Þjóðviljinn - 26.03.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.03.1943, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. marz 1943 ____________________________SJgBVILJINN__________________________________________________________________3 Raddír œskunnar æshan sen á að erfa Mfl - hefFi sbiladi tíl menninoar on hrosha þlðMMIMII » ~j Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfós Sigurhjartarson Ritstjórn: GarSitstrœti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (I. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðastræti 17. Frjáls list — Frjáls jagntýní „Félag íslenzkra leikara skor- ar á þing og stjórn að stíga nú þegar fyrsta skrefið í áttina til þjóðleikhúss, með stofnun leik- flokks, sem innan sinna vébanda hafi leikara með leiklist að aðal starfi". Þannig hljóðar samþykktin sem „Félag íslenzkra leikara1- gerði á nýafstöðnum aðalfundi sínum. Þetta eru vissulega orð í tíma töluð, orð, sem þurfa að verða að athöfnum. Sú þjóð er ekki á framfarabraut, sem ekki á framsækna listamenn, og sú þjóð getur ekki talizt menning- arþjóð, sem lætur undir höfuð leggjast að búa listamönnum sínum þau starfsskilyrði, sem hún bezt má, og þeir þarfnast. Leikararnir okkar hafa sýnt stórhug, og þeir hafa lagt mikið á sig fyrir hugsjónir sínar, en nú ríður á, að þjóðin bregðist vel við, og geri þeim kleift að fullnægja því frumskilyrði leik- listarinnar, að hópur manna geti gert leikstarfsemi að atvinnu sinni. Það væri ekki rétt að minnast á þessi mál, án þess að geta þess, að það er listinni lífsskilyrði að vera frjáls. Það er alveg sérstök ástæða til að minnast þess nú, þegar nýlega hefur verið brot- in á bak aftur ein hin harðvít- ugasta tilraun til að reira allar íslenzkar listir í stjórnmálalegar flbkksviðjar. Sálsjúkur ofstopa- maður ræður lögum og lofum í allsterkum stjórnmálafiokki, þessi sjúklingur lætur fela sér öll völd yfir styrkjum til ís- lenzkra listamanna, með mætti og ofstopa hins sefasjúka reynir hann að svipta listamenn frelsi sínu, og sveigja þá til þjónustu við sig og stjórnmálaflokkinn, sem lýtur honum af ótta við að hann fái kast. Til voru þeir „listamenn“, sem glúpnuðu fyrir sjónum sjúklings ins, einna helzt voru þeir í hópi leikaranna, það er leikurum lít- ill sómi, en eftir atvikum fyrir- gefanlegt. En nú er vald hins sjúka manns yfir málefnum lista- manna brotið á bak aftur, for- dæmi hans er til eilífrar aðvör- unar, það hrópar til vor: listin á að vera frjáls, ríkisyaldinu ber að forðast öll afskipti af málefnum listamanna fram yfir að veita þeim laun svo að þeir geti helgað líf sitt listinni, og búa þeim önnur þau starfsskil- yrði, sem nauðsynleg eru. Enginn má sJsilja, þessi orð Pafler í 41. tbl. Þjóðviljans birtist grein, sem heitir „Hvað gerum við fyrir æskulýðinn?“ Grein þessi hefur orðið mér, æskumanni dreifbýlisins, mikið umhugsunarefni. Þegar rifjað er upp hvað vanrækt hefur verið að gera fyrir æskulýð Reykja- víkur og annarra stærri bæja, þó eigi séu nefndir, dettur mér í hug öll sú vanræksla,sem okkur, æskulýð hinna dreifðu byggða hefur verið sýnd í nútíð og for- tíð. Hinir reyndu og ráðsettu menn, sem farið hafa með for- ráð þjóðarbúsins, berja sí og æ lóminn yfir flóttanum úr sveit- unum til hinna stærri bæja. En hvað hafa svo þessir vísu menn gert til að stöðva flóttann, hafa þeir gert nokkuð til að skapa æsk unni þar þau lífskjör, sem hún og tímarnir krefjast? Nei, það fer minna fyrir þeim aðgerðum þeirra. En þeir hafa gert annað. Þeir hafa leyft stríðsgróðamönn- um og einkabröskurum að hlaupa í kapp við eignalitla, unga menn, sem vilja stofna til bús heima í sveit sinni, — um þær jarðir, sem losna. Hvað má ungur bóndasonur á móti nýríkum hundrað-þúsunda eigendum, sem kaupa jarðir til þess eins að geta að stríði loknu grætt á þeim í krafti eklunnar og þarfarinnar, sem þá skapast. Og hvað eiga þá hinir ungu svo, að listamenn séu hafnir yf- ir allar aðfinnslur og leiðbein- ingar. Þvert á móti, þeim er brýn þörf gagnrýni og