Þjóðviljinn - 07.03.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.03.1943, Blaðsíða 2
2 ÞÍÓÐVlLJlflíí Sunnudagur 7. marz 1943. I.O.G.T. nciDnannniSciisa Munið Stúkurnar í Keykjavík eru á- minntar að gera skil fyrir happ- drætti Jaðars í síðasta lagi fyrir kl. 6 e. m. á fimmtudag 11. þ. m. í skrifstofu Hjartar Hans- sonar Bankastræti 11. STJÓRN JAÐARS. iaKíiaaaiaEJiataiaiaia Kaffísöluna Hafnarsfraetí 16 iaiaiasaniaiaiajaiaiaa Daglega nýsoðín svid, Ný egg, soðín og hrá. Kaffísaian Halnarstræti 16. £t£in£B3£{23!3H£{£$n Gullmunir handurmir — vandaðir „Lagarfoss" fer á þriðjudagskvöld, 9. marz austur og norður um land. Vörumóttaka á mánudag til Akureyrar, Húsavíkur, Kópa- skers, Þórhafnar og Vopnafjarð- ar, og á þriðjudag til Seyðis- fjarðar, Norðfjarðar, Eskifjarð- ar, Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarð ar og Djúpavogs. Plássið er mjög takmarkað. Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. K*^H**K**W**X»*W**W**W**i**H**X*<**W**I*< oooo<xx><x>o<x><><><xx> Útbreiðið Þjóðviljann ooooooooooooooooo BYGGINGARFÉLAG VERKAMANNA r félagsmanna er veitt móttaka á skrifstofu félagsins. Austurstræti 1, daglega kl. 2—3. Félagar eru áminntir um að greiða gjaldið, ella eiga þeir á hættu að niður falli réttur þeirra til íbúðakaupa, samkv. núineri því er þeir hafa hlotið í félaginu. A NORGUN BORÐA ALLIR S. í. F. - BOLLUR NIÐURSUBU VERKSMIÐIA S. í. F. Trésmíðafélag Rcyfcjavíhur heldur AÐALFUND þriðjudaginn 9. marz 1943 kl. 8.30 s.d. í Baðstofu iðnaðarmanna DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. STJÓRNIN. Aðeins f 8 daga er tækifæri til að eignast miða í happdrætti skógræktarinnar » að Jaðri. Lítið í glugga Jóns Björnssonar & Co., Bankastræti, og sjá- ið hina glæsilegu muni, sem þér enn hafið möguleika til að eágnast. — I»að litla sem enn er eftir af miðum verður selt í BÓKABÚÐ ÆSKUNNAK, Kirkjuhvoli. 1 Tímanum, sem út kom fyrir 3 dögum er birt með áberandi letri árásargrein á Sósíalistaflokkinn, út- af afgreiðslu nokkurra þingmála. Er hér aðailega um tvö mál að ræða. Annarsvegar frumvarp Framsóknar- manna um að veita atvinnumálaráð- herra heimild til þess að banna það að lýsisherzlustöð verði byggð í land inu, ef honum býður svo við að horfa, og átti bannið að gilda jafnt þó um bæjarfélag, samvinnufélag eða einstaklinga væri að ræða. Þessu frv. var Sósíalistaflokkurinn andvíg- ur og greiddu nær allir þingmenn hans atkvæði gegn málinu í neðri deild og féll það þar með. Hinsvegar er frv. um kynnisferðir sveitafólks. Sósíalistaflokkurinn var hlynntur því máli, en vildi gð sá fjárstyrkur sem frv. gerði ráð fyrir að greiddur væri úr ríkissjóði yrði eingöngu varið til að styrkja kynn- isferðir húsmæðra og að kvenfélög í sveitum en verkakvennafélög í bæj- um úthlutuðu styrknum. Mál þetta vakti litlar deilur í þinginu og því var tryggður framgangur í þinginu. En þá flytur landbúnaðarnefnd neðri deildar breytingatillögu sem aðal- lega gekk út á það, að í stað þess að láta ríkissjóð leggja fram fé til kynnisferðanna, þá skyldi teknanna aflað með tollum á mjólk og kjöti og útsöluverð þessara vara þar með hækkað. Þingmenn Sósíalistaflokks- ins snérust gegn þessari tekjuöflun- araðferð aðallega og munu margir sammála þeim að nóg sé .verðið á mjólk og kjöti fyrir, þó ekki sé enn verið að leggja ný gjöld á þessar vörur. Annars er enn allt í óvissu um það hvernig máli þessu reiðir af í þinginu, en þó má búast við því að það verði leiðrétt og nái fram að ganga í sem heppilegustu formi. Utaf afstöðu Sósíalistaflokksins í þessu máli reynir Tíminn að gera Sósíalistaflokkinn tortryggilegan í augum fólks og heldur því fram að hann gangi erinda íhaldsins. Það er vert í þessu sambandi að athuga að nokkru starfsferil Fram- sóknarflokksins út af ásökunum þess um. Það er vitað mál, enda viður- kennt að Framsóknarflokkurinn hafði á sínum tíma forystuna fyri’r myndun hinnar