Þjóðviljinn - 26.03.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.03.1943, Blaðsíða 1
Föstudagur 26. marz 1943. 69. tölublaö. Pt ódvcrjum vcrdur ekkerf ágengtvíð Donefs Eauði herinn sem sækir fram á miðvígstöðvunmn nálgast bæ- ina Dúkovsína og Dorogobús. Virðist ekkert lát á sókninni enda þótt hún hafi staðið í þrjár vikur. Þjóðverjar verjast harðlega og virðast staðráðnir í að fórna miklu liði ef takast skyldi að hindra sókn sovéthersins fram til Smolensk. í miðnæturtilkynningunni frá Moskva segir að rauði herimi hafi í gær tekið fjölda þorpa á miðvígstöðvunum. Harðir bardagar eru háðir á Donetsvígstöðvunum, einkum í nánd við Tsúgúeff og Bjelgorod. Árásum Þjóðverja á þessum slóð um var hrundið. í fregn frá Moskva segir, að sovétflugvélar hafi á miðviku- daginn var eyðilagt 50 þýzka flutningabíla fulla af hermönn- um og hergögnum og 8 loftvarna fallbyssur og ennfremur sprengt hergagnageymslu í loft upp. Á Kúbanvígstöðvunum í Kákasus sækir rauði herinn fram þrátt fyrir mjög erfið veðurskil- yrði og hálfófœra vegi. Hardír bardagar á Marefthvig* sftödvunum Harðir bardagar eru háðir á Marethvígstöðvunum í Suður- Túnis, en í tilkynningum frá stöðvum Bandamanna segir að- eins, að stórskotalið beggja herj anna hafi mjög látið til sín taka. Á Gafsasvæðinu í Mið-Túnis hefur Bandaríkjaher hrundið hörðum árásum þýzkra vélaher- sveita. Barizt er í nánd við bæ- inn Maknassi. Loftvarnaæfingin í gærkvold Loftvarnaæfing sú, sem aug- lýst hafði verið að yrði í þessari viku, fór fram í gaer og hófst hún um kl. 21.15 og stóð í 1 klukkustund. Rafstraumurinn var tekinn af bænum meðan á æfingunni stóð. Að því er lögreglan tjáði blað- í gærkvöldi tókst æfingin yfirleitt vel og hlýddi fólk sæmi lega settum reglum. Þó munu hafa verið nokkur brögð að því, að fólk byrgði ekki nógu vel þau ljós er það hafði kveikt. . . Verndarenglarnir skáldsaga eftir Jóhannes ðr Kfitlum Loksins er hún komin út jfyrsta skáldsagan um hernám íslands. Það hafði einhvern veginn kvisazt, að Jóhannes úr Kötlum hefði skáldsögu í smíðum, sem fjallaði um hernámið og „á- standið“ svokallaða. — Menn biðu bókarinnar með óþreyju. Saga Emblu, íslenzku sveita- stúlkunnar, á eftir að verða mörgum minnisstæð. Svo mun og verða um Brynjólf bónda. Mána skáld og fleiri persónur sögunnar. Menn ættu að vara sig á því, að undanfarið hafa upplög ým- issa bóka reynzt of lítil, er því sennilegt að fyrsta bókin um þetta mjög umrædda efni þrjóti fyrr en varir. Útkoman verður því sú, að á þessu fyrsta stjigi hernaðarins við strendur Norður-Afríku hafa Bandamenn frekar grætt en tap- að og er þetta sama sagan og þá er hernaðurinn barst að strönd- um annarra stríðslanda. Þegar Þjóðverjar gerðu innrásina í Noreg hafði norska stjórnin um 8 milljón smálesta kaupskipa- flota. Svo að segja samstundis gengu |irír fjórðu hlutar hans í þjónusfu Bandamanna. Þegar Fræðslustarf Dagsbrúnar Fyrirlesturog kvikmynda sýning n. k. sunnudag Fyrirlestur verður fluttur á vegum fræðslunefndar Dagsbrúnar í Iðnó kl. 1.15 e.h. næstkomandi sunnudag. Fyrirlesturinn verður flutt- ur af Sverri Kristjánssyni sagnfræðingi. Ennfremur verður sýnd kvikmynd frá 1 maí s. 1. Öllum meðlimum verka- lýðssamtakanna er heimill aðgangur. — Aðgöngumiðar fást í skrifstofu Dagsbrúnar eftir kl. 1 í dag. lur fdnr M Tvœr telpur um fermingu hurfu af heimilum sínum hér í bœnum fyrir tveimur dögum. Hefur lögreglan leitað þeirra undanfarið, en þær voru ófundn ar seint í gærkvöld. — Hinsveg- ar hafði lögreglan góða von um að þær mundu koma í leitirnar. Þjóðverjar gerðu innrásina í Holland nam hollenzki kaup- skipaflotinn 2 millj. og 8 hundr- uð þúsund smálestum. Á einni nóttu komst yfirgnæfandi meiri hluti hans undan og gekk í lið með Bandamönnum, en aðeins 200 þúsund smálestir urðu eftir í höndum Þjóðverja. Árið 1941 þegar þýzkir kafbátar hófu árás ir sínar á kaupskip Bandaríkj- anna voru rúmlega 50 þýzk og í'tölsk skip kyrrsett í Bandaríkja Skipakostur Bandamanna vaxandi Churchill, forsætisráðheiTa Bréta lýsti yfir því á þingfundi í neðri málstofunni, að Bandamenn ættu nú meiri skipakost en þegar verst hefði gengið með varnir gegn kafbátahernaði Þjóð- verja, og færi skipakostur sameinuðu þjóðanna vaxandi. Nýlega hefur 31 franskt skip sameinazt flutningaskipaflota hinna Sameinuðu þjóða. Eru það 9 fyrverandi farþega flutninga- skip 22 meðalstórir