Þjóðviljinn - 24.03.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.03.1943, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24. marz 1943 PffÖÐ V 1L71N IV R tuóayiiJiim Útgefftndi: SacneiningarflQkhi* atþrifiu Sósí alistaflftkkurúm Ritstjórar: Einar Olgeirssen (éb.) Sigfús Sigurbjartarsnn Ritstjóm: Garðantneti 17 — Víkingsprent Sími 2279. \fgrei&sla og auglýsiograkrif- stofa, Austurstræti 12 (1. baa<) Simi 2184. Víkingsprent h. f. Garðarstræti 17 Skyldur Jónasi „Flokkurinn fylgist ai' mik- illi athygli og samúð með til- raunum alþýðunnar í Sovét- lýöveldasambandinu til þess að skapa þar sósíalistiskt þjóö félag. Þar sem ósigur Sovét- ríkjanna myndi vera ósigur fyrir verkalýðinn um allan heim, berst hann á móti hver- skonar einangrunartilraunum árásarherferðum og spellvirkj- um auðvaldsins gegn hinu nýja þjóöfélagi. Flokkurinn vill auka hið vi'ðskiptalega og mienningarlega samband viö Sovétríkin og veita óhlut- dræga fræöslu um baráttu þeirra fyrir sköpun sósíal- ismans“. HvaÖa flokkur skyldi þaö' nú vera sem vill allt þetta? Væntalega ekki sami flokk- urinn, sem lét þaö á þrykk út ganga fyrir einu eöa tveimur árurn, aö hið menningarsögu- lega hlutverk nazismans væii aö sigra rauöa herinn og út- rýma kommúnismanum. Jú, sá er flokkurinn, hann heitir Alþýöuflokkur, formaö- ur hans er Stefán Jóhann Stef ánsson. Jónas Guömundsson er spámaöur hans og Stefán Pétursson ritstjóri hans og andlegur leiötogi. Hinar til- færóu setningar í upphafi þessarar greinar eni úr stefnu skrá þess flokks. Þáö fer ekki hjá því, aö þetta atriöi úr stefnuskrá Al- þýðuflokksins hafi rifjazt upp fyrir öllum sem þekkja, þegar þeir lásu forustugrein Alþýöu- blaösins í gær. Þar segirm. a.: „En það eru fleiri en stjórnarvöld landsins, sem gert hafa tilraun til þess upp á síðkastið að misnota út- varpið sér og flokkum sínum til pólitísks framdráttar. Það er fyrir löngu opinberl leyndarmál, að komm únistum hefur tekizt að hreiðra á hinn furðulegasta hátt um sig við fréttastofu útvarpsins og þeir notað aðstöðu sína þar með mikilli lægni til þess að auka fréttaflutning út- varpsins um Rússland og annað það, sem þeir hafa talið flokki sínum hér á landi líklegt til framdráttar. Það hefur vist ekki verið á valdi út- varpsráðs að hindra þá misnotkun úlvarpsins. Lögum samkv. mun það vera útvarpsstjóri, sem frétlaslofan heyrir undir. En til lengdar verður ekki við það unað, að flokkur, sem rekur hér bæði leynt og ljóst erindi erlends stórveidis, — geti notað út- varp þjóðarinnar ó slíkan hátt á- róðri sínum hér til framdráttar; og ef aðvaranir ekki nægja til þess, að bctur verði vakað yfir útvarpinu í þcssu efni í framtíðinni, fer ckki hjá því, að taka verði til alhugimar allt íyrirkomulag útvarpsins yfirleitt og gera þær breytingar á því, sem nauðsynlegar kunna að reynast til þess að fyrirbyggja .