Þjóðviljinn - 12.03.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.03.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILIINN Op borgtnnt, Næturlæknir: Ólafur Jóhannsson, Gunnarsbraut 39, sími 5979. Nætnrvörður er í Reykjavíkur apóteki. Anglia, enzk-íslenzka félagið, held- ur sjöunda fund sinn í kvöld kl. 8,45 að Hótel Borg. Ameriskur herlæknir, sem i mörg ár hefur starfað Kína, flytur erindi um Kína. Á eftir verður dansað til kl. 1. Leikfélag Reykjavikur sýnir fag- urt er á fjöllum kl. 8 í kvöld. Óli smaladrengur verður sýndur í Iðnó í dág kl. 5,30 og hefst sala að- göngumiða kl. 2 í dag. Útvarpið í dag: 20.30 Útvarpssagan: Kristín Svía- drottning, VIII (Sigurður Gríms- son lögfræðingur). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: kvart ett, Op. 77, nr. 1, eftir Haydn. 21.15 Erindi: Um sálarlíf kvenna, I (dr. Símon Jóh. Ágústson). 21.40 Hljómplötur: Frægar söngkon- ur syngja. 22.00 Symfóníutónleikar (plötur): a) Fiðlukonsert eftir Vivaldi. b) Píanókonsert í A-dúr eftir Bash. c) Flautu- og hörpukonsert eftir Mozart. „ Mannskaða veðr ídw í Gamla Bió NÝJA BÍÓ Skemmoavargarnir (Saboteur). PRISCILLA LANE ROBERT CUMMINGS NORMAN L’LOYD Bönnuð fýrir börn ynri en 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bamasýning kl. 3. RADDDIR VORSINS með Deanna Durbin. TJABNABBlÓ < Steypiflug (Dive Bomber) Stórmynd í eðlilegum litum tekin í flugstöð Bandaríkja- flotans. Mynd í eðlilegum litum. ERRROL FLYNN FRED MCMURRAY ALEXIS SMITH. Sýning kl. 4, 6,30 og 9. \mh., . LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. ,Fagnrt er á fjöliuin, Skopleikur í þremur þáttum staðfærður af EMIL THORODDSEN. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag. Óli smaladrengur , Sýning í dag kl. 5,30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. Ægilegar lýsingar á grimmdarverkum nazísta í Noregi vottfestar] Kvikmynd eftir skáldsögu rhyllis Bottomes, sem Þjóðvlij- tnn birti nýlega sem framhalds- sögu er sýnd á Gamla Bíó um þessar mundir. Er þess getið hér vegna les- enda blaðsins sem kynnu að vilja sjá á mynd hinar vinsælu söguhetjur. Freyju og Hans, og baráttu þeirra gegn „mannskaða veðri“ nazismans. Gamla Bíó ætlast eins og kunnugt er ekki til þess að lesendur Þjóðviljans viti »m myndir þess eða sýn- ingar, en þeim mun samt frjálst *ð koma þar eins og öðrum. M tamin Hl dáda eftir . Gunnar Benediktsson fæst ennþá hjá bóksölum og í afgreiðslu Þjóðviljans. Fræðslunefnd Sósíalistaflokksins. a&anziuttzmttzitt Réttur Munið að koma og greiða skuld yðar við Rétt á afgreiðslu Þjóðviljans, Austurstræti 12. cr-r r:B3!3na2Ha Upplýsingaskrifstofa , norsku stjórnarinnar hefur giefiö út bækling á ensku, er nefnist The Gestapo at vork in Nor- way (Þýzka leynilögreglan að' starfi í Noregi). í saina bókaflokki hafa áður komiö út Norway’s Schools in the Battle for Freedom (Skólar Noregs í frelsisbaráttunni) og Norway’s Floating Empire (Floti Norömanna). Fonnála bæklingsins ritar Simon lávaröur, og segir þar- meöal annars, aó „efni þessa bæklings“ sé „mjög mikil- vægt“, og aö hinar ægilegu skýrslur, er hann flytji hafi sérstakt gildi, vegna þess, aö þessi vitnafriamburöur um hinar stórfelldu misþynning- af nazista á Norömönnum sé gefinn af mönnum, sem sjálfir hafi séö og lií'aö þær skelfdng ar, sem þeir lýsa, og af því aö vitnaleiöslurnar hafi farið fram eftir venjulegum laga- leiöum. Þaö er á slíkan hátt sem vér getum vænzt þess aö efna hinn hátiölega svardaga um 'hefnd. Norski dómsmálaráöherrann Terje Wold, ritar inngang. 