista veriö gersigruð. 100 þúsund manna fallið og 300 þúsund handteknir. A sama tíma hal'a fasista- herirnir misst 7000 skrið- dreka, 5000 flugvélar og 17000 fallbyssur. Þjóöverjair eiga stööugt erf- iöara aö bæta úr hinu gifui- lega manntjóni. Meö því aö smala öllu því sem fáanlegt er heima í Þýzkalandi og í herteknu löndunum, er hægt aö bæta tjóniö að nokkru, en langan tíma tekur aö þjálfa þessa menn og gera þá bar- dagahæfa. Þjóöverjar hófu innrás 1 Sovétrí’kin meö miklu fjöl- mennari her og betri herbún- aöi, en kraftahlutföllin breyt- ast nú óöum rauöa hernum í vil. Stalin varaöi við bjartsýni sem ekki ætti sér staö í veru- leikanum. og þvi að gera of lítið úr herstyrk Þjóöverja. Þó fasistaherirnir hafi verið lam- aðir svo um munar, sé erfitt baráttutímabil framundan. Dagskipuninni lauk á þessa leið: Mroik, Ma'shí 01 Ulallaie ofm EufídqiIi Grikkir og Júgoslavar undirbúa innrásina í ræðu sem Beaverbrook lávarður hélt í lávarðadeild enska þingsins í gær, sagðist hann vænta þess, að myndaðar yrðu nýj- ar vígstöðvar í Evrópu sem allra fyrst. Bjartsýni sú, sem nú ríkir í Bretlandi byggist á sigrum Rússa, en við liöfuin ekki leyfi til að byggja á sigrum Banda- manna vorra og verðum því að hefja innrás í Vestur-Evrópu nú þegar, til þess að Þjóðverjar geti ekki náð sér eftir áföllin á austurvígstöðvunum. Majskí, sendiherra Sovétríkj- anna í London, talaði einnig mjög ákveðið um þörfina á nýj- um vígstöðvum, í boði, sem þau sendiherrahjónin höfðu til að minnast 25 ára afmælis rauða hersins. Meðal gestanna voru frú Churchill og Anthony Eden. Majskí varaði við of mikilli bjartsýni um styrjaldarhorfurn- ar og lagði áherzlu á, að því fyrr sem Bretar og Bandaríkjamenn mynduðu nýjar vígstöðvar í Ev- rópu, því fyrr mætti vænta sig- urs. í sama streng tók Wallace | varaforseti Bandaríkjanna í ræðu sem flutt var í gær. Það er hægt að sigra Þýzka- land á þessu ári, sagði Wailace, en til þess verða Bandaríkja- menn og Bretar að leggja að sér og berjast eins og Rússar hafa barizt. í fregnum frá Balkanlöndum segir að Grikkir telji víst að inn rás verði gerð í Grikkland inn- an skamms. í útvarpsfregn frá Belgrad segir að hersveitir ættjaðarvina í Júgoslavíu beiti ekki lengur skæruhernaði, heldur berjist nú sem reglulegur her. Afmœlls rauda hersíns mínnzt með háfiðahðldum um allf Bretland og í Bandaríkjunum Hinar nýju hersveitir rauða hersins skulu legg'ja áherzlu á alhliða þjálfun, og gera sig með því hæfar til þáttöku í baráttunni. Övinunum skal veita lát- lausa eftirför og þeim í öllum hinum frjálsu lönd- um Bandamanna var afmælis rauða hersins minnzt með há- tíðahöldum. Víðtækust voru þessi hátíða- höld í Bretlandi og gekkst hiö opinbera fyrir þeim. Marg- ir helztu brezku ráöherrarnir hylltu rauöa herinn í ræöum. þar á meðal Anthony Eden. Stafford Cripps, Oliver Lyttel- hvergi gefið tækifæri til að hvílast eða koma upp nýj- um varnarstöðvum. Skæruhernað skal auka í öllum hinum herteknu héruðum. ton, Clement R. Attlee, Her- bert Morrisoh, Oliver Stanley og Brendan Bracken. Roosevelt Bandaríkjaforseti sendi Stalin heillaóskaskeyti í tilefni af afmælinu og lýsti því yfir aö rauöi herinn hafi áreiöanlega rekiö Hitlersher- ina út á þá bnaut. er leiði til endanlegs sigurs. Vilhjálmur Stefánsson . landkönnuðurinn heimskurmi var forseti afmælisfagnáðar- ins í Commodorehótelinu í New York. Meöal annarra for- göngumanna voru iðjuhöld- urinn William L. Batt, Richard Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.