Þjóðviljinn - 27.02.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.02.1943, Blaðsíða 2
a PJÖÐVILJINH Laugardagur 27. febrúar 1943 TILKYNNING Viðskiptaráðið vill hérmeð vekja sérstaka athygli á því, að þeir sem brjóta í bága við ákvæði um hámarksverð eða há- marksálagningu, eða hlíta eigi fyrirmælum um bann gcgn því að hækka verð á vörmn og öðru, sem engin vcrðlagsákvæði gilda nú um, án leyfis Viðskiptaráðsins, sbr. tilkynningu þess dags. 26. febr. 1943, verða tafarlaust látnir sæta ábyrgð, hvort sem um er að ræða fyrsta brot eða ítrekun. ar i MaiÉ Munið að koma á afgreiðslu Reykjavík, 26. febrúar 1943. í umboði Viðskiptaráðsins, VERÐLAGSSTJÓRINN. Þjóðviljans og greiða áskrift- argjaldið. TILKYNNING UM SKOTÆFINGAR c ^ __"WPM' ' ' 11 Ameríska setuliðið liefur skotæfingar við og við á skot- mörk, sem dregin verða af flugvélum, og skotmörk dregin af skipum, þar til annað verður auglýst. Hættusvæðið verður sem hér segir: 1. í FAXAFLÓA: HVALFJÖRÐUR, KOLLAFJÖRÐUR, SKERJAFJÖRÐUR og HAFNARFJÖRÐUR. 2. HVALFJÖRÐUR og landsvæði innan 10 mílna radius frá HVAMMSEY. 3. 4. 5. MIÐNES (KEFLAVÍK) og hafið umhveríis MIÐNES að 22° 20' lengdar gráðu. ÖLFUSÁ og mýrarnar suður af KALDAÐARNESI. Svæði sem liggja að: Breiddar- Lengdar- gráðu 64°07' 63° 57' 63° 58' gráðu og 21°52' 64°07' 21°50' 21°40' 64°00' 21°52' 21°37' 64°01' 21°59' Varðmenn verða látnir gæta alls öryggis meðan á æfingunum stendur. TILKYNNING Með tilvísun til 7. gr. laga nr. 3. 13. febrúar 1943 um verð- lag, sbr. 1. gr. sömu laga, vill Viðskiptaráðið vekja athygli á því, að bannað er að selja nokkra vöru, sem ákvæði um há- marksálagningu gilda ekki um, hærra verði en hún var seld við gildistöku nefndra laga, hinn 13. þ. m., nema með leyfi Við- skiptaráðsins. Bann þetta tekur þó ekki til vörutegunda, sem verðlagðar eru samkvæmt sérstökum lögum, né til vöru, sem seld er úr landi. Hinsvegar nær það til gjalda fyrir flutning á landi, sjó og í lofti, ennfremur til greiðslu til verkstæða og ann- árra verktaka fyrir alls konar verk, svo sem pípu- og raflagn- ingar, smíðar málningu og yeggfóðrun, saumaskap, prentun og því um líkt, svo til greiðslu fyrir greiðasölu, veitingar, fæði, snyrtingu, fatapressun, aðgang að skemmtunum og annað slíkt. Bannið tekur hins vegar ekki til launa fyrir verk, sem ákveð- in hafa verið með samningum stéttafélaga. Þegar verzlun fær vörutegund, sem hún áður hefur ekki verzlað með og sem verðlagsákvæði gilda ekki um, skal leita samþykkis Viðskiptaráðsins á söluverði hennar. Þó telst ekki um að ræða nýja vörutegund í þessu tilliti, ef vara er frábrugð- in annarri, sem áður hefur verið, eða samtímis er, verzlað með, einungis hvað snertir gerð eða gæði, en er notuð til þess að full- nægja samskonar þörfum. Er þá óleyfilegt að ákveða hærri á- lagningu en samtímis eða næst á undan hefur verið á hliðstæð- um vörum í sömu heild- eða smásöluverzlun. Er vaíi leikúr á því, hvernig skilja beri fyrirmæli tilkynn- ingar þessarar, skulu hlutaðeigendur leita upplýsinga á skrif- stofu verðlagsstjóra áður en verð er ákveðið. Samkvæmt fyrirmælum 1. gr. nefndra laga um verðlag verða á næstunni sett verðlagsákvæði um fjölmargar vörur, sem engin ákvæði gilda nú um. Verður unnið að því að verð- lagseftirlitið geti svo fljótt sem unnt er tekið til alls hess, sem Viðskiptaráðinu er falið eftirlit með. Reykjavík, 26. febrúar 1943. í umboði Viðskiptaráðs, VERÐLAGSSTJÓRINN. Nýtt nautakjöt Nýreykt hangikjöt Kjöt & Fiskur Símar 