Þjóðviljinn - 27.03.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.03.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Laúgardagur 27. marz 1942 Æ. F. R. Æ. F. R. Skemmtifund heldur Æskulýðsfylkingin í Reykjavík að Amtmanns- stíg 4 í kvöld laugard. 27. marz kl 9 e. h. Dagskrá: 1. Erindi: Einar Olgeirsson, ritstjóri. 2. Upplestur: Jón Oskar, rithöfundur. 3. Kvikmynd frá hátíðahöldum verkalýðsfélag- anna 1. maí s. 1. 4. Dans. Aðgöngumiðar verða seldir á afgreiðslu Þjóðviljans og við innganginn, ef eitthvað verður óselt. Félagi, mættu stundvíslega og taktu með þér gesti. STJÓKNIN. Laxárvirkiunln Lausar stöður: Fyrsta vélavarðarstaðan er laus 15». maí n. k. Byrjunarlaun kr. 350, 00 á mánuði, hækkandi upp í kr. 420,00 á mánuði næstu fjögur ár. Þriðja vélavarðarstaðan er laus 1. júní n. k. Byrjunarlaun kr. 280,00 á mánuði, hækkandi upp í kr. 350,00 á mánuði næstu fjögur ár. Grunnkaupshækkun samkvæmt gildandi ákvæðum um laun embættsmanna ríkisins. Dýrtíðaruppbót samkvæmt vísitölu á hverjum tíma. — Umsóknar- frestur til 20. apríl n. k. Nánari upplýsingar gefur rafveitustjórinn. RAFVEITA AKUREYRAR Fasteignaskattur. Eigendur og umráðamenn fasteigna í Rvík. Munið að dráttarvextir falla á fasteignaskatta til bæjarsjóðs Reykjavíkur (húsaskatt, lóðaskatt, vatnsskatt), sv"o og lóðaleigu, sem féllu í gjald- daga 2. janúar þ. á., ef ekki er greitt fyrir 1. apríl. Gerið skrif stofunni aðvart (í síma 1 200 eða 2755), ef þér Kafið ekki fengið gjaldseðil. BORGARSTJÖRINN Trésmiði og verkamenn vantar nú strax í hitaveituvinnuna. Skráning kl. 1,30—2,30 daglega, nema þriðjudaga, Miðstræti 12, skrifstofan H0JGAARD & SCHULTZ A/S MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 Olíukápur á unglinga allar stærðir. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035 verkalýðsíns a aö oera tEl liinBonar n Þegar minnst er á bæjannál er sjaldan getið um þá, sem vinna verkamannavinnu hjá bænum. Þó eru þeir veigamikil undirstaða að framþróun bæjarins og á þeim hvíla störf, sem miða að fegrun og endurbótum bæjarins. Síðastliöió sumar mátti sjá í blöðum getið um þaö, að bærinn fengi ekki nægan vinnukraft. Að menn vildu síöur vinna hjá báenum en hjá öðrum atvinnurekendum. Hvað veldur, borgar bærinn ekki sama kaup og aðrir, er hann ekki eins góður vinnu- veitandi og prívatmenn? Atriði, sem þarf að lagfæra. Ein ástæðan er sú, að enn eimir eftir af þeim áhrifum, sem Óðinn skapaði, þegar verkamenn, sem búnir voru að starfa hjá bænum í fleiri ár, urðu aö víkja fyrir talpíp- um Óðins. Önnur ástæðan er skipu- lagsleysið meö vinnuflokkana. Menn vestast úr bænum eru látnir mæta í hinum enda bæjarins, (við hina svonefndu Njaröarstöð), í staðinn fyrir áö flokka mennina saman og , láta þá, sem heima eiga í sömu bæjarhverfum, vinna saman og sem næst heimilum sínum, svo þeir eigi hægt um vik að komast í mat. Það. er ábætir, áður en byrjaö er á vinnu, að þurfa aö ganga vest an úr Kaplaskjóli, úr Soga- mýri, af Kleppsholti, frá Skerjafirði — og e. t. v. frá Korpúlfsstööum, til aö mæta á Njaröarstöö, sem er aöalmiö stöö fyrir bæjarvinnuna. Menn úr Vesturbænum eiga aö vera sóttir, ef enginn vinnuflokkur er starfandi í nágrenninu, eins á að vera um menn í öðrum hlutum bæjarins. Fyrirkomulag bæjarvinn- unnar á að vera til fyrir- myndar. Bæjarvinnan á að vera það vel skipulögð, aö mönnum þyki sómi aö því, a!