Þjóðviljinn - 17.03.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.03.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Miðvikudagur 17. marz 1943. 61. tölubl. Verkalýðurinn mótmælir Verklýðsfélag Raufarhafnar: „Fundur Verklýðsfélags Raufar- hafnar, 15. marz 1943, mótmælir sljórnarfrumvarpi því. um dýrtíðar- ráðstafanir, sem nú liggur fyrir Al- þingi. Einkum mótmælir fundurinn á- kvæðum frumvarpsins um skerðingu á dýrtíðaruppbót launþega. Um Ieið og fundurinn skorar á AI- þingi að fella þetta frumvarp, skor- ar hann á það að samþykkja tillögur 17. þings Alþýðusambands íslands í dýrtíðarmálum." Múrarafélag Reykjavíkur: „Múrarfélag Reykjavíkur mótmæl ir harðlega þeim tillögum um skerð- ingu á verðlagsuppbót launþcga, sem lagðar hafa verið fyrir Alþingi af núverandi ríkisstjórn í frv. til laga um ráðstafanir gegn dýrtíðinnS. Er í tillögum þessum ný tilefnis- laus árás ríkisvaldsins á- samninga- frelsi verkalýðssamtakanna, þar senv raunverulega öllum samningum um kaup og kjör er raskað með valdboði ríkisvaldsins, og tilraun gerð til að rýra stórkostlega þær kjarabætur, sem verkalýðurinn hafði áunnið sér á síðastliðnu ári cftir harða baráttu gegn hinum illræmdu kúgunarlögum fyrrverandi ríkisstjórnar, og eftir að launastéttirnar höfðu um langt skeið orðið að búa við mjög skarðan hlut vegna ráðstafana ríkisvaldsins, sam- tímis því, sem meiri gróði streymdi inn í landið en nokkur dæmi eru til í sögu þjóðariiHiar. Vér viljum sérstaklega benda á það, að meðan verðlag fór ört vax- andi, hækkaði kaupið löngu eftir á, en með frumvarpi þessu er ætlast til að kaupgjaldið lækki allmikið áður en verðlagslækkun verður, og miklu meira en frumvarpið gerir ráð fyrir að verðlagslækkunin nemi. Fyrir því skorar Múrarafélag Reykj víkur ákveðið á Alþingi að gjör- SDUéfherinn 90 hm. Irá Smolensh Harðír bardagar á Karkoffvígsföðvunum, Vðrn rauða hersíns mjög hörd Rauði herinn sækir fram á miðvígstöðvunum á 160 km. víglínu, frá Bjeli til héraðsins suðvestur af Vjasma. Sovétherinn tók í gær 32 þorp suðvestur af Bjeli, og er eitt þeirra tæpa 90 km. frá Smolensk. Her sem sækir til suðurs nokkru austar, var í gær aðeins 40 km. frá hinni mikilvægu járnbrautarlínu frá Vjasma til Smolensk. Suður af Ilmenvatni hefur rauði herinn „hreinsað" allstórt skóglendi, og tekið nokkur þorp, þrátt fyrir harðvítuga mót- spyrnu Þjóðverja. Stórorustur halda áfram á Karkofivígstöðvunum, og má heita aö barizt sé á allri vig- línunni frá Karkoff til ísjúm. Þjóöverjar reyndu í gær hvað eftir annað að brjótast yfir Donets í bví skyii að umkringja sovétherinn, sem breyta frumvarpinu eða fella það að öðrum kosti." Sjómannafélag Hafnaríjarðar: „Stjórnarfundur í Sjómannafélagi Hafnarf jarðar haldinn 14. marz 1943, skorar hérmeð á Alþingi að f ella nú þegar frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir er fara í þá átt, að launþegar fái aðeins 80% dýrtíðar- vísitölunnar. Hinsvegar vill fundur- inn benda á tillögur þær, sem sam- þykktar voru á 17. þingi Alþýðu- sambands íslands." varði Karkoff, og á enn í stórorustum skammt austur af borginni. Rauði herinn hef ur hindraö Þjóðverja í að' komast yfir fljótið og eyði- lagði 32 þýzka skriðdveka í barúóguni í gær. Norvestur af Karkoff sækja Þjóðverjar fram í þremur fylkingum. Tvær þeura xeyna að mynda tangarsókn til Kúrsk, en þriðja fylkingin stefnir til Bjelgorcd. Vörn sovéthersins er mjög hörð en Þjóðverjar hafa ofurefii liös. Paul Winterton