Þjóðviljinn - 19.03.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.03.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Úrborgtnnt. Næturlæknir: Bjarni Jónsson, Reynimel 58, sími 2472. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Ið- unn. ÞORMÓÐSSÖFNUNIN Afhent til Þjóðviljans: G. G. 50 kr. 3 systkyni 100 kr. Felix Arngríms son 20 kr. Sturl. Einarsson 20 kr. Guðm. H. Guðmundsson 50 kr. Fríða og Einar 25 kr. — Samtals 265 kr. FRA ALÞINGI Tillaga um að flytja Kennaraskólann upp í sveit Gísli Guómundsson flytur breytingartillögu viö Kenn- araskólalögin þess efnis, aö fræðslumálastjómin útvegi Kennaraskólanum „land viö jarðhita í sveit, meö þaö fyrir augum, aö þar veröi reist hús handa skólanum“. Er hér um aö ræöa sams- konar tilraun og þá, er Fram- sóknarmenn beittu sér fyrir í fyrra sem ákafast, aö Mennta skólinn yröi fluttur úr höfuö- staðnum upp í sveit. Framsóknarmenn standa eflaust almennt aö þessari til- lögu Gísla, því hatur þeirra til höfuöstaöarins er svo al mennt og víötækt aö helzt vilja þeir draga allar aöal- menntastofnanir þjóðarinnar þaðan, og sáldra þeim út um svleitir. Maður sleginn niður. Framhald af 1. síöu. aöi því. Réöist þá annar maö- urinn á hann, sló hami í andlitiö og féll hann viö ann- aö högg. Maöurinn sem sló hann þreií' síöan töskuna, tók til fótanna og hljóp upp Arnar- hólstún, en félagi hans hljóp austur Kalkofnsveg. Maöurinn, sem fyrir árás- inni varö, og 2 menn er sáu þennan atburö, eltu mann þann, er meö töskuna fór. inn á Lindargötu, en þar hvarf hann þeim. Geröu þeir þá lögreglunni aövart og hóf hún leit aö ránsmönnunum og fann þá eftir nokkra stund á hoimi Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Var fariö meö þá á lög- reglustööina og þar játuöu þeir verknaö sinn. — Mestur hluti vínsins fannst í fórum þeirra. Töskunni höföu þeir fleygt bak viö hús og fannst hún þar, sem þeir vísuð'u til henn- ar. Maöurinn, sem árásina gerói heitir Finnbogi Guö- mundsson og er hinn sami og stunginn var af erlendum sjómanni á s .1. sumri. NÝJA BÍÓ Hetjur loftsins (A Yankee the R. A. F.) Tirone Power Betty Gable Jolin Sutton Kl. 5, 7 og 9: TJARNARBÉÓ 4fl Slæðingur (Toppcr Returns) Gamansöm draugasaga. JOAN BLONDELL ROLAND YOUNG CAROLE LANDIS H. B. WARNER Sýnin'g kl. -t- 5, 7 og 9 Bönnuö fyrir börn innan 12 ára. Æ. F. R. Æ. F. R Æskulýðsfylkingin í Reykjavík heldur fund í Baðstofu iðnaðarmanna í kvöld kl. SVz- DAGSKRÁ: 1. Félagsmál. 2. Erindi: Brynjólfur Bjarnason, alþingism. 3. Upplestur: Gestur Þorgrímsson. 4. Önnur mál. 5. „Marx“. Félagar! Mætið stundvíslega og takið með ykkur nýja meðlimi. STJÓRNIN. mhs missid oi mmm i m. Síðan ísland var hernumið hef ur öllum orðið ljós sú hin mikla nauðsyn á æskulýðsheimili 1 bænum. Fyrir þann tíma var hugmyndinni gefinn lítill gaum ur, en hún birtist fyrst í „Rauða fánanum“, málgagni Sambands ungra kommúnista. Valdamenn- irnir skelltu skolleyrum við hug myndinni og málið virtist eiga litla framtíð fyrir höndum. Það varð líka séð, að æskulýðurinn yrði sjálfur að ganga einhuga til verks og sameinast um þetta nauðsynjamál. Það