leiðbein- ínga, en eins og listin á að vera frjáls, svo á og gagnrýnin að vera frjáls. Blöð og tímarit eiga að halda uppi slíkri gagnrýni, og er það einn vandasamasti og þýðingarmesti þátturinn í þeirra starfi. Það fer bezt á að viður- kenna strax, að okkur blaða- mönnum hefur ekki farið þetta verk vel úr hendi til þessa, en vissulega höfum við blaðamenn hug á að bæta úr þessu eftir því sem föng standa til. Ekki verður þetta mál svo rætt, að ekki sé minnzt á viðhorf listamanna til gagnrýninnar. Hent hefur það suma listamenn, þar á meðal leikara, að taka allri gagnrýni sem væri hún árás. Af þessu verða þeir að venja sig. Þeim verður að skiljast, að frjáls gagn rýni er ein helzta stoð og stytta listarinnar. Svo aftur sé vikið að leikurun- um, þá er það einlæg ósk Þjóð- viljans, að þeim auðnist að fá upp leikflokk, sem vinni með at- vinnuleikurum. Þeim, eins og öðrum listamönnum, er nauð- synlegt að vera frjálsir í list sinni, að fá ytri starfsskilyrði við sitt hæfi, að fá laun fyrir störf sín, að njóta frjálsrar fjöl- breyttrar gagnrýni. menn að gera, þegar þeir eru svo gott sem reknir úr átthögum sín- um, annað en að leita á náðir bæjanna. í bæjunum er þó alltaf hægra að stofna til heimilis, þó að dýr- tíð stríðsáranna sé þar mikill Þrándur í Götu. Svo er það æskulýður smá- þoi-panna. — Við hvaða skilyrði elst hann upp? Það eru þau skilyrði, sem ekki er hægt að telja menningarþjóð sæmandi, en það telja íslending- ar sig þó vera, — sem hinni upp- vaxandi kynslóð smáþorpanna eru sköpuð, að þjóðfélagsheildin getur ekki vænzt þaðan nýtra og þi'óttmikilla þegna, ef hún á að uppskera eins og hún hefur sáð. Æskulýð smáþoi'panna vantar yfirleitt allt, sem hvatt getur til menningarleitar og þroska. — Hann skortir verkefni, sem eru við hans hæfi. Þegar atvinnu- leysið knýr á dyr eru verkefnin engin — tómstundirnar margar. Ungir og hraustir menn eiga erfitt með að vera aðgerðalausir, þess vegna hljóta verkefni þau, sem þeir velja sér í tómstundum sínum oft á tíðum að verða eftir því sem hendingin ræður. — Að- gerðai'leysið er versti óvinur æskunnar. Hún þráir alltaf athafnir í einhvei’ri mynd, leikjum eða öðru og þá fara leikirnir og aðr- ar þær athafnir hennar, að miklu leyti eftir þeim skilyrðum sem fyrir hendi eru. Ef engin eða léleg skilyrði eru fyrir hendi sem leitt geta æskuna til hollra athafna í tómstundunum, — get- ur aíleiðingin auðveldlega orðið óknyttir og aðrar skaðsemisað- gerðir. Undantekningar eru auð- vitað til fyrir þessu eins og öllu öðru. — En hjá megin þorra alls æskulýðs og þá sérstaklega drengja, er þetta svo, þegar öll þau tæki skortir, sem laðað get- ur þá til hollra athafna í tóm- stundunum. í flestum þorpum eru lítil bókasöfn og í flest þeii'ra ef ekki öll, vantar lesstofur, sem ungl- ingar gætu í ró og næði notið hinnar hollu og fræðandi skemmtunar, sem bækurnar veita. Æskulýð smáþorpanna skortir engu síður en æskulýð stærri bæjanna, hæli til að koma sam- an í til hollra fræðsluiðkana, les- hringastarfsemi, málfundahalda og annari’a félagsstarfa, sem æfa og fræða pilta og stúlkur í fé- lagslegum stöi’fum, — Þar gæti unga fólkið notið næðis til að reyna leikarahæfileika sína, æft þar saman leiki’it o. a. þ. h. Annað mikilvægt atriði, sem mjög virðist skorta í hinum minni þorpum, eru hæfir menn til að vera leiðbeinendur æsk- unnar í menningarmálum. — Það er ekki nóg fyrir ungan mann að hafa klárað sig við barnaskólann og náð fermingu. Hann á þá eftir hættulegustu ár ævi sinnar, — árin sem hann er að breytast úr óþroskuðum unglingi í fulltíða mann. Þá er hann næmastur fyrir öllum áhrifum og þá ríður hon- um meir en nokkru sinni á að hafa góðan leiðbeinanda. — Ef hann er ekki fyrir hendi á hinn ungi maður á hættu að lenda á glapstigum. Öll vantar hin smærri þorp framhaldsskóla, sem með réttu geta kallast því nafni. Að gagn- fræðaskólunum, þar sem þeir eru, er ekki greiður aðgangur fátækum æskulýð. Hinum ungu sjómönnum smáþorpanna hefur hingað til ekki orðið nein skota- skuld