Þjóðviljinn - 09.03.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.03.1943, Blaðsíða 4
JOÐVILJINN Næturlæknir: Jóhann Björnsson, Hverfisgötu 117, sími 5989. Næturvörður er í Reykjavikur apóteki. Að marggefnu tilefni vill stjórn Leikíélags Reykjavíkur taka eflir- farandi fram: Það er alveg tilgangs- laust fyrir fólk að biðja stjórn, leik- ara eða starfsfólk félagsins að taka frá eða útvega aðgöngumiða að sýn- ingum félagsins, því það verður ekki gert Þá vill stjórn félagsins einnig taka fram, í eitt skipti fyrir öll, að félagið iánar ekki búninga né annað á grímu dansleiki. Happdrætti Háskóla íslands. Jy morgun verður dregið í 1. flokki happdrættisins. í dag eru því allra- síðustu forvöð að kaupa. miða. Um- boðsmenn í Reykjavík og Hafnarfirði hafa opið til.miðnættis. Útvarpið í dag: 13.00—15.00 Húsmæðra- og bænda- vika Búnaðarfélagsins: Ýms erindi. 20.30 Erindi húsmæðra- og bænda- vikunnar: Verndun þjóðlegra verð- mæta (Ragnar Ásgeirsson ráðu- nautur). 20.30 Tónleikar Tónlistarskólans (dr. Edelstein: celló; dr. Urbantschitch: píanó: a) Teleman: Sónata í D-dúr. b) Beethoven: Tilbrigði um lag eft- ir Mozart. 21.20 Erindi Rauða kross íslands. a) Agnar Kofoed-Hansen lögreglu- stjóri. b) Jóhann Sæmundsson, fé- lagsmálaráðherra. Bækur Máls og menningar Framh. af 1. síðu. auk félagsbókanna, bækur til sölu á frjálsum markaði. Fyrsta bókin sem væntanleg er bráð- lega verður vafalaust mjög eftir sótt, en það er safn þjóðkvæða og þjóðsagnakvæða, er nefnist Fagrar heyrði ég raddirnar. Dr. Einar Ól. Sveinsson sér um útg. Armanns kvikmyndin Framhald af 1. síðu. aöur í skrúðgaröi Kjartans . Thors. ,Næsti kafli er um sund og sundknattleik, allur tekinn í eölilegum litum og er kvik- myndaður í Sundhöllinni. Síöasti kafli myndarinnar sýnir íslenzka glímu, jafnvæg- isæfingair karla og kvenna á hárri slá. Er hann kvikmynd- aður á Þingvöllum og allur tekinn í eðlilegum litum. — Myndin ier tekin af Kjartani Ó. Bjarnasyni. Myndin ver'ður sýnd fyrir almenning næsta sunnudag kl. 1,15 í Tjarnarbíó. Þegar sýningum hennar er lokiö hér í bænum verð'ur hún send út á land. Glímuféliagið Ármann, sem er eitt öflugasta og elzta í- þróttafélag landsins, stofnaö 15. des, 1888, hefur ætíð' sta'ð- ið í fremstu röð íþróttafélag- anna og hefur átt því láni að fagna, að hafa góðum for- yztumönnum og íþróttamönn- um á að' skipa. Hinn vi'ður- kenndi dugnaðarmaður, Jiens Guðbjörnsson, hefur verið for- maður Ármanns hátt á ann- an áratiig. Aðalkennari féliags- ins er Jón Þorsteinsson, en NÝJA BÍÓ Útvarp Ameríka? (The Great American Broad- cast). Skemmtileg „músik"-mynd, ALICE FAYE JACK OAKIE JOHN PAYNE. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. TJAENABBtÓ Steypiflug (Dive Bomber) Stórmynd í eðlilegum litum tekin í flugstöð Bandaríkja flotans. Mynd í eðlilegum litum. ERRROL FLYNN FRED MCMURRAY ALEXIS SMITH. Sýning kl. 4, 6,30 og 9. