Þjóðviljinn - 25.02.1943, Síða 1

Þjóðviljinn - 25.02.1943, Síða 1
8. árgangur. Fimmtudagur 25. febrúar 1943 44. tölublað. Umræðurnar á alþíngí 1. umræðu um dýrííðarfrumvarp ríkisstjórnarinnar var lok- ið í gær. Til máls tóku Einar Olgeirsson, Ólafur Thors, Jóhann Sæmundsson félagsmálaráðherra og Páll Zophoníasson. Einar gerði grein fyrir afstöðu Sósíalistaflokksins í alllangri ræðu og er þess enginn kostur að rekja efni hennar hér. Hann minnti á, að Sósíalistaflokkurinn hefði, þegar rikisstjórnin tók við völdum, boðið öllum hinum þingflokkanna samvinnu um að undirbúa þá þegar flutning frumvarpa varðandi dýrtíðina. Árangur af þessu tilboði væri enn enginn sjáanlegur. Ríkis- stjórnin hefði að sínu leyti hafið undirbúning að dýrtíðarfrum- varpi sínu án samstarfs við flokkana og nú kæmi árangurinn af því starfi ríkisstjórnarinnar fram í þessu frumvarpi og ekki væri hann upp á marga fiska. Það væri búið að eyða tveggja mánaða tíma, sem hægt hefði verið að nota til starfs að dýr- tíðamálunum og nú fyrst væri svo langt komið að þau væru Sóff l ad Orel úr þremur áffum, Þjódverjar fílkynna rússnesba sókn á svædfnu mflfí Smolensk og Brjansk Þrír sovétherir sækja fram á breiðum vígstöðvum á Norð- ur-Úkraínu, norðvestur af Karkoff, og tóku í gær mörg þorp og byggðarlög, og eina allstóra borg, sem ekki var nafngreind í fréttunum í gærkvöld. Einn herinn, sá er sækir fram frá Lebedín, er nú um 270 km. frá stórborginni Kíeff, og eru Moskvafréttaritarar enskra blaða farnir að ympra á því, að rauði herinn hafi sett sér það mark að ná Kíeff á tiltölulega skömmum tíma. Víða á svæðinu milli rauða hersins og Kíeff eru öflugir flokkar skæruliða, og hafa þeir mörg hundruð þorp á valdi sínu. Vald fasistaherjanna á Norður-Úkraínu hefur aldrei verið ör- uggt vegna starfsemi skæruflokkanna, sein liafa náið samband við rauða herinn sem sækir fram úr austri. tekin á dagskrá! Ræddi Einar síðan ýtarlega ýmislegt, sem áthuga þyrfti í sambandi við dýrtíðarmálin og deildi hart á stjórnina fyrir árás þá á verkalýðinn, sem í frum- varpinu fælist. M. a. benti hann á, að með því að fella dýr- tíðaruppbótina niður í 80% væri lagt til að ræna af verkalýð Reykjavíkur einum saman upp undir 14 milljónum króna af árstekjum hans eða meiru en næmi því, sem lagt hefði verið í nýbyggingasjóði útgerðarinn- ar öll þessi ár, og margfalt meiru en því, sem krafizt væri, að auð- menn „fórnuðu“ nú. Dýrtíðin hefði verið hafin, skipulögð af valdhöfunum 1939, í þágu stór- útgerðarinnar og á kostnað verkalýðsins, — og nú, þegar hún væri orðin stórútgerðinni til baga, þá ætti að minnka hana á kostnað verkalýðsins, en hlífa um fram allt eignarhaldi út- gerðarinnar yfir skipunum. Fulltrúar allra hinna þing- flokkanna gagnrýndu frumvarp- ið skarplega. Alþýðuflokkurinn tók eins og Sósíalistaflokkurinn eindregna afstöðu gegn því. Framsókn gagnrýndi það mjög og Ólafur Thórs fann því og ým- islegt til foráttu. — Frá ýmsu í ræðu félagsmálaráðherra verður sagt síðar. Rætt var um að skipa sér- staka nefnd til að athuga frum- varpið, en endanleg ákvörðun ekki tekin. Áhugamenn í söjnun lil Rauba kross Ráðatjórnarrikjanna eru beSnir að koma á skrifstofu Dagsbrúnar í dag kl. 4-7 Rauði hermn sækir nú að Orel úr þremur áttum og nálgast borgina óðum, þrátt fyrir gagnáhlaup Þjóðverja. er flutt hafa mikið varalið til þessara vígstöðva. Þjóðverjar tilkynntu í gær, að rauði herinn hafi hafið sókn á svæðinu milli Brjansk og Smolensk síðastliðinn mánudag, frá bænum Súkinitsi. Ekki hef- ur enn verið getið um sókn þessa í sovétfregnum. Þjóðverjar gera harðar gagnárásir í Donetshér- unum Á Donetssvæðinu hafa Þjóð- verjar gert geysihörð gagná- hlaup, og virðast hafa sett sér það mark að ná aftur bæjunum Kramatorskaja og Krasno Arm- eisk hvað sem það kostar. Á- Ný prentmyndagerð tekur til starfa Eymundur Magnússon og Ingimundur Eyjólfsson opn- uðu í gær nýja prentmynda- gerð, cr þeir nefna „Litróf“ og buðu blaðamönnurp aö líta á hinar nýju vélar