Þjóðviljinn - 12.03.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.03.1943, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. marz 1843. ÞJÓfJVILJINH Abí lakobsson: Ppíur rafopRumála í laodinu ? SllðOVIIIINII j Útgefandi: Sameimngarflokkur alþtfðu Sósíalistafl*kkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (ób.) Sigfús Sigurhjartarsun Ritstjóm: Garðar*træti 17 — Víkuigsprent Sími 2270. !Vfgreiðsla og auglýsingrskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. haað) Sími 2184. Víkingsprent h. f. Garðarstræti 17 Alþýðusamband Is- lands 21 ára Tuttugu og sjö ár geta eigi talizt langur aldur lieils stétt- arsambands. Eins og vænta má heíur þó islenzk alþýða margs góös aó minnast í sambandi við þetta afmæli allsherjar- samtaka hennar. Nú í dag, á tímum ægileg ustu og umfangsmestu styrj- aldar, sem sögur geta, er eigi úr leiö, að minnast þess aö Alþýðusamband Islands hóf einmitt fyrstu göngu sína 1916, á miðju tímabili mann- skæðustu og fórnfrekustu styrjaldarátaka, sem þá höfðu dunið yfir veröldina. í krafti lærdóma sem vígöir voru blóðug-ustu hörmungum milljóna alþýðufólks í styrj- aldarlöndunum, tók íslenzk al- þýöa að samstilla á lands- mælikvaröa dreifða krafta, hinna ungu og strjálu stéttar félaga sinna, eigi aðeins til viðnáms og sóknar í dag legri baráttu fyrir kaupi og kjörum. — Hún hóf þá einnig til lofts merki hinnar þjóð- legu og alþjóölegu baráttu undirstéttanna fyrir afnámi þeirra framleiðsluhátta, sem leiöa af sér múgslátranir manna, fyrir falli þjóðfélags- skipulags, sem orsakar krepp- ur, skort og' styrjaldir, til að reisa á rústum þess samfélag siðaöra manna, ríki frjáls vinnandi fólks í frjálsu landi. ríki sósíalismans. Hér skal eigi reynt að' rekja í einstökum atriðum hina merkilegu sögu Alþýðusam- bands íslands, þótt sannar- lega gætu unnizt á því marg- ir verömætir lærdómar. En segja má þó með sanni, a'ð þótt því á vissum tímum hafi eigi telcizt að óskum, hagnýt- ing þeirra lærdóma, sem fyrri heimsstyrjöld seldi verkalýðs- hreyfingu allra landa svo dýru verði sem raun varð á, þá get- um við nú í dag glaðst yfir þeirri staðreynd, að hinir and- streymu reynslutímar A. S. I voru jaínframt lærdómstímar og að hin skrykkjótta gelgju- skeiðsganga þess reyndist, áð- ur en um lauk, raunveruleg gagnmenntandi skólaganga. í því sambandi má nefna þing Alþýðusambandsins 1940 sem stórmerkan þátt í þroska- ferli þessa afmælisbarns, en þó ednkum 17. þing þess síð- astliðið haust, þegar lýðræöis og jafnréttisákvæöi hinna nýju sambandslagai voru íklædd holdi og blóöi 1 íramkvæmd- Fyrri hluti þessarar greinar birtist í blaðinu í gær og er þessi hluti niðurlag hennar. Andakílsárvirkjunin Þá kemur röðin að Andakíls- árvirkjuninni. í því máli hefur milliþinganefndin í raforkumál- um rækilega afhjúpað sig. Eins og ég gat um hér að framan var fyrsta niðurstaða hennar, að það væri fjárhagslega óhyggilegt að virkja Andakílsárfossa, heldur ættu héruðin i kringum þá að fá raforku frá Sogi. Síðar féll nefndin frá þessu. Önnur niður- staða hennar