Þjóðviljinn - 13.03.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.03.1943, Blaðsíða 1
'8. árgangur. Laugardagur 13. marz 1943 58. tölublaö. Ofttsfan utn Karkoff að ná hámarkí, — Þjóðverjar segj~ ast hafa hroíízí ínn í borgína* Þfzkat árásír víð Isjiím Rauði herinn tók í gær bæinn Vjasma á mið- vígstöðvunum, eitt sterkasta ígulvirki þýzka hers- ins á austurvígstöðvunum, og hefur verið unnið mánuðum saman að því að víggirða bæinn og um- hverfi hans. Vjasma hefur verið á valdi Þjóðverja í 18 mánuði. Sovéther tók Vjasma snemma í gær með hörðu áhlaupi og vörðust Þjóðverjar harðlega í nágrenni bæjarins og á götunum. Um 9000 þýzk- ir hermenn féllu í bardogunum um Vjapma og ná- grenni, og Rússar tóku mikið herfang, þar á meðal 53 skriðdreka, 69 fallbyssur, 57 eimreiðar og 600 járnbrautarvagna. Norður af Vjasma, í héraðinu umhverfis Sit- sevka, hefur rauði herinn tekið nokkur þorp. Um 30 km. suðaustur af Vjasma hafa Rússar tekið bæ einn. Herinn sem tók Bjelí fyrir nokkrum dögum hefur haldið áfram sókn til suðurs, og tekið í einu þorpi 70 skriðdreka. Geysiharðar orustur eru háðar um Karkoff, og senda Þjóðverjar stöðugt meira lið og skriðdreka til árása. í fregn frá Moskva í gærkvöld segir að rauði herinn hafi orðiö að hörfa til nýrra varnarstöðva vestur af borginni, og séu bar- Vínnan Nýff fímaríf Alþýðu- sambands íslands Alþýðusamband íslands hefur hafið útgáfu á nýju mánaðar- riti, sem heítir Vinnan, og kem- ur fyrsta tölublað þess út eftir helgina. í þetta blað skrifa m. a. Hall- dór Kiljan Laxness, Stefán Ög- mundsson, Steinn Steinarr, Sig- urður Einarsson, Friðrik Hall- dórsson o. fl, Margar ágætar myndir eru í blaðinu. Ritstjóri þess er Friðrik Hall- dósson loftskeytamaður og í rit- nefnd þeir Stefán Ögmundsson og Sæmundur Ólafsson. Útgáfa slíks rits var orðin knýjandi nauðsyn fyrir löngu. Að hún nú er hafin er að þakka hinum sívaxandi þrótti, sem ein- ing verkalýðsins í Alþýðusam- bandinu hefur skapað. Er það öllum alþýðumönnum gleðiefni, að verkalýðssamtökin hafa nú eignazt sitt eigið málgagn. dagarnir líkastir því sem þeir voru harðastir á Stalingrad- vígstöðvunmn. Þjóðverjar tilkynntu í gær- kvöldi, að þeir hefðu brotizt inn í Kjarkoff á mörgum stöö- um, og hafi náð mestum 'hluta borgarinnar á sitt vald. í Moskvafregn segir a'ð þýzkt fótgönguiiö og skrið- drekasveitir géri ákafar árás- ir á ísjúmsvæðinu, 110 km. suðaustur af Karkoff, en þeim hafi verið hi*undið viö mikið tjóh árásarhersins. Samningaumleitanir um húsnæði fyrir mæðraheimili Samningar fara nú fram milli Þuríðar Báröardóttir ljós- móður, og bæjarstjórnar Reykja víkur, um húsnæði fyrir mæöraheimili það, er gert er ráð fyrir að bærinn stofni og reki. Þuríður vill selja bænum á leigu eina hæð í húsi sínu Tjarnargötu 16, til þessara notá. Eins og kunnugt er, er heimili þessu ætlaö það hlut- verk, aö vena1 veglausum mæörum athvarf fyrir og eftir barnsburð. Reuhiauíh bf