Þjóðviljinn - 03.03.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.03.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÖÐ V1L31NN Miövikudagiu’ 3. rnarz 1943. Mg oid hépaðiblDH sanMHt 1 fyrradag var samþ. í efri deild frumvarpið um héraðs- bönn, sem lög frá Alþingi. Lögin voru samþykkt aö viðhöfðu nafnakalli meö 9 at- kvæöum gegn 8. Já sögöu: Brynjólfur Bjarnason, Krist- inn Andrésson, ^Steingrímur AÖalsteinsson, Haraldur GuÖ- mundsson, Guömundur í Guð mundsson. Jónas Jónsson, Her mann Jónasson, Páll Her- mannsson og Eiríkur Einars- son. Nei sögðu: Bjarni Bene- diktsson, Magnús Jónsson. Lárus Jóhannesson, Gísli Jóns son, Pétur Magnússon, Þor- steinn Þorsteinsson, Bernharö Stefánsson og Ing-var Pálma- son. nasaKaasaEiaœaa Daglega nýsodín sríð, Ný cgtf, soðin og hrá. Kaffísalan Halnarstræti 16. Munið Kaffisðluna Hafnarsfrœfí 16 * >*^**t''I**X**X**!,*«MX*4«*4X*,»,**MX*****X,**”X’*»*' Leikfimiskór kr. 3.75 Spartaskór kr. 6.50 Smábarnaskór Mokkasíur og Gúmmískór Gúmmískógerð Austurbæjar. Laugaveg 53,B. ’***4»*,*****444**M«**«MI4*tnI**« Lögin eru þannig: „1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt aö setja á stofn út- sölustaði áfengis, en þó aöeins í kaupstööum og kauptúnum. Áöur en útsala er sett á stofn, skal fara fram atkvæöa greiösla kosningabærra manna í því sýslu- eða bæjar- félagi, sem í hlut á, og þarf mísiri hluta greiddra atkvæöa til þess að útsala sé leyfð. Hafi útsalan verið stofn- sett, veröur hún ekki lögö nið ur aftur, nema því aðeins. aö atkvæðagreðisla fari fram og samþykkt sé að loka áfengis- útsölunni meö meiri hluta at- kvæðái. Atkvæöagreiöslur, sem um getur í 2. og 3. mgr., skulu fram fara, er Vá hluti kjós- enda eöa meiri hluti sýslu- nefndar eöa bæjarstjómar í viðkomandi sýslu- eða bæjar- félagi krefst þess. Nú hefur veriö fellt meö at- kvæöagreiöslu aö stofna út- sölu eöa loka útsölu. og getur atkvæöagreiösla ekki fariö fram á ný, fyrr, en aö tveim- ur árum liönum. 2. gr. Nú telur ríkisstjórnin aö lög þessi kunni aö brjóta í bága viö milliríkjasamninga og skal hún þá gera þær ráö- stafanir, er hún álítur nauö'- synlegar til þess aö samrýma þá samninga ákvæöum lag- anna. Aö því loknu öölast lög- in gildi, enda birtir ríkisstjórn in um þaö tilkynningu. 000000^0000000000 Gullmunir handunnir — vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Sími (fyret um sizm) 4803. M^OOOÖOÖOOOÖOOOO# TILKYNNING Vegna síaukinnar aðsóknar utanspítalasjúklinga til smáaðgerða við minni háttar slysum og öðru, sem nú er orðin meiri en svo, að komizt verði yfir að sinna, neyðist Landspítalinn til að tilkynna, að frá 15. næsta mánaðar sinnir hann ekki slíkum aðgerðum nema í neyðartilfellum. Jafnframt verður með öllu tekið fyr- ir umbúðaskiptingar og framhaldsaðgerðir á utanspít- alasjúklingum, nema um sjúklinga sé að ræða, sem nýlega hafa legið á spítalanum og fyrir hefur verið lagt að koma til eftirlits. Enníremur tilkynnist, að eftirleiðis verður tekið gjald af utanspítalasjúklingum, er leita aðgerðar á spítalanum, og nemur þá gjaldið fyrir hverja aðgerð, auk