var sú, að rétt væri að vísu að virkja Andakílsá, en ríkið ætti að gera það og veita orku þaðan um Borgarfjarðar- og Mýrasýslur, Snæfellsnes, ' Dala-, Stranda- og Húnavatns- sýslur. Þriðja niðurstaða nefnd- arinnar er sú, að ekki muni vera tiltækilegt að nota raforku frá Andakílsárfossum annars staðar en í „nærliggjandi héruðum”. Um þetta mál klofnaði fjár- hagsnefnd neðri deildar, þannig, inni. — Þessu ber reyndin skírast vitni: Aö loknu 17. þinginu hafði skipað sér undir merki A. S 1. stór hópur verkalýðsfélaga og þúsundir alþýðufólks, sem áð- ur, á dögum hinna pólitísku flokksviðja, hvorki gátu né vildu þar vera. í dag er Alþýðusamband íslands viðurkennt sem sterk- asta samtakaaflið með þjóð vorri, og vaxtarskilyrði þess eru nú ríkulegri en nokkru sinni fyrr. Þaö er því eigi nema eöli- legt, þó oss sýnist nú í dag bjart og létt yfir hinum aldur- hnigna fyrsta forseta A. S„ 1. Ottó N. Þorlákssyni og fleir- um núlifandi brautryöjend- um þess — sem og öðrum einlægum unnendum alþýöu- samtakanna. En í dag skulum vér einn- ig hafa í huga, að> aldrei hafa verkefni A. S. 1. veriö eins umfangsmikil og nú, og aldrei fyrr hefir svo stór hluti þjóöar vorrar tengt svo náið við það, framtíðarvonir sínar sem brjóstfylkingu allra vinnandi stétta og samtaka þeirra 1 baráttunni fyrir efnahags-, menningar- og þjóðernislegu frelsi. Tekzt Alþýóusambandi ís- lands að tileinka sér í verki iærdóma tveggja heimsstyrj- nú í dag þeir sterku og hlýju afmælishugir,, sem lykja um þetta óskabarn' íslenzkrar al- þýðu. A. S. 1. mjun svara í verk- um. Jón Rafnsson. að Einar Olgeirsson leggur til, að virkjunarfélagi Akraneskaup staðar, Mýra- og Borgarfjarðar- sýslna verði heimilað að virkja, en meirihlutinn, Skúli, Jón á Akri, Ingólfur á Hellu og Ásgeir Ásgeirsson vilja láta ríkið virkja. Út af þessu hefur Einari og okkur sósíalistum verið borið það á brýn, að við vildum hindra það, að sveitirnar fái rafmagn, að við störfuðum með íhaldinu o. s. frv. En í hverju liggur mun- urinn á því að bæjar- og sveita- félögin, sem mynda félagið Andakílsárvirkjun fái að virkja, eða að ríkið virki? Mismunurinn er þessi: Með því að láta ríkið virkja, er ætlazt til, að ríkið reki í einni heild orkuverið við Anda- kílsárfossa og háspennulínu út frá því til Akraness og Borgar- ness og hingað og þangað um nærliggjandi sveitir, en síðan er fyrirhugað að raforkan verði alls staðar seld með sama verði. Þannig gæti svo farið, að % hlutar af stofnkostnaði þessarar rafveitu, bæði orkuvers og há- spennulína, færi til þessaðkoma orkunni út um dreifbýlið, jafn- framt því, sem 4/s hlutar tekn- anna kæmu af orkusölu til íbúa Akraness og Borgarness. Með þessu móti myndu íbúar Akra- ness og Borgarness vera látnir greiða reksturshallann af orku- veitum um dreifbýlið í nær- sveitum Andakílsárvirkjunarinn ar. Með þessu móti yrði irafmagn það, sem þessir tveir bæir fengju mjög dýrt og því útilokað, að það geti orðið þeim sú lyftistöng 1 atvinnulegu og menningar- legu tilliti, sem það gæti annars orðið og sem íbúar þessara