Þjóðviljinn - 28.03.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.03.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Sunnudagur 28. marz 1943. 71. tölublað. Qpegup úr opusíum á miðulasfoOuununi Eagar míkilvægar breyfíngar siðasflíðínn sótarhríng segísr í miðnæturfílkynníngfinní frá Moskva í hernaðartilkynningu frá Moskva á miðnætti segir að engar mikilvægar breytingar hafi orðið á austurvígstöðvunum síðast- liðinn sólarhring. í viðbótartilkynningu er skýrt frá staðbundnum barðögum á miðvígstöðvunum og við Donets. Á miðvígstöðvunum bættu Kússar stöðu sína, tóku 2 þorp og felldu 200 Þjóðverja. Á Donetsvígstöðvunum hratt rauði herinn árasum Þjóðyerja. Talsmaður sovétherstjórnar- innar sagði í útvarpsræðu frá Moskva í gærkvöld, að síðustu tvo sólarhringana hafi dregið úr árásum Þjóðverja á Donetsvíg- stöðvunum, en þó virðist svo sem þýzka herstjórnin hafi ekki gefið upp von um að brjótast yfir Donets. Á Kúbanvígstöðvunum í Káka sus eru nú þíður miklar, og allar hernaðaraðgerðir á landi mjög örðugar. Flugher Rússa hefur haft sig mjög í frammi á þessum vígstöðvum og hefur þessa viku skotið niður 60 þýzkar flugvél- ar. Margar flugvélar voru eyði- lagðar á jörðu, er sovétflugvélar gerðu árás á eiha mikilvægustu flughöfn Þjóðverja í Vestur- Kákasus. Þrjár - fjórar milljónir útlendinga í þvingunarvinnu í Þýzkalandi í skýrslu um erlenda verkamenn í Þýzkalandi, sem er nýkomin út í Washington, segir að 3—4 milljónir erlendra verkamanna vinni nú í Þýzkalandi, og víða við slík skilyrði að ekki er hægt að kalla það annað en þvingunarvinnu. Þýzku nazistayfirvöldin í Bæ- heimi og Mæri herða stöðugt á ráðstöfunum til að fá tékkneska verkamenn að fara til Þýzka- lands. Tilkynnt hefur verið að engir Tékkar fái endurnýjað matvæla Verkatncnn móttnæla Á íundí verkalýðsfélagsins Hvöt á Hvammstanga, 14. þ. m., var sam- þykkt með samhljóða atkvœðum eftirfarandi tillaga: ,,Verkalýðsfélagið Hvöt á Hvamms tanga mótmælir harðlega ákvæði um skerðingu á verðlagsuppbot á laun verkamanna og annarra Iaun. þega, í framkomnu frumvarpi ríkis- stjórnarinnar um dýrtiðarráðstafanir og skorar á Alþingi að fella þetta á- kvæfti úr frumvarpinu. Telur félagið allar kauplækkanir — aðrar en þær, sem leiða af lækk- andi dýrtíð óverjandi frá sjónarmiði verkalýðssamtakanna". Verkalýðsfélagið Vöjrn á Bildudal. „Aðalfundur verkalýðsfélagsins Vörn á Bildudal, haldinn 21. marz 1943, mótmælir eindregið frumvarpi ríkisstjórnarinnar á Alþingi um skerðingu á verðlagsuppbót verka- fólks, og skorar á Alþingi að fella þá tillögu niður úr frumvarpi ríkis- stjórnarinnar um dýrtíðarráðstaf- anir". skömmtunarkort sín nema að þau séu stimpluð sérstaklega. Ungum mönnum er neitað um þennan stimpil, og neyðast til að láta skrásetja sig til vinnu í Þýzkalandi. Þjóðverjar gera ráð fyrir að fá 400 þúsund Tékka til Þýzka- lands með þessu móti. Þjóðverjar éttast innrás í Grikkland Unnið er dag og nótt að virkja gerð á Grikklandsströnd, eink- um í námd við Saloniki. Se- ment og stál er flutt frá Metaxvarnarlínunni í Norður- Grikklandi. Verkamenn hafa verið fluttir frá Þýzkalandi og verkfræðingar frá Frakklandi og Noregi ,- Lítið barizt í Túnis í Túnis hefur lítið verið um bardaga síðastliðinn sólarhring. í Mið-Túnis gerðu Bandaríkja hersveitir skyndiáhlaup á stöðv- ar Þjóðverja noríhiraf Maknassi, og vaift Vel Loftárás á Duisburg Öflugar sveitir brezkra sprengjuflugvéla gerðu í fyrri- nótt harða árás á þýzku iðnaðar bogirna Duisburg í Rúhr. Loftvarnir borgarinnar voru mjög sterkar, en ensku sprengju fugvélarnar komust allar inn yfir borgina og gátu varpað