Þjóðviljinn - 30.03.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.03.1943, Blaðsíða 1
JOÐVIUINN 8. árgangur. Þriðjudagur 30. marz 1943. 72. tölublað. Fasísfahcrírnír i Sudur~Túnís hafa míssf sferkusfu stöðvar sínar og hdrfa fíl norðurs Áttundi brezki herinn hefur náð allri Marethvirkja- línunni í Suður-Túnís á vald sitt, og er her Rommels á undanhaldi til varnastöðva við Gabes norðar í land- inu. Bretar hófu úrslitaorustuna um Marethvarnar- virkin á föstudag með geysihörðum loftárásum, og á laugardag hóf landherinn árásirnar fyrir alvöru. Á sunnudagskvöld hafði Bretum tekizt að hrekja fasistaherina úr þessari öflugu varnarlínu, sem gerð var með Maginotvirkin frönsku sem fyrirmynd. Bretar hafa tekið um 6000 þýzka og ítalska fanga í bar- Verkalýöurinn mótmælir Bára, Eyrarbakka Á síðasta fundi Verkamannafé- lagsins Bára, Eyrarbakka var sam- þykkt eftirfarandi tillaga: „Fundurinn mótmælir harðlega frumvarpi ríkisstjórnarinnar um dýrtíðarráðstaíanir, þar sem í því fellst stórfelld skerðing á kaupi launþega í íandinu og skorar á Al- þingi að fella það". Verklýðsfélag Svalbarðs- strandar. Á fundi verklýðsfélags Svalbarðs-» strandar, 7. marz 1943, var sam- þykkt eftirfarandi tillaga: „Fundur í Verklýðsfélagi Sval- barðsstrandar, 7. marz 1943, mót- mælir eindregið dýrtíðarfrumvarpi því, er ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi og skorar á Alþingi að fella það. Fundurinn sættir sig ekki við á- rásir þær á kjör alþýðunnar, sem frumvarp þetta fer fram á, sem einkum er beint að launþegum, bænduni og mönnum með miðlungs- tekjur. Jafnframt skorar funduriiín á Al- þingi að gera öflugar ráðstafanir gegn dýrtíðinni á grundvelli þeirra samþykkta, sem 17. þing Alþýðusam- bands íslands gerði síðastliðið haust". Aðalfundur Barna- vinafél. Sumargjöf Aðalfundur Barnavinqfélags- ins Sumargjafar var haldinn s. I. sunnudag. ísak Jónsson formaður félags- ins gaf skýrslu um störf félags- ins á s. 1. ári. — Reikningar fé- lagsins voru síðan lagðir fyrir fundinn og samþykktir. Framhald á 4. síðu dögunum á Marethsvæðinu. ' f síðustu fregnum er talið ó- líklegt að Rommel muni freista þess að veita viðnám á Gabes- svæðinu, og hafi Þjóðverjar þegar eyðilagt flugvellj sína á þessum stöðum. Brezk herskip hófu í gær skothríð á höfnina í Gabes. í Mið-Túnis sækir bandarísk- ur her fram, og er hugsanlegt að honum takist að loka undan- haldsleiðum Rommels, verði á- framhald á sókninni. Eplendur (oispi fessai « Ægir elti togarann og hafa skotið á hann náði honum, eftir að all mörgum skotum. Engar breytingar á austurvígstöðvunum í herstjórnartilkynningu frá Moskva í gærkvöld, var sagt að engar teljandi breytingar hafi orðið á vígstöðvunum síðasta sólarhringinn. Staðbundnar orustur voru háðar á Bjeli- og Donetssvæðun- um. Brezkir „Crusader"-skriðdrekar elta flótta Rommels í Afr- íku undan sókn áttunda brezka hersins „Crusader"-skriðdrekar hafa verið mikið notaðir á vígstöðvun- um í Afríku. Þeir eru mjög hraðfara og hafa átt sinn mikla þátt í sigurvinningum áttunda hersins. Eden og Roosevelt