Þjóðviljinn - 13.03.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.03.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Úrborglnnl Næturlaeknir: Halldór Steíánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Keyk.iavíkur apóteki. Flokkurinn: UtVarpiS í dag: 18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur. 19,00 Enskukcnnsla, 2. flokkur. 19,25 Hljómplötur: Samsöngur. 19,45 Auglýsingar. 20,00 Frcltir. 20.30 Vcstur-íslcndingakvöld (kjóðrækn- isfélagið) : a) „bótt þú langförull legðir". b) Avarp: Arni G. Eylands, for- scti Þjóðraeknisfélagsins. c) Raeða: Valdimar Björnsson sjó- liðsforingi. d) Sönglög eftir vesturíslenzk tón- skáld (Hermann Guðmundsson syngur). e) Upplestur úr ljóðum Stephans G. Stephanssonar (Ágúst Bjarna- son prófcssor). f) Upplestur úr skáldsögum J. Magnúss Bjarnasonar (Ofeigur Ö- feigsson læknir). g) Söngur (Hermann Guðmunds- son). h) Kvæði til Vestur-lslendinga eftir Halldór skáld Helgason á Ás- bjarnarstöðum (Jakob Kristinsson fræðslumálastjóri). 22,00 Fréttir. Hjónaband. í dag verða gefin sam- an í hjónaband ungfrú Sigríður Guð- mundsdóttir frá Þingeyri og Baldur Pétursson, Kárastíg 3. Heimili ungu hjónanna verður á Óðinsgötu 7A. Vestur-íslendingakvöld verður í útvarpinu í kvöld. Verða fluttar ræður og kvæði, lesið og sungið. Sjómannablaðið Vfkingur, 2. tbl. 5. árg. er nýkomið út. Efni: Fyrir- gef þeim ekki — þeir vita hvað þéir; Afreksmenn; Morner björgunarföt- in; Um sjóræningja; Skip — skipa- smíðar; Ameríku sjómennimir og margt fleira. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Guðlaug Karlsdóttir og Karl Sölvason. Dagana er Landsmót skíðamanna stendur yfir í Hveradölum ráðgerir Skíðafé'.ag Reykjavíkur að fara ferð- ir uppeftir (eða svo langt sem kom- ist verður). í dag kl í) árdegis. Á morgun er ekki ákveðin enn burtfarartími. Farið frá Austurvelli. Farkostur iakmarkaður. Farmiðar seldir hiá L. H Miiller. Leikfclag Iteykjavíkur sýnir Fag- urt er á fjöllum annað kvöld og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 i dag. Ármenningar: Farið verður á sunnudaginn kl !) á Skíðamótið í Hveradölum. Aðgöngumiðar verða seidir á Iaugardag cftir kl. 2 í Körfugerð- inni. ^vc><>o-o<><v<><><><>o<><><><>o Flokkurinn (oooooo >00000 SÓSÍALISTAFÉLAG REYKJA- VÍKUR heldur íund n. k. mánudag. Rætt verður um bæjarmál. Vilja verða fastir starfs' menn bæjarins Þeir sem vinna viö sorp- hreinsun hjá bænum, hafa skrifaó bæjarráöi og fariö þess á leit aö vera ráönir fastir starfsmenn hjá bænum, og íá laun eftir níunda launaflokki. Málinu var frestiaö á fundi bæjarráðs 1 gær. NÝJA BÍÓ 1 m TJARNAJRBtÓ 40 Skemmdavargarnir Slæðingur (Saboteur). (Topper Returns) PRISCILLA LANE Gamansöm draugasaga. ROBERT CUMMINGS JOAN BLONDELL NORMAN L’LOYD ROLAND YOUNG Bönnuð fyrir börn ynri en CAROLE LANDIS 12 ára. H. B. WARNER Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýning kl. 3, 5, 7 og 9 Barnasýning kl. 3. RADDDIR VORSINS Bönnuð fyrir börn innan með Deanna Durbin. 12 ára. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. 9Fagurt er á fjollui Skopleikur í þremur þáttum staðfærður af EMIL THORODÐSEN. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. Norskir verkalýðs- leiðtogar fálla fyrir böðulshedi nazista í fregnum frá norska blaðafulltrú- anum er skýrt nánar frá nokkrum af Norðmönnum þeim, sem teknir voru af lífi fyrir nokkrum dögum. Ottar Lie var 47 ára, og var upp- haílega járn- og málmverkamaður og tók virkan þátt í verkalýðsfélög- unum og æskulýðshreyfingu norska Verkamannaflokksins. Er flokkurinn klofnaði 1923 varð hann ritari hins nýstofnaða Kommúnistaflokks. Hann var handtekinn í nóvember og flutt- ur í fangelsið í Möllergaten 19, alvar- lega særður. Hann lætur eftir sig konu. Lars Norbö var 34 ára. Hann var frá