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. ,Fagnrt er á Ijölluni, Skopleikur í þremur þáttum staðfærður af EMIL THORODDSEN. Sýning- í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag. Slys í Ausfursfrætí Framhaid af 1. siðu. an í hann og örlitla stund sá hann ekki til Ásmundar, en um leið og reykurinn leið hjá, sá hann að, Ásmundur hafði fallið í gangstéttarbrúnina og sá strax að hann hafði orðið fyrjr slysi, því hann stundi þungan og Vísitalan og kaupgjaldið Framh. af 3. níðu. ir hið lögskipaða vöruverð: sem vísitalan er byggð á. Síð- an þarf hvert verkalýðsfélag aö senda Alþýöusambandinu mánaöarlega skýrslu um vöru- verð' síns sta'ðaa'. Hér er um slífct stórmál aö' ræöa, aö verkalýðssamtök- in geta ekki horft hér aögerö- arlaus á. Atvinnurekendum og þeirra forvígismönnum er þetta vel ljóst og þeir munu óspart gera sitt til þess, að brjála vísitöluna sér í hag. Verkalýössamtökunum verölur að vera það ljósit, aö um eft- irlit á vöruverðinu og vísitöl- unni gildir i rauninni sama reglan og um eftirlit á fram- kvæmd kaupsamninga. Þaö dugar ekki aö gera góðan kaupsamning, þaö' þarf aö sjá um, aö honum sé framfylgt. Þaö dugar heldur ekki aö semja um, að dýrtíðin skuli bætt að fullu og sjá ekki um að því sé framfylgt. Örfá stig, sem vísitalan er vanreiknuð um, svíkur launþega landsins samanlagt um hundruðl þús- unda króna og ef til vill um milljónir króna. sund og sundknattleik kennir Þorsteinn Hjálmarsson. Glímufélagiðl Armann á þakkir skilið fyrir þessa mynd hún mun eiga mikinn þátti í því, aö glæða áhuga manna 'fyrir hollum og fögrum í- þróttum. . reyndi ekki að standa á fætur. Var bifreið stöðvuð og Ásmund- ur fluttur í Landakotsspítalann, en þar andaðist hann í gærmorg- un. Vegfarandi segir svo frá, að hann hafi verið á gangi vestur Austurstræti eftir gangstéttinni sunnan megin. Þegar hann kom á móts við hús nr. 6 sá hann tvo brezka .sjóliða, sem gengu fram hjá vera að benda upp í loftið og sagði annar þeirra eitthvað á þá leið, hvaða ljós þetta væri. Hann kveðst hafa litið jafnskjótt upp og sá þá mjög skært lítið ljós í lofti í stefnu yfir Bifreiða- stöð Steindórs. Samtímis heyrði hann ein- hvern þyt og um leið hvella sprengingu rétt fyrir ai'tan sig. Hann leit við og sá um það bil 6 metra fyrir aftan sig mann vera að falla niður. Alveg við manninn var hvítleitur púður- reykur. Maðurinn hljóðaði mikið um leið og hann féll, en hljóðið breyttist fljótt í þungar stunur. Náð var fljótlega í bíl og mann- inum ekið burt. Um tuttugu mínútum eftir að þetta gerðist, varð vai't við svip- að fyrirbæri annars staðar í bæn um. Maður nokkur hefur skýrt rannsóknarlögreglunni svo frá, að kl. 20,40 í fyrrakvöld hafi hann verið á heimleið ásamt konu sinni og gengu þau vestur Framnesveg. Þegar kom að gatnamótum Sellandsstígs og Framnesvegs heyrðu þau skot- hvell og virtist hann koma í átt frá sjónum. Gengu þau áfram, en þegar þau höfðu gengið ca. 50 metra heyrðu þau einhvern hvin ©g sáu að eítthvað féll nið- ur á barnaleikvöll, sem er við Framnesveg. Rótaðist þar upp mold og grjót og dundi á næstu húsum. Þau hjónin athuguðu þetta ekki nánar, en er þau fréttu um atburðinn í Austur- stræti álitu þau rétt að skýra lögreglunni frá þessu. 1 DREKAKYN 1 Eftir Pearí Buck í$í Hann glápti á Vú Líen stórum augum og Vú Líen gafst j8t JOí upp og brosti þegjandi, þv að honum var ljóst, að Ling 5% w Tan var staðráðinn í að skilja hann ekki. Sg ^ Hvar eigið þið heima núna? spurði Ling Tan eftir nokkra ^ 1Þögn- - 1 50? í tíunda húsinu við Norðurhliðsgötu. <^ <^ Það eru fín hús við þá götu, sagði Ling Tan. Hvernig ?^ "^ getið þið búið þar? $& 5$f Mér hefur verið sagt að búa þar, svaraði Vú Len. ^ & Og búðin? ^ ^ Hún er opin og ég hef fengið mér tvo búðarmenn til ^ ^ þess að vinna í búðinni. 5S w Hvaða vörur selurðu? wg ?