illræmdu þjóðstjórn ar. Það voru hinir sterku menn þess flokks, Jón í Sambandinu og kump- ánar, sem forystuna höíðu í því sam særi og notuðu Jónas í'rá Hriflu sem verkfæri sitt aðallega. Annars sýndi enginn af forystumönnum Framsóknarflokksins hina minnstu tilraun til þess að hamla á móti þjóð stjórnarmynduninni. Hermann og Eysteinn, þessi „fyrirmyndar“- vinstrimenn, sem nú reyna að ausa Sósíalistaflokkinn auri fyrir það sem þeir telja samstarf við íhaldið, klíg- aði ekki við því að taka að sér ráð- herrastöður í þjóðstjórinni, og í þeirri stjórn áttu þeir frumkvæði að | mörgum helztu skemmdarverkunum sem hún framdi. Það er vert að muna það, að allt bendir til þess að skoðanir þessara manna hafi ekki breytzt, það virðist fyrst og fremst vera hin ákveðna yfirlýsing alþýð- unnar í landinu, sem kom fram í hin um glæsilegu kosningasigrum Sósí- alistaílokksins, sem virðist haía kom ið þeim í skilning um að praktiskara væri að breyta um stefnu. Það er ekki meiningin að fara hér að rifja upp störf þjóðstjórnarinn- ar, fjandskap við alþýðu þessa lands Þó er rétt að menn séu þess minnugir, að þjóðstjórnin var stjórn grgvítugasta afturhaldsins á íslandi og gætti miskunnarlaust hagsmuna í þess á kostnað mestalli’ar þjóðarinn- 1 ar. Aðalbakhjarl hennar var Lands- bankaklíkan og auðmannaklíkumar í Reykjavík, heildsalarnir og útgerð- armennirnir. Þessi stjórn auðmann- anna vann markvíst að því að skapa þeirri klíku sem hún þjónaði einok- unarafstöðu í öllu atvinnulííi þjóð- arinnar. Þetta kom sérstklega vel fram í síldariðnaðinum. Ríkisverk- smiðjurnar, Kveldúlfur og Alliance voru einráðar. Ríkið ákvað verðið á síldinni og í skjóli þess græddu Kveldúlfur og Allianee svo skipti milljónum króna. Þessir þrír aðilar tóku sig líka saman um að hagnýta sér ákvæði síldarverksmiðjulaganna um heimild ráðherra til að banna nýjar verksmiðjur, til þess að hindra að samkeppni skapaðist í þeim iðn- aði sem gæti haft þau áhrif að hrá- síldarverðið lækkaði. Þannig bann- aði Ólafur Thors stækkun Rauðku á sínum tíma og naut fulls stuðnings Framsóknarráðherranna Eysteins og Hermanns til þessa óhæfuverks. Rauðkumálið sýndi hve hættulegt það er að gefa auðmannaklíkum og afturhaldsinnum möguleika til þess í gegnum ríkisvaldið að skapa sér algjöra einokun og vildi því ekki veita ríkisstjórnlnni heimild til að banna byggingar lýsisherzlustöðva. Árásarskrif Tímans gefa manni á- stæðu til að draga í efa einlægni þeirra manna sem vilja nú kalla sig vinstri menn. Framsóknarflokksmenn segjast vilja vinna að myndun vinstri stjórn ar. Nú síðustu daga hefur líka skeð atburður sem ekki heldur gefur til- efni til bjartsýni um vinstri sam- starfsvilja forráðamanna Framsókn- arflokksins. Á nýafstöðnum aðalfundi miðstjórnarinnar létu þessir menn hafa það að kjósa Jónas frá Hriflu formann flokksins á nýj- an leik. Sá maður sem afdráttarlaust hefur lýst sig andvígan vinstri sam- vinnu og sem vitað er að vinnur að því leynt og ljóst að koma á nýrri þjóðstjórn, hann er áfram kosinn ior maður flokksins, á sama tíma sem þeir Hermann og Eysteinn segjast vera að vinna að vinstri samvinnu. Það er margt sem virðist benda til þess að hinir svokölluðu vinstri menn í forystu Framsóknar hafi ekk ert lært og engu gleymt frá því þeir voru í samstarfi sínu við argvítug- asta íhaldið á íslandi í þjóðstjórn- inni sálugu. __ Aðalfundur járniðnaðar- mannafélagsins Aðalfundur járniðnaðar- mannafélagsins var haldinn seint í fyrra mánuði. Stjórnarkosning fór þann- ig: I Formaður: Snorri Jonsson meö 50 atkv., (Kristinn Eir- íksson fékk 30 atkv.). Varaformaöur: Kristinn Eiriksson meö 42 atkv. (Bald- , ur Ölafsson fékk 38 atkv.). Ritari: ísleifur Arason. Vararitari Óskar Eggerts- son. Fjármálaritari: Baldur Ól- afsson. Gjaldkeri, utan stjórnar: Loftur Ámundason. | Félagiö telur nú um 150 meölimi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.