staða gera sér vonir um að verði. Méð öðrum orðum: Ríkisvirkjun þýð- ir þungan skatt á íbúa Borgar- ness og Akraness til þess að halda uppi hinum óarðbæru veit- um um dreifbýlið. Sósíalista- flokkurinn er algerlega andvíg- ur slíkum árásum á lífsvelferð- armál bæjarfólksins. Hann hefur áður hjálpað til að hrinda svip- aðri árás og þessari, er hann felldi frumvarp Framsóknar- manna um að leggja skatta á raf veitur bæjanna til þess að léggja í orkuveitur um dreifbýlið. Ranglæti meirihluta milli- þinganefndarinnar. Hin nýju viðhorf í Andakílsár virkjuninni hafa skyndilega af- hjúpað hvert milliþinganefndin hefur vakað fyrir henni í Fljóta árvirkjunarmálinu. Þar átti að leika sama leikinn, að láta Sigl- firðinga greiða með óeðlilega háu rafmagnsverði reksturshall ann á rafveitunum út með Eyja- firði og í Skagafirði. Það er á- stæða til að vona, að Siglfirð- ingar séu sloppnir fram hjá fyrirsát milliþinganefndarinnar og Framsóknarflokksins, en nú er eftir að vita hvort Akurnes- ingar og Borgnesingar sleppa við þær nýju skattaálögur, sem þessir sömu aðilar ætla þeim. Það skal játað, að það horfir ver fyrir þeim vegna þess, að full- trúi Alþýðuflokksins í fjárhags- nefnd neðri deildar hefur geng- ið í lið með milliþinganefndinni og Framsóknarflokknum. Enn er ekki vitað, hvort Alþýðu- flokkurinn stendur allur á bak við hann, en ég býst við því, að Akurnesingar telji, að þá höggvi sá er hlífa skyldi, ef Alþýðu- flokkurinn snýst til fylgis við þá er vilja ofan af þeim skóinn. Milliþinganefndin og Tíminn tala fagurlega um að koma raf- orkunni út um dreifbýlið, og að sósíalistar og nokkur hluti Sjálf stæðisflokksins sé á móti því. Sósíalistaflokkurinn er mótfall- inn því, að rafmagni sé með því móti komið út um dreyfbýlið, að ætla að nota sér það, að Sigl- firðingar og Akurnesingar hafa ekki haft tækifæri til þess að virkja fyrr en nú, til þess að pína þá undir skattgreiðslur til dreifbýlisorkuveitanna, sem eng- ir aðrir bæjarbúar á landinu þurfa að greiða, er ekki einasta röng leið, heldur er hér um lubbalega árás á íbúa þessara bæja að ræða. Að svo miklu leyti sem orku- veitur verða lagðar um dreifbýl- ið, sem ekki geta staðið undir sér fjárhagslega, á tekjuhalli þeirra að greiðast úr ríkissjóði, en það á ekki að leggja hann á íbúa þeirra bæja, sem af tilvilj- un þurfa að fá orku úr sama orkuveri, með óeðlilega háu rafmagnsverði. Milliþinganefndin og Fram- sóknarflokkurinn lýsa því nú hátíðlega yfir að þau ætli að koma rafmagni á hvert heimili í landinu. Hrokinn er svo mik- ill, að helzt er að skilja að þetta skuli framkvæmt í einni svipan. Eg tel að milliþinganefndin sé ekki svo skyni skroppin að hún telji þetta framkvæmanlegt. En hún er ákveðin í að beita sér fyr ir því, að byrjað verði á orku- veitum út um sveitirnar og þeir bæir, sem næstir eru, verði látn- ir borga brúsann. Það efast eng- inn um það, að orkuveitur um dreifbýlið á íslandi koma hvergi nærri því að geta staðið undir sér. Þjóðin getur að vísu lagt einstökum útvöldum sveitum slíkan styrk sem að láta