áf-ranihaldandi- misnotkun þessarar þýðingarmiklu Þ|ððfylklng gegn aftnrhaldlnn verðnr að skapast Frelsi fólksins og sjálfstæði þjóðarinnar er í veði ef ekkert er aðhafzt Öll samtök fólksins, — allir þjóðhollir íslendingar, hvar í flokki sem þeir standa, — verða að taka þetta mál málanna til athugunar. Hvað líður myndun stjórnar innan þingsins og samstarfi flokka þar að þjóðheillamálum? — spyr fólkið. Það væri ef til vill ekki alveg úr vegi fyrir þingmennina, sem skapa vilja samstarf um róttæka og þjóðholla stefnu að spyrja fólkið: Hvað líður samtökum þess og samstarfi milli þeirra að því að skapa það vald utan þingsins, sem hver róttæk stjóm þarf að styðjast við? Það var gerð á síðasta Alþýðusambandsþiiigi ein merkilegasta samþykkt, sem þar hefur verið gerð. Sú samþykkt vísar veginn fram á við fyrir öll verkalýðssamtök þessa lands og öll önnur samtök og einstaklinga, sem vilja vinna að viðhaldi og viðgangi raunverulegs lýðræðis á íslandi. Þessi samþykkt hljóðaði svo: „17. þing Alþýðusambands íslands felur sambandsstjóm að gangast fyrir því að koma á bandalagi með öllum öðmm sam- tökum alþýðunnar, hvort sem um er að ræða almenn hagsmuna- samtök, stjórmnálasamtök, verkalýðsfélög, menningarsamtök eða önnur til verndar hagsmunum og réttindum og samtakafrelsi verkalýðsins, til þess að vinna geng dýrtíðinni í samræmi við þá stefnu, sem þingið hefur markað, til þess að berjast fyrir marg- háttuðum þjóðfélagslegum umbótum og framförum og til þess að hnekkja völdum afturhaldsins og gera áhrif alþýðusamtak- anna gildandi á stjórn landsins. Áratuga reynsla verkalýðshreyfingarinnar liefur sýnt, að til þess að forða hinum vinnandi stéttum frá nýju atvinnuleysi og nýjum hönnungum fátæktariimar, til þess að forða vinnandi stéttunum frá réttleysi og kúgun, þá verður verkalýðsstéttin í gegn um samtök sín að taka forystu þjóðarinnar í sínar hendur í náinni samvinnu við aðrar vinnandi stéttir landsins. Þar af leiðandi getur verkalýðurinn ekki sætt sig við smávægi- legar ívilnanir, heldur verður hann ásamt annarri alþýðu íslands að tryggja sér þau völd í þjóðfélaginu, er gcti gcrt markmið verkalýðshreyfingarinnar að veruleika“. Hvað líður nú framkvæmd þessarar ákvarðanar? Alþýðusambandsstjórnin hef- ur skrifað ýmsum samtökum. Sum þeirra, svo sem Sósíalista- flokkurinn, Farmanna- og fiski- mannasambandið, Bandalag starfsmenna ríkis og bæja ofl. hafa heitið stuðningi og kosið fulltrúa til viðtals. Þeir fulltrú- ar hafa enn ekki verið kvaddir saman til viðræðna. Það gengur því hægt að múra grunninn, sem hin glæsta bygg- ing þjóðfylkingarinnar gegn afturhaldinu á að rísa á. Það stofnunar af hálfu erlends áróðurs- flokks. Það er gott og blessað, að við skulum fyrir stuttu síðan hafa af- stýrt því, að Bandaríkin fengju að hefja hér íslenzkt útvarp. En því verr situr það á okkur að láta eftir það íslenzkum mönnum haldast uppi að misnota útvarp okkar til óróðurs fyrir annað, okkur í öllu tilliti miklu fjarskyldara stórveldi". Öll þessi ósköp hafa fari'ð útundir Stefán Pétursson út af því að ríkisútvarpið hefur tekur upp þann sjálfsagöa sið áö flytja fréttir teknar eftir >Moskva-útúarpin)u á ysama hátt og það flytur fréttir eftir útvai'pinu í Lundúnum og í Berlín, um þetta hefur Stef- án skrifaö tvær