Þjóðviljinn - 02.03.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.03.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Þriðjudagur 2. marz 1943. 48. tölublað. 2500 ferkílótnetra landsvæðí tekíð í áfta daga orustum, 3000 fasísfahermenn hafa fallíð og þríú þúsund veríð íeknír fíl fanga Rauði herinn hefur hafið nýja sókn á vígstöðvun- um suðaustur af Ilmenvatni, undir stjórn Tímosjenkos marskálks. í aukatilkynningu sem útvarpað var frá Moskva í gærkvöld segir, að fyrir átta dögum hafi rauði herinn hafið sóknaraðgerðir gegn 16. þýzka hernum, og brot- izt gegnum varnarlínur hans suðaustur af Ilmenvatni á mörgum stöðum. Lá nærri að allur 16. herinn yrði innikróaður, en honum tókst að forða sér með hröðu undanhaldi. Bauði herinn hefur tekið 2500 ferkm. landsvæði með 300 þorpum og borgina Demjansk. Átta þúsund fasistahermenn féllu í bardögunum og 3000 voru tekn- ir til fanga. Hergagnatjón Þjóðverja hefur orðið mjög mikið. Þjóðverjar hafa haft land- svæði þetta á valdi sínu í 17 mánuði, og höfðu gert það að sterku varnarsvæði. „líja'" mðtmælir harðlega dýrtíðar- frumvarpi ríkisstjórnarinnar Á fjölmennum fundi, sem Iðja, félag verksmiðjufólks, hélt í gærkvöldi var eftirfarandi tillaga samþykkt í einu hljóði: „Fundur í Iðju, félagi verksmiðjufólks, haldinn 1. marz 1943, mótmælir harðlega dýrtíðarfrumvarpi ríkisstjórnarinnar og skorar á Alþingi að fella það. Telur fundurinn að í frumvarpi þessu felist þær árásir á kjör alþýðunnar að með engu móti verði við unað af hálfu verk- lýðssamtakanna. Fundurinn lýtur svo á að kostnaður við lækkun dýrtíðar- innar verði fyrst og fremst að berast af þeim aðiium er safnað hafa stórgróða í skjóli hennar, og bendir í því sambandi á þær samþykktir er 17. þing Alþýðusambands íslands gerði varðandi dýrtíðarmálin, og sendar hafa, verið til Alþingis." Sovétsöfnunin Alls hafa nú safnazt 27 þús, 696,61 krónur. 1000 sterlingspund send í dagltil Breflands Fjársöfnunin til Rauða kross Sovétríkjanna hefur nú stað- ið í tvær vikur. • Að því er blaðinu var tjáð í gærkvöldi hafa safnazt hér í Reykjavík á þessu tímabili samtals 27696. 91 kr. Á Akureyri hafa safnazt 4700,00 kr. í dag verða send þúsund sterlingspund* til Sir Walter Cit- rine, aðalritara brezku verklýðsfélaganna, sem mun kaupa hjúkrunarvörur og senda þær til Kauða kross Sovétríkjanna. Komið hefur í ljós mikill áhugi vinnandi fólks fyrir söí'nun þessari. Þannig söfnuðust á fundi Bakarasveinafélagsins 780,00 kr. og hjá starfsfólki Vinnufatagerðarinnar 500 kr. Áhugamenn fyrir söfnuninni eru beðnir að koma í skrif- stofu Dagsbrúnar kl. 4—7 í dag. Rétt áður en aukatilkynn- ingin var birt í Moskva, flutti talsmaöur þýzku herstjórnar- innar, Dietmar, ræðu og lagöi út af því hve vel þýzku her- mönnunum á norðurvígstöðv- unum liöi, ef borið. væri sam- an við líöan félaga þeirra á suðurvígstöðvunum. Rauði herinn hefur sótt fram vestur af Kúrsk og Kark off, en í nánd við borgirnar Losovaja og Kramatorskaja eru háðar miklar sltriðdreka- og fótgönguliðsorustur, sem enn erií óútkljáðar. Vestur af Rostoff hefur rauði herinn tekið nokkur þorp eftix harða bardaga. Minningðrðthofn um bá sem fórust með Þormóði