Þjóðviljinn - 26.03.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.03.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÖÐVILJINN Fimmíudagur 26. marz 1943 Þessi brezka kona, sem er tíu barna móðir, vinnur nú við skipa- smíði. Hún stjórnar 45 konum, sem vinna að smíði skipa, sjálf er hún þaulæfð í þeim störfum sem þær eiga að leysa af hendi. — í fyrri heimsstyrjöldinni vann hún 2 ár í vélsmiðju. — Þeim konum fjölgar nú stöðugt í Bretlandi, sem taka að sér ýmis- konar störf við skipabyggingar. azjazspóshwwin GULLMUNIR fiandunnir----vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. T rúlof unarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisg. 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. m£?!2Í3$2I2Í2J2Í2£Ö3I2 MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 ^CVOOOOOOO^OOOOO^O DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf f isalan Hafnarstræti 16. ooooooooooooooooo VII, SELJA Snmnkm H Upplýsingar að Völlum við Elliðaár. Díai2í2ni2íaíaj2iai2Cf Jazz — Sígild músík — Hallbjörg Það virðist sem menn hafi tals- verðan áhuga fyrir umræðum um jazz, sígilda músík og næturhljóm- leika Hallbjargar. Bæjarpóstinum hafa borizt nokkur bréf um þetta efni. Hér koma tvö: E. K. andmælt Herra ritstjóri. Eg efast um, að það sé satt, sem E. K. segir í Bæjarpóslinum 10. þ. m., að við íslendingar séum móttæki legri fyrir jazz-músík en klassíska músík. Á yfirborðinu virðist þetta svo, en ástæðuna hygg ég þá, að al- menning skorti fræðslu um hin tor- skildari sígildu tónverk. Fjöldan skortir möguleika til að skilja og njóta þessara tónverka, og þá £lýr hann. á náðir jazzins (frummennsk- unnar) eins og E. K. orðar það. Jazzmúsík er fljótskilin og þarfn- ast engra skýringa, hennar gfeta allir notið. íslenzk alþýða hefur því mið- ur ekki haft mörg tækifæri til að kynnast klassískri tónlist til hlítar, eða túlkun hinna erlendu snillinga, sem hingað hafa komið. íslenzk al- þýða átti þess lítinn kost að hlusta á Emil Thelmany, Friedman eða Katheleen Long. Hinsvegar eigum við alþýðumennirnir tiltölulega greiðaa aðgang að jazzmúsík. E. K. og fleiri hneykslast á þvi hversu mjög við alþýðumenn leggj- um hlustirnar við jazzinum. Þeir ættu að hætta að hneykslast, í stað þess ætlu þeir að reyna að skilja og þá mundu þeir komast að þeirri niðurstöðu, að það þarf að mennta okkur á sviði tónlistarinnar, ef við eigum að hætta að hlusta á jazzinn og taka sígildu tónlistina fram yfir hann. Þegar þeir eru komnir af hneykslunarstiginu á skiiningsstigið, geta þeir íarið að vinna að því að koma á viðunandi fræðslu um mú- sík, í barnaskólunum, alþýðuskólun- um og útvarpinu, að slíkri fræðslu eigum við alþýðumenn aðgang. Með þökk fyrir birlinguna. R. K. Þá skrifar Ingibjörg eftirfarandi um Hallbjörgu, en það er bezt að taka það strax íram, að ritstjóri Bæjarpóstsins er henni hjartanlega ósammála. Honum finnst satt að segja, að Hallbjörg eigi ekkert er- indi til þjóðarinnar með söng sinn, hvort sem hún hermir.eftir sjálfri sér eða öðrum. „Enginn spámaður er mikils metinn á ættjörð • '« smm Herra ritstjóri. Eg las nýlega í Morgunblaðinu gagnrýni á hljómleikum frú Hall- 1 bjargar Bjarnadóttur, þar sem sagt I er: Að frúin beri ekki skynbragð á | „jazz“, að hún sé ósmekkleg hvað val i á búningum snertir, að lögin, sem frúin syngur séu ómúsíkalskt og „brútalt" garg og að lögin eftir frúna sjálfa séu lélegar tónsmíðar o. s. frv. Mig fýsti því mjög að heyra frúna syngja, og vita hvort að það gæti staðizt, að hljómleikar hennar væru svona „herfilegir" í alla staði. Eg verð að segja, að ég varð fyrir ó- væntri ánægju, er ég á þriðjudags- kvöldið hlustaði á söng frú Hall- bjargar. Stæling hennar á súmum söngvur unum var ágæt, flestir búningarnir smekklegir og lögin eftir frúna sjálfa góð, mun betri en margir útlendir „slagarar", sem yfirleitt eiga svo miklum vinsældum að fagna hér, og sem almenningur blístrar og trallar eins og t. d. „Yes my dariing daught- er“. Yfirleitt fannst mér söngur frúar- innar vera að öllu leyli samkeppnis- fær við þann „jazz“-söng, sem allir dasl að, ef þeir heyra hann á amer- ískum hljómplötum eða í kvikmynd- um. En því miður nær ekki þjóðrækn- iskenndin dýpra niður hjá mörgum, sem mest tala um hana, en það, að ef íslendingur hefur á boðstólum skemmtun, samskonar þeirri, sem fólk