Þjóðviljinn - 10.03.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.03.1943, Blaðsíða 2
2 f>JÓÐ VILJlflW Miövikudagur 10. marz 1943. ooooooooooooooooo Seljum smurt brauð í veizlur. Steinunn og Margrét. Sími 5870. VsAif fc. ^ ^ ^ ^ ^ ^ w ^ w ^ *- ttziz&zzíttnzízíntttt Gullmunir handunnir — vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjöm Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Sími (fyrst um sinn) 4ð03. aööannnasacœQ Bjarni Guðmundsson Suðurgötu 16, Reykjavík löggiltur skjalaþýðari (ensku) Sími 5828, heima kl. 1—2. OOOOOOOOOOOOOOOOO ð Kaffísdluna Hafnarsfrasfí 16 Dngiegfii nýsodín svið, Ný «gg, sodín og hrá. Kafffsalan Hafnarstræti 16. Oskudagsíapaður Sundfélagsins Ægis verður haldinn í Oddfellow í kvöld Lárus Ingólfsson skemmtir. Öskupokauppboð. Aðgöngumiðar seldir á sama stað kl. 5—7 í dag. Dansað bæði uppi ög niðri. — Allir íþróttamenn velkomnir! Heilbrlgt lif TÍMARIT RAUÐA KROSS ÍSLANDS. III. árg. 1.—2. hefti kemur út í dag. EFNI: Guðm. Thoroddsen: Mataræði barnshafandi kvenna. Sig. Sigurðsson: Berklavarnir líkamans. Ritstjóraspjall. Niels P. Dungal: Virus. G. Claessen: Rafsjá, með myndum. Júlíus Sigurjónsson: Sullormar og fleskormar með myndum. G. Claessen: Steinefni líkamans. Rauða-Kross-fréttir í stuttu máli með myndum. Sín ögnin af hverju (smágr. með myndum). G. Claessen: Fyrsta aldursárið. Ólafur Geirsson: Ritdómur um „Nýjar leiðir“ eftir Jón- as Kristjánsson. Ýmsar smágreinar. Lesmálið er 112 bls. Afgreiðsla: skrifstofa R. K. í., Hafnarstæti 5, Rvík. Áskriftarverð: kr. 12.00 árgangurinn. Einstök hefti í Iausasölu kr. 7.50 Árgangurinn kr. 15.00. Undirrit gerist hér með áskrifandi að HEIL BRIGT LÍF. Nafn Staða Heimili Jeg undirrit óska að gerast félagi Rauða Kross íslands og lofa að greiða kr. árstillag (ævitil- lag) til félagsins. Nafn Staða Heimili (Lægsta árstillag er 5 krónur. Lægsta ævitillag 100 krónur Gerið svo vel að skrifa upphæðina greinilega). Klippið pöntunarmiðana úr og sendið þá til skrifstofu Rauða Krossihs. öBcciat yóoUwÍnn Sfálfbodalídar að starfi ad Jadrí Um 3 þús. dagsverk hafa verið gefin i sjálfboðavinni; „Hver, sem brýtur sér braut þarf að bisa við grjót, má ci bogna né brotna þótt blási í mót.“ Jaðar — Heiðmörk Hugmyndin um Heiðmörk, skemti land Reykvíkinga hefur náð nokkr- um vinsældum. En hvað hefur verið gert fyrir þessa vinsælu hugmynd? Harla lítið, næstum ekki neitt. En á miðju því landsvæði sem Heiðmörk er ætlað liggur landnám templara, Jaðar. Það er unnið á þann hátt sem vinna ber Heiðmörk álla. Þar hai'a verið gróðursett nokkur þúsund tré, þar er hafinn undirbúningur að leik- vallagerð o. fl. o. fl. Þessa dagana er selt happdrætti til ágóða fyrir Jaðar, vinningarnir, svefnherbergishúsgögn, pels, málverk útvarpstæki, orðabók Sigfúsar Blönd als, o. fl. a. fl. eru sýndir í glugga Jóns Björnssonar í Bankastræti. Það er hver síðastur að vera með í þessu happdrætti. Það verður dregið á mánudaginn kemur. Vísir talar um heilbrigða menningu og sjúka. í leiðara Vísis í iyrradag segir svo: . „íslenzkri menningu stafar engin hætta af hinum amerísku áhrifum — til þess er hún of rótgróin og trygg. Útvarp til setuliðsins á brézkri tungu boðar enga nýja hættu i þess- um efnum. Það mun sannast, að er þessum ófrið lýkur, munu íslending- Barnaskemmtun glímufélagsins Ármanns verður í Iðnó í dag ( öskudag- inn) kl. 4,30 síðd. Til skemmtunar: 1) íþróttakvikmynd Ármanns sýnd. 2) Danssýning: Nemendurfrú Rigmor Hansson. 