Þjóðviljinn - 12.03.1943, Page 1

Þjóðviljinn - 12.03.1943, Page 1
8. árgangur. Föstudagur 12. marz 1943. 57. tölublað. eaOiiaof uifl i m. í nesri deiið Loffvarnabyrgí og luxusíbúd Hríflu-Jónasar bjargaðí síóribúðaeígendum bæjanna frá þvi að verða að sbjófa sbjólshúsí yfír hína sem ekkerf þak hafa yfír hðfuð síff Á fundi efri deildar í gær var lokið annari umræðu um frv. ríkisstjórnarinnar um húsaleigu. Hafði mikið verið deilt um frumvarpið, og margar breytingartillög- ur fram komnar. Þýðingarmesta atriðið, sem deilt var um — og um leið þýðingarmesta atriði frumvarpsins — var það, hvort leyfa skyldi að taka af óþarflega stóru íbúðarhúsnæði manna, og láta í té fólki, sem húsnæðis- laust væri. Hafði bæjarstjóm Reykjavíkur m. a. gert kröfu til Alþingis um að slíkt væri tekið í lög, enda hvorki hægt, né nokkurt vit í, að afla liúsnæðislausu fólki viðunandi húsnæðis með öðrum hætti, eins og sak- ir standa. Akvæöin um þetta fólust í 2. og 3. málsgrein 5. greinar írumvarpsins og voru þannig: „Bæjar- og sveitarstjórn get- ur, þegar alveg feérstaklega stendur á, ákveðiö aö taka til ráöstöfunar handa húsvilltu íólki tiltekna hluta af íbúö- arhúsnæöi, sem afnotahafi getur, aö mati húsaleigu- nefndar, án verið og unnt er að skipta úr, Veita skal ai'- notahafa íbúöar minnst 3 daga irest áður en fólki er ráðstaf- að í hluta ai íbúð hans, til að ráöstafa því sjálfur til innan- héraösmanna, er hann kýs, og heíur húsaleigunefnd þá sams konar ráðstöfunarrétt á því húsnæði, sem þannig losn- ar. Húsaleigunefnd annast fram kvæmd þessara mála eftir fyr- irmælum hlutaöcigandi bæjar- og sveitarstjórnar. Bæjar- og sveitarstjórnir geta, ef þörf þykir, og í samráði við húsa- leigunefnd, sett reglugerð, er félagsmálaráðherra staöfestir, um framkvæmd þeirra mála, cr um gctur í þessari grein. 1 reglugerð skal méöal ann- ars tilgreina liámark þess húsnæðis, sem fjölskylda má nota, án þess aö taka megi hluta þess. Nú er tekinn hluti af íbúöarhúsnæði og afnota- liafi telur rétti sínum hallaö, getur liann þá skotið máli sínu til bæjar- eða sveitarstjórnar, sem leggur fullnaðarúrslturö á deiluatriöi“. Bjarni Benediktsson, borg- arstjóri, fylgdi ekki samþykkt bæjarstjórnar Reykjavíkur, um þetta efni, íastara fram en svo, aö hann Jagði til, aö 3. jmálsgrein félli alveg niöur, og 2. málsgrein einnig breytt þannig, aö al'skipti bæjar- stjórna yröu sem minnst af málinu, en húsaleigunefnd skyldi þó, að fengnu sanip. félagsmálaráðherra, geta tek ið af íbúðum manna. En þá kom Hriflu-Jónas til bjargar — minnugur þess, að hann sjálfur ætti einka loft- varnabyrgi, auk óhæfilega stórrar íbúðar, sem hann not- aði — og lagði til, að báðar málsgreinarnar yrðu felldar niður. Og fulltrúar Sjálfstæö- isflokksins, sem segjast vera fulltrúar allra stétta, reynd- ust sem vænta mátti vera fulltrúar lúxusvillueigend- anna gegn fjölda fólks, sem ekkert þak hefur yfir höfuð sér. Tillaga Jónasar, um aö fella úr frumvarpinu þessar tvær málsgreinar, kjarna frum- varpsins, var því samþykkt með 9 atkv. gegn 6, að við- höföu nafnakalli. Þessir voru með tillögunni: Bernh, Stefánsson, Eiríkur Einarsson, Gísli Jónsson, Ingv- ar Pálmason, Jónas Jónsson. Lárus Jóhannesson, Magnús Jónsson, Pétur Magnússon og Þorsteinn Þorsteinsson. A móti tillögunni voru: Brynjólfur Bjarnason, Guöm. I. Guðmundsson, Har- Framhald á 