Minningarguðsþjónusta um þá, sem fórust með Þormóði, nóttina 17. og 18. febrúar s.l., fer fram í dómkirkjunni næst-% komandi föstudag 5. þ. m. og hefst hún kl. 2 e. h. Frumvarp um kynnis- ferðir sveitðfólks rætt í efri deild A dagskrá efri deildar i gær var frumvarp um kynnisferð- ir sveitafólks. Hafði neðri deild endursent það efri deild. vegna breytingia sem á því (höfðu verið gerðar. Áöur en gengið var til dag- skrár, hóf forseti efri deildar , máls á því, að breytingar þær. sem neðri deild hafð,r geft á málinu, væru það gagngeröar aö vafasamt gæti talizt, hvort hér væri um að ræða sama mál og flutt hafði verið í deildinni, á öðru þingskjali. undir sama nafni. Rakti hann síðan — með tilvísun til bók- ar Bjarna Benediktssonar „Deildir Alþingis" — nokkur dæmi þess, hvernig meðhöndí- uð hefðu verið mál í sam- bærilegum tilfellum. Þó af- greiðsla slíkrai mála hefði orö- ið með mismunandi hætti. virðist yfirleitt hafa verið fyr- ir hendi sá skilningur. að ekki væri leyfilegt að ger- breyta máli, nema það fengi þá nýja meðferð. Lagði forseti nú fyrir deild- ina að meta hvort telja skyldi þetta sama mál og áður heföi fyrir henni legið, og var, eftir miklar umræður ákveðið með Seytji nopshíp æltiarö- Einn þeirra var kommúnistaleiðtoginn Ottar Lie Seytján norskir ættjarðarvinir hafa verið myrtir af naz- istayfirvöldunum í Noregi. Voru þeir sakaðir um „undirróðurs- starfsemi gegn þýzka hernum skemmdarverk skipulagn- ingu á kommúnistasellum og starf fyrir óvinaríki." Einn þeirra var kommúnistaleiðtoginn Ottar Lie og Bjame Dolland, er barðist í spánska lýðveldishernum og sat í fang- elsum spánskra fasista alllöngu eftir að stríðinu lauk. Ottar Lie var fæddur 1896 — Löten á Hedemark; Dolland var 36 ára að aldri. Hinir fimmtán voru þessir: Theodor Danielsen f. 1899(. frá Voss viö Bergen. Ingolf Kleppestö, f. 1901, á Askgíy viö Bergen. Arthur Berg, f. 1890 í Trond heim. . Harold Slottelid, f. 1895, Bergen. Thore Espelid, f. 1918, Odda í Harðangri. Olaf Prestegárd, f. 1912. sama staö. Knut Beka, f. 1902, Voss við Bergen. Leif Kindem, f. 1906, Berg- en. Ole Kjell Karlsen, f. 1908, Tune, ÖstVoldfylke. Olaf Kvernino, f. 1896, Mer- áken Tröndelag. Lars Nordbu, f. 1909, Stav- anger. Sigurd Syvertsen, f. 1905 Drammen. Arne Stenrud. f. 1913, Ju- vík. Gustav Adolf Nerásen, f. 1895, Beri, Upplandfylke. Reidar Svendsen, f. 1896; Oslo. „Snóf' í Vcstmannaeyjtftn semur um bætt kjoir Verkakvennafélagið Snót í Vestmannaeyjum hefur nú náð samningum við Magnús Guðbjartsson atvinnurekanda í Vestmannaeyjum, og aðrir atvinnurekendur lýst því yfir. 9 atkv. gegn 6 að svo væri eigi .heldur væri hér um nýtt mál að ræða. Ákvað þá 'forseti þrjár um- ræður um málið. og var það tekið til 1. umræðu og aö- henni lokinni vísað til 2. um- ræðu og landbúnaöarnefndar. að þeir muni viðurkenna taxt- ann. Aðalatriði samningsins eru þessi: 8 stunda vinnudagur, grunn kaup kvenna í dagvinnu sé kr. 1,50, 50% álag greitt á eftir- vinnu og 100% álag á nætur- og helgidagavinnu. Auk þess eru í samningnum ýmsar aðr- ar réttarbætur frá því sem áð- ur var. Allsherjai'atkvæðagneiðsla Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.