3228 og 4764 (horni Baldursg. og Þórsgötu) Daglega nýsoðín svið. Ný egg, soðín og hrá. Kaffísalan Halnarstræti 16. aaaciQiaancícaaa taianaianiaiaöiaiaa Mnnið Kaffísðluna Hafnarsfræíí 16 ax&ttxttxnmxæa uuu unnnnnnnzi HREINSA OG GYLLI KVENSILFUR Til sölu: Snotrir stemhringar, nettar nælur. Þorsteinn Finnbjarnarson Gullsmiður — Vitastíg 14. aaaamsaaaBna aaianiaöEHaiasaaia Gullmunir handunnir — vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Shm (fyrst um sinn) 4503. BECLDB um innheimtu útsvara í Reyjavík árið 1943 1. grein. Sérhver útsvarsgjaldandi í Reykjavík, sem gjald- skyldur er við aðalniðurjöfnun árið 1943, skal greiða upp í útsvar þessa árs 45% af útsvarsupphæð þeirri, er honum bar að greiða árið 1942, með gjalddögum 1. marz, 1. apríl og 1. maí 1943, 15% af útsvarinu 1942 hverju sinni. 2. grein. Allar greiðslur samkv. þessum reglum skulu standa á heilum eða hálfum tug króna og þannig jafn- að á gjalddagana, að greiðslurnar þrjár verði sem i næst 45% af útsvarinu 1942. I 3. grein. Nú eru greiðslur samkv. reglum þessum ekki innt- ar af höndum 15 dögum eftir gjalddaga og skal gjald- þegn þá greiða dráttarvexti af því sem ógreitt er, 1% á mánuði eða hluta úr mánuði, er líður frá gjalddaga unz greitt er. Þó verður sá gjaldþegn ekki krafinn um drátíar- vexti, sem greiðir að fullu 45% af útsvarinu 1942 fyr- ir 20. apríl 1943. 4. grein. Nú er sýnt, að tekjur gjaldanda árið 1942 samkv. skattaframtali hafi verið minni en árið 1941, svo að muni 30% eða meira, og skal þá lækka greiðslur hans samkv. reglum þessum hlutíallslega, ef hann krefst þess. 5. grein. Kaupgreiðendum ber skylda til að halda eftir af kaupi starfsmanna til útsvarsgreiðslu samkv. þessum reglum, á sama hátt og með sömu viðurlögum og gilda um almenna útsvarsinnheimtu, með þeim breyt- ingum, sem leiða af ákvæðum 2. greinar. Kaupgreiðendum er skylt að halda eftir útsvars- greiðslum greiðsluskyldra starfsmanna, sem þeir hafa greitt fyrir útsvör ársins 1942, án þess að tilkynna þurfi þeim sérstaklega, á annan hátt en með birtingu þessara reglna. 6. grein. Nú verður ljóst, eftir aðalniðurjöfnun 1943, að greiðslur gjaldþegns á 45% af útsvari 1942 samkv. reglum þessum, nema hærri fjárhæð en álagt útsvar 1943, og skal þá endurgreiða það sem ofgreitt hefur verið með 1% vöxtum fyrir hvern mánuð eða hluta úr mánuði, sem upphæðin hefur verið í vörzlu bæj- arsjóðs, eftir rétta gjalddaga, að meðtöldum 15 daga frestinum samkv. 3. grein. 7. grein. Að lokinni aðalniðurjöfnun árið 1943 skal dregið frá útsvarsupphæð hvers gjaldþegns, það sem honum ber að greiða samkv. reglum þessum, og jafna því, sem umíram verður á lögákveðna gjalddaga, að viðlögð- um gildandi sektarákvæðum um dráttarvexti. Það sem vangreitt kann að vera samkv. reglunum, má innheimta þegar í stað, hjá kaupgreiðanda, eða á hvern annan löglegan hátt, og ber að greiða af því dráttarvexti frá gjalddögum samkv. reglum þessum. 8. grein. Lögtak má gera fyrir vangoldnum útsvarsgreiðsl* um samkv. reglum þessum, eftir þeim ákvæðum, sem gilda um lögtök fyrir vangoldnum opinberum gjöldum. 9. grein. Bæjarstjórn auglýsir reglur þessar í dagblöðum bæjarins, auk þess sem þær verða birtar í Lögbirtinga- blaðinu, en aðrar tilkynningar eða auglýsingar þarf ekki að birta gjaldendum eða kaupgreiðendum. Reglur þessar eru settar af bæjarstjórn Reykja- víkur samkv. lögurn 26. febrúar 1943. . BORGARSTJÓRINN. Auglýsíð í Þjódvíljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.