1 Einnig hann leggur áherzlu 1 á aö! vitnaleiöslurnar haifi far- iö fram samkvæmt norskum lagafyrirmælum. Efniö er feng iö meö yfirheyrslum Nórð- manna, sem flúið hafá úr landi. í bæklingnum eru birt nöfn nokkurra þeirra glæpamanna. sem sök eiga í misþynningum og pyndingum norskra ætt- jaröarvina, en lögð er áherzla á aö aöalábyrgðin hvíli á yfir- manni þýzku lögreglunnar. í íMoregi, lögriegluherdhöföingj- anum Rediess. I bæklingnum er skýrt frá þeim hryllilegu aöferóum, sem þessir menn nota til aö þvinga játningar af vaa’narlausu fólki, líkam- legum og andlegum pynding- um, meö margvíslegum sad- iskiskum blæbrigöum. Þetta eru ægilegar skýrslur um sanna viöburði, sem sýna ekki einungis hve djúpt þess- ir pyndingamenn eru sokknir heldm- er bókin einnig ljóm- andi vitnisburður um. þá hörku og hugprýöi, sem margir Norö menn hafa sýnt í hinni vopn- lausu baráttu sem daglega er háö í Noregi. Bæklingurinn fæst í bóka- verslun Sigfúsar Eymundsson- ar. Þar fást einnig ýmsar aör- ar bækur og bæklingar um Noreg og baráttu norsku þjóö- arinnar, þar á meðal Nor- ways Schools in the Battle for Frcedom, Norway at War Norge (kvæðasafn eftir dr. Sigmund Skard), myndabækl- ingur Men of Norway, bókin Why Norway, meö formá'la eftir hinn kunna norska út- varpsmann dr. Arne Ording og hiö stóra myndskreytta rit All for Norway. Hin fræga bók Lenins: Ríki og bylting fæst nú aftur iijá bóksölum og í afgreiðslu Þjóðviljans. Bókin er 10 arkir að stærð og kostar aðeins 5 krónur. Greín Framhald af 2. síðu. þess, að ráðherra var nú neitað um vald til þess að stöðva byggingu lýs- isherzlustöðvar, var einmitt frekju- leg hlutdrægni þeirra sjálfra, er þeir notuðu ríkisvaldið fyrir nokkrum árum til þess að neita um leyfi til staekkunar á síldarverksmiðju, sem brýn þörf var á að stækka. Og þeir ættu einnig að athuga, að það er ekki herzlustöðvarmálinu til fram- gangs að veita vald til þess að banna byggingu stöðvarinnar, en hitt væri málinu til framdráttar að samþykkja að ríkið skuli byggja lýsisherzlustðð og eitt er víst að ekki mun standa á okkur sósíalistum að vera með því. Merkjasöludagur Rauða kross íslands. 33-34 þúsund kr. söfnuðust Söfnun Rauða kross íslands á öskudaginn tókst svo vel að safnað var um helmingi hærri upphæð en í fyrra. Inn komu alls milli 33 og 34 þús. kr, Auk barnanna seldu einnig hjúkrunarkonur merki. Allmargir gerðust meðlimir Rauða krossins og áskrifendur að hinu ágæta tímariti hans: Heilbrigt líf. Húsaleigufrumvarp’ rlkisstjörnarinnar Framh. af 1. síðu. aldur Guömundsson, Hermann Jónasson, Kristinn Andrésson og Steingrímur Aöalsteinsson. Bjarni Benediktsson og Páll Hermannsson greiddu ekki atkvæði. Meö þessu hefur afturhald- iö á Alþingi sýnt sinn raun- verulega hug til hins vinn- andi og fátæka fólks, sem aö vísu má strita sem mest þaö getur, þegar þaó er arövæn- legt fyrir hina auðugu eig- endur framleiðslutækjanna — en þarf hinsvegar, aö dómi þessara herra, ekki einu sinni aö hafa þak yfir höfuð sér og sinna, þær stundir sem ekki eru helgaðar auðsöfnun stórlaxanna. Svo eru þessir' herrar að tala fagurt um, að allir verði að standa saman um aö leysa vandamál þjóöarinnar. Er þá hið fátækai, húsnæð- islausa fólk ekki íslendingar? Eða eru þáö bara vandamál yfirstéttanna sem á aó leysa? Eiga fulltrúar alþýöumiar á Alþingi aó fá þann „heiöur'* aö hjálpa til aö bjarga is- lenzka auðvaldinu út úr þeim ógöngum sem hið vitlausa skipulag þ'j.