sprengjum sínum eins og fyrir- hugað var. Miklir eldar komu upp í borginni. Ensk mosquito-sprengjuflug- vél gerði í gær dagárás á her- stöðvar í Norður-Þýzkalandi. Bretar gerðu einnig loftárásir á herstöðvar fasista í Hollandi. Verkamcnn slasast Um kl. 3 í gær meiddust tveir verkamenn, sem voru að vinna við húsbyggingu við Hrefnu- götu. Slysið varð með þeim hætti, að sveifluhjól í steypuhrærivél brotnaði og urðu mennirnir fyr | ir brotum úr hjólinu. Sovéfsðfnunín*. B03e4993 hr. hðfðu safnasf í \m Svarbréf befur borizt frá Verkamanna- sambandinu brezka í gær hafði safnazt til styrktar Bauða krossi Sovétríkjanna sem hér segir: í Beykjavfk ................................................ 59 858,93 kr. Utan Beykjavíkur................................... 20 526,00 — Samtals 80 384,93 — Formanni fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í iBeykjavík, Eggert Þorbjarnarsyni, hefur nú borizt kvittun fyrir fyrstu 1000 sterlingspundunum, sem send voru til Englands, ásamt svarbréfi frá stjórn Verkamannasambandsins brezka, sem beitir sér fyrir sovétsöfnuninni í Englandi. — Fer bréfið hér á eftir: „Vér höfum nú móttekið skeyti yðar, þar sem þér tilkynnið oss, að £ 1000.00 hafi verið yfirfærð til vor, og sé það árangur- inn eftir fyrstu tvær vikurnar, en að frekari greiðslur muni fylgja. Eg vil þakka yður og öllum þeim öðrum sem að þessu mikla framlagi standa, jafnframt því að óska yður heilla í starfi því að mynda sjóð, sem þessi fyrsta greiðsla er aðeins hluti af. Vér höfum formlega viðurkennt móttöku ávísunar yðar í banka í London, en sendum yður ásamt með þessu bréfi form- lega kvittun vorra, í samræmi við ósk yðar. Eg vil nota tækifærið til að staðfesta það, er ég tók fram í bréfi mínu hinn 15. janúar, að vér munum gera allt er í voru valdi stendur, til að hagnýta féð á sem beztan hátt. Þér munuð að líkindum hafa áhuga á að frétta að sjóður vor nemur nú samtals £ 418.100. í þeirri von, að það geti orðið að gagni, sendi ég yður sex eintök af reikningsniðurstöðum sjóðsins, eins og þær voru í sept. s.L, svo samstarfsmenn yðar geti gert sér ljóst á hvaða grundvelli vér störfum. Eg hefi gert fyrirspurnir viðvíkjandi sovét-kvikmyndum og mun bráðlega geta látið yður fá upplýsingar um þetta efni. — Eg vil endurtaka þakkir mínar og óska yður alls góðs". Iþróttakvikmynd Ái- manns verður sýnd í dag kl. 1,15 í Tjarnarbíó íþróttakvikmynd Ármanns hef ur verið sýnd í Tjarnarbíó und- anfarandi sunnudaga við góða aðsókn og hefur hlotið almennt lof áhorfenda. Mynd þessa, sem markar tíma mót í sögu íþróttanna hér á landi, þurfa sem flestir Reyk- víkingar að sjá. — Myndin verð- ur sýnd í Tjarnabíó í dag kl. 1,15 og verður það, sem óselt kann að verða af aðgöngumiðum, selt við innganginn. Að loknum sýningum hér í bænum verður myndin sýnd víðsvegar úti um land. ^Hreyffll" sam* þybkír ad vínna ekkí 1* maí kl, 12—17 Bifreiðastjórafélagið Hreyf- ill samþykkti á fundi, er fé lagið hélt í fyrradag, eftirfar- andi tillögu um að félags- menn vinni ekki á degi verka- lýðsins 1. maí. „Þar sem 1. maí hefur verið hátíðisdagur verkalýðsins nú mörg undanfarin ár, ekki ein ungis á íslandi, heldur um heim allan, eftir að verkalýður inn reis upp gegn undirokun yfirstéttarinnar, og meö því skapað betri lífsmöguleika fyr ir alla þá, sem vinnu sína selja, telur Bifreiðastjórafélag- ið Hreyfill, á fundi sínum 2. marz 1943, sjálfsagt að hætta akstri á degi, verkalýðsins 1. œaí 1943 frá kl. 12—17". Tillagan var einróma sam þykkt og er félagið ákveöið í þvi aö' framfylgja henrú. #fflHM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.