Þjóðviljinn - 24.03.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.03.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN NÝJA Bló Klaufskir kúrekar (Ride ‘em Cowboy) með skopleikurunum RUD ABBOTT og LOU COSTELLO. Barnasýning kl. 3 SAMA MYND Aðgm. seldir frá kl. 11 f. h. TJABNASBtÓ 4 Vinarævintýri (Jeannie) Eftir leikriti A. Stuarts MICHAELREDGRAVE BARBARA MULLEN Kl. 5 — 7 — 9 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. ,Fagurt er á VJöllum* Skopleikur í þremur þáttum staðfærður af EMIL THORODÐSEN. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag. Næsta sýning annað kvöld. Aðgöngumiðasala hefst kl. 4 í dag. thhhhhhhihhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh M limsfiia 01 il níla bMOar Mr tll MI latiaitlrOI í byrjun þessa mánaðar opnuðu þeir Magnús Kjartansson og Sveinn Magnússon, málarameistarar í Hafnarfirði, nýja vinnu- stofu til þess að mála bifreiðar. Hafa þeir fengið nýjar amerískar vélar og mun þetta vera eina hérlenda vinnustofan í þessari iðngrein, auk þeirrar sem Egill Villijálmsson hefur rekið ásamt bifreiðaviðgerðum sínum. Úrborglnnt. Næturlæknir: Axel Blöndal, Eiríks t'ötu 31, sími 3951. Næturvörður í Ingólfsapóteki. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Fag- urt er á fjöllum í kvöld og annað kvöld. Útvarpið í dag. 18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur. 19,00 Þýzkukennsla, 1. flokkur. 20.30 Kvöldvaka: a) Ólafur Jóh. Sigurðsson rit- höfundur flytur smásögu: „Musteri Salómons". b) 21,05 Skarphéðinn Njálsson stud. mag. flytur frásögu: Yzta annesið (Melrakka- slétta). c) 21,30 „Kling-klang“-kartett- inn syngur. Hámarksðlagning Lands- smiðjunnar 0 vinnu og ,efni ákveðin 40% í dag lagði ríkisstjórnin fyrir Landssmiðjuna að Igekka gjald- skrá sína þannig, að ekki verði framvegis lagt meira en 40% á neina vinnu, sem Landssmiðjan leggur fil, né á neitt efni, sem hún selur eða notar til þeirra verka, sem hún tekur að sér að vinna. Lœknablaöið, 6.—7. tölublað 28. árgangur er nýkomið út. Efni: Framtíðarskipulag sjúkra- trygginga, eftir Jóhann Sæ- mundsson, Um inflúensu, eftir Björn Sigurðsson, Ðoktorsrit- gerð, eftir Ó. Hjaltested, út- dráttur gerður af höfundi, Minn ingarorð um Jón Jónsson fyrr- verandi héraðslækni, eftir Jónas Sveinsson og ýmislegt fleira. Þýzku nazistayf irvöld- in í Tjekkoslovakíu hrædd um sig Fjöldi menntamanna hand- tekinn.. Frá því í nóvember í haust hafa yfir 1000 Tékkar veriö fangelsaðir fyrir að hlusta á út- varp á tékknesku frá London. Undanfarið hafa það einkum verið vísindamenn, kennarar, rithöfundar, blaðamenn, lög- frœðingar og lœknar. Voru þeir sendir beint í fangabúðir. íbúarnir í Tékkóslóvakíu telja þessar handtökur merki þess, að þýzku nazistayfirvöldin séu orð- in uggandi um sinn hag. Þjóð- verjar eru sjálfir farnir að láta í ljós efa um sigur. Tékkneskir húseigendur kvarta yfir því, að þýzkir leigjendur, nazistaem- bættismenn séu hættir að borga húsaleigu, og hafi margir hverjir látið búa um farangur sinn svo að þeir geti horfið heim til þýzkalands fyrirvaralausí. ' Vinnustofa þessi er í nýju húsi, sem þeir hafa byggt við Lækjargötu í Hafnarfirði. Gólf- rými vinnustofunnar er 148 fermetrar, auk þess er viðbygg- ing, þar sem þeir geyma máln- ingarbirgðir. Eins og er geta þeir tekið inn í vinnustofuna 8—9 5-manna bíla í einu, en fleiri þegar þeir Kona verðav fyrír bífreíd