Þjóðviljinn - 06.03.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.03.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Laugardagur 6. marz 1943. 52. tölublað Rauii hepinn sæhir að Siaraia Riíssa, Gaisli, Vjasma, Brjansh oo Drel Grímtnílegír bardagar halda áfram víd Donets Bandaríkin ættu að senda her til Kína, segir frú Sjang Kajsjek Kona Sjang Kajsjekk ræddi í gær við blaðamenn í Washing- ton, og sagði meðal annars að Bandaríkjamenn ættu að senda her til Kína til að sýna að þeim væri alvara með striðið gegn Japönum. Frúin fór viðurkenningarorð- Framhald á 4. síðu. Kunna þeir ekki að skammast sín? Við þurf um ekki að skammast okkar fyrir stjórnina á nýlend- unum, og eftir styrjöldina sem hingað til mun stjórn þeirra verða í höndum Breta einna, sagði nýlendumálaráðherra Bretlands í ræðu, sem hann hélt í gær í Oxford. Þeir eru ekki feimnir, íhalds- ráðherrarnir brezku!- Fimm sterkustu varnarstöðvar fasistaherjanna á norður- og, miðvígstöðvunum eru í vaxandi hættu vegna hinnar öflugoi sóknar rauða hersins. Það eru Staraja Rússa, Vjasma, Gatsk, Brjansk og Orel. Þýzka herstjórnin skýrði frá því í gær að rauði herinn hafi byrjað árás á Staraja Rússa með geysi- harðri stórskotahríð og sæki Rússar austan og sunnan að borginni. Sókn rauða hersins á Rseffvígstöðvunum heldur áfram og tóku Rússar í gær 52 þorp suðvestur af borg- inni. Þjóðverjar reyndu að stöðva sovéther, sem sækir til suðurs frá Velíkíe Lúkí, við Dvínafljótið, en Rúss- ar brutust yfir það á þremur stöðum og tókst að koma skriðdrekum og stórskotaliði yfir fljótið á ís. Vegna þessarar sóknar hafa varnarskilyrði fasistaherjanna í Vjasma og Gatsk versnað mikið. Sókn rauða hersins norðvest- ur af Kúrsk verður öf lugri með degi hverjum, að því er segir í fréttastofufregn frá Moskva í gærkvöld. ^Hafa Rússar haldið áfram sókninni norður á bóginn frá Síevsk, og tilraunir Þjóðverja að stöðva þessa sókn, sem teflir í hættu varnarstöðvum þeirra Brjansk og Orel, hafa algerlega mistekist. I Síevsk tók rauði herinn um 5000 fanga og mikið herfang. Þjóðverjar segjast hafa komið sér upp öflugri varnarlínu með- fram Donets, frá ísjúm og aust- ur undir Vorosiloffgrad og við Miusfljótið til Asovshafs. I Moskvafregnum segir að Þjóðverjum hafi orðið nokkuð ágengt á Donetsvígstöðvunum, en hafi beðið mikið skriðdreka- tjón. Sfjórn myndud í Fínnlandí Engín sfefnubreyfíng Ný stjórn hefur verið mynd uð i Finnlandi og er Edvin Linkonies prófessor forsætis- ráðherra. Standa sömu flokk- ar að stjórninni og þeirri er frá fór, og segir í brezkri út- varpsfregn að ekki þurfi að vænta þess að stefnubreyting verði. Forsætisráðherrann er talinn íhaldsmaður. Sósíal- demókratarnir Tanner og Fag- MiMap Mnoap lí sflúrn wm Hitler hefur gert róttækar breytingar á stjórn þýzka flot- ans. Hafa yfirmenn flotadeild- anna í Noregi, Norðurssjó, i Danmörku, Eystrasalti, Mið- jarðarhafi og Svartahafi ver- ið settir af, og nýir menn, sem allir hafa tekið þátt í sjóhernaöaraðgerðum í styrj- öldinni, verið settir í þeirra stað. Hinir