læknishjálparinnar, daggjaldi spítalans á hverj- um tíma. Reykjavík, 27. febrúar 1943. F. h. stjórnarnefndar ríkisspítalanna. Vilm. Jónsson. Guðm. Thoroddsen, forstjóri Landspítalans. Hvað á þetta að ganga lengi? Hoar m iH ntenn Hlpýfluliohhsins? Alþýðubladið birtir cnn cinu sinni svívirðilcga árásargrein á Sósíai- istaflokkinn sem ritstjórnargrein í gær. Enn einu sinni er ritað í blað þetta eins og það væri samkvæmt beinum fyrirskipunum frá Berlín. Hatrið til Sósíalistaflokksins logar í liverri línu. Þetta gerist á sama tíma sem Sósíalistaflokkurinn stendur í samn- ingum við Alþýðuflokkinn um stjórnai-samvinnu og allsherjar samstarf. Dettur leiðtogum og liðsmönnum Alþýðuflokksins í hug að hægt sé að láta reka svona róg og níð bara í skjóli þess að ritstjórinn sé fyrirlit- inn, sálsjúkur kommúnistahatari, — og án þess að Alþýðuflokkurinn verði gerður ábyrgur fyrir svona skrifum? Slikt er óhugsandi. Alþýðuflokkurinn verður að velja á milli þeirr- ar fasistisku stjórnmáiastefnu, sem ritstjórn Alþýðublaðsins er fulltrúi fyrir, og samvinnunnar við Sósíalistaflokkinn. Alþýðuflokksmenn verða að gera sér ljóst að það tvennt er jafn lítt samrýmanlegt og eldur og vatn. Alþýðublaðið er sjálft bezta sönnunin. Alþýðuflokknum er nauðsynlegt að gera þetta upp við sig, athuga fortíð sína og nútíð í þessu sambandi. Á síðastliðnu ári tapaði Alþýðu- flokkurinn í þrennum kosningum. Útför hans úr þjóðstjórninni var með þeim hætti, að hún gat engan ’ blekkt. Hin tilgerðarlega afstaða hans til stærstu vandamálanna ávann honum ekki hina glötuðu tiltrú fólks ins. Og sérstaklega urðu hinar rætnu árásir hans á Sósíalistaflokk- inn og trúarlegur ofsi hans gegn Sovétríkjunum honum að fótakefli. Alþýðuflokkurinn virtist aðeins á- kveðinn í því einu, að reyna að grafa undan Sósíalistaflokknum og kyrkja hverja tilhneigingu til vinstri innan eigin vébanda. Undanfarna áratugi hefur Alþýðu- flokkurinn haft skilyrðislausa sam- vinnu við Framsóknarílokkinn og Sjálfstæðisflokkinn á víxl eða báða í einu. En milli sín og Sósíalista- flokksins hefur Alþýðuflokkurinn byggt lítt yfirstíganlegan múrvegg með hinni fíflaJegu yfirlýsingu sinni um að hafa aldrei samvinnu við Sósíalistana. Vegna þess, að Alþýðuílokkurinn hefur aldrei haft sjálfstæða stefnu né skýr markmið hefur hann í sam- vinnu sinni við borgaraflokkana lát- ið þá leika á sig svo undrum sætir. Hann hefur látið þá ginna sig til samábyrgðar á óstjórn undanfarinna ára, látið hræða sig til þess að sam- þykkja endemis lagasetningar eins og t. d. gengislækkunina 1939, lög- bindingu kaupsins o. fl. í sambandi við hina einkennilegu braut Alþýðuflokksins og stöðuga tap, sækir sú spurning æ fastrar að mönnum, hvoi't Alþýðuflokkurinn sé ein samfelld heild forstokkaðra ævintýramanna á borð við Stefán Pétursson. Eða hvört til séu í flokkn um menn, sem vilji samvinnu við Sósíalistaflokkinn, ekki aðeins í orði heldur og í verki, og sem skilji, að Alþýðuflokkurinn fær ekki sköpum runnið, haldi hann áfram á núver- andi braut. Manni finnst samt, að sporin, sem Aiþýðuflokkurinn