þeim í té orkuveitur, en þær yrðu mjög fáar. Með því væri þjóðin að binda sér nýja bagga í sambandi við landbúnaðinn, sem bætast mundu ofan á tugmilljónafram- lögin, sem hún greiðir þegar með þessum úrelta atvinnuvegi. Það sér hver maður, sem hugsar um þessi mál rólega, að þjóðin gctur ckki risið undir þeim á- Sveltir í hel! Hungrið ríkir nú í liinum undir- okuðu lönduni Evrópu, sem Þjóð- verjar drottna yfir. Matur og föt eru tekin af ibúum landanna, fengin þýzka hernum í hendur, íbúarnir látnir deyja drottni sín- um. "• í Tékkoslóvakíu hafa allir mat- arskömmtunarseðlar verið teknir af Gyðingum. Jafnframt er bann- að með lögum að kaupa matvæli, án þess að hafa skömmtunarseðia. Þúsundir manna munu deyja úr hungri. Mæður fremja sjálfs- morð til þess að börn þeirra geti lifað á þeim mat, sem þeim hefur tekist að ná í, en þegar hann er þrotinn hijóta þau að deyja úr hungri. Slík eru „menningarafrek“ þýzka nasismans. Ekki er ástandið betra í Pól- landi. Enzka blaðið „The Times“ segir (15.-2.-‘43) að 6000 Gyðingar séu drepnir á hverjum degi. Þeir eru ekki alltaf skotnir, heldur neyddir til þess að afklæðast í kuldanum og deyja síðan af kulda — föt þeirra eru send til Þýzka- lands. , „Hverjir, sem verða að svelta í Evrópu“, sagði Göring nýlega, „þá skulu það ekki verða Þjóðverjar“. þeir eiga heldur ekki að ganga naktir. Ef ekki er hægt að sjá þeim fyrir fötum, nema með því að drepa milljónir Gyðinga, Pól- verja, Tékka eða Norðmanna, þá verður það gert. Þýzki herinn verður að fá föt og mat til þess að berjast áfram gegn Sovétríkjunum, Englandi og Ameríku. lögum, sem raforkuveitur um dreifbýlið á íslandi hafa í för með sér. Þeir, sem í alvoru vilja gera öllum landsmönnum kleift að njóta rafmagns, en eru ekki ein- göngu að flagga raforkumálinu í pólitísku áróðursskyni, þeir hljóta að komast að þeirri niður stöðu, að óhjákvæmilegt er að færa byggðina í sveitum lands- ins saman, skapa þorp eða byggðahverfi, þar sem hentugt er að ná til rafmagns og jarðhita ef tök eru á. Hvað sem þau peð, sem slysast hafa í milliþinga- nefndina í raforkumálum, þjóð- inni til skaða, en sjálfum sér til minnkunar, brjótast um, munu þau aldrei komast fram hjá þeirri staðreynd, að dreifbýlið íslenzka og almenn rafmagns- notkun er ósamrýmanlegar and- stæður. Með þeim aðferðum, sem milli þinganefndin og Framsóknar- flokkurinn ætla að beita verð- ur ekki framkvæmanlegt að gera öllum landsmönnum kleift að fá rafmagn. En takist nefnd- inni að fá meirihluta þingmanna til fylgis við firrur sínar, þá gæti hún ef til vill um nokkurra ára skeið hindrað þróun raforku- mála á íslandi, með þeim örlaga- ríku afleiðingum, sem það hefði fyrir atvinnulífið og þjóðina í heild sinni. Enn sem komið er, er full á- stæða til að vona, að þessari hrokafullu milliþinganefnd tak- ist ekki að vinna slíkt skemmd- arstarf. í raforkumálum og Framsóknar alda í fullu samræmi við hið fiokkurinn stefna. Nú sést hvað sögulega ætlunarverk þess? Af þessari spurningu markast

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.