3) Hormonikusóló: Bragi Hlíð berg. 4) Einleikur á píanó, 11 ára drengur. 5) Gamanvísur. 6) ? ? ? ? Oansleikur fyrir fullorðna hefst kl. 10 s.d. Hin ágæta hljómsveit hússins leikur. Á dansleiknum syngur hr. Al- fred And’résson nýjar gaman- vísur. Aðgöngumiðar að báðum skemmtununum verða seldir í Iðnó frá kl. 1 í dag (öskud.). ar hafa eflzt að þjóðrækni og þjóð- armetnaði og koma lítt skaddaðir út úr ófriðareldinum — en skilyrðið til þess að svo megi verða er, að sú menning sé heilbrigð, er vér höfum unnið okkur um aldirnar. Sjúk menn ing hlýtur að líða undir lok, en hin heilbrigða stenzt allar raunir.“ Þetta átti að vera um út- varp Ameríkumanna á íslandi. Þessi „merkilegu og spaklegu um- mæli“ áttu raunverulega að fjalla um þann dæmalausa samning, sem gerður hefur verið milli Ameríku- manna hér og útvarpsins, en það hneykslanlega við þann samning er, að Ameríkanar eiga samkvæmt hon- um að annast flutning útvarpsefnis á íslenzku. Vísir lelur hlutverk sitt að verja þennan samning, það mun flesta íurða, því samningurinn á fáa íor- mælendur. Hversvegna? Hversvegna vilja Ameríkanar íá að flytja útvarpsefni á íslenzku í íslenzka útvarpinu? Hversvegna vilja þeir lítillækka okkur svo mjög í augum umheims- ins, að láta svo líta út sem við ráð- um ekki yfir útvarpi okkar, eða sé- um ekki menn til að annast sæmi- legan dagskrárflutning? Við þessum spurningum getur naumast verið til nema eitt svar: Þeir vilja fyrir hvern mun fá að- stöðu til að flytja þjóðinni áróður, áróður fyrir ágæti amerískrar menn- ingar og alls þess, sem amerískt er. Þetta er vissulega skiljanlegt frá þeirra sjónarmiði. En það er lítt skiljanlegt og méð öllu óafsakanlegt, að til skuli vera íslendingar, ’sem vilja ljá þeim lið í þessu máli. Allir þekkja þá staðreynd hvernig brezkir trúboðar brutu sér braut, með krossinn í hönd, inn í lönd frum stæðra þjóða í Afríku og Asíu. Svo vildi til að í slóð þeirra fóru kaup- sýslumenn, svo kom her beim til verndar, og fyrr en varði, var sjálf- stæðið glatað. Við hverju búast menn í kjölfari hins ísmeygilega amerjska áróðurs, sem hér er rekinn? Hvað Coca-cola-mennina snertir. Hvað húsbændur Vísis, Coca-cóla- mennina snertir, þá búast þeir áreið anlega við að fá hagkvæm verzlun- arsambönd og mikinn persónulegan hagnað í kjölfar áróðursins. Höfuð- pauri þeirra Coca-cola-manna, Björn Olafsson fjármálaráðherra vílaði á sinum tíma ekki fyrir séraðgeraþað að skilyrði’ i'yrri að vinna fyrir ríkið, að hann fengi að nota þá aðstöðu, i sem sú vinna gaf honum, til að ná hagkvæmum verzlunarsamböndum fyrir sjálfan sig. Þeir Coca-cola-menn hugsa um sjálfa sig en ekki þjóðina, þessvegna geta þeir varið hneyksli eins og