hefur stigið undir andlegri leiðsögn Alþýðublaðsklik- unnar, ættu að hræða. Það undrar auðvitað engan, að flokkur með slíka leiðsögn skuli hafa beðið hvern ósigurinn á fætur öðrum og að lok- um orðið í áberandi minnihluta með al verkalýðsins og misst aðalvígi sitt, Alþýðusamband íslands úr höndum sér. Hvert einasta spor AlþýðufJokks- ins hefur upp á síðkastið orðið hon- um til tjóns. Uppgerðarróttækni hans er hann klauf þjóðstjórnina var alltof auðsæ. Frumkvæði hans í kjördæmamálinu varð honum heldur ekki til giftu. Andstaða og fyrirlitning Alþýðu- flokksingjanna á skæruhernaðinum þurrkaði hann út meðal framsækn- asta hluta verkaJýðsins. Óðagot Al- þýðublaðsins úl af „svarta listan- um“ verkaði í sömu átt. Rýtings- stunga í bak Dagsbrúnar í sambandi við setuliðsvinnuna kom heJdur ekki að gagni. Slæmmdarverk Alþýðu- blaðsins gagnvart tilraunum verka- lýðsins til einingar hafa einnig kom- ið flokknum í koli. Og sérstaklega hefur hið magnaða hatur Alþýðu- blaðsmannanna á Sovétrikjunum og sósíalismanum rænt flokkinn samúð fjölmargra frjálslyndra manna úr öllum stéttum. í því máli hefur Alþýðublaðið skipað Aiþýðu- fiokknum svo áberandi í sveit ís- ienzku nazistanna, að mönnum of- býður. Alþýðublaðið hefur án blygð- unar blaðrað um „menningarsögulegt aírek nazismans“ og leyft sér hinn viðbjóðslegasta róg um Ráðstjórn- arríkin, sem brezkir ráðherrar hafa lagt mikla áherzlu á, að hafi „bjarg-- að menningu Evrópu." Þannig hefur hvert skref Alþýðu- flokksins, sem stjórnað hefur verið af hatrinu til Sósíalistaflokksins, orðið honum sjálíum að falli, en jafn framt orðið til þess að auka veg Sósíalistaflokksir.s. Þetta vita nú orð ið margir meðlimir Alþýðuflokksins. Hinsvegar er það staðreynd, að meðal óbreyttra liðsmanna Alþýðu- flokksins eru ekki allfáir, sem horfa skelfdir á framkomu flokksins og sem á engan hátt vilja gerast sam- ábyrgir um stefnu hans. Það eru alþýðumenn, sumir hverjir í lægri trúrlaðarstöðum flokksins, sem þrá ekkert heitar en djarfa og undir- hyggjulausa samvinnu Sósíálista- ílokksins og Aiþýðuflokksins. Þess- ir menn eru hvorki forstokkaðir æv- intýramenn og svikarar við sósíal- ismann, eins og Stefán Pétursson, auðvaldssinnar eins og Gúðmundur R. Oddsson pé bitlingamenn. Þeir eru réttir og sléttir alþýðumenn með óbrjálaða dómgreind, ilienn, sem sjá, að því hærra sem Alþýðuflokkurinn reisir múr milli sín og Sósíalista- ílokksins, því minni verður vegur Alþýðuflokksins og því meiri verður sundrung alþýðunnar. í neðri deild var til 3. umræðu í'rumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 93, 1942 um að reisa nýjar síldarverksmiðjur. Um- ræðum var lokið áður, en at- kvæðagreiðslan fór þannig, að frv. var fellt. Frv. þetta var flutt í efri deild af Ingvari Pálmasyni og hafði þá breytingu í för með sér að ef orðið hefði að lögum að óheim- ilt hefði verið að byggja lýsis- herzlustöðvar nema með leyfi atvinnumálaráðherra. Tilgang- ur frv. var með öðrum orðum sá, að gel'a ríkisstjórninni heim- ild til þess að banna að reistar væru lýsisherzlustöðvar á sama hátt og