greinar í bláð' flokksins, sem vill veita fræöslu um Sovétríkin og berj ast gegn hverskonar einangT- unartilraunum og árásarher- feröum. " Áuð'vitað er ’Stéfáni ekki of verður að flýta þessu starfi. Það dugar engin bið lengur. Þeir, sem þegar hafa svarað verða að hefjast handa. Alþýðuflokkurinn hefur engu svarað. Það verður ekki skilið öðruvísi en svo að hann óski ekki samstarfs við Alþýðusam- bandið og þau önnur samtök, sem fylkja sér um þessa stefnu. Hann um það, — en visslega svífa allar hugmyndir um sam- starf ýmissa stjórnmálaflokka í ríkisstjórn í lausu lofti, á meðan ekki fæst einu sinni samvinna um það mál, sem Alþýðusam- bandið hér hefur markað. gott aö skrifa svona, hann heldur bara áfram því verki sem hann hefur verið áö bisa, viö síöustu árin, áö drepa Al- þýöuflokkinn, sennilega verö- ur þess ekki langt aö bí'öa, áö hann standi yfir höfuö'ssvörö- um flokksins. Svo óskeikull er Stefán í baráttu sinni fyrir hruni Alþýöuflokksins, aö margur hefur spxu*t í alvöru hvort kommúnistar hafi á tímum „réttlínunnar“ sent hann inn í flokkinn til áö' eyöileggja hann. Hugmyndaflug manna gefst ekki upp viö' aö finna skýring- ai*, jafnvel á hinum furöuleg- ustu fyrirbærum, eins og skrif urn Alþýöubla'ösins um Sovét- ríkin, en oft eni skýringar manna nangax* og svo mun vera um þessa, hitt mun sann ara, áö Stefán sé andlega skyidur Jónasi frá Hriflu. Forusta verkalýðsins og undirróður afturhaldsins. Alþýðusambandið lýsti því yfir að verkalýðsstéttin yrði að taka í sínar hendur forustuna fyrir þjóðinni, það yrði að hnekkja völdum afturhaldsins og gera áhrif alþýðusamtakanna gildandi á stjórn landsins. Verkalýðssamtök íslands hafa sýnt það með þessari samþykkt, að þau krefjast þeirrar forustu, sem þeim sakir fjölda síns og mikilvægis í þjóðlífinu, ber að hafa.' Verkalýðssamtökin hafa sýnt það með mótmælum sínum gegn launalækkunartillögum afturhaldsins, að þau ætla ekki að láta ganga á hlut sinn. En þau þurfa að gera enn meira. Það þarf að skera upp herör í verkalýðsfélögunum sjálfum til þess að sýna og sanna að bak við samþykkt þessa standi sam- einaður verkalýður íslands, sú stétt, sem er svo sterk að land- inu verður ekki stjórnað gegn vilja hennar á lýðræðislegan hátt, ef hún aðeins er einbeitt og sameinuð. Það þarf hvert verkalýðsfélag og hver fjölda- samtök að kjósa fulltrúa sjálft á hverjum stað til þess að skapa þar þá þjóðfylkingu gegn aftur- haldinu, sem samþykktin leggur drög að. Það þarf með slíku þróttmiklu frarixtaki fólksins sjálfs að leysa úr læðingi þann mátt lýðsins, sem ennblundarog eins og dáleiddur mænir á þing- ið til aðgerða, sem fyrst og fremst hljóta að eiga upptök sín meðal fjöldans sjálfs. Það er því ekkert undarlegt þó verstu afturhaldsblöðunum sé meinilla einmitt við þær markvissu og einbeittu sam- þykktir, sem verkalýðsfélögin nú hafa gert gegn launalækkún- aráformum afturhaldsins. „Vís- ir“ skrifar grein eftir grein til þess að rægja verkalýðsfélögin. Það er engin tilviljun að sam- fara þessum undirróðri, er þetta blað með árásir á Alþingi að fas- ista