Þjóðviljinn - 25.03.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.03.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Fimmtudagur 25. marz 1943. 68. tölublað. m nedni tii M sflMn Harðír bardagar halda áfrant á Marefhsvaedinu Hersveitir Rommels hafa náð flestum þeim virkjum í Mareth- vamarlínunni, sem áttundi brezki herinn tók í fyrstu sóknar- lirotunni. Churchill forsætisráðherra Breta flutti þessa fregn í neðri málstofu brezka þingsins í gær. Fasistaherirnir hófu þessar gagnárásir í fyrrinótt, og urðu Bretar að láta undan síga. Harðir bardagar halda áfram og liafa Bretar tekið um 2000 fanga síðan sóknin hófst. Norskur kafbátur ferst. Norska flotastjómin tilkynnti í gær að norski kafbáturinn UREDD mundi hafa farizt, þar eð hann hafi ekki komið til stöðvar sinnar. Churchill sagði að mikið vant- aði á á bardagarnir í Túnis væru komnir á hástig, og mætti gera ráð fyrir mjög harðri og erfiðri baráttu. Hann varaði við trú á skjótan sigur, en kvaðst sann- færðari en nokkru sinni fyrr um endanleg úrslit. Fasistar hafa sent vélaher- sveit gegn Bandaríkjahernum í Mið-Túnis. Var barizt ákaft á þeim vígstöðvum' í gær. Banda- ríkjamenn hrundu árásum fas- ista, eyðilögðu 10 skriðdreka og tóku 200 fanga. Loíther Bandamanna heldur enn uppi látlausum árásum á herstöðvar fasista í Túnis. í Norður-Túnis halda bardag- ar áfram, og tók fyrsti brezki herinn í gær smábæ á vígstöðv- unum vestur af Bizerta. Ekki er þó um stórbadaga að ræða á þessum slóðum. Samþykkt Félags ísl. leikara: Morii sé öerí Meitl ai helga sig lisl sioni lisliipflr Skorað á þing og stjón að undirbúa starfsemi Þjóð- leikhússins með stofnun leikflokks er hafi leiklist að aðalstarfi Aðalfundur Félags íslenzkra leikara var haldinn 20. þ. m. í stjórn voru kosnir: formaður Þorsteinn Ö. Stephensen, ritari: Haraldur Björnsson, gjaldkeri: Lárus Pálsson. í fulltrúaráð kaus félagið framantalda menn og auk þeirra Arndísi Björnsdóttur og Val Gíslason. Aðalfundurinn samþykkti einróma eftirfarandi ályktun um undirbúning að starfsemi Þjóðleikhússins. „Félag íslenzkra leikara“ lýsir ánægju sinni yfir þeiri ákvörðun Alþingis, að veita ríkisstjórn- inni, á íjárlögum fyrir árið lí}43, heimild til þess að íullgera þjóðleikhúsið, sérstaklega þegar Kosníngarnar í Danmörku csígur fyrir nazísmann íhaldsfloKkurinn vann mest á Kosningar fóru fram í Danmörku í fyrradag, og kusu 91% þeirra sem á kjörská voru. Við síðustu kosningar, er fram fóru 1939, var kosningaþáttakan 79,2%. Flokkaskiptingin á þingi breytist lítið, en í'haldsflokkurinn hefur unnið mest á hlut- fallslega. Kommúnistaflokkur Danmerkur fékk ekki að taka þátt í kosningunum, en hann var bannaður sem kunnugt er þvert ofan í stjórnarskrána, eftir fyrirmælum frá nazistastjórninni þýzkú. Urslitin urðu sem hér segir: Sósíaldemókratar 894777 at- kv., 66 þm. Vann 22% og 2 þm. RadikaJi-flokkurinn 175025 at- kv., 13 þm. Vann 8%, tap. 1 þm. íhaldsflokkurinn 421069 atkv. 31. þm. Vann 407' og 5 þm. Vinstriflokkurinn 376413 atkv. 28 þm. Vann 307", tap 2 þm. Retsforbundet 31085 atkv., 2 þm., tap 1 þm. Bændaflökkur 24701 atkv. 2 þm., tap 2 þm. Nazistar 43263 atkv., 2 þm. tap 1 þm. Dansk Samling 42252 atkv. 3 þm., hafði engan áður. Stjó'rnmálamenn í London télja að kosningaúrslitin séu ó- rækur vottur um hug þjóðarinn ar til nazismans,' þar sem nazist- ar og þeir sem þá styðja hafa aðeins fengið örfá þingsæti. þess er gætt, að Alþingi hefur fullan hug á því, að heimild þessi verði notuð nú' þegar, — samanber eftirfarandi þingsá- lyktunartillögu, sem nú liggur fyrir þinginu og sem samþykkt hefur verið við fyrstu umræðu á Alþingi. Hún hljóðar svo: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því, að þjóðleikhúsið verði rýmt þegar í stað, og að því búnu hafnar framkvæmdir á fullnað- arsmíði hússins“. Greinargerð, fyrir þessari til- lögu, sem er borin