Þjóðviljinn - 26.03.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.03.1943, Blaðsíða 4
þlÓÐVILIINN ■ 11 i ■" Nœturlæknir: Gunnar Cortes, Selja veg 11, sími 5995. Næturvörður í Ingólfsapóteki. Iljörvarður Árnason M. F. A. flyt- ur annan háskólafyrirlestur sinn í kvöld kr. 8,30 í hátíðasal háskólans Efni: Frönsk málaralist á 19. og 20. öld. Skuggamyndir. Aðgangur ó- keypis og öllum heimill. Útvarpið í dag: 20,30 Útvarpssagan: Kristín Svía- drottning, X (Sigurður Gríms son lögfræðingur). 21,00 Strokkvartett útvarpsins 21,15 Erindi: íslenzk þjóðlög (með tóndæmum), II (Hallgrímur Helgason tónskáld). 22.00 Symfóníutónleikar (plötur). NÝJA Blé i ■ TJAKNAJUBÍÓ ■ Klaofskir kúrekar Hcíllasfund (Ride ‘em Cowboy) (The Golden Hour) með skopleikurunum Amerísk söngva- og gaman- RUD ABBOTT og mynd. LOU COSTELLO. JAMES STEWART FAULETTE GODDARD Sýning kl. 5, 7 og 9 Kl. 5 — 7 — 9. Ml _ Bréf Blaðamanna« félagsíns Pramhald af 1. síðu. tilkynningar um innlend mál berist þeim jafnharðan, svo að þau standi öll jafnt að vígi um birtingu þessara frétta, í stað þess að einstök blöð, sem þá að- stöðu hafa, hafi greiðari aðgang að þeim en önnur. Ríkisstjórnin stofnaði fyrir nokkrum árum landkynnisem- bætti, jafnframt ferðaskrif stofu, og sýnir þetta, að hún taldi fulla þörf á að kynna land- ið sem ferðamannaland. Fyrir- spurnum varðandi férðalög hér á landi ætti stofan að sjálfsögðu að svara, þó að fyrirgreiðsla ferðamanna sé henni að öðru leyti óviðkomandi. Ýmis rit hafa verið gefin út um ísland á undanförnum ár- um. Ber þar einkum að nefna bók Landsbankans, en hún mun nú vera ófáanleg, eða því sem næst. Bætir hún að fullu úr þeirri þörf, sem er á helztu efn- islegum upplýsingum um land og þjóð, en þyrfti að koma út eigi sjaldnar en annað hvort ár. Hinsvegar er mikil þörf á ódýr- um en smekklegum ritum um Island, rituðum á léttu máli og með miklu af myndum. Yrði það eitt verkefni stofunnar að bæta úr þeirri vöntun. Gert er ráð fyrir, að stofan gæfi út lítið tímarit, er kæmi út ársfjórðungs- eða mánaðar- lega og flytti ýmsar upplýsing- ar, einkum fjárhags- og við- skiptalegs efnis, ásamt greinum um þau athyglisverð mál, sem fram kunna að koma á hverjum tíma.-------- Þá skal vikið að síðari lið tillögunnar. — Nú um hríð hafa dvalizt hér á landi opinbterir blaðafulltrúar frá þremur ríkj- um, Bandaríkjunum, Bretlandi og Noregi. Staxfa þeir í sam- bandi við utanríkismálastjórnir sínar og sendiherra þeirra hér, senda nær daglega fréttir til blaðanna hér og starfa jafn- framt að því að kynna sér ís- lenzk mál, er einhverju skipta fyrir þjóðir þeirra. Þessir menn standa í raun og veru betur að vígi en sendiherrarnir sjálfir, að kynnast málefnum þjóðar þeirrar, er þeir dveljast hjá, og gegna auk þess mikilsverðu kynningarstarfi fyrir land sitt og þjóð. Á sama hátt mundu blaða- fulltrúar íslands erlendín geta unnið þjóðinni afarþarft starf. Páð má að vísu, segja, að se.ndi- Nýuppfevcdnir domar Sakadómari hefur nýlega kveðið upp dóma yfir nokkrum mönnum fyrir ýmiskonar afbrot. Næsta benzf nskömmtunar- ^tiiabilið hefstj. mai Með auglýsingu útgefinni í gær hefur atvinnu- og sam- göngumálaráðuneytið að feng- inni reynslu á bensínnotkun til bifreiðaaksturs, þann mánuð, sem liðinn er síðan bensín- skömmtun hófst, ákveðið: 1. Að 2. skömmtunartímabil þetta ár fyrir bensín til bifreiða skuli hefjast 1. maí næskom- andi. 2. Að þeir, sem eiga ónotað benzín frá 1. tímabili skuli mega notfæra sér það á 2. skömmtun- artímabili. Bifreiðaeigendum er talið hyggilegast að nota bifreiðar sem minnst nú meðan vegir eru slæmir, en geyma heldur bensín- ið til notkunar síðar þegar vegir þorna og benzínskammturinn notast betur og gúmmí eyðast minna. sveitirnar vinni nú þetta starf að nokkru leyti, en það er deg- inum ljósara, ,að með því