Þjóðviljinn - 03.03.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.03.1943, Blaðsíða 4
iJÓÐVILJINN Cli*boi*glnr»1 Næturlæknir: Pétur H. J. Jakobs- son, Rauðarárstíg 32, sími 2735. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. Minningarathöfninni um þá sem í'órust með Þormóði, og fram fer í dómkirkjunni næstkomandi föstu- dag kl. 2 e. h., verður útvarpað. Hjónaband. Síðastliðinn fimmtu- dag voru gefin saman í hjónaband Bertha H. Kristinsdóttir og Halldór t>. Nikulásson. Heimili brúðhjón- anna verður á Unnarstíg 2. Ármenningar. Skemmtifundur verð ur haldinn í Oddfellowhúsinu í kvöld Skíðanefndin sér um fundinn. Húsið opnað kl. 8.45. Bjarne Dalland var nafn norska Spánarfarans sem nazistar myrtu. Það misprentaðist í blaðinu í gær. Leikfélag Reyk'javíkur sýnir barnaævintýrið Óli smaladrengur kl. 5,30 í dag. Aðgöngumiðasalan hefst kl. 2 í dag. Leikfélag Reykjavíkur sýnir skopleikinn Fagurt er á fjöllum annað kvöld og hefst sala aðgöngu- miða kl. 4 í dag. Matarforðí bjöirg* unarbáta Framh. af 3. síðu. clósum,, er nemi 1 kg. á mann“. Vatnsskammturinn er hér þrefalt minni, en amerísk skip veröa nú aö hafa. í staöinn fyrir hart brauö er nú notáö sérstaklega tilbúiö kex, fjör- efmaríkt og meltingarlétt, 96 kexkökur á hvert kiló, pakkaö i sérstakar umbúöir. Hafra- mjöl er ekki haft, en aftur á móti súkkulaöi, einnig tilbú- iö samkvæmt sérstökum aö- feröum, þannig aö þaö myndi ekki þorsta. (,,invert“sugar) og er þaö í ca. 5 gramma töflum. Dósamjólk heíur ver- iö algjörlega bannfærö, en í staö hennar eru haföar mjólk urduftstöflur er bráöna á tung unni.. í hverri dós af þessum töflum eru 20 pakkar og 9 töflur í pakka. Kjötmeti er einnig í smátöflum, búiö til á grundvelli vísindalegra rann- sókna um næringargildi o. a. Skammturinn á mann af þessum 4 matartegxmdum, kexi, súkkulaöi, mjólk og kjöti, er um 4Ö0 grömm af hverri tegund á mann. Vafalaust mætti fá þessa matarskammta fyrirhafnarlít- iö frá Bandaríkjunum fyrir siglingarflotai okkar. Mótmæli launþeganna. Framh. af 1. síðu. eftirfarandi mótmæli gegn dýr- tíðarfrumvarpi ríkisstjórnarinn- ar og falið stjórn sinni að koma þeim á framfæri við. Alþingi: „Þvottakveiniaíelagið Freyja mót- mælir því liarðlega, að framkomið dýrtíðarfrumvarp ríkisstjórnarinnar nái fram að ganga á Alþingi. Telur íélagið að ákvæði frumvapsins um 12.5% launalækukn hjá vinnustétt- unum sé óréttmæt og óverjandi árás á hagsmuni þeirra, og skorar cin- dregið á Alþingi að fella þetta á- kvæði frumvarpsins." NÝJA BÍÓ 1 1 < #■ TJARNARBlÓ WSÞ Ötvarp Amerika? Æringí * (Fröken Vildkatt). (The Great American Broad- cast). Sænsk söngva- og gaman- mynd. Skennntileg „músik“-mynd. Marguerite Vilby Áke Söderblom. ALICE FAYE Frá orustunni um Stalin- JACK OAKIE grad. Rússnesk mynd. JOHN PAYNE. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýnd kl. 5, 7 og 9. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. Oli smaladrengur Sýning í dag kl. 5,30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. ,Fagurt er á fjöllum4 Skopleikur í þremur þáttum staðfærður af EMIL THORODDSEN. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7. í dag. Frumvarp um lýsisherzlu- stöðvar. Framhald af 2. síðu. þúsunda og þjóðin í heildinni um milljónir. Sá maður, sem notaði sér laga- heimild til þess að hindra bygg- ingu Rauðku var Ólafur Thors þáverandi atvinnumálaráðherra Framkoma hans í þessu máli er einhver ljótasti bletturinn í stjórnmálasögu síðari ára hér á landi, því að í máli þessu hafði Ólafur Thors beinlínis persónu- legra hagsmuna að gæta, sem meðeigandi síldarverksmiðj- anna á Hjalteyri. Þegar þjóðin hefur jafnátak- anlega reynslu um misnotkun stjórnarvalds eins og í Rauðku- málinu, þá er full ástæða til þess að fara varlega í að auka þetta vald. Menn þurfa að vera þess minnugir, að ekki er gott að vita fyrirfram hverjir kunna að fara með valdið og hættan á misnotkun er, það hefur reynsl- an sýnt, mjög mikil. Af þessari ástæðu greiddu flestir þingmenn sósíalista í n.d. atkvæði gegn frv. um að veita ríkisstjórninni heimild til þess að banna að reistar verði herzlustöðvar. Sumir kunna nú að- segja, að þetta geti hæglega orðið til þess að ráðist verði í að byggja herzlustöðvar af fullkomnu fyrirhyggjuleysi, sem aldrei gætu orðið arðvænlegar og yrðu því þjóðinni til skaða. En því er til að svara, að Alþingi hefur hvenær sem er möguleika til þess að grípa inn í ef á þyrfti að halda, enda verður lýsis- herzlustöðvum ekki komið upp nema með löngum undir- búningi. Innbrot í fyrrinótt var brotizt inn í verksmiöjuhús Hreins, Sírí- usar og Nóa, á þann hátt að fariö var inn um glugga á vinnustofu og þaöan upp í skrifstofuherbergi. Þar var stoliö nýju ferða- viötæki, magansínriffli, ásamt nokkrum skotum, ljósmæli og smásjá. Ábyrgðarheimild fyrir Siglufjörð. Framhald af 1. síðu. Inn í umræður um þetta mál blönduðust síðar umræður um landskerfi það, sem milliþinga- nefnd í rakorkumálum leggur til að komið verði á í raforku- málum, sem er falið í því að Suður- Vestur- og Norðuriandi verði séð fyrir raforku frá Sogi og Laxárstöðvunum, sem verði tengdar saman með landslínu. Boðar milliþinganefnd það í á- liti sínu að með þessu móti verði hægt að sjá dreiíbýlinu fyrir raforku. Það sem enn hefur komið frá milliþinganefnd virðist eiga litla stoð í veruleikanum og er vonandi, að hún sýni í framtíð- inni meiri raunhæfni en hingað til. Frumvarpið um áþyrgðar- heimildina var samþykkt að við höfðu nafnakalli með 23 atkv. gegn 7. (Já sögðu: Áki J., Ásg. Ásg., Barði G., E. Ol., Emil Jó., F. J., Ga. Þorst., G. Th., Ja. M., Jón Sig., L. Jós., Ól. Th., P. Ott., Sigf. Sig, Sig. Bj., Sig. G., Sig. Hl., Sig. Kr„ Sig. Þórð., Sig. Th., St. Jóh., Þ. Guðm. — Nei sögðu: Ing. Jóns., Jón P., Jör Br., Páll Zoph., Páll Þ., Skúli Guðm., Sv. Högn.). Mun síðar birtast nákvæm greinargerð um þetta hér í blað- inu. «V>i DREKAKYN Eftir Pcail Buck Eg er ekki með öðrum en þeim sem eiga í stríði við djöflana, sagði yngsti sonurinn, en bætti við: Segðu mömmu að ég sé svangur og mig langi til að smakka eitt- hvað af góða matnum hennar áður en við förum. i En þuríið þið að fara fljótt aftur? spurði Ling Tan. Við verðum að vera komnir upp að fjallsrótum áður en birtir, sagði elzti sonurinn. Og það þó við getum falið ykkur? spurði Ling Tan. Já, í þetta skipti, sagði elzti sonurinn, og virtist ekki ætla að gefa neinar frekari skýringar. Faðir þeirra fór