Þjóðviljinn - 20.03.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.03.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Laugardagur 20. marz. 1943. 64. tölubl. Hvað líður stofnun upptðkuheimilis fyrir börn, sem barna- verndarráð þarf að ráðstafa? Bæjarfu'lltrúi Katrín Pálsdótt ir bar fram á bæjarstjórnar- fundi í fyrradag fyrirspurn til borgarstjóra um aðgerðir í þessu máli. Komið hafði til orða, að fá afnot af Silungapolli til stofn- unar þessu upptökuheimili. Borgarstjóri kvað orðið hafa drátt á ákveðnu svari um Sil- ungapoll, enda ekki fast eftir gengið af hálfu borgarstjóra. Benti Katrín á, að þörfin fyrir stofnun upptökuheimilisins væri það brýri, að ekki mætti dragast, að koma því á fót. Bar hún í því skyni fram svohljóð- andi tillögu: „Bæjarstjórn Reykjavíkur fel- ur borgarstjóra að gera hið allra fyrsta ráðstafanir til þess að koma á stofn og reka upptöku- heimili fyrir börn, sem Barna- verndarnefnd þarf að ráðstafa til bráðabirgða." Samþykkt var með 6:2 atkv. að vísa tillógunni til bæjarráðs. bállaosap stóroristuF uii Doiuts Rauðí herínn sækír ftram á míðvígsfödvunum og e* if^ bomínn 60 bm. vestur Jyrír Vjasma Geysiharðar orustur eru háðar á Donetsvígstöðvunum, og segja fréttaritarar að sóknaraðgerðir Þjóðverja á þessum slóð- um séu harðari en nokkrar aðrar á þessu ári. Var barizt látlaust allan daginn í gær. Tókst Þjóðverjum að sækja nokkuð fram á einum stað, en voru hraktir til fyrri stöðva og misstu 14 skriðdreka og 600 menn. Annarsstaðar á þessum sömu vígstöðvum urðu Rússar að hörfa nokkuð og náðu Þjóðverjar þar tveimur bæjum. Vörn rauða hersins er hvarvetna mjög hörð en víða við ofurefli liðs að etja. Snemma í gær reyndu þýzkar hersveitir aö brjótast yfir Donets á ís, en ísinn brotnaði undan skriðdrekun- um og týndust margir þeirra. Nokkrum sinnum tókst þó fámennum hersveitum að ná fótfestu á eystri bakkanum, en voru hraktar i fljótið eöa vestur yfir af gagnárásum Rússa. Á miðvígstöðvunum held- ur sókn rauða hersins áfram, og tók hann í gær nokkur þorp vestur af isveskovo, járnbrautarbænum á lín- unni milli Vjasma og Smo- lensk, sem tekinn var fyrir Nefnd skipuð til að endurskoða alþýðutryggingalöggjöfina Brynjólfur Bjarnason, Brynjólfur Stefánsson, Eggert P. Briem, Haraldur Guðmundsson og Kristinn Björnsson læknir eru nefndarmennirnir. Félagsmálaráðherra hefur skipað þessa fimm menn í nefnd til þess að endurskoða alþýðutryggingalögin, samkvæmt þings- ályktun Alþingis 21. marz 1943: Brynjólf Bjarnason, alþ.m., Brynjólf Stefánsson, forstjóra, Eggert P. Briem, forstjóra, Harald Guðmundsson, forstjóra, Kristinn Björnsson, lækni. Hefur Haraldur verið skípaður formaður nefndarinnar. ráð Um tilganginn segir herra svo í skipunarbréfinu: „Endurskoöun alþýðutrygg- ingarlaganna astlast ráðuneyt ið til, að verði miðuð fyrst og fremst við:, 1. aö reynt veröi aó bæta úr göllum á lögunum, sem kunna aö hafa komiö í ljós við framkvæmd þeirra. 2. að' gjörðiar verði þær breyt- ingar á lögunum, sem nauösynlegar kunna aö þykja meö tilliti til núver- andi dýrtíö'arástands. Þyk- ir í þessu sambandi rétt, aö. nefndin taki sérstak- lega til athugunar tillög- ur þær, sem felast í með- fylgjandi lagáfrumvarpi, sem vísað hefur verið frá Alþingi með rökstuddum dagskrám. 3. aö leiitast verði við að' gera tillögur nefndarinnar svo úr garó'i, a'ð framkvæmd laganna veró'i sem einföld- ust og reksturkostnað'ui' viö hana sem minnstur a<5 fært þykir. RáðuneytiÖ ætlast til að nefndin skili því áliti sínu og tillögum og væntanlegum lagafrumvörpum fyrir 1. sept- ember næstkomandi". Frumvörp þau, sem vísað nokkrum dögum. Eru fremstu sveitir Rússa komnax 60 km. vestur fyrir Vjasma. de Gaulle tekur boði Girauds og fer á næstunni til Norð- ur-Afríku Tilkynnt var í gærkvöld að de Gaulle leiötogi Striðandi Frakka, hafi tekið boði Gir- aiuls hershöfðingja um fund þeirra hershöfðingjanna til að ræða einingu allra frjálsra Frakka í baráttunni gegn fasistaríkjunum. Svar de Gaulle var flutt af Catroux hershöföingja, sem er fulltrúi Stríðandi Frakka í Norðúr-Afríku. Segir í svarinu