sínar og vinnustofur. Vélar þær er þeir nota: eru allar af nýjustu gerö og munu hinar fullkomnustu sem til eru hér á landi í þessai’i iön. Hafa ýmsar framfarir oröiö á síðustu árum í gerö slíkra véla. sem auka afköst- in og vaidia því aö verkiö er einnig betur af hendi leyst. Nota þpir vélar til alls sem aö iðnaöinum lýtur og fram- .leiöa myndamót til áö prenta hlaupunum hefur verið hrundið við mikið manntjón í liði fas- ista. á grófustu gerð af blaöapapp- ír til myndamóta fyrir fínustu gerð af glanspappír. Munu útgefendur bóka, blaða og tímai’ita fag-na því að geta nú fengið þarna unn- in verk meö beztu nútímai- tækjum, sem völ er á í þess- ari iön hér á landi. Kváöust þeir Eymundur og Ingimund- ur leggja höfuöáherzlu á aö islenzkur sjómaður drukknar Samkvæmt símskeyti frá scndiráði íslands í London hefur m/k Magnús frá Nesi í Norðfirði, hinn 19. þ. m. misst út tvo menn. Annar þeirra bjargaðist og er nafns hans eigi getið. en hinn Ólaf- ur Jónsson háseti drukknaði. Ólafur var 23 ára að aldri og lætur eftir sig konu og eitt barn. leysa þau verk, er þeir taka að sér, bæöi fljótt og vel af og heföu ekkert til þess spar- aö aö geta leyst af hendi sem fullkomn'asta vinnu. Þeir sögðu ennfremur, að þeir hefðu þegar birgt sig vel upp með efni. Prentmyndagerö þessi er uppi á lofti í húsi Ofnasmiðj- unnar, Einholti 10. MiaM! DiisMr niW dijr- IíMniiim! FikisstlfrnariDnaF Á fundi Trúnaðarráðs Verkamannafélagsins Dagsbrún, 23. febrúar 1943, var eftirfarandi samþykkt gerð í einu hljóði: „Fundur í Trúnaðarráði Vmf. Dagsbrún, lialdinn 23. febr. 1943, mótmælir eindregið dýrtíðarfrumvarpi því sem ríkis- stjórnin hefur lagt fyrir Alþingi og skorar á þingið að fella það. Fundurinn álítur, að verkalýðurinn muni ekki sætta sig við þær árásir á kjör alþýðunnar, sem frumvarpið fer fram á og sem einkum beinast gegn launþegum, bændum og mönnum með miðlungstekjur. Jafnframt skorar fundurinn eindregið á Alþingi að gera öflugar ráðstafanir gegn dýrtíðinni á grundvelli þeirra sam- þykkta, sem 17. þing Alþýðusambands íslands gerði og fela það í sér, að ráðstafanir gegn dýrtíðinni verði kostaðar af þeim milljónagróða, er fáeinir menn hafa safnað að sér á undanförn- um árum, í stað þess að láta alþýðu manna bera byrðarnar, eins og frumvarp ríkisstjórnarinnar ætlast til“. SOVÉTSÖFNUNIN: Trúnaðarráð Dagsbrúnar samþykkir að Dagsbrún gefi 1000 kr. og skorar á Dagsbrúnarmenn að gefa. Söfnunin orð- in yfir 20 þús. kr. - Stjórn Rauða kross íslands mælir með söfnuninni Á fundi Trúnaðarráðs Verkamannafél. Dagsbrún, 23. febr. 1943, voru samþykktar í einu hljóði eftirfarandi tillögur varð- andi fjársöfnun til Rauða kross Sovétríkjanna: „Fundur í Trúnaðarráði Verkam.fél. Dagsbrún, haldinn 23. febr. 1943, hvetur mjög eindregið alla Dagsbrúnarmenn til þess að gerast virkir þátttakendur í fjársöfnun þeirri, er nú fer fram á vegum Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna til Rauða kross Ráðstjórnarríkjanna. Vill fundurinn sérstaklega vekja athygli á því, að hver sú gjöf, sem gefin er í þessa söfnun táknar á bezta liátt skilning á því, að meginátök frelsisbaráttu allra þjóða fara fram á aust- urvígstöðvunum, og mæða þyngst á þjóðum Ráðstjórnarríkj- anna. Frá stjórnarmiði Trúnaðarráðs Dagsbrúnar er því fjár- söfnun til Rauða kross Ráðstjórnarríkjanna ótvíræðasta stað- festing þess, hvar vér skipum oss í baráttunni fyrir frelsi þjóð- anna. Frá sjónarmiði Trúnaðarráðs Dagsbrúnar er því fjár- þjóðlegri samhjálp verkalýðsins“. „Trúnaðarráð Vmf. Dagsbrún samþykkir að veita kr. 1000,00 úr félagssjóði, sem sinn skerf til þess að standa undir kostnaði við fjársöfnun til Rauða kross Ráðstjórnarríkjanna“. í gær höfðu safnazt til Rauða kross Sovétríkjanna 20 291,91 kr. Fjögur sveitarbýli í nágrenni Reykjavíkur hafa gefið til söfnunarinnar samtals 320,00 kr. Stjórn Rauða kross íslands hefur ákveðið að mæla með söfnuninni til Rauða kross Sovét- ríkjanna.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.