Þjóðviljinn - 05.03.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.03.1943, Blaðsíða 1
MlnnlnoarKhöhiiii Uð sen IM neð PorniSI ler Irm u. 2 i öao 011 járnbraufísi millí Moskva og Vclíhí Lúkí á valdí Rússa Minningarathöfn um þá. sem fórust með Þormóði, fer fram í dómkirkjunni í dag kl. 2 e. h. og verður henni út- varpað. Verður því öllum skrifstof- um opinberra stofnana lok- aö á hádegi, svo og bönk- unum. Kennsla hættir á há- degi í öllum skólum ríkisins. Kvikmyndahúsin hafa engar sýningar í dag. Söfnunin til styrktar að- standendum þeirra sem fór- ust er nú 87525 kr. Rauði herinn hefur náð á vald sitt stóru landsvæði fyrir vestan Kúrsk, þar sem hann sækir fram á 100 km. víglínu og tók í gær bæina Síevsk, 130 km. norð- vestur af Kúrsk og álíka langt suður af Brjansk, og Súsa, 90 km. suðvestur af Kúrsk og 70 km. suður af Lgoff, sem tekin var í fyrradag. Vestur af Rseff hefur rauði herinn tekið bæinn Olenino og hafa Rússar nú á valdi sínu alla járnbraut- ina frá Moskva til Velíkíe Lúkí. Sovéthersveitir hafa einnig sótt fram suðvestur af Rseff, og tekið 11 byggð- arlög. Fyrir norðan Rseffsvæðið heldur her Tímosjenkos áfram sókn í átt til Staraja Rússa og Lovatárinnar. Bæjarstjórn vil! ekki veita bygg- ingarleyfi fyrir Hallgrímskirkju „að svo stöddu" Hallgrímssðfnuði boðin lóð undir hús fyrir guðþjónustur Á fundi bæjarstjórnar í gær var tekin fyrir tillaga sú um byggingarleyfi fyrir Hallgrímskirkju, sem frestað var á næst- síðasta fundi. Valtýr Stefánsson og Sigfús Sigurhjartarson báru fram eftirfarandi tillögu, sem var samþykkt með 11 atkvæðum gegn tveimur: „Það er ljóst, af uppdrætti þeim, sem liér liggur fyrir, að sóknarnefnd Hallgrímssóknar hefur eigi í hyggju að reisa venjulega sóknarkirkju, heldur er hér um að ræða fyrirhug- aða höfuðkirkju landsins. Bæjarstjórnin telur því, að málið hafi ekki fengið nægilegan undirbúning og getrn- ekki að svo stöddu veitt hið umbeðna byggingarleyfi.“ Ennfremur báru þeir Valtýr og Sigfús ásamt Haraldi Guð- mundssyni fram eftirfarandi tillögu er einnig var samþykkt með 11 atkvæðum gegn 2. „Bæjarstjórnin heitir sóknarnefnd Hallgrímssóknar stuðn- ingi sínum við að reisa sem fyrst hús fyrir guðsþjónustur og aðra starfsemi safnaðarins, með því að láta söfnuðinum í té ókeypis lóð undir húsið, er sóknarnefndin geti fyrir sitt leyti fallizt á, og greiða fyrir málinu á annan hátt.“ Á Donetsvígstöðvunum halda áfram harðar orustur og virð- ast árásir Þjóðverja harðastar í vesturhluta Donetssvæðisins, Suðvestur af Vorosiloff hefur sovétherinn unnið á. Hinir miklu sigrar rauða hers ins á mið og norðurvígstöðvun- um hafa þegar veikt verulega yztu varnarlínu Smolensksvæð- isins, að því er brezkir herfræð- ingar telja. Orel verður einangr aðri með hverjum degi. Brjansk getur fyrr en varir orðið í víg- línunni, segir í brezkri útvarps- fregn. 20 japönskum skip- um sökkt Flugvélar Bandamanna hafa sökkt 20 af 22 skipum í jap- anskri skipalest á leið til Nýju Gíneu, að því er segir í tilkynn- ingu frá aðalstöðvum McArt- liurs í Ástralín. Átta af skipum þessum voru herskip. Verkalýður Vestmanneyja krefst a9 Alþingi takl tillit til samþykkta Al- þýðusambandsþingsins „Sameiginlegur fundur Verkalýðs- félags Vestmannaeyja, Sjómannafé- lagsins Jötunn, Vélstjórafélags Vest- mannaeyja og Verkakvennaféiags- ins Snótar í Vestmannaeyjum, — lialdinn 18. febr. 1943, skorar á hið háa Alþingi að samþykkja áskoran- ir og tillögur 17. þings Alþýðusam- bands Islands í dýrtíðar-, atvinnu-, öryggis- og sjávarútvegsmálum og fiýta eins og kostur er fyrir fram- kvæmd þeirra.