Þjóðviljinn - 06.03.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.03.1943, Blaðsíða 1
j Bandaríkin ættu að senda her til Kína, ! segir frú Sjang Kajsjek : Kona Sjang Kajsjekk ræddi í gær við blaðamenn í Washing- ton, og sagði meðal annars að Bandaríkjamenn ættu að senda her til Kína til að sýna að þeim væri alvara með stríðið gegn Japönum. Frúin fór viðurkenningarorð- Framhald á 4. síðu. ftain lerin sziir ai siarala ftössa, tatsl, llasia, ftrlaisl n ftrei Grímmílegir bardagar halda áfram víd Donefs Kunna þeir ekki að skammast sín? Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir stjórnina á nýlend- unum, og eftir styrjöldina sem hingað til mun stjórn þeirra verða í höndum Breta einna, sagði nýlenduinálaráðherra Bretlands í ræðu, sem liann hélt í gær í Oxford. Þeir eru ekki feimnir, íhalds- ráðherrarnir brezku!- Mr ireimr a sliirn lisha ftilais Fimm sterkustu varnarstöðvar fasistaherjanna á norður- og miðvígstöðvunum eru í vaxandi hættu vegna hinnar öflugu sóknar rauða hersins. Það eru Staraja Rússa, Vjasma, Gatsk, Brjansk og Orel. Þýzka herstjórnin skýrði frá því í gær að rauði herinn hafi byrjað árás á Staraja Rússa með geysi- harðri stórskotahríð og sæki Rússar austan og sunnan að borginni. Sókn rauða hersins á Rseffvígstöðvunum heldur áfram og tóku Rússar í gær 52 þorp suðvestur af borg- inni. Þjóðverjar reyndu að stöðva sovéther, sem sækir til suðurs frá Velíkíe Lúki, við Dvínafljótið, en Rúss- ar brutust yfir það á þremur stöðum og tókst að koma skriðdrekum og stórskotaliði yfir fljótið á ís. Vegna þessarar sóknar hafa varnarskilyrði fasistaherjanna í Vjasma og Gatsk versnað mikið. Sókn rauða hersins norðvest- ur af Kúrsk verður öflugri með degi hverjum, að því er segir í fréttastofufregn frá Moskva í gærkvöld. Hafa Rússar haldið áfram sókninni norður á bóginn frá Síevsk, og tilraunir Þjóðverja að stöðva þessa sókn, sem teflir í liættu varnarstöðvuin þeirra Brjansk og Orel, hafa algerlega mistekist. I Síevsk tók rauði herinn um 5000 fanga og mikið herfang. Þjóðverjar segjast hafa komið sér upp öflugri varnarlínu með- fram Donets, frá ísjúm og aust- ur undir Vorosiloffgrad og við Miusfljótið til Asovshaís. í Moskvafregnum segir að Þjóðverjum hafi orðið nokkuð ágengt á Donetsvígstöðvunum, en hafi beðið mikið skriðdreka- tjón. Sfíórn myndud í Filnnlandí Engín sícfnubrcyfíng Ný stjórn hefur veriö mynd uð í Finnlandi og er Edvin Linkonies prófessor forsætis- ráðherra. Standa sömu flokk- ar að stjórninni og þeirri er frá fór, og segir í brezkri út- varpsfregn að ekki þurfi að vænta þess að stefnubreyting | verði. Forsætisráðherrann er taliim íhaldsmaður. Sósíal- demókratarnir Tanner og Fag- Hitler heíur gert róttækar breytingar á stjórn þýzka flot- ans. Haí'a yfirmenn flotadeild- anna í Noregi, Norðurssjó, í Danmörku, Eystrasalti, Mið- jarðarhafi og Svartahafi ver- ið settir af, og nýir menn, sem allir hafa tekið þátt i sjóhernaöaraðgerðum í styrj- öldinni, verið settir í þeirra stað. Hinir fráförnu voru allir samstarfsmenn Readers