Stavanger, stjórnaði fræðslustarf semi Kommúnistaflokksins og átti sæti í miðstjórn flokksins. Hann lætur eftir sig konu. Harald Saattelid frá Os við Berg- en var 48 ára gamall, vann áður fyrr sem rafvirki við verksmiðjumar í Odda, Hardanger, og varð 1931 rit- stjóri við blað Kommúnistaflokksins Hardanger Arbeiderblad. Hann var handtekinn í júní í fyrra og var fyrst í fangelsi í Bergen, en seinna fluttur til Grini. Meðan fangavistin stóð yfir var hann hvað eftir annað að vera undir læknishendi. Hann lætur eftir sig konu og tvö börp. Sonur hans Örnúlf var handtekin 1942 og lézt í fangelsinu Möllergaten 19 eftir mán- aðar fangavist. Bjarne Dalland var 37 ára og vann í Bergen í hafnarvinnu. Hann var áður formaður æskulýðsfélaðs Kom- múnista og síðar trúnaðarmaður fé- lags flutningarmanna í Bergen. Hann var fyrst handtekinn 1941 og var í Ulvenfangabúðu'*'m suður af Berg- en í sex mánuði. vorið 1942 var hann aftur handtekinn og hefur síðan ver- ið fangi. Dalland lætur eftir sig konu og tvö böm. Leif Kindem frá Bergen var 37 ára, og átti heima í Odda þar sem hann stundaði byggingarvinnu. Hann var varaíormaður félags byggingaverka- manna og gendi ýmsum trúnaðar- stöðum í deild Kommúnistaflokksins í Odda. Hann hefur verið í fangelsi frá því í júlí 1942. Hann lætur eftir sig konu og tvö böm. Engar upplýsingar um að hinar líf- látnu hafi tekið þátt i hemaðar- eða skemmdarverkUm, eins og Þjóð- verjpr tilkynna, liggja fyrir, segir að lokum í fregninni frá norska bíaða fulltrúunum. Ný bók eftir Sven Hedin Fyrir nokkur kom út bók, er segir frá einum af leiðangrum Sven Hedins land- könnuðs, um undralönd Asíu. Ferðin er farin um síðustu alda- mót og byrjar í járnbrautarlest sem er á leið frá Pétursborg, nú Leningrad, austur rússnesku slétturnar. Við járnbrautarvagn inn skilur ferðalangurinn á landamærum Evrópu og Asíu og heldur af stað í ferðalag suð- ur Vestur-Turkistan í fjórhjól- uðum vagni sem dreginn er ým- ist af hestum eða úlföldum. Á þessu farartæki ferðast hann í nítján daga. Þá tekur við ferða- lag með klifjahesta yfir erfiða og hættulega fjallavegi og skell- ur þar oft hurð nærri hælum. Síðan lýsir bókin ferðum Hedins fram og aftur yfir eyðimerkur og háfjöll, þar sem skiptist á grimmdar frost með hríðum og steikjandi hitar með sandbyljum löngum eyðimerkurferðum, þar sem hungrið og þó frekar þorst- inn ásækir leiðangurinn svo að á tímabili er tvísýnt um að nokk ur komist lífs af. Bókin segir frá rannsóknum Hedins á þessu ferðalagi, ævin- týrum, einkennilegum mönnum og þjóðflokkum. Ferðalagið stendur yfir í þrjú ár og sjö mán uði og ber margt á góma. Sven Hedin er einn af allra kunnustu landkönnuðum heimsins og hef- ur hann skrifað fjölda bóka um rannsóknarferðir sínár sem þýddar hafa verið á mál flestra menningarþjóða. Þetta er fyrsta bókin sem þýdd hefur verið á íslenzku eftir hann og hefur Sigurður Róbertsson rithöfund- ur á Akureyri annast þýðinguna sem er vel gerð, en Bókaútgáfa Pálma Jónssonar gefur bókina út. Bókin er prentuð á sérstak- lega vandaðan pappír og prýdd fjölda mynda og teikninga. Prentverk Odds Björnssonar á Akureyri hefur annast prentun- ina og er frágangur allur hinn bezti. Þetta er mjög eiguleg bók sem ekki ætti að vanta í safn þeirra sem bókum unna. Þetta DREKAKYN Eftir Pcarl Buck Þúsundir á þúsund ofan, þeirra sem hér höfðu gengið um í blóma lífsins, voru dauð. Húsin, sem verið höfðu heimili þeirra, voru auð eða brunnin til ösku, að undanteknum búðum Vú Líens og hans nóta, en þær þrifust hvað bezt á þessum tímum. En aðrar búðir höfðu þotið upp eins og gorkúlur. Sumar voru í skúrkumböldum aðrar skreyttar með pappír og málningu, sumar voru opinber hóruhús aðrar ekki, en alstaðar var ópíum selt. Lao Er nam stað- ar við eina slíka holu og beið eins og hann