úr því að koma þúsxmd- króna seðlunum fyrir í vösum sín um, eins og uppflosnaði bónd- inn frá Hriflu vill halda fram. Þeir hafa fáir átt því láni að fagna að hafa ekki vasa-rúm fyr- ir peningana, í hvaða seðla- stærðum sem þeir hafa verið. En þessir ungu menn myndu ef- laust taka því með fegins hendi að fara á framhaldsskóla, — ef þeir skólar væru ekki girtir svo háum kostnaðarmúrum að óklíf- andi væri fyrir þá. Ef kostnaðar- múrarnir yrðu lækkaðir og hætt að miða nemendafjöldann við gólfflatarstærð, þá myndu ef- laust fleiri ungir menn utan úr smáþorpunum sækja framhalds- skólana en nú er. En á meðan núverandi ástand ríkir í skóla- málunum má heita vonlaust fyr- ir unga, fátæka menn að hugsa til að fara á framhalds- eða al- þýðuskóla. Laun þau, sem þeir vinna sér inn með súrum sveita, hrökkva varla meir en fyrir nauðsynjum þeirra. Þetta gildir nú á meðan þeir hafa vinnu, en svo þegar vinnan er engin — hvað þá? Nei, fyrir hinn íslenzka æsku- lýð er útlitið allt annað en glæsi- legt, hvort sem hann býr í bæ eða sveit. Þeirri kynslóð sem nú ríkir, hefur í svo mörgum veiga- miklum atriðum gleymzt, að það er hennar skylda að ala upp komandi kynslóð, á þann hátt, sem til sóma og gagns má verða landi og þjóð. — Henni hefur gleymzt, að því er virðist, að hin komandi kynslóð er sá, sem á að erfa landið, að hún er arftaki hennar í þjóðlegum og menn- ingarlegum efnum. Því betur sem hin unga kynslóð er upp- alin, því meir er hægt að krefj- ast af henni, því færari á hún að vera að gegna þeim skyld- wm sem á herðar henni eru lagð- ar. — Meiri hluta æskulýðs smá- þorpanna er óhætt að telja til hinnar snauðu alþýðu. Alþýðan, hvort sem hún er 1 stórum bæ eða smáum, á alltaf í baráttu við yfirstéttaröflin, auðstétt þjóðfé- lagsins. Því meiri sem menntun alþýðuæskunnar er, því sterkari mun hún reynast í baráttunni fyrir raunverulegu frelsi sínu og bættum kjörum. Fræðsla og menntun er einn af mikilvæg- ustu þáttunum í baráttu sósíal- ismans og eitt af helztu skilyi'ð- unum fyrir því að hann nái út- breiðslu og verði skilinn á rétt- an hátt. Fáfræði og vankunnáttu fólks ins getur auðvald og afturhald helzt af öllu þakkað tilveru sína ■ og velgengni. Með vaxandi fræðslu og skilningi alþýðunn- ar á þjóðfélags- og menningar- málum hlýtur áhrifavald aftur- haldsaflanna að þverra. Það hlýtur því að vera eitt af mestu áhugamálum okkar verka lýðssinna, að vinna að aukinni fræðslu og menntun alþýðunnar og þá sérstaklega alþýðuæskunn ar. Málstað okkar er því bezt borgið að æskan sé vel upp- frædd og geti litið á málstað þann, sem við vjnnum fyrir, með víðsýnum augum þess, sem skil- ur hvað honum er fyrir beztu. En jafnframtþví semviðvinnum að eflingu alþýðumenntunarinn- ar verðum við að herða kröfurn- ar um bætt skilyrði til handa æskulýðnum, svo hann geti af sjálfsdáðum eða eftir annarra leiðsögn, leitað sér fræðslu og skilnings um þau atriði sem helzt snerta líf hans í nútíð og framtíð. Okkur, ungum sósíalistum, hvar á landi sem við erum, ber skylda til þess, sjálfra okkar vegna' og vegna þess málstaðar, sem við berjumst fyrir, — að vera sífellt á verði og minna þá eldri sí og æ á tilveru okkar og þær kröfur, sem við gerum til lífsins. Með því móti helzt get- um við haldið vakandi hinum þungsvæfu öflum, sem urp menn ingarlega velferð okkar eiga að sjá. Okkur má aldrei gleymast það, að það erum við, sem eigum að taka við af þeim, sem nú ráða og þá verður það á okkar valdi að breyta betur við arftaka okk- ar en við okkur var beytt. Við megum aldrei láta nokk- urt tækifæri úr greipum okkar ganga, sem getur orðið okkur til fróðleiks og menntunar. Með því móti gerum við okkur að hæfari og þroskaðri mÖnnum, mönnum, sem líklegir eru til að vera þeim vanda vaxnir að varðveita og efla þjóðlegan- og menningar- legan arf þjóðarinnar. B. M. A. KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN ooooooooooooooooo i. lS‘L» ...w-a vr> k' 'aVX-í í! jj .;4>>

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.