od slasasf í gær, kl. rúmlega 3varð kona fyrir bifreiðinni R 1389 á Hafnarfjarðarveginum. Féll hún á götuna, misti meðvitund, rif- beinsbrotnaði og marðist nokk- uð. Bílstjórinn skýrði lögreglunni svo frá þessum atburði, að hann hafi verið á leið til Hafnarf jarð- ar og þegar hann hafi komið móts við skúrinn, er stendur við veginn heim að Kópavogs- hælinu, hafi honan hlaupið út á veginn. Varð hún fyrir hægra horni bifreiðarinnar og féll í götuna. Hann kvaðst hafa getað stöðvað bifreiðina, þegar hann var kominn hálfa bíllengd fram hjá henni. Lá hún þá á miðri götunni, en bifreið hans var þá úti á vegbrún. Kona þessi heitir Sigriður Snæbjörnsdóttir, til heimilis á Hverfisgötu 55 Hafnarfirði. — Var hún flutt á Landspítalann og gert að meiðslum hennar. hafa fengið tæki til að færa þá til með. Þeir hafa fengið ný .amerísk tæki til slípunar og sprautunar og geta haft 4 sprautur í gangi í einu. Vélarnar eru allar raf- knúnar. Vinnustofan er hituð upp með rafofnum, sem dæla heitu lofti um herbergið. Ennfremur eru rafmagnsventlar til að endur- nýja loftið inni í vinnustofunni. Vinnustofan er mjög björt og vistleg, gluggar á öllum veggj um, samtals 14, svo hvergi ber skugga á, eins og vera ber í vinnustofu málara. Ljósastæði eru 12, auk hreyfanlegra ljósa.— Lofthæð vinnustofunnar er 3 metrár. Húsið er klætt asbestplötum utan og innan og stoppað á milli. Lóðin, sem húsið er reist á er nægilega stór til þess að hægt er að stækka það fyllilega um helm ing, þegar þörf krefur. Þeir kváðust vera vel birgir með málningarefni og eftirspurn eftir málun var mjög mikil þegar fyrstu dagana. Þjóðfylfaíný getfn affurhaldínu Fr*mh. af 3. aíðu. Það er því tími til kominn að' ályktun Alþýóusambands- þingsins sé framkvæmd, a'ð sú þjóöfylking, sem þar er bent á, sé sköpuð. Öll samtök fjöldans, allir hugsandi menn hvar í flokki, seni þeir standa. eiga að taka höndum saman um að hrinda þessu máli í framkvæmd. $SS38S38S38S38S38S3SS38Si8Si8S38S38S38S38S38S38S38S38S38S38Si8S38S38S38^ DREKAKYN 1 Elto Peari B«ck 28$ Og einn góðan veðurdag tók hún nokkra fiska sem hún 50C hafði veitt og fór með þá til húss þess, sem Vú Líen bjó ^ ’ undir því yfirskyni að hún yrði að koma þeim til óvin- ^ anna, þar eð öllum öðrum væri bannað að borða fisk. Þeg- jar þangað kom, sagði hún hermanninum, sem gætti hliðs- ins, til nafns síns og hann hleypti henni inn og loks tókst henni að komast allt til Vú Líens sjálfs sem náinn ættingi konu hans. Hann heilsaði henni með kurteisi eins og hann heilsaði öllum og sendi eftir konu sinni og síðan sagði hún þeim báð- um frá Ling Tan og sonum hans og lét sem hin forna vin- átta væri óskert. Bræðrum þínum líður vel, sagði hún við konu Vú Líens. Eg sá miðbróðurinn fyrir fáum dögum. Miðbróðurinn, hrópaði hin, og er hann hér? Já, og Jada einnig og þau eiga elskulegt barn. En þó vildi ég ekki að ég ætti það, barnið það, því að það er auð- séð að það verður ekki langlíft. Dauðinn er í augnabrún- um þess, er ég vön að segja, þegar ég sé það. Hún andvarpaði og leit upp og tók eftir augnaráðinu, sem Vú Líen og kona hans sendu hvort öðru í laumi. Síðan héit hún áfram: Og hinum bræðrum þínum líður líka vel, frænka, sagði hún, og ég sé þá stundum, þegar þeir koma heim úr fjöllunum. Búa þeir í fjöllunum? æpti elzta dóttir Ling Tans. 28$ Já, þeir eru þar núna, sagði frænka konunnar. Hún velti 28$ því fyrir