ríkisstjórnin hef- ur nú heimild til þess að banna byggingu verksmiðja. Vissulega eru til vinstri menn í Alþýðuflokknum. En þeir hafa allir einn sameiginlegan veikleika. Þá skortir áræði til þess að knýja íram stefnubreytingu í flokknum og setja spellvirkjann við Alþýðublaðið frá. Þeir láta sér nægja að vera óánægð- ir, en þá skortir einurð og nauðsyn- lega djörfung til þess að kveða upp úr og tala hreinskilnislega við for- ingja sína. Foringjar Alþýðuflokksins haía venjulega haft lag á því að bæla niður vinstri mennina í Alþýðu- flokknum. Helzta vopn þeirra til þess hefur kommúnistagrýlan verið. Ef einhver óbreyttur liðsmaður hefur ymprað á stefnubreytingu eða látið í ljós vilja sinn til samvinnu við Sósíalistaflokkinn, þá hefur strax fallið á hann grunur um „kommún- isma“ og hann þar með sleginn út af laginu. Megin veikleiki vinstri mannanna í Alþýðuflokknum er því sá, að þeir láta hræða sig með kommúnista- grýlunni, sem er ekkert annað en vasaútgáfa þess áróðurs, sm nazist- arnir þýzku fleyta sér á. Vinstri mennirnir í Alþýðuflokkn- um þurfa að minnast þess, að tím- inn bíður ekki eftir þeim. Því leng- ur sem þeir láta spellvirkjann við Alþýðublaðið einráðann um stjórn- völinn, því lengra sekkur flokkurinn niður í pólitíska einangrun og ves- aldóm. Vinstri mennirnir þurfa að minnast þess, að engin utanaðkom- andi öfl munu framkvæfna stefnu- breytingu í flokknum, heldur verð- ur það að vera verk þeirra sjálfra. Sérstaklega verður erfitt að hugsa sér, að nokkur vinstri stjórn komist á laggirnar, meðan Alþýðublaðinu er stjórnað af svikara, sem alltaf reynir að eyðileggja allt samstarf. Vinstri mennirnir í Alþýðuflokknum ættu að lofa Stefáni Péturssyni, sem ber „menningarsögulegt afrek naz- ismans" meir fyrir brjósti en hags- muni alþýðunnar, að gerast sjálf- boðaliði í hinum aðþrengda her Hitl- ers. Þeir ættu auk þess að kenna flokksforingja sínum að skilja, að á tímum eins og þeim er nú standa yfir, geta vangaveltur einstakra manna og tilefnislausar árásir ann- arra, útilokað sérhverja möguleika til samstarfs. Ef vinstri mennirnir í Alþýðu- flokknum láta beygja sig með komm únistagrýlunni, verður einingu Al- þýðunnar seinkað til muna. Ef þeir hinsvegar stíga það skref sem þarf, getur það orðið upphaf úrslitasigra íslenzkrar alþýðu. Almenningur hefur slæma reynslu af þessari heimild í höndum atvinnumálaráðherra. Allir rnuna eftir Rauðkumálinu á Siglufirði. Siglufjarðarkaup- staður ætlaði að byggja 5000 mála síldarverksmiðju árið 1939. Hann var búinn að útvega sér tilboð í vélar og efni, átti sjálfur lóð á ágætum stáð og var búinn að fá nægileg lán í Noregi og ennfremur innanlands. Allt var tilbúið til þess að fram- kvæmdir gætu hafizt, það stóð aðeins á einu atriði, leyfi at- vinnumálaráðherra. Leyfið kom aldrei og þessvegna var verk- smiðjan aldrei byggð. Siglufjarð arkaupstaður var með þessu skaðaður svo skipti hundruðum Framhald á 4. síðu Frumvarp um að heimila ríkisstjórn að banna lýsisherzlustöðvar, fellt í neðri deild í gær

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.