Þjóðviljinn - 25.03.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.03.1943, Blaðsíða 3
R Fimmtudagiir 25. marz Í943 . PggÐVlLJlNII ÚtfararkostnaOur í Rvík er óhæfilega hár Bsjarfélagíð þarf að taba jjarðarfatír i sínar hendur Útfarartryggíngar og kyggtng bálstofu þlÓMMIMI .J Ötgefandi: SameiniBgarfloklur alþdfl? Sósíalistafiekkuriois . Ritstjórar: Einar Olgeirssen ’(ik.) Sigfús Sigurhjartarsnn Rítstjóm: Gar8a»traeti 17 — Vikiugsprent Sími 2270. \ígreiðsla og auglýsingr akrif- stefa, Austurstræti 12 (1. hsatf) Sími 2184. Víkingsprent h. f. Garðarstrœti 17 Affurhaldíd Þegar mannkynið þjáist mest dreymir það mesta framtíðar- draumana. Þess vegna, meðal annars, hafa jafnvel styrjaldir og áþján oft verið forboðar betri tíma. Þær eru ófáar styrjaldirnar, sem hafa endað með því, að hin kúgaða stétt hefur hrist klafann og séð að hún var voldug og sterk. Styi’jaldir, sem þannig hafa endað hafa leitt til meiri jafnaðar og betri kjara fyrir hinar snauðustu stéttir, yfirstétt irnar hafa orðið að fórna meiru eða minna af íorréttindum sín- um. Það er öllum hugsandi mönn- um ljóst að í lok þeirrar styrjald ar, sem nú geysar, munu hinar kúguðu stéttir hrista klafann og finna til máttar síns, ef til vill fremur en nokkru sinni fyrr. Hinum borgaralegu flokkum allra landa er þetta ljóst, en af- staða einstaklinganna, sem flokka þessa mynda, til þessarar staðreyndar er ólík, þeir skiptast eftir aðstöðu sinni svo greinlega sem verða má í afturhaldssama menn og frjálshuga menn. Hinir frjálslyndu menn borg- araflokkanna vilja mæta kröf- um undirstéttanna á miðri leið, þeir vilja láta eitthvað af sínum forréttindum, til þess að jafna kjörin, bæta aðstöðu hinna snauðustu- svo friður og jafn- vægi geti haldizt í þjóðfélaginu. Hinir afturhaldssömu sjá hins vegar ekkert annað en sinn eig- in hag, þeir vilja ekkert láta af fé sínu né forréttindum, þeir vilja berjast með hnúum og hnefum gegn hverri kröfu um kjarabætur til handa hinum snauðustu. Slíkir menn hafa ver- ið hyrningarsteinar nazista- flokka allra landa, án slíkra manna væri enginn nazismi til. Það er augljóst, að verkalýðs hreyfingin og sósíalistar hljóta, á tímum eins og þeim, sem nú standa ,yfir, að eiga vinsamlegt samstarf við hin írjálslyndu öfl borgaraflokkanna. Þetta er sósí- alistum ljóst og þetta virðist einnig vera ljóst hinum vitrustu og beztu mönnum borgaraflokk- anna. Ef til vill hefur þessi skipting borgarafl. hvergi komið berara fram en í Englandi. Chamberlain og liðsmenn hans eru einhverjir öflugustu liðsmenn afturhalds- ins utan nazistalandanna. Chur- chill er hinsvegar fulltrúi hinna frjálslyndari. Hér heima á íslandi skýtur aft urhaldið upp kollinum í öllum borgaraflokkunum. Höfuðfull- Um 350—400 jarðarfarir munu eiga sér stað hér í Reykjavík á hverju ári. Mun nú engin sá virkur dagur líða, án þess að einn eða fleiri menn séu jarð- settir. Það er ætlunin með þessari grein, að ræða um allt það dæmalausa smekkleysi sem ein- kennir útfarirnar nú til dags. Útfararsiðir þeir, sem hér eru í tízku, munu víst ekki eiga sinn líka í nokkuru mennigarlandi. Það er búið að eyðileggja allan þann virðuleik og hátíðleik, sem ætti að auðkenna þessar at- hafnir, með ósmekklegu auglýs- ingaskrumi. Er engu líkara, en leitast sé við að gera jarðarfarir eins áberandi og frekast er kost- ur. Auglýsingar eru birtar marg sinnis í mörgum blöðum og út- varpi, heil fylking af bílum alla leið suður í Fossvog o. s. frv. — Sem betur fer er nú búið að leggja niður þann hvimleiða ó- sið, að útvarpa kirkjuathöfn við útfarir. En allt þetta tildur, sem er samfara ríkjandi útfararsiðum, hefur eðlilega í för með sér ó- hemju kostnað fyrir þá^ sem koma þurfa látnum ástvinum sínum til moldar og er það sú hlið málsins, sem rædd skal hér. Kostnaður við jarðarfarir tals- vert á aðra millj. kr. árlega. Það