sér, hvort hún ætti að segja þeim frá jarðhýsinu 28$ undir húsi Ling Tans og hvernig skæruliðarnir færu til árása úr því virki. En eftir nokkra umhugsun afréð hún 28$ að gera það ekki. Það er ekki rétt af mér að segja alla hluti undir eins, hugsaði hún. Það er gott að eiga eitthvað upp 28$ á að hlaupa, ef ég skyldi þurfa á því að halda. Svo brosti hún og andvarpaði síðan og sagði: Þið hafið vafalaust heyrt 28$ að sonur minn er dáinn. Já, óvinurinn réðist á hann og 28$ felldi hann. Og það þótt hann gerði ekkert illt af sér. Hann 28$ kom aðeins forvitnisferð til borgarinnar og var vopnlaus. 28$ Eg segi alltaf að hann hefði ekkert farið ef faðir hans hefði 2S$ ekki komið þessari flugu inn h'já honum. Já, og þegar ég sé 28í Jadu, þá veit ég að öll okkar armæða er frá þeim degi, 2$$ þegar faðir þinn keypti Jadu frá syni okkar. Við höfum 28i misst allt af því að við erum fátæk. En svona er það að 28$ vera fátækur. Hún þerraði augun og Vú Líén hóstaði og 28$ reyndi að hugga hana. 28$ Líður föður sonar þíns vel? spurði hann. 28$ Hvernig ætti honum að líða vel, þegar við höfum ekki 28$ nóg að borða? svaraði frænka konunnar. Og nú skaut upp 28$ í hennar sljóva heila hugsun, sem átti rót sína að rekja 28$ til innýflanna. Hún snéri sér að Vú Líen og augu hennar 28$ voru allt í einu orðin skraufþurr. 28$ Vú Líen, þú ert sannarlega góður maður, sagði hún. Eg ^ sé aldrei slétt andlit þitt svo, að ég sjái ekki gæzkuna skína ££ úr því. Enginn verður heldur eins feitur og þú, nema hann 28$ hafi gott hjarta og gallalausa lifur. Getur þú ekki útveg- 28$ að bónda mínum einhverja ómerkilega atvinnu innan þess- 28$ ara veggja, svo að við gætum treint fram lífið? m Hún leit í kringum sig á meðan hún talaði og hugsaði cS um hve dásamlegt það væri að búa hér í fullkomnu öryggi. íxí Þarna voru hægindastólar til að sitja í og rúm voru áreið- 68 anlega eins góð, gnægð matar og hvern varðaði um hvaða stjórnendur borguðu? rxí En ætli faðir minn vilji sleppa honum? spurði kona Vú œ Líens. Hann er reiður við okkur og ætli hann verði ekki íg reiður, ef frændi hans flytur hingað til okkar? ílí Ekkert gramdist konu frændans jafnmikið og þetta. Eftir S* öllum rétti átti maður hennar að hafa meiri völd í þorpinu! ^ heldur en Ling Tan, því að hann var eldri, en enginn virt-f ist muna það og Ling Tan hafði tekið hans sæti sem höfð-l ingi ættarinnar. Fi-ændinn var lítill og veimiltítulegurj skrækróma með geitarskegg og titraði þegar hann talaði. Faðir þinn ætti ekki að skipta sér af því hvað við gerum, ^ sagði kona frændans. Og maðurinn minn hugsar alltaf 28$ eins og eg og fyrst og fremst verðum við að hugsa um að ^ fá eitthvað að borða. Hver sér okkur fyrir mat, ef við ger- ^ um það ekki sjálf? Hún var komin á fremsta hlunn með 28$ að segja þeim að Ling Tan hefði falið helming uþpskerunn- ar og hann hefði sagt þeim að drepa grísina og alifuglana og salta niður kjötið, en hún hætti við, því að hún hafði 5» líka farið eftir þcssum ráðum og hvað yrði sagt ef þetta 28$ kæmist upp? En Vú Líen hafði hugsað á meðan hún lét dæluna ganga ^ og tók nú til máls. Það vcrður bezt að hjálpa-ykkur, ef þið verðið kyrr í þorpinu. Þið komið hingað annað veifið og við gefum ykkur mat og peninga og annað, sem þið kunnið 38SI8S38S38S38S38S38S38S38S38(18ESSS38S38S38S38S3$S38S38S33S38S38S38S38S

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.