sið og lofar svo í sömu and- ránni þá blessun, er leiða myndi hér af meiri amerískum áhrif- um, — og það veit hver maður að það eru ekki áhrif í anda George Washingtons, Abrahams Lincolns eða jafnvel Roosevelts, sem blaðið á við, heldur í anda Coca-eola, Ku-klux-klan og Roekefellers, svo sem vænta má af gömlu fasistamálgagni, sem nú helzt leitar þangað, sem það á argasta aftui’halds von. „Þjóðólfur“, hitt aðalaftur- haldsmálgagnið, fer enn þá opn- ar í sakirnar. Það skáldar sjálft upp einskonar þjóðfylkingar- stjórn úr öllum flokkum, og seg- ir að slík stjórn myndi berjast gegn Bandapiönnum og Jió ein- kum Bandaríkjamönnum! Svo ófyrirleitið er þetta gamla naz- • istamálgagn, svo gersamlega berar það sig strax að þjónustu við erlent afturhald, ef það eygir það í óra fjarlægð, að það hikar ekki við að ákæra hvers- konar samfylkingu, sem mynd- ast kynni með þjóðinni, — bara ef verkalýðurinn er með í henni, — fyrir húsbændunum, sem þetta hundflata kvikindi ætlar að koma sér í mjúkinn hjá, — sem fjandsamlega Bandamönn- um og einkum Bandarikjunum. Meiningin er auðsæ hjá þessum . fimmtu herdeildarlýð: að reyna að framkv. slíka erlenda íhlut- un gagnvart þessháttar stjórn að nægja myndi til þess að gera slíkri stjórn ókleift að stjórna landinu! — Ritstjóri þessa aftur haidsblaðs átti að vera „eftir- litsmaðurinn“ með útvarpi Bandaríkjanna á íslenzku hér! Það vantar því ekkert á að afturhaldið í þessu landi, menn- irnir, sem mæna á erlenda íhlut- * un um stjórnarfar vort og hóta þjóðinni með henni (eins og Vís- ir), stefni markvíst að sínu marki: því að brjóta .verkalýðs- hreyfinguna á bak aftur og á- kalla erlenda aðstoð til þess að eyðileggja hverja þá stjórnar- samvinnu, sem verkalýðshreyf- ingin kæmi hér á. Þaö er nauösynlegt aö hver verkalýðssinni, hver sósíalisti, hvier íslendingur íhugi aö hverju þessir afturhaldsseggir stefna og geri sér ljóst hvaö gera "þarf til þess aö afstýra hættunni, sem þeir leiöa yfir þjóöina. Þessir menn eru aö leika sama leikinn og Gissur jarl eöa Sturla Sighviatsson foröum — og svo óskamm- feilnir gerast þeir, aö óttist þeir aö islendingar mirni sjálf ir rísa upp til þess aö ti'yggja aö þeim ljóta leik sé hætt, þá hrópa þeir til þess valds„ er þeir vona aö nú feti í fótspor Hákonar gamla, um íhlutun. Sösíalistaflokkurinn lagöi á þaö áherzlu í stjórnmálasam- þykkt sinni á síðasta þingi aö verkalý'öurinn geröi sér ljósc aö þaö væri „hlutverk hans aö' standa vörö um sjálfstæöi landsins og vera í fararbroddi í baráttunni fyrir sköpun hins nýja þjóöfélags aö styrjöld- inni lokinni“. Slíkt voru ekki tóm orö. Áróöui* afturhaldsins sannar þaö bezt, aö það eru ekki aö- eins réttindi og hagsmunir verkalýösins, sem eru í hættu fyrir árásum þess, heldur er lýðræöi og þingræöi, — sem alltaf liggur xmdir rógi þess. — og sjálft sjálfstæði þjóö'ar- innar í hættu fyrir þessu óöa afturhaldi, sem auðsjáanlega ætlar ekki að leggja á sig neinar hömlur í hatursfullri baráttu sinni vi'ö alþý'öuna. , Framhald á 4. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.