ð vinna hjá bænum. Allar kjarabætur, sem miða að öryggi verkalýðsins, eiga aö vera í heiðri haföar. Flokks stjórar, sem orönir eru and- lega kalkaðir fyrir elli sakir eða af öðrum ástæðum, eiga að hverfa á eftirlaun. Þaö er sagt um einn flokks- stjóra að hann hafi fælt frá sér 30 menn á einu sumri, eða allla þá menn, sem hjá honum unnu. — Einhver veila ræöur því, að svona sögur myndast. Bærinn á að mennta flokks- stjóra, taka uþp sömu aðferð og vegagerð ríkisins, að halda námskeið er gera menn færa um að stjórna mönnum og sjá um verk. Það má ekkert handahóf ráða því, hver sett- ur er yfir verk og verkamenn Hvemig er aðbúnaður verkamanna í bæjarvinn* unni? Hvernig er þaó með skúr- ana og upphitunartækin í þeim, er bærinn ekki þar fyr- irmynd? Það hafa sagt mér menn; sem vinnna hjá bænum uppi í Eiauöhólum í vetrn-, aö í byrj- un hafi skúrinn verið alltof lítill, en eftir töluvert stapp fengu verkamenn annað skýlt en enn lengri tíma tók aö fá hitunartæki og þau ófullkom- in, og ef um var kvartaö var svarið: „Þetta hefur dugað áður“. Eg sé fram á, aö næsta sumar verður bærinn í vand- ræöum meö verkamenn, ef eölileg eftirspurn verður eftir mönnum og bílum. Því óviss- an og skipulagsleysið er svo mikið á stjórn atvinnumál- ana hjá bænum, aö verkamenn geta búizt við aö vera sagt upp annan daginn, en teknir aftur hinn daginn. — Það er hægt að leika skollaleik við verkamenn á atvinnuleysis- tímum, en þegar nóg er af vinnu vinna þeir hjá þeim at- vinnurekendum, sem þeir telja bezta vinnuveitendur. Bæjarstjórn þarf að taka þessi mál til athugunar. Eg vonjast eftir aö hinum nýja verkstjóra bæjarins tak- ist aö skapa þann grundvöll. aö verkamenn fái aukin rétt- indi, betri og öruggari at- vinnuskilyröi hjá bænum þannig, að menn, sem eru búnir aö vera vissan tímai, vinni sig upp í fasta atvinnu. Væri nokkuð á móti því, aö bæjarstjórnin skipi nefnd, eöa ráö, til þess aö fjalla um þessi mál? Því sterkur grunur leik- ur á því meóal verkamanna aö atvinnurekendavaldió vilji þreifað fyrir sér með það hvað verkalýöurinn er sterkur, hvaö hann lætur bjóöa sér umtölulaust, einmitt hjá bæn um. Taka þarf tillit til þeirra, sem tapað hafa vinnuorku. Aö endingu vil ég minnast á þá menn, sem hafa orðið’ fyrir slysum eöa misst heils- una og hafa ekki fulla orku. Bænum ber siðferðisleg skylda að sjá þeim fyrir vinnu, sehi þeir eru færir um að vinna. Á því sviöi er full- komið sleifarlag. Menn veröa oft að lenda í þeirri vinnu, um leið og þeir byrja aö vinna aftur, sem er getu þeirra of- raun. Bærinn á að starfrækja sérstaka flokka fyrir þessa menn, sem miöa vinnu vlö starfsorkuna. Maöur, sem hef- ur tapaö 20—50 prósent orku getur unnið, en ekki hvaö sem .er, hann á rétt á vinnu t I viö sitt hæfi, svo hann geti lifaö eins og maó'ur í siðuðu þjóöfélagi.. Verkamenn. Látum bæjar- mál meira til okkar taka. Viö verkamenn gei*um of lítiö að því, að birta tillögur j okkar um þau mál, sem snerta okkur sem borgara,. vitum tæplega af því, hvað viö erum ( sterkir ef við stöndum saman og vinnum einhuga aö velferö armálum bæjarins. Gefum fulltrúum okkar í bæjarstjórn bendingu um þau mál, sem eru mest aökallandi, svo þeir haldi fast á rétti okk- ar og athugi þær tillögur og uppástungur, sem viö berum fram. Vinnum vel fyrir bæ- 'inn, hver á sínu sviöi. Bæjarvinnuverkamaður. Fræðslustarf Dagsbrúnar Sverrir Kristjánsson sagnfræðingnr flytur erindi: Baráttan um Evrópu, í Iðnó kl 1,15 e. h. á morgun Kvikmynd frá hátíöahöldun- um 1. maí í fyrra verður einn- ig sýnd Á síöastliönu hausti hófst verkamannafélagið „Dags- brún“ handa um nokkra ný- breytni í fræðslustarfsemi meðal verkamanna. Fræðslu- sfcarf þetta, sem fræðslunefnd félagsins sér um, er aöallega í því faliö aö útvega góöa menn til þess aö flytja fræö- andi erindi um ýmis þau mál- efni, er mikils þykir umvert á hverjum tíma og ofarlega eru á baugi meö þjóöinni. Þessi fræöslustarfsemi Dags brúnar hófst meö erindi Sig- urðar Nordal prófessors, er hann hélt í nóvember s. 1. EfniÖ, sem þá var valiö til I flutnlngs var um tvö gagn- I merk alþýðuskáld, þá Bólu- Hjálmar og Sigurð Breiöfjörö. Eins og vænta mátti hlaut ' erindi þetta mjög góöar und- ' irtektir og var vel sótt, enda vakti þaö nýjan áhuga margra manna fyrir nauðsyn fræðslu- starfseminnar. Hefur fræöslunefnd félagsins tekizt að fá vilyrði nokkurra þekktra mennta- og fræöi- manna til þess aö flytja er- indi um margvísleg efni, eink- um félagsmálalegs eðlis. En Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.