-,s hefur leitt þaö í — en láta alþýöuna vera jafnvel húsnæðislausa., og meira eöa minna matarlausa. •strax og ékki veröur jafn uppgripasamt aö reka at- vinnufyriftækUi og undanfar-. ið hefur verið. Fulltrúar Sósialistaflokks- ins munu þá a. m. k, segja: Nei, þakk. Icsefssonar Loks bendir Alþýðublaðið á af- greiðslu frumv. um kynnisferðir sveitafólks til sönnunar því, að Sós- íalistaílokkurinn sé klofinn í þing- málum. Já, ekki er nú sannleikanum síður hallað ,til í frásögnini um þetta mál hjá blaðinu. Mál þetta kom upphaflega frá Framsóknarmönnum þó að Alþýðu- flokksmaður flytti það með þeim. í frumvarpinu var gert ráð fyrir, að ríkið greiddi bændum 50—60 þús. krónur á ári til kynnisferða. Málið var frá upphafi illa undirbú- ið og heldur hæpið að það kæmi að tilætluðum notum. Þingmenn sósíal- ista í efri deild greiddu þó atkvæði með málinu engu síður en Alþýðu- flokksmennimir þar. Þegar mál þetta kom til neðri deild ar reis strax einn þingmaður Alþýðu- flokksins þar upp og andmælti frum- varpinu og kvaðst ekki geta fylgt því eins og það lægi fyrir. Þannig klofnaði Alþýðuflokkurinn strax í þessu máli, en alls ekki Sósí- alistaflokkurinn. Þegar svo mál þetta fór til landbúnaðarnefndar neðrideild ar var því gjörbreytt þar og eflaust ekki sízt fyrir atbeina Alþýðuflokks- fulltrúans í nefndinni. í staðinn fyrir 3 greinar sem frum- varpið var, voru nú komnar 8 nýjar greinar en hinar 3 allar felldar burtu, en aðalbreyting frumvarpsins var þó sú, að fjár til kynnisferða bænda skyldi aflað með skatti á landbún- aðarafurðir: sem sagt neytendur land búnaðarafurða áttu að kosta kynn- isferðimar í stað þess að ríkissjóð- ur gerði það samkvæmt fyrra frumv. Þegar frumvarpið var orðið á þessa lund gátum við sósíalistar eðlilega ekki fylgt því óbreyttu og greiddum því atkv. allir sem einn á móti því. En hvað gerði Alþýðuflokkurinn ? Einn þingmaður flokksins mun hafa setið hjá og einn hafa greitt atkvæði á móti frumvarpinu eins og við en 2 greiddu atkv. með því. Alþýðuflokk- urinn klofnaði í þessu móli 'að venju og það í marga parta. Og svo þegar mál þetta kom aftur til efri deildar þá vildi Alþýðuflokksmaðurinn sem upphaflega flutti frumvarpið ekki lengur kannast við það eftir breyt- ingarnar, sem á því urðu í neðri deild og taldi að hér væri um nýtt mál að ræða. Alþýðuflokkurinn klofnaði því á öllum stigum lx:ssa máls. En Sósíal- istaflokkurinn greiddi alltaf allur eins atkvæði um málið. Á þessum dæmum, sem hér hafa verið til týnd geta menn séð, að allt þvaður Alþýðublaðsins um klofning sósíalista um afgreiðslu þingmála er hreinn uppspuni. Blaðið ætti að kynna sér ögn betur atkvæðagreiðsl- • ur sinna eigin flokksmanna, en tala minna um afstöðu annarra ílokka. Tilgangur Alþýðublaðsins með þess um ósanninda þvættingi sínum, er fyrst og fremst sá, að reyna að telja mönnum trú um, að Sósíalistaflokk- urinn sé í tveimur andstæðum hóp- um, annarsvegar séu „Moskvakomm- ar“ en hinsvegar „vinstri menn“, sem vilja vinna með Alþýðuflokkn- um. Flestu má nú gera tilraun til að Ijúga að fólki. En það ætti þó Alþýðublaðinu að vera ljóst, til þess að nokkur óbrjól- uð persóna taki mark ó slúðri þess, þá verður það þó að haga orðum sínum á annan veg en það hefur gert í þessum málum. Það þýðir ckki fyrir blaðið að snúa öllum sta,ðreynd um við. Brynjólfur Bjarnason getur ekki verið „Moskvakommi“ sérstak- lega vegna þess að hann greiðir at- kvæði eins og Guðmundur í. um kynnisferðafrumvarpið. Brynjólíur getur heldur ekki talizt óalandi „Moskoviti" fyrir það að greiða eins atkvæði um lýsisherzlumálið eins og t. d. Guðmundur í. og aðrir Alþýðu- flokksmenn. Að endingu vænti ég þess, að Al- þýðublaðið geri eflirleiðis sem fæst- ar tilraunir til Jress að telja mönnum trú um, að ég sé samherji þess og gera ó þann hátt tilraun til að spilla áliti minu í augum heiðarlegra manna. . ,. Lúðvik Jósofssou.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.