Moskvafrétta- ritari brezka útvarpsins segir að hlákur séu miklar á miðvígstöðv unum, og tefji það flutninga beggja hernaðaraðila að miklum mun, en sókn rauða hersins er samt mjög hröð. Með sameiginlegu átaki enskra og amerískra flumanna tókst Bandamönnum í sókn sinni að lama flugher Rommels. Sprengjuflugvélar Bandamanna réðust á flugvelli Þjóðverja og eyðilögðu fjölda flug- véla á jörðu niðri. — Myndin sýnir þýzkar flugvélar, sem urðu fyrir skemmdum á flugvellinum í Sollum, en á Afríkuvígstöðvunum hafa hundruð þýzkra flugvéla fall- ið í hendur Bandamanna, nokkrar þeirra lítt eða ekki skémmdar Flotaforingjar þriggja landa ræða kafbáta- hættuna Brezkir, bandarískir og kanad iskir flotaforingjar hafa setið á ráðstefnu í Washington, og rætt hina sameiginlegu baráttu gegn kafbátum Þjóðverja. Forseti ráðstefnunnar var bandaríski flotaforinginn King. | Fylgjendum Vichy fækkar í stjórn Afríkulandanna Giraud hershöfðingi hefur samþykkt lausnarbeiðni tveggja ráðherra í stjórn hans. Annar þeirra er varalandsstjóri Berg- ere hershöfðingi, en hinn innan- ríkisráðherra Giraud-stjórnar- innar. Talið er að lausnarbeiðni ráð- herranna sé í sambandi við breytingu þá í stefnu stjórnar- innar, sem tilkynnt var í ræðu Girauds er hann flutti fyrir nokkrum dögum, og yfirlýsingu hans um fullan vilja á samvinnu við de Gaulle. Gísli ðlafsson varð sigurvegari í bruninu Skíðalandsmótinu lauk í fyrradag með keppni í bruni og fór það fram í Skálafelli. Vegalengdin, sem keppt var í, var 2 km., hæðarmismunur var 400 métrar. Bezti tími er náðist var 1 mín. 54,Tf sek. Úrslit í þeirri keppni urðu þau, að í A-flokki sigraði Gísli Ólafsson, 1. Hásk. á 2 mín. 6,8 sek. Annar varð Júl- íus B. Magnússon Í.R.A. á 2 mín. 7,1 sek. þriðji var Jónas Ásgrímsson Skíðab. á 2 mín. 10,4 sek. í B-flokki varö fyrstur Har- aldur Pálsson 1 mín. 54,7 sek. og er það bezti tími, sem náðist á mótinu. Annar Ól- afur Guðmundsson Í.R.V.F. 1 mín. 57.4 sek. Þriðji Gunn- ar Karlsson l.R.A. 2 min 5,1 sek. í C-flokki varö fyrstur Björn Röed K.R. 1 mín. 58.1 sek. Annar Sigurjón Sveins- son í. Hásk. 2 mín. 0,7 sek. Þriðji Sveinbjörn Kristjáns- son Í.R.V.F. 2 mín. 4,2 sek. Keppendur voru alls 76. í fyrrakvöld hélt Skíðafé- lag Reykjavíkur keppendum og starfsmönnum mótsins kaffisamsæti í Oddfellowhús- inu. Kristján Ó. Skagfjörö, for- maður Skíðafélags Reykjavík- ur, setti hófið, en eins og kunnugt er sá Skíðafélag Reykjavíkur um skíðalands- mótiö. Voru síðan margar ræður fluttar. Fyrir hönd Akureyr- inga talaði Hermann Stefáns- son, fyrir ísfirðinga Sveinn Elíasson og fyrir Siglfirðinga Þormóður Eyjólfsson. Benedikt G. Waage, forseti Í.S.Í. afhenti verðlaunagripi skíðalandsmótsins. Að lokum var stiginn dans til kl. 2 e. m. Eden ræðir við banda- ríska stjórnmálamenn og Litvinoff Antony Eden, utanríkisráð- herra Breta, ræddi í gær við Cordell Hull. utanrikisráðherra Bandaríkjanna og Sumner Well- es, varautanríkisráðherra og Morgenthau fjármálaráðherra. Á morgun mun Eden ræða við Litvinoff, sendiherra Sovétríkj- anna í Washington. Kennsla heldtir áfram í barnaskólunum Undanfarið hefur kveðið all- mikið að kveffaraldri hér í bæn- um. Hefur mæting í barnaskól- unum verið slæm síðustu dag- ana. í gær féll kennsla niður í Aust urbæjarskólanum eftir hád., en eftir því sem blaðinu var tjáð í gærkvöldi' verður barnaskólan- um ekki lokað nema meira kveði að veikindum en nú er.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.