með þá niður í jarðhúsið, allir synirnir lögðu af sér bagg- ana, og þegar þeir voru leystir upp sást að hver þeirra hafði borið um tylft byssna. Hann hafði aldrei séð slíkar byssur, stuttar og sterklegar útlendar byssur. Hann tók eina þeirra og skoðaði hana. Hvar fenguð þið þessar byssur? spurði hann. Yngsti sonurinn hló. Við tökum þær frá óvinunum, sagði hann. En þegar Ling Tan hafði dázt að byssunum stundarkorn, mundi hann að yngsti sonurinn var matar þurfi, svo hann fór inn og vakti Ling Sao. Hún fór á fætur og eftir nokkr- ar mínútur var hún búin að kveikja upp. Lao Er vakti Jadu og hún kom niður með barnið og þau söfnuðust öll saman þarna í jarðhúsinu og borðuðu núðlur og saltað svínakjöt, sem Ling Sao hafði matbúið í skyndi. Þau höfðu þar borð og bekki og létu ljósið loga; meðan piltarn- ir stóðu við töluðu þau saman og sögðu hvert öðru það sem fyrir hafði komið, og Ling Sao gat ekki fengið sig fullsadda af að horfa á syni sína. Ling Tan hafði beðið hana að minnast ekki á neitt dapurlegt eða umliðna sorg- aratburði. En hún var þó fyrst og fremst móðir þeirra og gat ekki stillt sig um að hvísla að elzta syni sínum rétt 1 1 því að hann var að fara: | " Heíurðu fundið þér nokkra konu til að ala þér fleiri börn, sonur? Hann brosti til hennar en hristi ekki höíuðið. Er þetta tími til að hugsa um slíkt? spurði hann. Það er alltaí tímabært að hugsa um að eignast börn, sagði hún þyrkingslega. Hver ætli taki við starfi þínu ef þú átt enga syni? Já, mamma, þetta er sjálfsagt rétt hjá þér. Eg skal lita í kringum mig og vita hvað ég kann að rekast á, sagði hann. Og faðir hans hló og sagði: Hvað ætli yrði um okkur aila ef kvenfóikið héldi ekki okkur að barngetnaði? En Ling Sao varð óhræddari vegna þess að þeir skelli- hlógu og sagði hátt: Það sem af ykkur yrði ef þið hefð- uð ekki kvenmann, væri hreinlega það að enginn karl- maður fæddizt. Ekki verður því neitað, gamla mín, sagði hann. Og hún hélt áfram. * Ánægð verð ég ekki fyrr en þú líka, litli sonur minn, ert kvæntur, og ég vil sjá sonarsyni hjá ykkur öllum áður en ég dey. Þú færð aldrei nóg, kona, sagði Ling Tan, og með hlát- ur á vörum fóru synirnir tveir áleiðis til fjalla. Ling Tan lokaði dyunum og skaut slánni fyrir, enn einu sinni ham- ingjusamur á heimili sínu. Alla þessa mánuði hafði hann ekkert frétt af eldri dótt- ur sinni og Vú Líen. En dag einn um hádegi, þegar Ling Sao er að þvo upp frá miðdegmum, heyrðist hávaði við hliðið. Þegar slíkt heyrðist, fóru þau Lao Er og Jada með barnið niður í jarðhúsið áður en hliðið var opnað, og ætl- uðu að fara eins í þetta skipti. En Ling So heyrði rödd eidri dóttur sinnar við hliðið og hún kallaði glaðlega: Bíðið þið, þetta er bara hún dóttir mín og hún systir ykkar, — og hún var í þann veginn að opna hliðið, þegar Lao Er greip í handlegg hennar. Mamma, sagði hann lágt, — segðu ekki að við séum hérna. Segðu ekkert um okkur. Hann hraðaði sér til jarðhússins og tók barnið úr iangi Jadu og bað hana að flýta sér, eins og þetta væru óvinir, en Ling Sao horfði á eftir þeim, eins og hún héldi að þau hefðu misst vitið. Jæja, nú þykir mér týra, ef svo er komið að bræður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.