varð einnig, er Ungmennafélag Reykjavíkur var stofnað 1942 með röskum 300 félögum. Aaðaláhugamál félags- ins var bygging æskulýðshallar 1 bænum. Félagið hefur skrifað ýmsum félögum ungra manna í bænum um þetta mál. Flest fé- lögin tóku dauft í málið og þótt- ust ætla að byggja sín eigin hús, hvert fyrir sig. T. d. var öllum íþróttafélögum bæjarins skrifað, en þau svöruðu (að einu undan- teknu) að þau hefðu sinn hús- byggingarsjóð, og auk þess ætl- aði Í.S.Í. að koma upp íþrótta- höll og myndu þau ljá I.S.I. lið sitt við byggingu íþróttahallar- innar, og liöfnuðu þau algerlega tilboði Ungmennafélagsins um samstarf varðandi æskulýðshöll ina. Fyrir nokkrum dögum skeður svo það, að Jónas Jónsson ber fram þingsályktunartillögu í efri deild um að skipuð sé „níu manna nefnd“, sem athugi „skil- yrði fyrir því að reisa og starf- rækja æskulýðshöll í Reykja- vík“. Fjórir menn skulu skipað- ir af þingflokkunum, aðrir nefndarmenn verði borgarstjóri, fræðslumálastjóri, formenn íþróttasambands íslands og íþróttaráðs og íþróttafulltrúi rík isins. Þrír nefndarmennirnir eru fulltrúar íþróttamálanna í land- inu, en íþróttafélögin hafa þeg- ar lýst því yfir, að þau hafni öllu samstarfi um byggingu æskulýðshallar í Reykjavík! — Enda er undirbúningi íþrótta- hallarinn komið það á veg, að þegar hefur verið gerð teikning af húsinu. Er ekki annað hægt að segja, en að tillagan virðist frámunalega illa undirbúin, enda segir í greinargerð að „mið stjórn Framsóknarflokksins hafi haft málið til meðferðar.“ Virðist það tvísýnn ávinning- ur af J. J., að fá skipaða í þessa nefnd fulltrúa þeirra félaga, sem ekkert vilja skipta sér af málinu, en hundsa U. M. F. í. og Ungmennafélag Reykjavíkur, sem var beinlínis stofnað í þeim tilgangi að fá byggða æskulýðs- höll í bænum. I upphafi greinargerðarinnar segir J. J., að „ýmsa áhugamenn um kennslumál, svo sem Pálma Hannesson, rektor, ...... hafi fundið sárt(?) til þess, að æsku- lýð höfuðstaðarins vantaði til- finnanlega aðgang að viðunandi húsnæði.“ Heyr á eindæmi! Eitt sinn lét J. J. gefa út bókina „Verkin tala“. Þar var mynd af lesstofu Menntaskólans í Reykjavík. Aldrei hefur verið meiri þörf þeirrar lesstofu en einmitt nú. En þá notar ,áhugamaöurinn‘ við Menntaskólann lesstofuna fyrir geymslukompu, og lætur dýrindis bækur fúna í sundur! Að lokum er það von mín, að athugunin varðandi æskulýðs- & w & DREKAKYN Eftir Pearl Buck í þessum svifum varð Ling Tan það ljóst, hve breyttur hann var orðinn, því að hann gat hugsað um þetta og virt þessi andlit fyrir sér án þess að finna til hryggðar. Hann var hvorki hryggur né glaður. Það sem hann hafði gert, hafði hann gert og hann langaði ekkert til að geta látið það ógert og hann mundi nota tækifærið á morgun, 38£ •ef annað eins byðist. 