yfir- flotaforingja, er lét af starfi fyrir nokkru. Er taliö að breytingarnar geti þýtt aö Þjóöverjar ætli aö beita flot- ainum meira til sóknar en hingaö til. Meöal þeirra sem frá fara er Carls flotaforingi, sem stjórnaöi árásinni á Noreg. erholm sitja áfram í stjórn. Ramsey er utanríkisráö- herra og Wandell hershöfö- ingi hermálaráöherra. Myndin sýnir einn af hinum glæsilegu flugbátum enska loftflotans af gerðinni Sunderland 11. Eitt sjóslysið enn. UénáliFlin ðpsæll iemt. FjlriF ftienn önlna, einn bjargast Síðari hluta dags í fyrradag vildi það slys til, að einn vélbát- anna frá Suðurnesjaverstöðvunum, sem var þá á heimleið, fékk á sig brotsjó, og hvolfdi honum þegar. Fimm menn voru á bátnum og fórust fjórir þeirra, cn nær- stöddum bát tókst að bjarga einum mannanna. Bátur þessi var v.b. ,,Ársæll“ frá Ytri-Njarðvík. — Var hann staddur um 4—5 mílur út af Skaga, á heimleið, þegar hann fékk á sig brotsjó, og hvolfdi honum þegar. Vélbáturinn ,Ásbjörg‘ frá Hafn arfirði var nærstaddur og tókst honum að bjarga einum manni af ,,Ársæli“, Símoni Gíslasyni vélstjóra, sem var staddur í stýr- ishúsinu, ásamt skipstjóranum, Þorvaldi Jóhannssyni, þegar brot sjórinn skall yfir bátinn. Vélbáturinn „Ásbjörg“ beið all lengi á slysstaðnum, en varð einskis var. Þeir, sem fórust með „Ársæli“ voru þessir: Þorvaldur Jóhannsson, skip- stjóri frá Njarðvík, 42 ára, kvæntur og átti 2 börn.‘ Pétur Sumarliðason frá Ólafs- vík, en nýfluttur til Njarðvíkur. Hann var 26 ára, kvæntur og átti 2 börn. Guðmundur Sigurjónsson frá Lundi í Njarðvík. Hann var 24 ára, ókvæntur. Trausti Einarsson frá Ólafs- vík. Vélbáturinn ,,Ársæll“ var 22 smál., smíðaður í Frederikssund í Danmörku 1938. Eigendur var sameignarfél. „Ársæll“ í Njarð- vík. Lík Sigurðar Ara- sonar fundið t Lík Siguröar Arasonar, sem tók út ai' vélbátnum Asa frá Hornafirði, hefur nú fundizt rekið á Hvalnesi. MlnnlooantHi m pí ssn lör- isl nel lomlOl Minningarathöfn um þá, sem fórust með Þormóði, fór fram í Dómkirkjunni í gær og hófst hún kl. 2. Viðstaddir mhmingarathöfn- ina voru ríkisstjóri, ríkisstjórn, fulltrúar erlendra ríkja, alþing- ismenn, bæjarfultrúár o. fl. og var kirkjan troðfull út úr dyr- um. Sigurgeir Sigurðsson biskup flutti aðalræðuna, en dómkirkju pestarni, þeir sr. Bjarni Jónsson og sr. Friðrik Hallgrímsson að- stoðuðu. Dómkirkjukórinn söng, undir stjórn Páls ísólfssonar, Gunnar Pálsson söng einsöng og Þórar- inn Guðmundsson lék einleik á fiðlu. Af 31, sem fórust með Þor- móði, hafa aðeins 5 lík fundizt, lík þeirra Jakobínu Pálsdóttur, Salóme Kristjánsdóttur og Bjarna Péturssonar, sem öll voru frá Bíldudal, lík Guðmund ar Péturssonar frá Súluvöllum við Hvammstanga og lík Lárus- ar Ágústssonar, sem átti heima hér í bænum. Voru kistur þeira allra í kirkjunni meðan á athöfn inni stóð. Lík tveggja þeira síðastnefndu voru jarðsett hér, en lík Bíld- dælinganna verða ílutt vestur. Fyrstu kistuna úr kirkju báru skrýddir prestar, aðra alþingis- menn, þriðju bæjarfulltúar, Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.