fram af níu þingmönnum úr öllum flokkum, hljóðar þannig: „Þjóðleikhúsið hefur nú stað ið ófullgert í tólf ár, og verið notað síðustu árin sem vöru- geymsla erlenda setuliðsins. Samtímis er svo ástatt, að leik- listarstarfsemi í Reykjavík á engin skilyrði til þroska vegna skorts á húsnæði. Slíkt ástand er með öllu óþolandi lengur, og telja flutningsmenn þessarar tillögu því fulla ástæðu til, að þing og stjórn skerist í leikinn og beiti sér fyrir því, að þjóð- leikhúsið fáist rýmt, svo að hægt sé að ljúka til fulls smíði þess, og að það geti tekið til starfa FnamhaM á 4. síðu. Sovcfsöf nunín; SOhniflii neniir ní 77 isa,4i hr. 1000 sterlingspund verfla í dag send til formanns brezka verkamannasambandsins í gær hafði safnazt til styrktar Rauða kross Sovétríkjanna sem hér segir: f Reykjavík ...................... 56 627,41 kr. Á Akureyri ....................... 11 200,00 — Á Siglufirði ..................... 3 500,00 — í Borgarnesi ..................... 3 000,00 — Á Sauðarkróki .................... 1319,00 — Á Hólmavík ......................... 727,00 — Á Svalbarðströnd ................... 580,00 — í Bæjarhreppi, Strandasýslu ........ 200,00 — Samtals 77 153,41 kr. Meðal þeirra upphæða sem safnast hafa eru eftirfarandi: Verkamenn hjá Ríkisskip ...................... kr. 710.00 Vegavinnuflokkur ............................... — 390.00 Starfsfólk í Vinnufatagerð íslands ............. — 655.00 Starfsfólk í sælgætisverksm. Víkingur .......... — 78.00 Starfsfólk í Belgjagerðinni .................... — 80.00 Starfsfólk í Toledó ........................... — 72.00 Starfsfólk Ríkisútvarpsins ..................... — 500.00 Verkamenn hjá hafnargerð Reykjavíkur .......... — 445.00 Verkamenn hjá Kol & Salt...................... — 265.00 Verkamenn í Pípuverksmiðjunni .................. — 1115.00 28 alþingismenn ................................ — 5300.00 Starfsfólk í Lakk- og málningarverksm. „Harpa“. — 110.00 Starfsfólk Kron ............................... — 995.00 Vinnuflokkur hjá Eimskip ..................... — 155.00 Vinnuflokkur hjá Eimskip .............*........ — 205.00 Vinnuflokkur hjá setuliðinu á Lauganesi ........ — 720.00 Vinnuflokkur hjá setuliðinu í flugvellinum....... — 635.00 Frá meðlimum í starfsstúlknafél. „Sókn“ ........ — 265.00 Frá lögreglunni 1 Reykjavík .................. — 935.00 Frá rafvirkjum................................ — 1010.00 Þessi verklýðsfélög hafa lagt fram eftirtaldar upphæðir til að standast kostnað við söfnunina: Verkamannafélagið Dagsbrún, Reykjavík.......... kr. 1000.00 Múrarafélag Reykjavíkur ...................... — 500.00 Bókbindarafélag Reykjavíkur .................,.... — 100.00 Verkalýðsfélag Hólmavíkur ...................... — 150.00 Sveinafélag skipasmiða, Reykjavík .............. — 300.00 Búið er að senda andvirði 1000 sterlingspunda til forseta brezka verkamannasambandsins og verður andvirði annarra þúsunda punda sent í dag. Landsbankinn hefur góðfúslega lækkað yfirfærslugjald fyrir söfnunarféð um helming. Tekið er á móti fé til söfnunarinnar á skrifstofu Dagsbrúnar, í Bókabúð Máls og Menningar, á afgreiðslu Tímans og Þjóð- viljans. Rauða hernum verður vel ágengt í sókninni á miðvígstöðvunum Rauði herinn hefur brotizt gegnum varnarllínu Þjóðverja á vígstöðvunum norðaustur af Smolensk, og sækiir fram til suðurs. Sovétherinn sem sækir fram til Jartsevo veirður vel ágengt og er nú barizt í 30 km. fjarlægð frá þeim bæ„ en það er aðal- varnarstöð Þjóðverja á járnbrautinni milli Vjas ma og Smolensk. Á Kúbanvígstöðvunum hefur rauði herinn tekið bæ einn á járnbrautinni frá Krasnodar 35 knt. norðaustur af Novoroösisk. Á Donetsvíf jstöðvunum hafa Þjóðverjar gert staðbundnar árásir við B jelgorod, og var þéim hrundið., Niu þýzkir skrið- drekar voru eyðilagðir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.