væri að sækja í sig veðrið áður en hann færi inn. Þá bar þar að mann- garm, sem hafði misst hægra fótinn og dróst áfram á hækju. Hann var gulur og skorpinn og Lao Er sá að hann mundi vera kunnugur á þessum stað. Hann stöðvaði hann og á- varpaði hann sem ókunnugur. Er hér selt — hitt? spurði hann og benti á skiltið. Maðurinri kinkaði kolli og Lao Er spurði aftur: En er rétt að við förum inn, ef það er óvinurinn sem selur það? Maðurinn leit á hann. Eins og það sé ekki sama hvað verður um menn eins og mig? spurði hann. Eg fæ aldrei aftur það sem ég átti. Þó að tímarnir verði hinir ákjósan- legustu og allir óvinir hverfi á braut, þá fæ ég ekki aftur fótinn, sem ég hef misst og heldur ekki veitingahúsið, sem ég átti né konu mína og sonu og allt sem áður var mitt. Eg hirði ekki einu sinni um að við sigrum. Hvað gæti sigurinn fært mér? Lao Er stundi þungan og hugsaði að svona mundu allir hinir sigruðu vera. Hann hökti heim um nóttina og sagði frá því sem hann hafði séð og hvernig allt væri. Engin matvæli fáanleg á torginu og kaupmenn höfðu sagt hon- um, að verðið væri alltaf að hækka, því að matvælin væru send í burtu og fólkið í borginni yrði hungurmorða, en ó- vinurinn léti sig það engu skipta og léti fólkið fá ódýrt ópíum og með því gleymskuna í fæðu stað. Ling Tan og fjölskylda hans varð hryggari en nokkru sinni áður, því að Ling Tan vissi það af móður sinni hvaða afleiðingar neizla ópíums hefur og hvernig maðurinn breyt- ist ög verður allur annar við ópíum. Hvernig getum við varazt þetta? stundi hann. Við getum falið okkur fyrir skipunum fljúgandi og við getum byggt að nýju húsin sem eru brennd, en hvað verður 'hægt að gera ef þjóðin gleymir því sem hún hefur orðið fyrir? Sovélsöfnunín og söngurínn Framh. al 3. aiðu. Reykjavík í rústir og hætt er viö aö sú árás gæti bitnaö jafnt á Jóni okkar og hinum, sem skrifaö hafa nöfn sín á söfnunarlista. En slíkt gæti hann gert, þó ekki væri um KARTÖFLULEYSIÐ Framh. af 1. slðu. er starfandi miki'ö skrifstofu- bákn, sem úthlutar komvöru og gerir þaö svo rífliega, aö enginn maöur getur notaö all- an sinn skammt. Væri ekki athugandi að þessi skrifstofa fengi heldur þaö verkefni áö skammta mönnum innanlands afuröir, svo fólk gæti fengiö þessar daglegu nauösynjavör- ur keyptar? Aðbúnaðurinn í þvotta- húsinu við laugarnar Verkakvenniafélagiö Fram- sókn hefur ?ent bæjarráöí um- kvartanir út af ýmsum göll- um sem þaó telur vera á þvottahúsinu viö Sundlaug- arnar. Bæjarverkfræóingi var faliö aö athuga hvernig hægt er aó bæta úr þessu. á ekki að verða neinn ritdómur, ég vil aðeins minna á bókina og þakka þýðanda og útgefanda fyr ir hana, því hún er vel þess verð. J. E. K. neina söfnun aö ræöa. HvaÖa trygging hefur hlutleysiö reynzt íslenzku sjómönnun- um? Hvar er hægt aö kaupa sér tryggingu gegn. villi- mennsku nazismans og á hvaða veröi? Eru þeir miargir, sem vilja greiða sömu iðgjöld og kvlslingar í Noregi og víö- ar? Væri ekki rétt aó hætta þessari or'öasennu um hlut- leysisbrot og landráð', en halda sér vió þá staöreynd, aö þeir sem styöja og styrkja söfnun- ina til Rauöa kross Sovétríkj- anna hafa samúö meó mál- staö Bandamanna og skilja aö því aöeins getur mannkyn- iö litið fram til bjartari og betri tíma, aö sá málstaöur sigri. Hinir, sem á móti söfnun- inni vinna eru á gagnstæöri skoóun, en þeim er frjálst aö ^hefja söfnun fyrir nazistana og fasistana, eöa láta opin- berlega í ljós velþóknun sína á þeirra málstaö. Þaó mundi veröa líkt um þá söfnun og aðrar, aó barizt yröi meö henni og móti. En allir þeir sem unna frelsi og lýöræöi en hata kúgun og ofbeldi, telja sér heiöur í því aö hafa sitt nafn á meöal I þeirra, sem styrkja söfnunina l .til Rauöa kross Sovétríkjanna í . ' Es.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.