hart- laiis. SmlöF ec einnifl' Tvær leyniskyttur úr rauða hernum. ----------------------------- ------------------------ Gulrófur haía cfafcí vcr- íð fil sölu um martfra mánada sfecíd Engar kartöflur eru nú fá- anlegar í bænum. Segja kaup- menn að erai murú þó vera til eitthvað af kartöflum, en það hafi verið erfitt um flutn- inga á þeim sökum þess að Hellisheiði sé ófær. En þó muni þeir sem yfir þesiári vöru ráða, lítinn áhuga hafa á því að koma henni á markað með . hámarksverði því «em nú er á kartöflum. Smjör er einnig ófáanlegt og bóliar lítið á amieríska smjör inu sem ríkisstjórnin sagö'ist vera búin að kaupa og fá flutning á, fyrir rúmum tveim- ur mánuðum. En, smjör þetta átti að flytja irin til þess aö græða á því, svo hægt væri að selja okkar eigin fram- leiðslu skaplegn verði. Þá hafa gulrófur ekki verið til sölu um lengri tíma. Hér ! Fnamhald á 4. síð'u. Samningar við ríkið um fsðingaheimili fyrir Reykjavík Samkvæmt samþykkt þeirri er bæjarstjóx*n gerði um stofn- un fæðingarheimilis, þegar fjárhagsáætlun fyrir 1943 var afgreidd, hefur borgarstjóri tekið upp samninga við ríkis- stjórnina um málið. Á fundi bæjarráðs í gær, var eftir til- lögu borgarstjóra, samþykkt að fela þeim Sigfúsi Sigur-* hjartarsyni og Jóni Axel Pét- urssyni aö vinna með borgar- stjóra aö þessum samningxim. Sólheimahælið sækir um bæjarstyrk Barnaheimiliö að Sólheim- um í Grímsnesi, hefur sótt um rekstrarstyrk til'bæjarins. Á fundi bæjarráðs í gær, var málinu frestað. Forstjórastarfið við sundhöllina auglýst lausat Á fundi bæjarráðs í gær, var ákveöið að' auglýsa for- stjórastarfið viö Sundhöllina laust til umsóknar. Uadírbúníngur hafínn ad rádsfefnu fullfrúa alla sfjórna Bandamanna Anthony Eden, utanríkisráðherra Breta, er kominn til Washington, og mun ræða við banda- ríska stjórnmálamenn um öll helztu mál er varða rekstur styrjaldarinnar, og ennfremur undirbúa ráðstefnu um styrjaldarmálin, sem stjórnir allra Bandamannaríkjanna tækju þátt í. Hý reglugerð um hleðslumerki skipa Þann 14. sept. f. á. skipaöi atvinnumálaráðuneytiö þriggja manna nefnd til þess að semja regiur um þaö hvernig eigi að ákveða minnsta hleðsluborð skipa samkv. 2. gr. laga nr. 38. 1942, um breytingu á lög- um nr. 78. 1938, um eftirlit með skipum. í þessari nefnd á'ttu sæti Ólafur Th. Sveins- son skipaskoðunarstjóri, Pét- ur Sigurössion og Guöbjartur. Ólafsson hafnsögumaöur. Nefndin skilaði tillögum sín um- til ráðuneytisins 24. f. m. Tilkynnt var einnig að Eden muni kynna sér hergagnafram- leiðslu Bandaríkjanna. Undanfarið hafa komið fram ýmsar raddir einkum í Banda- ríkjunum, um nauðsyn slíkrar ráðstefnu. Hækkar aðgangseyrir að sundhöllinni? Fyrir fundi bæjarráðs í gær lágu tillögur um allverulega hækkun á aðgangseyri að Sundhöllinni, ákvörðunum var frestað. i og staðfesti ráðuneytið í gær regiugerö um hleö'slumerki samkvæmt framangreindum lögum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.