38£ Hér fyrr á tímum hafði hann verið svo viðkvæmur í ^ lund, að hann mátti ekki sjá fugla drepna og Ling Sao íx: hafði venjulega farið að húsabaki, þegar hún sneri þá úr ^ hálsliðunum. Mér er ógeðfellt að drepa, hugsaði hann nú, og enn gæti ég ekki drepið mér til ánægju. En hvernig ^ stendur þá á því að ég skuli geta drepið? ^ Iiann hélt heim á leið, staðnæmdist aðeins til þess að ^ segja þorpsbúum, sem voru önnum kafnir við að grafa 38? líkin, að eitt þeirra væri í bambusrunnanum, því að nauð- í?8£ synlegt var að grafa þá dauðu fljótt, svo að líkin fynnd- ^ ust ekki. Iiann fór inn til sín með silkiveskið og lét það inn í sitt herbergi. Já, hann var breyttur. í kvöld mundi íx! hann borða eins og ekkert hefði í skorizt. Það fékk ekk- ^ eft á hann, þó að af hans völdum væri nú grafinn í jörð niður maður, sem einhverstaðar átti konu og börn, sem ^ biðu hans með óþreyju. Fleiri höfðu verið grafnir og hann ^ og aðrir þorpsbúar höfðu skipzt á gamanyrðum um þá dauðu, um þann áburð, sem jörðin fengi við þetta, eða þá, að þeir eitruðu jarðveginn og um það, hvort sami gróð- ur mundi spretta að ári. Allt fólkið var breytt. Áður en £$£ óvinurinn kom hafði aldrei heyrzt getið um að neinn hafi i?8£ verið drepinn í þessu þorpi, ef til vill, að undanteknum ^ nokkrum meybörnum, þar sem of mörg voru fyrir og þá íx* 5^ alveg nýfædd, ekki farin að draga andann. Nú drápu þeir ^ óvinina eins og lýs á fati og hugsuðu ekkert meira um það. ^ Í&S&æææSSæææææE 38f Líkur til að kartöfl- ur fáist frá Bretlandj • Efirfarandi tilkynning hef- ur blaöinu borizt frá atvinnu- málaráöuney tinu: Unnið hefur veriö aö því síöastliöna tvo mánuöi aö út- vega kartöflur til landsins, hafa veriö lögö drög fyrir kaupum á 2000 smálestum af matarkartöflum og nokkru af útsæð'iskartöflum. Eru all- góöar líkur fyrir aö matar- kartöflurnar fáist frá Bret- landi innan skamrns. „Svartur markaður?“ Framhald af 1. síðu. veriö seld miklum mun hærra veröi, en leyfilegt er. Hér rekur upp höfuöiö eitt- hvert hættulegasta fyrirbrigöi í auövaldsmarkaöi á verö- bólgutíma og veröur aö stemma á aö ósi. Fólki skal bent á aö há- marksverö á kartöflum er nú kr. 86 í heilum sekkjum og hámarksálagning í smásölu má ekki vera hærra en 30%. Hver sá sem 'selur eöa kaup- ir þessa vöru hærra veröi, gerir sig brotlegan viö lög. höll 1 Reykjavík verði látin fara fram, og þingmenn láti reykvísk an æskulýð í engu gjalda þess, að Jónas frá Hriflu hefur borið þessa þingsályktunartillögu íram af miklum vanefndum og lélegum undirbúningi. Y. Konu misþyrmt. Framh. af 1. slfiu. Hinn sjóliöinn aöhaföist ekkert. Meöan sjóliöinn leitaði í koffortinu hljóp ég út og inn í gasstööina og bað vaktmennina þar um hjálp. Hringdu þeir strax á lögregl- una, sem kom brátt á vett- vang. Viö nánari athugun komst ég aö því, aö ný vekj- araklukka, sem ég átti inni í íbúö minni, var horfn. Hél’ lýkur frásögn konunn- ar og annaö er ekki upplýst í málinu, því sjóliöarnir náö- ust ekki. Eins og fyrr er sagt, var andlit konunnar afskræmt og óþekkjanlegt, bólgiö og blóö- ugt, augun sokkin og tvær tennur brotnar. ooooooooooooooooo Fallegt svart SpejUflaucl og SILKIVOILE nýkomið. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 ooooooooooooooooo Námsflokkar Rcykjavíkur Vegna bilunar á miöstöö í skólahúsinu fellur kennsla niöur í kvöld. Forstööumaðurinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.