eru ekki fáir útgjaldaliðir, sem jarðarför hefur í för með sér. Kista, líkvagn. ökumenn, umsjón, söngúr, orgelspil, lík- menn, gröf, legkaup, hring- ing (!), kistudúkur, skreyting á kistu, skreyting í kirkju, blóm, prestvei'k, erfiljóð, auglýsingar í blöðum og útvarpi, bílar í Foss- vog, ljós í kirkju (!), þakkar- kort, steypa kringum grafreit, legsteinn eða plata með áletrun, ! trúar þess eru Jónas Jónsson, Kristján Guðlaugsson og aðrir þeir, sem að Vísi standa, Þjóð- ólfsmenn og svo óði maðurinn við Alþýðublaðið. Þessi aftur- haldsfylking berst hatramlega fyrir því að yfirstéttin láti ekk- ert af forréttindum sínum, hún vill koma í veg fyrir að draum- ar alþýðunnar um betri tíma rætist, henni er ljóst, að til þess að fá þessu framgengt verður hún að koma í veg fyrir allt eðli legt samstarf sósíalista og hinna frjálslyndu afla í borgaraflokk- unum, þess vegna er allt þeirra taumlausta Göbbels-þrugl um kommúnistahættu. En tímarnir kref jast samstarfs allra þeirra, sem vilja að bjart- arj. og betri tímar renni upp að stríðinu loknu, tímar almennrar hagsældar og meiri jafnaðar en nú er. Tímarnir krefjast þess að afturhaldið verði sett á sinn stað, að því verði þokað úr vegi framfaranna eins og gert hefur verið að mestu við Chamberlain- klíkuna brezku. aukagjald fyrir legkaup vegna steypu um reitinn (!), og ýms annar kostnaður. Og flestir þessir liðir koma til greina, þótt um- mjög íburðar- lausa útför sé að ræða. Eins og um mörg önnur vel- ferðarmál almennings, hefur hinn mikli áhugamaður, dr. Gunnlaugur Claessen, einnig lát ið þessi mál til sín taka með erindum og blaðaskrifum og bent á óhæfu þá sem ríkti í út- fararsiðum hér. Björn Ólafsson stórkaupm. flutti um þessi mál Sjá allir í hvílíkt óefni mál þessi eru komin hér. Um hitt þarf ekki að orðlengja hversu illviðráðanleg byrði þessi kostn- aður hlýtur að vera fátæku fólki, sem hefur orðið fyrir missi ástvina sinna. En hversu fátækt sem fólkið er, reynir það þó að gera útför hinna látnu „sóma- samlega“ og forðast í lengstu lög að leita aðstoðar hins opin- bera í þeim efnum. Hér þarf því skjótra aðgerða við. Til þess að leysa þessi mál, liggja beinast fyrir þrjár leiðir, sem allar ætti að fara í senn. Þrjár leiðir, 1. Bæjarfélagið taki í sínar hendur allar jarðarfarir og selji þær við kostnaðarverði. Nú er þessi atvinnugrein rekin af tveimur fyrirtækjum hér í bæn- um. — Væri ábyggilega unnt með þessu móti að lækka útfar- arkostnaðinn mjög verulega. 2. Komið verði á útfarartrygg- ingum. Framkvæmd þessara trygginga gæti auðveldlega ver- ið í höndum sjúkrasamlaganna. Slíkar tryggingar eru fyrir löngu komnar á í flestum ná- grannalöndum okkar. Fyrir stríð voru t. d. í Danmörku iðgjöldin fyrir 35 ára gamlan mann 5 kr. á ári í 20 ár. Nefnd súr sem nú vinnur að endurskoðun trygg- ingarlöggjafarinnar ætti að bera fram tillögur í þessu efni. 3. Hraðað verði byggingu bál- stofu. Mál þetta er nú í höndum nokkurra áhugamanna, er stofn- að hafa Bálfarafélag íslands, en því miðar of seint áfram. Bygg- ing bálstofu mundi lækka útfar- einnig greinargott erindi í út- útvarp fyrir nokkrum árum og taldist honum útfararkostnaður fyrir stríð hafa numið 800 krón- um. Nú mun þessi kostnaður vera orðinn um 2500 krónur fyrir íburðarlausa jarðarför. En á fimmta þúsund, ef steypt er kringum grafreit, sem nú tíðkast orðið almennt. Hefi ég kynnt mér nokkra reikninga í sam- bandi við jarðarfarir og mun þessi kostnáður skiptast því sem næst svona: arkostnað mikið, auk þess menn ingarauka sem bygging hennar hefði í för með sér fyrir bæjar- félagið. Nokkrir ruglaðir anda- trúarmenn hafa reynt að and- æfa þessu máli, en eðlilega lít- inn hljómgrunn fengið fyrir skoðanir sínar í sambandi við þetta mál. Það kostar ekki mikið átak að koma útfararmálunum í viðun- anlegt horf. Leiðirnar til þess liggja í augum uppi og ættu all- ir að geta orðið sammála um þær. H. Ný fðt fyrir gömul Látið oss hreinsa og pressa föt yðar í okkar fullkomnu og nýtízku vélum og þau fá sinn upprunalega blæ. EFNALAUGIN TÝR FLJÓT AFGREIÐSLA. Týsgötu 1, sími 2491. Aðalfundur Barnavina- félagslns Sumargjafar verður haldinn í Oddfellow- húsinu (uppi) summdaginn 28. marz kl. 3,30. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNlN Áskriftarsími Þjóðviljans er 2184. Bæfarpósíur Framhaid af 2. síöu. ómalbikuðu götunum, þótt þeim göt um sé haldið hreiúum, sem hreinar geta verið. Tímanum brá þegar hann leit í spegilinn Þjóðviljinn sýndi Tímanum litla spegilmynd af Framsóknarflokknúm hérna á dögunum. Þar fékk Tímínn meðal annars að sjá mynd af því, þegar formaður Framsóknarflokks- ins lagði til, og mælti fyrir tillögunni í Tímanum, að þeir sem fengju fram færslustyrk skyldu ganga í sérstök- um einkenningisbúningi. Timanum hefur orðið svo bylt við að sjá þessa mynd, að hann reynir að telja sjálf- um sér trú um, að þetta sé missýn- ing, Framsóknarflokkurinn haíi að- eins ætlað að koma upp saumastofu er tryggði þurfamönnum vönduð og skjólgóð föt. En því miður er þetta engin missýning, Framsóknarmenn lögðu til að „þurfamenn“ bæru ein- kenningsbúning, svo þeir væru auð- þekktir frá „fínum mönnum“ hvar sem þeir færu. Þeir vita Framsóknarmenn: „Að mikið er skraddarans pund“. Gleymdu ekki Norðmönmira. Leggðu í þá Noregssöfnun, sem af- hendir féð strax og án skilyrða. — Ivauptu bókina „Níu systur". — Ágóðinn rennur til Norðmanna. Nú eru þeir ekki alveg ábyrgðarlausir Vísir segir í gær nokkur vísdóms orð um „ábyrgð“ kommúnista o. fl. Blaðinu farast þannig orð: .....En það ^sem allt strandar á, er að þjóðin hefur sýnt kommúnist- um of mikla tiltrú, en þeir þjóðinni of lítinn þegnskap er á reynir. Það eru þeir, sem gera Alþingi óstarf- hæft, og bera jafnframt ábyrgðina á öllu þvi öngþveiti, sem þegar hefur skapazt og skapast kann. Það undr- aði engan, er kommúnistar risu gegn viðreisnarstarfi stjórnarinnar og skoruðu á verkalýðssamtökin að beita sér gegn því, jafnvel áður en málið hafði verið reifað og skýrt á Alþingi til nokkurrar hlítar. Fjár- hagsnefnd hafði vart fengið frum- varpið til meðferðar, er Alþýðusam bandið gaf út áskorun sína til launa stéttanna, Þannig er allt starí komm únistanna, og sýnist því tími til kominn að þjóðin setji þeim úrslita kosti og þá svo eftirminnilega, að þessir menn skirrist við að efna til vandræða að nýju, jafn ósvikið og þeir hafa gert hingað til“. Svo mörg ern orð Vísis, má í því i sambandi segja að fyrr geti komm- únistar nú verið ábyrgir en að þeir séu ábyrgir fyrir öllu, sem aflaga fer og fara kann í ófyrirsjáanlegri íram- tíð. En víst er um það, að Vísir á einn skoðanabróður, hann heitir Göbbels. Kosníng Vínnu- míðlunarstjórnar Á síðasta fundi bæjarstjórnar voru kosnir í stjórn Vinnu- miðlunarskrifstofunnar þeir: Ragnar Lárusson og Arnfinn- ur Jónsson. — Til vara Soffía Ólafsdóttir og Eggert Þorbjarn- arson. 1. Kista ................................ kr. 1000.00 2. Kistulagning, söngur ................... — 50.00 3. Líkvagn, ökumenn, umsjón ................ — 150.00 4. Söngur, orgelspil, líkmenn .............. — 350.00 5. Kistudúkur, blóm í kirkju o. fl.......... — 120.00 6. Prestverk ............................... — 75.00 7. Bílar með líkfylgld í Fossvog ........... — 140.00 8. Auglýsingar ............................. — 200.00 9. Skreyting og ljós 1 kirkju............... — 150.00 10. Gröf, legkaup og hringing ............... — 170.00 11. Prentun erfiljóða og þakkarkort.......... — 150.00 Kr. 2555.00 Auk þess: 13. Steypa kringum grafreit ................. kr. 1600.00 14. Hækkun legkaups vegna steypu ............. — 60.00 Kr. 4215.00

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.