ræða um skip- un Evrópumála efftir stríð „Reynslan frá Norður-Afríku til nákvæmr- ar athugunar" Anthony Eden, utanríkisráðherra Breta, ræddi í gær við Roosevelt Bandaríkjaforseta, Litvinoff, sendiherra Sovétríkj- anna í Washington og kínverska utanríkisráðherrann. Eitt af málefnum þeim sem Eden hefur rætt við banda- ríska stjórnmálamenn er stjórn Evrópulanda, eftir að þau hafa verið leyst undan valdi Þjóðverja, og var rætt um hvert land sérstaklega. Segir í tilkynningu frá Was- hington að tekin hafi verið til nákvæmrar athugunar í þessu sambandi reynzlan frá Norður- Afríku, og muni hér eftir verða tryggt, áður en innrás hefst, að Bandamenn hafi komið sér sam- an um þær atvinnulegu og póli- tísku ráðstafanir, er gera eigi. Hin margvíslegu viðfangsefni, sem bíða lausnar að lokinni styr j i öldinni, og viðhorf þjóðanna til þeirra, eru gerð að umtalsefni í yfirlitsgrein, sem Association Press hefur gefið út.'Þar segir, að í Washingtonborg einni, starfi nú um 100 sérfræðingar í ýms- um stjórnardeildum að þessum málum. í greininni segir m. a. „Jafn- vel þó að þeir (sérfræðingarnir) hafi nú þegar gert áætlanir á al- þjóðlegum grundvelli, hafa þær ekki verið birtar sökum þess, að þegar til kastanna kemur vei'ða allar aðgerðir að miðast við það, hvernig ástatt verður í heimin- um, þegar styrjöldinni lýkur. Þá er drepið á nokkur helztu vanda málin, sem bíði Bandaríkjanna eingöngu, á sviði stjórnmála, við skipta- og milliríkjamála. Svo virðist sem þau mál verði ekki leyst nema með tilliti til ástands- ins í öðrum löndum. Þeir, sem Framhald á 4. síðu Það mun hafa verið síðast- liðinn laugardag, að Sæbjörg, sem stundar m. a. landhelgis- gæzlu, ætlaði að taka erlendan togara er hún taldi vera að veið- um í landhelgi. Stýrimaðurinn á Sæbjörgu, Guðni Thorlacíus, fór um borð í togarann, en í stað þess að sigla til hafnar, brá togarinn við og stefndi til hafs með stýri- manninn af Sæbjörgu innan borðs. Ægi var þegar gert aðvart um þetta og hóf hann eftirför eft- ir togaranum og náði honum en til þess að fá hann til að nema staðar varð hann að skjóta all- mörgum skotum að togaranum og þar sem hann lét ekki að við- vörunarskotum mun hafa verið skotið nokkrum skotum sem hæfðu togarann sjálfan. Ægir kom síðan með togarann hingað til Reykjavíkur. Ekkert slys hlauzt af skothrið- inni á togarann, enda eru kúlur Ægis þannig gerðar, að þær springa ekki þó að þær hitti mark. Réttarhöld í málinu hefjast sennilega* kl. 10 f. h. í dag. Vélbáturinn Vinur frá Stöðvarfirði tal- inn af. Tveir menn voru á bátnum. Talið er víst að vélbáturinn Vinur frá Stöðvarfirði, hafi far- izt. Á honum voru 2 menn, Guðni . Eyjólfsson og Þórhallur Er- lendsson, báðir frá Stöðvarfirði. Síðastliðinn föstudag réru bátar frá Stöðvarfirði og komu þeir allir að landi um kyöldið, nema vélbáturinn Vinur sem var opinn vélbátur 2V2 smálest. Var bátsins leitað næstu daga, en ár- angurslaust. Guðni Ejólfsson var 35 ára, kvæntur og átti 7 börn. Þórhallur Erlendsson var 34 ára, ókvæntur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.