>í Fatnað og allskonar erlendan varning. 5£í ^ Og þú — hvað gerir þú? ^ v*| Eg vinn hjá nýju stjórninni, sagði Vú Líen stillilega. ^ 56« Er þér borgað fyrir það? 50? <^ Mér er vel borgað, svaraði Vú Líen. <^ $$> Þá ertu ánægður, sagði Ling Tan með beizkju. "^j $& Vú Líen svaraði engu en hallaði sér áfram og fór að "$£ í8s reyna- að afsaka sig mjúkur í máli. >8? ^ Faðir konu minnar, ég kom hingað til þess að veita þér ^ ^ hjálp. Eg óska einskis annars. Eg segi þér satt. Útlitið er ^ v^ ekki fallegt. þeir sem eiga vini eru betur settir en hinir, v^ 50« sem enga eiga að. Þér mun vegna betur, ef þú ferð að vg <^ mínum ráðum. 50? ^ Það yar komið fram á varir Ling Tans, að segja honum <^ 581 að halda kjafti og hendur, hans iðuðu af löngun eftir að "^ ^ löðrunga þetta föla, búlduleita smetti, en Ling Tan var eng- <$; ^ inn óviti. Hann gat haldið bæði höndum og tungu í skef j- 5<>s ^ um, þegar svo bar undir og hann sat því kyrr og gerði ^ w sig eins bjánalegan á svip og hann framast gat — og j** 55; reykti pxpu sma og hlustaði. vg ^ Hvað á ég að gera? spurði hann. v>? i$? Gerðu aðeins það sem þér verður sagt að gera, mælti $g ^ Vú Líen og ég skal sjá svo um að þú þurfir ekki að <^ íxí hafa áhyggjur af neinu. 58c 56? Ling Tan gaf boði hans engan gaum. Og hvað starfar ^ 50? þú, tengdasonur minn? spurði hann. «^ <$> Eg hef eftirlit með öllum vörum, sem berast að. Mitt SXí 58^ starf er að taka á móti hrísgrjónum og hveiti, ópíum og ^aj $$£ fiski og salti og búa til afhendingar og sölu. — 50? j8í Ópíum, hrópaði Ling Tan skelfingu lostinn. ^ 284 Vú Líen skipti litum. Þetta orð hafði í ógáti hrotið hon- <^ ^ um af vörum, því að hann var vanur að skrafa um ópíum <!$> S| eins og hverja aðra vörutegund. Ópíum kom að norðan og 584 ^a? var eina varan, sem Austanvérar hirtu ekki. Nei, því var ix& 50? dreift um borg og byggð og óvinirnir neyttu allra bragða ^ til þess að fá fólkið til að neyta þess. Áður fyrri hafði það %£ verið hið mesta böl, en því hafði verið útrýmt með mikl- <^ um þrautum og þjáningum, og nú var það kornið aftur ^ og margir voru þeir, sem féllu fyrir feistingunni. "^ Vú Líen bar hvítu, feitu höndina upp að munninum og 58^ hóstaði. Eg er ekki minn eiginn húsbóndi, sagði hann blíð- Jvs lega. 50? ^ En nú stóðst Ling Tan ekki mátið lengur. Hann hrækti w tvisvar á jörðina og bölvaði. P'ei! hvæsti hann að Vú Líen. v>? Vú Líen hóstaði enn í lófa sinn og varð andlit hans eld- 50? rautt við hóstann. Hann óskaði þess að Ling Tan liti gg snöggvast af honum svörtum augunum, því að honum leið <$£ illa undir þessu augnaráði. En Ling Tan deplaði ekki einu ^84 sinni augunum. ?8t ............................Fyrr innan hliðið spurði Ling Sao dóttur ^ sína í þaula. £Gi En hvaðan fáið þið allt þetta kjöt og öll þessi hrísgi'jón? wg Við höfum nógan mat, sagði dóttir hennar í einfeldni. £>S Við eigum fulla klefa af hrísgrjónum og okkur er alltaf ^a fært kjöt, nautakjöt, svínakjöt og fiskur og egg og fuglar. ^ En mér er sagt að enginn haíi kjöt, sagði Ling Sao, og 53 óvinirnir eru alltaf að leita hjá okkur, en enginn á neitt. ^ Allt er tekið, endur og hænsn, svín og kýrv og gamla ux- 50? ann eigum við ennþá, af því að hann er svo gamall og 56í horaður, en þó glápa óvinirnir á hann og faðir þinn býst Jg? við, að hann hverfi einhvern daginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.