samninginn milli útvarpsins og Ame- ríkananna. Hljómleikar Hallbjargar Bjarnadóttur (þriðjudag 2. þ. m.). Vill ekki Bæjarpósturinn birta eft- irfarandi línur? Ekki man ég eftir að nokkurri söngkonu hafi verið fagnað jafn mik ið og Hallbjörgu Bjarnadóttur í þetta skipti. Skemmtiskránni var vel niður rað- að. Söngkonan hermdi eftir nokkurum þekktum, klassiskum söngvurum, kannski til þess að koma „jass“- skapi í fólkið og sjálfa sig. Þetta tókst alveg prýðilega, þvi líklega erum við íslendingar miklu móttækilegri fyrir „jass“ en klass- iska músik. Það sýndi sig bezt þegar fiðlusnillingurinn Emil Thelmani var hér síðast, þá var miklu meiri aðsókn að tónleikum H. B„ sem haldnir voru um sama leyti. Jafnvel aðsókn að hljómleikum Friedmans eða Katheleen Long virðist ekki heldur hafa verið eins mikil. En það er um þessa síðustu hljóm- leika H. B. að segja, að þeir enduðu á því, að frummenskan virtist leika lausum hala í allri sinni nekt. E. K. Gættu þín nú Stefán minn. Stefán Pétursson, „kommúnisti“ og ritstjóri Alþýðublaðsins, skrifar leiðara í blað sitt í gær, þar sem hann deilir réttilega á samninginn um afnot Ameríkana af íslenzka út- varpinu. En þó Stefáni finnist samn- ingur þessi ljótur, þá er þó ein sú synd, sem útvarpsstjóri hefur fram- ið, að hans dómi, sem gerir allar aðrar syndir smámuni eina, einnig samninginn við Ameríku, ef borið er saman við þessa höfuðsynd.“ Höfuðsyndinni lýsir Stefán þannig: „Og vissulega hefði það átt að vera útvarpsstjóra og undirmönnum hans við útvarpið vorkunnarlaust, að verja nokkru meira af tíma þess til að kynna okkur hið mikla lýðveldi í Vesturheimi, sem við eigum nú svo mikið saman við að sælda, og menn- ingu þess, ef hann og þeir hefðu ekki, að því er virðist, haft mestan hugann við það, hvernig hægt væri að troða inn í útvarpið rússneskum áróðri eins og hinum nýju frétta- sendingum frá Moskva, sem nú eru að verða svo að segja daglegur liður í hinni íslenzku dagskrá þess.“ Aumingja Stefán, að hugsa sér að það skuli vera á þig lagt, að hlusta á fréttir frá Moskva, eins og það væri ekki nær, að lofa þér að hlusta í næði á útskýringar Hitlers á þvi hvernig hann vinnur hið „menning- arsögulega hlutverk“ sitt að útrýma „kommúnismanum.“ Það er annars furða að Stefán skuli þola að hlusta á brezkar fréttir, stundum er laum- að inn í þær „rússneskum áróðri“. Ef til vill lokar Stefán fyrir þær, þó hann af gamalli virðingu fyrir Moskva og „félaga“ Stalín geti ekki stillt sig um að hlusta á „áróðurinn" þegar hann kemur beint austan frá Rússíá. En verst af öllu er það þó fyrir vesalings Stefán, að sjálfar staðreyndir hins daglega lífs eru margar hverjar hinn slingasti áróður fyrir Sovétþjóðirnar og þjóðskipu- lag þeirra. Stefán minn, gættu þín. Hlustaðu aldrei á útvarp nema frá Berlín, annars getur svo farið að þú verðir leiksoppur áróðursins frá Moskva, og hver veit nema þú fengir þá ein- hverja vitglóru aftur, það væri hræðiiegt fyrir þig. «<XXXXXX>00000<>0^ Áskriftarsími Þjóðviljans er 2184. OOOOOOOOOOOOOOOOO

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.