sækir daglega í kvikmyndahúsin og þykir gaman að, þá fussa þeir og segja, að hann sé „herfilegur“. En komi hingað einhverjir lítt þekktir sjónhverfingamenn, þá er þeim tekið með kostum' og kynjum. Sá ljóður er á ráði okkar íslend- inga, að við erum tfegir til að við- urkenna okkar listemeun og lista- Mjölnir, blað sósíal- ista á Siglufirði orð- inn vikublað Sósíalistar á Siglufiröi hafa undanfarin ár gefiö út blaö'- ið Mjölni á hálfsmánaðar fresti en útkomudagar þess hafa þó eigi veriö reglulegir. En nú hafa siglfirzkir sósíalistar á- kveöiö að gera Mjölni að viku blaöi. — í Mjölni, sem út kom 10. þ. m. segir svo í ávarpi til lesendanna: Eins og skýrt var frá í 1. tbl. þ. á. var ákveðið að gefa Mjölni út hálfsmánaðarlega. Nú hefur þessari ákvörðun verið breytt og ákveðið að gefa blaðið út viku- lega. Þessi aukna útgáfa, jafnhliða stækkun þeirri, sem var á blað- inu um áramótin, gefur nú mögu leika til að hafa blaðið fjölbreytt ara, en hægt hefur verið til þessa. Mun blaðið flytja, auk greina um stjórnmál, bæjar- fréttir og aðrar fréttir, erlend yfirlit, þýddar greinar um styrj- aldarmál og annað, bókafregnir og hitt og þetta til fróðleiks og skemmtunar. Blaðið mun ætíð, um hver mánaðarmót, birta taxta verkalýðsfélaganna. í sambandi við efnisval blaðs- ins viljum við beina þeim til- mælum til lesendanna, að þeir sendi blaðinu smápistla um á- hugamál sín, svo og athugasemd ir og óskir viðvíkjandi efni blaðs ins. Einnig höfum vér ákveðið að taka við áskrifendum að blað- inu. Með því vinnst hvortveggja, að útkoma blaðsins byggist á traustari grundvelli og að það veröur betur tryggt, að allir, sem vilja fá blaðið, nái í það. Áskriftargjaldið verður kr. 10.00 árgangurinn. Blaðið verður bor- ið til áskrifenda samdægurs. Vér heitum nú á alla hina mörgu stuðningsmenn Sósíalista flokksins og velunnara Mjönis að bregðast nú vel við og gerast áskrifendur að blaðinu. konur nema að þeir eigi að bak- hjarli „fínt“ nafn eða hafi þegar getið sér góðan orðstír erlendis, þá t fyrst klöppum við þeim lof í lófa. Með þökk fyrir birtinguna. Ingibjörg. Ef þú kaupir bókina „Níu systur“ leggur þú fram fé til hjálpar Norð- mönnum, sem þeim verður afhent strax. Styðjið hina réttu Noregssöfn- un! Leiðrétting I kafla þeim í Bæjarpóstinum í gær, sem hét „Ekki fleiri bréf um Árna“, féll niður innskotssetning úr síðari málsgrein. Setningin átti að vera þannig: „Árni og Þjóðólfur eru augabragðs fyrirbæri, bóla, sem hjaðnar, og það án utan að komandi hjálpar“. Fyndin andlátsorð Við lestur hinnar ágætu gfeinar eftir H. um útfararkostnað í Reykja vík, sem birtist hér í blaðinu i gær, mun mörgum hafa komið í hug andlátsorð, sem höfðu það til ágæt- is að vera fyndin, Framsóknarmenn gáfu eitt sinn út dagblað í Reykjavík. Það lifði skamijit, hvort það dó úr ófeiti eða öðrum kvilla vitum við eigi. En and- látsorð þess voru: „Það er dýrt að lifa í Reykjavík, en dýrara að deyja“. Sendisveina vantar á Landsímastöðina. Upplýsingar hjá ritsíma- stjóranum kl. 10—12. Anglýsing um sSlu ug afhendingu á benzíni til bifreiðaaksturs Af fenginni reynslu á benzínnotkun til bifreiðaakst- urs þann mánuð, sem liðinn er síðan benzínskömmtun hófst, hefur ráðuneytið ákveðið: 1. Að 2. skömmtunartímabil þ. á. fyrir benzín til bifreiða skuli hefjast 1. maí næstkomandi. 2. Að þeir, sem eiga ónotað benzín frá 1. tímabili skuli mega notfæra sér það á 2. skömmtunar- tímabili. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 25. marz 1943. Æ. F. R. Æ. F. R. Skemmlifnnd heldur Æskulýðsfylkingin í Heykjavík að Amtmanns- stíg 4 laugard. 27. marz n. k. kl. 9 e. h. ✓ Dagskrá: 1. Erindi: Einar Oígeirsson, ritstjóri. 2. Upplestur: Jón Óskar, rithöfundur. 3. Kvikmynd frá hátíðahöldum verkalýðsfélag- anna 1. maí s. 1. Aðgöngumiðar verða seldir á afgreiðslu Þjóðviljans eftir hádegi á föstudag og laugardag og við innganginn, ef eitthvað verður óselt. Félagi, mættu stundvíslega og taktu með þér gesti. STJÓBNIN. MiöibDFsiöðli lið HrinM ásamt tilheyrandi bílskúrum er til sölu nú þegar, og til afhendingar er mjólkurstöð sú, er nú er ver- ið að reisa, er fullgerð. Skrifleg tilboð óskast send Mjólkursamsölunni í Reykjavík, ér gefur allar nánar upplýsingar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Mjólkursamsalan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.