4. síðu Sovéísöf nunín; Yfir 10 þðs. kr. hafa safnazt á Akureyri Yfir 10 þúsund krónur hafa nú safnast á Akureyri fyrir Rauða kross Sovétríkjanna. Verklýösfélag Svalbarðs- strandarhrepps hefur safn- að 5g0 kr. — Verklýðsfélag Svalbarösstrandarhrepps er fámennt félag, sem var stofnað á síöastl. hausti. Söfnunin á Akureyri heldur áfram af fullum krafti. Kviknar í geymslu Rauða krossins Tjóníd áæílad um 30 þúsund kr, Eldur kom I fyrra kvöld upp í geymsluskúr við Aust- urbæjarskólann, þar sem Rauði kross íslands geymdi allmikið af hjúkrunarvörum. Slökkviliðið var kvatt á vettvang kl. 22,15 og logaði þá út um gluggana. Var slökkviliðið allt til miðnættis að ráða niðurlögum eldsins. Geymsluskúr þessi var helm- ingur leikskýlanna, en eins og sjálfsagt margir muna voru þessi leikskýli tekin til geymslu fyrir hjúkrunarvörur, sem Rauði krossinn ameríski gaf hingað til landsins á s. 1. vori. Skýlið var hitað upp með raf- magnsmiðstöðvarhitun, til þess að verja vörurnar skemmdum, og er talið líklegt að kviknað hafi í út frá rafmagni. Þarna voru aðalega geymdar voðir, rúmstæði og dýnur. Veru- legar skemmdir urðu ekki nema á eitthvað á annað hundrað dýn- um, sem brunnu eða skemmdust. Eru þær taldar um 200 kr. virði hver. Allar vörurnar voru óvá- tryggðar. Villa Jónasar frá Hriflu. Loltsókn Breta i febrúar og matz Archibald Sinclair, flug- málaráöherra Breta, skýröi svo frá í gær aö breskar sprengju- flugvélar hafi varpað 10 þús- und smálestum af sprengjum á meginlandsstöðvar fasista í febrúar og 4000 smálestum fyrstu 10 dagana í marz. Mosquitoflugvélarnar brezku eru taldar einhverjar hraðfleyg- ustu flugvélar í heimi. — Hér sjást tvær þeirra á flugi ofan við skýjaþykkni. Nýlega gerðu Mosquitoflugvélar árás á Molybden-námurnar í Knaben í Noregi og ollu þar miklu tjóni. Allar flugvélarnar skiluðu sér heilar heim aftur. 200 þúsund manna þýzkur her og öflugar skriOdrekasveitir sækja að Karkoff Rauðí herínn sœkir að Vjasma úr þremur áttum og er austanherínn 15 km. frá borgínní Stórorustur eru háðar suðvestur af Karkoff að því er segir í Moskvafregnum seint í gærkvöld. Á sovétherinn þar í höggi við mikið ofurefli liðs og hergagna. Er talið að þýzka herstjómin tefli fram 200 þúsund manna her á tiltölulega litlu svæði Karkoffvigstöðvanna, og virðist hvorki spara menn né hergögn til að brjótast fram til borgar- innar. Rauði herinn sækir að Vjasma úr þremur áttum, — norðan, austan og suðaustan, og segja fréttaritarar að orustan um borg- ina sé hafin. í gær var herinn aðeins 15, km. frá borginni. Norð- vestur af Vjasma tók rauði herinn í gær jámbrautarbæinn Andrejevskaja. Suður af Ilmenvatni hefur rauði herinn tekið nokkur þorp, og heldur áfram sóknaraðgerð- um. Tilkynnt var í Moskva í gær, að þýzkár flugvélar noti nú mjög finnskar flughafnir til flugárása á Leníngrad. Á Kúbanvígstöðvunum í Káka sus hefur rauði herinn tekið ! nokkur byggðarlög. Skídamótíd hefst í dag Sldðalandsmót í. S. í. hefst í dag kl. 3 við skíðaskálann í Hveradölum. Fer þá fram skíðaganga karla í A- og B- flokki, á aldr- inum 20—32 ára og 17—19 ára. :! Á morgun kl. 10 fer fram svig karla, 16—35 ára, C- flokkur, kl. 2 svig karla 16— 35 ára B- flokkur, kl. 3 svig kvenna, k’j 4 svig karla. 16— 35 ára. Keppnin um „Slalom- bikar“ Litla skíðafélagsins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.