a'ö de Gaulle muni koma -til Noröur-Afr- íku skömmu eftir að Catroux er kominn þangað', en hann er staddur í Sýrlandi. er til i skipunarbréfinu eru tvö. Anna'ð lítið' ¦ frumvarp frá Skúla Guö'mundssyni um undanþágu frá iögjalda- greió'slum í Lífeyrissjóð ís- lands. En hitt er frumvarp Brynjólfs Bjarnasonar um aö láta greiöai fullan elli- og ör- orkulífeyri frá ársbyrjun 1943 og hefur oft verið' sagt hér frá þvi merkilega frumvarpi áður. En það var afgreitt meö svohljóðandi rökstuddri dagskrá í vetur: „í trausti þess, að ríkis- stjórnin láti endurskoða IV. kafla laga um alþýð'utrygg- ingar, nr. 74 31. des. 1937, í sambandi við þá heildarend- urskoðun laganna, sem hún hefur í hyggju að láta fram, fara, og aö elli- og örorku- tryggingarnar veröi þá jafn- framt færðar í það horf, sem felst í meginsjónarmiðum frumv. á þingskj. 78, tekur deildin fyrir næsta mái á dagskrá". Framhald á 4. síðu. Sókn Bandaríkiahers- ins í lÍið-Túnis heldur áfram Bandarikjaherinn í Mið- Túnis sækir fram og tók í gær bæinn El Guetta, sem er 20 km. suðaustur af Gafsa. Eru bandarísku hersveitirnar nú aðeins 150 km. frá fremstu stöðvum 8. hersins brezka, sem kominn er að Mareth-virkjalínunni i Suð- ur Túnis. Tveir brezkir kafbátar hafa á skömmum tíma sökkt átta ítölskum skipum á Miöjaröar hafijSegir í fregn frá London. Ráðstefna um eftirstríðs- vandamál Roosevelt forseti tilkynnti í gær, að boðað yrði til ráð- s^tefnu í vor, þar sem fulltrú- ar allra Bandamannarikjanna ræddu ýmis vandamál eftir stríðstímanna, þar á meðal matvælaframleiðslu og hjálp til hernumdu landanna, sem verst hafa orðið úti. Verkalýðurinn mótmslir Fram, Sauðárkróki: Á síðasta fundi félagsins Fram á Sauðárkróki voru samþykkt eftirfarandi mótmæli: „Verkamannafélagið Fram á Sauð árkróki mótmælir harðlega þeim til- lögum um skerðingu á verðlagsupp- bót verkafólks og annarra launþega, sem lagðar hafa verið fyrir Alþingi, af núverandi ríkisstjórn, í frumvarpi til laga um dyrtíðarráðstafanir." Verklýðsfélag Hríseyjar: „Fundur í Verkalýðsfélagi Hríseyj ar, haldinn 4. marz 1943, samþykkti með samhljóða atkvæðum að skora á Alþingi að fella frumvarp ríkis- stjórnarinnar um dýrtíðarmál, og mótmæla harðlega öllum þeim ráð- stöfunum, er fela í sér nokkuð það, er skerði kaup og kjör alþýðunnar í landinu." Skjaldborg: „Fundur haldinn í félaginu „Skjaldborg" 7. marz 1943, mótmæl- ir harðlega dýrtíðarfrumvarpi ríkis- stjórnarinnar, sem flutt hefur verið á yfirstandandi Alþingi, álítur fund- urinn að í frumvarpinu felist allveru leg skerðing á lífsafkomu latinþega í landinu. Jafnframt skorar fundur- inn á Alþingi að fella frumvarp þetta eins og það liggur fyrir."______ AðgangseyriraðSund- höllinni hskkaður Á fundi bæjarráðs í gær var samþykkt að hækka að- gangseyrir að Sundhöllinni Upp í kr. 1.30 fyrir fullorðna. Aðgangur fyrir börn helzt hinsvegar óbreyttur. BMóri llrefear Hrlr Mtu siu n Hráiari ilir I nl- A fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur í fyrrad. báru fulltrúar Sósíalistaflokksins qg Alþýðuflokksins fram svohljóðandi til- lögu: „Bæjarstjórn Reykjavíkur skorar á þingmenn Reykvíkinga að beita sér af alefli fyrri því, að sett verði á ný inn í frumvarp það, sem liggur fyrir Alþingi, ákvæði, er heimili skömmtun húsnæðis og gangi þessi ákvæði eigi skemmra en ákvæði þau, sem efri deild felldi út úr fimmtu grein frumvarpsins." Nokkrar umræður urðu um málið. Borgarstjóri taldi verr farið að tillagan væri fram kom- in, eins og hún væri orðuð, þar sem hún sundraði kröftum bæj- arstiórnarinnar, í stað þess að sameina þá. Var þá borgarstjóra boðið upp á að breyta orðalagi tillögunnar, svo að bæjarstjórn- in gæti staðið einhuga að henni. Bar þá borgarstjóri fram svo- hljóðandi brtt, sem var samþ. með 8 samhlj. atkv.: „Bæjarstjórn ítrekar fyrri á- lyktun sína um, að þegar alveg sérstaklega stendur á, þurfi hið opinbera að fá heimiíd .til ráð- stöfunar handa húsnæðislausu innanbæjarfólki á lítt notuðu og ónotuðu húsnæði." Fyrri tillagan var svo ekki bor in undir atkvæði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.