fá- menna starfsliði, sem þær hafa á að skipa, geta þær ekki rækt það svo sem verða mætti og æskilegt væri. Það er afar mik- ilsvert, að bæði blöð og einstakl- ingar erlendis hafi greiðan að- gang að réttum upplýsingum um land og þjóð og þurfi ekki að sækja þær hingað, því að svo er oft um mál, að þau hafa því aðeins þýðingu fyrir. blöðin, að unnt sé að afla nauðs^legra upplýsinga og segja frá þeim þegar í stað. Að lokum skal þess getið, að Blaðamannafélagið telur rétt að hefjast handa um þessi mál nú, vegna hins mikla áhuga, sem um þessar mundir virðist vera ríkjandi erlendis fyrir íslenzk- um málum og mun ekki þurfa að rökstyðja frekar en gert hef- ur verið, að þörfin á þeirri starf- semi, sem hér um ræðir, er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Félagið vill ennfremur leggja áherzlu á það, að eingöngu æfð- ir blaðamenn séu valdir til þess ara starfa, og telur æskilegt, að félagið sé haft með í ráðum um val þeirra“. Réttvísin og valdstjórnin gegn Hannesi Sveinssyni, sem stjórn- aði veghefli. Eitt sinn, þegar hann var að starfi sínu á Hafn- arfjarðarveginum safnaðist barnahópur utan um hefilinn. Þegar dæmdi bakkaði heflinum varð eitt barnanna, 6—7 ára gamall drengur, fyrir heflinum og beið bana. Dómarinn leit svo á, að þar sem hann vissi af börn- unum umhverfis hefilinn og vanrækti að fullvissa sig um að þau væru ekki fyrir heflinum, áður en hann bakkaði, hafi hann orðið meðvaldur að slysinu og var hann dæmdur í 300 kr. sekt til ríkissjóðs. Réttvísin gegn Theódór J. Stefánssyni. Dæmdi hafði tekið á móti 350 kr. hjá setuliðsmönn um í þeim tilgangi að kaupa fyrir þá vín, en skilaði hvorki peningunum né víni, heldur eyddi peningunum í eigin þarf- ir. Var dæmdur í 30 daga fang- elsi skilorðsbundið og sviptur kosningarétti og kjörgengi. Dómur yfir mæðginum. Sonurinn falsaði beiðni ákveð ins manns um áfengiskaup, en fékk ekki vín út á hana, þar sem hún þótti grunsamleg. Reyndi hann þá á annan hátt, fékk nafn ákveðins manns í minningarriti Stýrimannaskólans, falsaði nafn hans, og fékk móður sína í lið með sér, er afhenti öðrum manni plaggið, en hann fékk heldur ekki vín út á það. Þegar sonur- inn fór síðan að grennslast eftir því, hvort vín fengist ekki út á þessa beiðni, þekktist hann aftur sem hinn sami, er áður hafði komið með falska ávísun. Allt komst upp. Hann var dæmdur í 60 daga fangelsi og móðir hans í 10 daga varðhald, bæði skil- orðsbundið. Bæði voru svipt kosningarétti og kjörgengi. Dómur yfir Ólafi Theódór Ólafssyni fyrir þjófnað er hann framdi 14. þ. m. Brauzt hann inn í birgðageymslu Gunnars Bjarna sonar við Suðurlandsbraut og stal þaðan sex pörum af bílkeðj um, (verð: 180 kr. parið). Enn- fremur fyrir að hafa ekið bif- reið undir áhrifum áfengis. Hann var dæmdur í 6 mánaða fangelsi, óskilorðsbundið, og sviptur kosningarétti og kjör- gengi og bifreiðastjóraréttindum ævilangt. Hann hafði áður verið dæmd- ur fyrir þjófrtað. DREKAKYN 1 Eftir Peari Bock og að draga andann og við yrðum ekki lengi að fara sömu leið og aðrir, ef þeir teldu okkur til óvina. _ Nú hellti kona hans yfir hann skömmum og sagði: Þú ert aumastur allra manna á jarðríki. Ó, að ég skuli vera ,bundin þér. Viltu gera það sem ég segi þér eða ekki? > I En hvað segirðu þá? sp»rði hann og titraði við hlið l'.