og stórir tunduspillar. Með þessari viðbót við flutningaskipaflota Bandamanna er meira en bætt það skipa- tap sem þeir urðu fyrir í nóv. s. 1. við að skipa hér á land á hinni 1000 mílna strandlengju Norður-Afríku, segir í fregn frá New York. Blaðamannafélag' íslands skorar á utanríkismálanefnd: vraii n i i íiim Msfoii Bliiiiilllriiir séi sHmiir iio is- liislnr sindlsniflr Blaðamannafélag íslands hefur skrifað utanríkismálanefnd bréf, þar sem það skorar á nefndina að beita sér nú þegar fyrir því, að fréttastarfsemi og landkynningu verði komið í viðunan- legt horf. Þær endurbætur á fréttaþjónustunni, sem Blaðamannafélagið vill að komið sé á eru fyrst og fremst tvær. Að ráðinn verði sér- stakur fréttastarfsmaður við utanríkisráðuneytið og komið á fót fréttastofu í sambandi við ráðuneytið. Og í öðru lagi að ráð- in verði sérstakur blaðafulltrúi við íslenzkar sendisveitir er- lendis. Það verður ljóst af greinargerð Blaðamannafélagsins, að þess er brýn þörf, að þessum málum verði hrundið í framkvæmd. Bréf Blaðamannafélagsins, sem er undirskrifað af öllum meðlimum þess, er svohljóðandi: „Blaðamannafélag Islands leyfir sér hér með að beina þeirri áskorun til háttvirtrar utanríkismálanefndar, að hún flytji á alþingi því, er nú situr, áskorun á ríkisstjórnina um að eftirfarandi málefnum, varð- andi landkynningu og frétta- starfsemi út á við, verði hrund- ið í framkvæmd hið allra fyrsta: 1. Að ráðinn verði sérstakur starfsmaður við utanríkisráðu- neytið í Reykjavík, er annist miðlun allra opinberra frétta til innlendra og erlendra blaða, sem þess kynnu að óska, svo og til sendisveita og ræðismanna íslands erlendis. Stefnt sé að því, að komið verði á fót sér- stakri fréttastofu í sambandi við utanríkismálaráðuneytið, er hafi þessa starfsemi með hönd- um og svari fyrirspurnum þeirra, er til hennar leita, um land og þjóð almennt og um einstök málefni. Stofan gefi út tímarit um þau málefni, sem skýringa þurfa við á hverjum tíma, og beiti sér fyrir útgáfu annarra aðgengilegra upplýs- ingarita um land og þjóð. 2. Að skipaðir verði blaða- fulltrúar við íslenzku sendisveit- irnar erlendis. Blaðamannafélagið óskar að höfnum. Þar að auki hefur meiri hluti gríska kaupskipaflotans gengið í lið með Bandamönnum. Allur þessi skipakostur kom að ómetanlegu gagni meðan Banda menn voru að koma á laggirnar nýjum skipakvíum og að öðru leyti að búa sig undir gífurlega auknar skipasmíðar. En í dag eru 10 þús. smá- lesta „liberty“ skip framleidd með meiri hraða en nokkru sinni fyrr. Og eftir þriggja ára herferð þýzkra kafbáta eru fleiri skip í flutningaflota Banda- manna en nokkru sinni áður. láta eftirfarandi greinargerð fylgja þessari áskorun: Það er kunnara en frá þurfi að segja, að brýna napðsyn ber til þess, að fréttir þær, sem er- lend blöð flytja af íslendingh um, séu sem sannastar og rétt- astar. Á síðari árum hefur f jöldi erlendra blaðamanna heimsótt ísland, einkum síðan landið var hernumið, en flestir þeirra hafa haft stutta viðdvöl. Um suma þessa menn er það að segja, að ríkisstjórnin hefur haft nokkur afskipti af þeim, meðan þeir dvöldust hér. Má þar nefna dönsku blaðamennina, sem komu hingað í boði Blaða- mannafélagsins sumarið 1939, og ensku blaðamennina, sem voru hér um tíma sumarið 1941. Greinar þær, sem þessir menn skrifuðu um landið, voru skrif- aðar af fullri sanngirni og tals- verðri þekkingu. Hinsvegar má nefna, að amerískir blaðamenn dvöldust hér nokkra daga í á- gúst 1941 og höfðu eigi tal af ábyrgum blaðamönnum né öðr- um réttum hlutaðeigendum, en birtu greinar, sem voru íslandi beinlínis til hnjóðs og gáfu al- gerlega rangar hugmyndir um land og þjóð. Þó að aldrei verði fyrir það girt, að óvandaðir gífurtíðinda- menn beri héðan rangar sögur, þá mundi það eflaust bæta mjög úr þessu efni, ef allir erlendir blaðamenn, sem hingað koma, ættu aðgang að opinberri stofn- un, sem gæfi þeim sannar og réttar upplýsingar um hvert mál, sem ísland varðar. Hin bréflega fréttamiðlun stofunnar yrði þó enn mikilvæg- ari en skipti hennar við erlenda blaðamenn, er hingað koma. Er þá átt við bæði þær fréttir, sem miðla'ð er beint frá stofunni, og frá þeim íslenzku aðilum erlend- is, er hún sæi fyrir fréttum að staðaldri. Loks er íslenzku blöðunum full þörf á því, að opinberar Framhald á 4. sfthi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.