“ Harðar ioftárásir á meginlandsstöðvar Þjóðverja Bandarískar sprengjuflugvél- ar gerðu í gær harðar árásir á borgirnar Rotterdam, Ham, og er talið að mikill árangur hafi Framhald á 4. síðu Orð og gerðír Fimm ráðherrar ávörp- uðu þjóð sína fyrir átta vikum Björn l>órðarson: „Þeir, sem hafa fengið mikið undanfarin ár, mega vera við því búnir að hagnaður þeirra rýrni og að þeir verði að bera nokkrar byrðar. Stjórnin lítur svo á, að hún hafi, að svo stöddu, engan rétt til að krefjast af almenningi, engri stétt neinna fórna.“ Einar Arnórsson: „Vafalaust munu margir verða að færa einhverjar fórnir, og mest verður að heimta af þeim, sem mesta hafa getuna. Þeir hafa bökin breiðust og á þá verður því að leggja þyngstu baggana." Vilhjálmur Þór: „Það hlaut að verða fyrsta verk þeirrar ríkisstjórnar, er nú situr, að freista þess að stöðva dýrtíð- ina. Til þss gátu verið tvær leið- ir. Önnur með valdboði einu, hin með samkomulagi og með vald- boði að einhverju leyti. Hin síð- ari leiðin var valin.“ Jóhann Sæmundsson: „Gálaus valdbeiting bjargar engu, en eykur aðeins á sundur- lyndi þjóðarinnar og stofnar öllu í voða. — — þeir, sem hafa eign- ast mesta fjármuni á þessum tím um, eiga að verða fyrstir til að rækja skyldur sínar, sem jafn- framt eru mestar og þyngstar." Björn Ólafsson: „Þeir aðilar, sem þessar ráð- stafanir (dýrtíðarráðstafanir) koma til að bitna mest á fyrst í stað, verða að hafa það hugfast, að þeir hafa haft góð afkomuár undanfarið. — — — Timabili stríðsgróðans er lokið, þeir sem hyggja að hér eftir verði hægt að byggja afkomu sína á fljóttekn- um auði, munu verða fyrir von- brigðum.“ Þetta voru þeirra fyrirheit í áramótaútvarpi til þjóðar sinnar. — Eftir átta vikur eru efndirnar þær, að þúsundir íslenzkra al- þýðumanna þurfa að fylkja sér til varnar gegn árásum þessara sömu ráðherra gegn lífsaíkomu hinna fátækustu. Þeir ríku eiga að fá að verða ríkari, nema hvað þeim er uppálagl að greiða eign- aukaskatl sem á að nægja til að bvggja hús yfir þessa líka „orð- heldnu“. ríkisstjórn. Umræöur uröu langar um tillögur þessar. Flutnings- menn geröu grein fyrir því Lögreglan gerði mótmælabréf in upptæk, og auglýsti í háskól- anum að stúdentar mættu búast við „alvarlegum afleiðmgum", ef þeir afturköllpðu ekki tafar- að þar sem rætt væri um Hallgrímskirkju, væri tveim Framhald á 4. síðu. laust mótmæli sín. Tilkynnt var ennfremur að þetta mál hefði verið „tekið úr höndum stúd- entaíélagsins og háskólans.“ Sovétsöfnunin. Á Akureyri hafa safnazt 7100 krónur Verkaiýðurinn á Akureyri hefur aldrei látið á sér standa í baráttunni um réttindi fólksins, baráttunni fyrir frelsi og lýð- ræði. Að þessu sinni lætur hann heldur ekki sitt eftir liggja. Söfnunin á Akureyri handa Rauða krossi Sovétríkjanna er nú orðin 7100 krónur. Um söfnunina annast Sjómannafélag Ak- ureyrar, Verkakvennafélagið Eining, Iðja, félag verksmiðju- fólks, Starfsstúlknafélagið Sóltn, Bílstjórafélag Akureyrar, Verklýðsfélag Akureyrar og Sósíalistafélag Akureyrar. Tvö þúsund norskir stúdentar mótmæla afskiptum Kvislinga NazístaYfírvöldín hafa í hótunum Ákafar deilur hafa brotizt út við háskólann í Osló milli liáskólastúdenta og stúdentafélags Kvislinga. Formaðurinn í stúdentafélagi Kvislinga tilkymiti nýlega í ræðu varðandi vinnuskyldu stúdenta, að þeir ættu um það tvennt að velja, að láta stúdentaféiagið vera millilið og þá yrðu þeir aðeins tilkvaddir í sumarfríunmn, eða að þeir yrðu kvaddir til skylduvinnu sem hverjir aðrir bogarar, og þá hve- nær sem væri. Stúdentarnir tóku fyrri kostinn, en þegar það var birt í nazistablöðunum sem merki um að stúdentarnir hefðu gengið í stúdentafélag Kvislinga, sendu 2000 stúdentar samhljóða mót- mæli til skrifstofu háskólans. Þeir lögðu áherzlu á, að þeir við- urkenndu ekki stúdentafélag Kvislinga sem réttmætan fulltrúa norskra stúdenta. T

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.