-hennar. t>. w'| Við erum fjandmenn Ling Tans og ég hef alltaf hatað hann. | En það geri ég ekki, tautaði hann, hann hefur reynzt okkur Wfvel og oft gefið okkur mat og hann gaf okkur alla afgangs- ■vv; |búta sem hann þurfti ekki að nota sjálfur, þegar hann hafði ^|Vefstólinn, og árlega hefur hann gefið mér í alfatnað eða ‘ yfirhöfn. Eg á ekki létt með að gleyma þessu öllu. ; Mér verður ekki mikið fyrir að gleyma því, sagði kona j hans. Hvað heldurðu að hann hafi munað um þetta? Það • á við hann að gefa okkur smátuskur og matarbita. Hann • ,vex í eigin augum við það. Gefa menn nokkurn tíma svo, að ■ j$£ þeir þykist ekki menn að meiri? Eigum við að vera honum j þakklát fyrir oflæti hans sjálfs? Þannig vafði hún um fingur sér garminum, sem hvíldi j j$£ við hlið henni í rúminu og hann hlustaði og andvarpaði j ^ og lokaði augunum og reyndi að sofna, en hún ýtti við ■ $$£ honum og vakti hann, þangað til hann missti þolinmæð- j ^ ina og hrópaði: j$£ Æ, gerðu eins og þér sýnist. Það endar hvort sem er j j$£ alltaf með því og ég er ekki þrekmeiri en aðrir menn og j j££| verð því að láta í minni pokann. j$<j Þannig urðu þau frændi Ling Tans og kona hans augu j j^j og eyru Vú Líens í þorpinu, þó 'að frændinn væri þess j j$£ ætíð ófús og stakk undir stól þeim upplýsingum, sem hann j j^j gat. En það var nú reyndar hægara sagt en gert. Þessi ; ^ kona hans kunni ótal ráð til þess að pína hann til aagna ; j^j og til þess að vernda hein(ilisfriðinn og firra sjálfan sig ; j^£j böli lét hann smátt og smátt undan og sagði henni hvað ; j^j gerzt hefði á ráðstefnum þeím, sem Ling Tan kallaði karl- j>$£ menn þorpsins á til að segja þeim fyrir verkum og hún j$£ fór síðan til Vú Líen og sagði honum dyggilega allar frétt- & ir og þá laun fyrir. En Vú Líen lét það sem hún sagði hon- jg£ um aldrei fara lengra. i>8£ Og nú var Jada, sem ekkert vissi um þetta, með ráða- j?$£ brugg á döfinni um það að nota aðstöðu Vú Líens til þess j$£ að gera óvinunum skráveifu. Hún afréð eitt sinn að fara sjálf til borgarinnar með matvæli og reyna að selja þau XX hjá húsi Vú Líens. Hún sagði engum frá því, hvað hún 58E ætlaðist fyrir, hún gat verið róleg og djörf eins og ræn- jj$$ ingi. Hún valdi til fararinnar dag nokkurn, þegar maður 3$; hennar var uppi í heiðunum og beið þangað til barnið var 58? sofnað, síðan setti hún á sig gráa hárkollu, sem hún og 58? Lao Er höfðu fengið hjá farandleikurum, sem höfðu orðið á vegi þeirra, þegar þau höfðu verið fyrir vestan og Lao Er hafði keypt kolluna handa henni svo að hún gæti dulið ^j æsku sína og fegurð. Nú setti hún upp kolluna og bar lit ^ á andlitið, afskræmdi efri vörina með lituðu kítti, sverti ^ á sér tennurnar og setti á sig herðakistil og fór á gamla, j*g£ slitna skó. Hún læddist út um bakdyrnar á meðan Ling & Sao svaf og fór síðan út á akur, sem var falinn í bambus- 38? skógi, en þar ræktaði Ling Tan vetrarkál, án þess óvin- ^ irnir hefðu hugmynd um. Hún hafði meðferðis körfu, sem S8S hún fyllti af káli. Ling Tan var annarsstaðar við vinnu 38? og sá hana ekki. Síðan fór hún í ótal krákustígum til borg- ^ arinnar. $$j Hún vissi hvar Vú Líen átti heima og stefndi að því hliði, j$£ sem næst var bústað hans. Hún hefði ekki getað kosið j>$£ sér betri lykil en kálkörfuna, en það vissi hún ekki. Á $$£ torgunum sást aldrei grænmeti og það kom vatn fram í j$£ munninn á hermanninum, sem var á verði við hliðið og hún þurfti ekki að nefna nafn Vú Líens til þess að fá að j>$£ fara inn. Farðu inn í eldhúsið, gamla mín, •tgði hann stirðlega, $$£ matsveinninn borgar þér. j$£ Hvar er eldhúsið? sagði hún og var smámælt eins og liún j$§ dræpi í skörðin og hún reyndi að láta röddina bresta. En 58? Jadu var sú list lagin að geta líkt eftir hverjum sem hún j$£ vildi. Þegar hún dulbjó sig sem gamla konu varð allt hennar fas, nærri því ósjálfrátt, í samræmi við búning- <$£ inn. Hún hefði sem bezt getað blekkt Lao Br, ef hann hefði j$£ ekki verið svo vanur því að sjá hana í allskonar gervum j>$£ og undrazt það, hve vel hún gat dulbúið sig. ■$£ Komdu með mér, sagði hermaðurinn. Hann fór með hana um marga garða og hún haltraði á eftir honum, saug upp í nefið og sá ekkert annað en jöi'ðina fyrir fótum sér og S'a nú komu þau inn í eldhúsið. É

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.