fráf örnu voru allir samstarísmenn Readers yfir- flotaforingja, er lét af starfi fyrir nokkru. Er talið að' breytingarnar geti þýtt aö Þjóöverjar ætli aö beita flot- ainum meira til sóknar en hingað til. Meðal þeirra sem frá fara er Carls flotaforingi, . sem stjórnaöi árásinni á Noreg. erholm sitja áfram í stjórn. Ramsey er utanríkisráð- herra og Wandell hershöfð- ingi hermálaráSherra. Myndin sýnir einn af hinum glæsilegu flugbátum enska loftflotans af gerðinni Sunderland 11. Eitt sjóslysið enn. Síðari hluta dags í fyrradag vildi það slys til, að einn vélbát- anna frá Suðurnesjaverstöðvunum, sem var þá á heimleið, fékk á sig brotsjó, og hvolfdi honum þegar. Fimm menn voru á bátnum og fórust f jórir þeirra, en nær- stöddum bát tókst að bjarga einum mannanna. Bátur þessi var v.b. „Ársæll" frá Ytri-Njarðvík. — Var hann staddur um 4—5 mílur út af Skaga, \á heimleið, þegar hann fékk á sig brotsjó, og hvolfdi honum þegar. Vélbáturinn ,Ásbjörg' frá Hafn arfirði var nærstaddur og tókst honum að bjarga einum manni af „Ársæli", Símoni Gíslasyni vélstjóra, sem var staddur í stýr- ishúsinu, ásamt skipstjóranum, Þorvaldi Jóhannssyni, þegar brot sjórinn skall yfir bátinn. Vélbáturinn „Ásbjörg" beið all lengi á slysstaðnum, en varð einskis var. Þeir, sem fórust með „Ársæli" voru þessir: Þorvaldur Jóhannsson, skip- stjóri frá Njarðvík, 42 ára, kvæntur og átti 2 börn.' Pétur Sumarliðason frá Ólafs- vík, en nýfluttur til Njarðvíkur. Hann var 26 ára, kvæntur og átti 2 börn. Guðmundur Sigurjónsson frá Lundi í Njarðvík. Hann var 24 ára, ókvæntur. Trausti Einarsson frá Ólafs- vík. Vélbáturinn „Ársæll" var 22 smál., smíðaður í Frederikssund í Danmörku 1938. Eigendur var sameignarfél. „Ársæll" í Njarð- vík. * Lík Sigurðar Ara- sonar fundið Lík Siguröar Arasonar, sem tók út ai' vélbátnum Asa frá Hornafirði, hefur nú fundizt rekið á Hvahiesi. I! ufn íia sem 1- ust meO Parmóöl Minningarathöfn um þá, sem fórust með Þormóði, fór fram í Dómkirkjunni í gær og hófst hún kl. 2. Viðstaddir minningarathöfn- ina voru ríkisstjóri, ríkisstjórn, fulltrúar erlendra ríkja, alþing- ismenn, bæjarfultrúár o. fl. og var kirkjan troðfúll út úr dyr- ura. Sigurgeir Sigurðsson biskup flutti aðalræðuna, en dómkirkju pestarni, þeir sr. Bjarni Jónsson og sr. Friðrik Hallgrímsson að- stoðuðu. Dómkirkjukórinn söng, undir stjói'n Páls ísólfssonar, Gunnar Pálsson söng einsöng og Þórar- inn Guðmundsson lék einleik á fiðlu. Af 31, sem fórust með Þor- móði, hafa aðeins 5 lík fundizt, lík þeirra Jakobínu Pálsdóttur, Salóme Kristjánsdóttur og Bjarna Péturssonar, sem öll voru frá Bíldudal, lík Guðmund ar Péturssonar frá Súluvöllum við Hvammstanga og lík Lárus- ar Ágústssonar, sem átti heima hér í bænum. Voru kistur þeira allra í kirkjunni meðan á athöfn inni stóð. Lík tveggja þeira síðastnefndu voru jarðsett hér, en lík Bíld- dælinganna verða flutt vestur. Fyrstu kistuna úr kirkju báru skrýddir prestar, aðra alþingis- menn, þriðju bæjarfulltúar, Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.