Þjóðviljinn - 30.03.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.03.1943, Blaðsíða 2
o ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur, 30. marz 1943. 0TBOB Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í byggingu túrbínuhólks, þrýstivatnspípu o. fl. í aflstöð- ina við Ljósafoss. Uppdrættir og útboðslýsing liggja frammi til sýnis á skrifstofu Rafmagnsveitunnar (Teiknistofunni) frá þriðjudegi þ. 30. marz e. h. og afhendist gegn 250 kr. skilatryggingu. Tekið verður á móti tilboðum á sama stað til mið- vikudags þ. 14. apríl kl. 11,30 f. hád. og verða þau þá lesin upp í viðurvist bjóðenda, er þar kunna að vera mættir. Réttur er áskilinn til að taka hverju tilboði sem er eða hafna öllum. Rafmagnsstjórinn. LðgtSk. Eftir kröfu útvarpsstjórans í Reykjavík og að und- angengnum úrskurði, verða lögtök látin fara fram fyrir ógreiddum afnotagjöldum af útvarpi fyrir árið 1942 að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. Lögmaðurinn í Reykjavík 27. marz 1943. Kristján Kristjánsson settur. TILBOÐ óskast í vörubirgðir firmanna Perlubúðarinnar. Wind- sor Magasín og Sportvörugerðarinnar fyrir 8. apríl n. k. í skrifstofu lögmanns í Arnarhvoli geta menn feng- ið að sjá skrá yfir vörurnar og skoðað þær eftir sam- komulagi. Áskilinn er réttur til að hafna öllum tilboðum. Skiptaráðandinn í Reykjavík. ilnstarbærinn Krakka vantar til að bera Þjóðviljann til kaupenda í austurbænum. Talið við afgreiðsluna, Austurstræti 12, Sími 2184. TILKYNNING frá loftvarnanefnd Loftvarnarfundur verður haldinn í Háskólanum, I. kennslustofu, í dag 30. marz kl. 20,30. Fundarefni: Agnar Kofoed Hansen lögreglustjóri talar. Meðlimir í hverfum 1—30 alvarlega áminntir um áð mæta. Ath. Gengið inn um suðurgafl. AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM Leiðrétting í 67. tölublaði Þjóðviljans rit- ar einhver ,,K“ grein undir fyr- irsögninni „Öryggi eða undan- þága“, og er í henni andstyggi- legur rógburður á skipaskoðun ríkisins. í greininni segir, að það komi hvert vottorðið á fætur öðru í hendur tollvarðanna frá skipaskoðun ríkisins, þar sem allt sé í lagi, nema það vanti reykbombur, 10 eða jafnvel 13 björgunarbelti, eða jafn mörg og mennirnir eru um borð, kannske vél í annan björg- unarbátinn o. s. frv.“ Svo er haldið áfram og sagt, „það er ekki lítil trygging fyrir sjómenn ina, þegar skip þeirra hefur ver- ið skotið í kaf og þeir berjast við öldur úthafsins björgunarbeltis- lausir, eða þeir híma á fleka án þess að hafa tæki til þess að geta gert vart við sig, að skipaskoðun íslenzka ríkisins hefur veitt und anþágu frá því að hafa slíkt meðferðis". Ég tel mér skylt vegna þeirra, sem á sjónum eru og aðstand- enda þeirra, að leiðrétta ofan- greind ummæli. Sannleikurinn er þessi: Reykbombur hafa ekki verið fáanlegar hér. Erlendis hafa þó nokkur skip getað aflað sér þeirra árið 1941, en ekki síðan, að ég bezt veit. Björgunarbelti hafa öll skip- in, fyrir alla, sem á skipunum eru, og það ekki eitt á mann, heldur tvö til þrjú á mann, af þeim, sem sigla milli landa, og auk þess björgunarvesti úr „Kapok“ eða gúmíbelti, sem blás in eru upp, fyrir alla sem sigla milli landa. Um vöntun á vél í einn bjarg- bát skipsins, þá er því til að svara, að sum skipin hafa misst bjargbát sinn í millilandaf'erð- um, en eins og allir vita, þá er ekki auðvelt að fá aðra vél í staðinn nú á tímum, en að stöðva skipin fyrir það, eftir að öll skips höfnin sem á skipinu er, hefur undirskrifað vottorð þar að lút- andi, að hún óski eftir að fara ferðina, enda þótt engin vél sé í bátnum, þá hef ég ekki talið fært að stöðva skipin þess vegna. „Um það atriði, að menn kunni að koma til að híma á bjargflek- unum, án þess að geta gert vart við sig“, þá fullyrði ég, að á hverjum fleka er sá útbúnaður, sem á honum á að vera til þess- ara hluta lögum samkvæmt, þeg- ar skoðun hefur farið fram, en eigi nú hr. „K“ við loftskeyta- tæki það sem á að vera í einum af björgunarbátunum, en sem margir hafa flutt á bjargfleka, og það með samþykki mínu, að þá get ég fullvissað hann um það, að hver og einn einasti tog- aranna og stærri skipanna og annan-a millilandaskipa, sem hafa mann sem kann með þau að fara, hefur þetta loftskeyta- tæki annaðhvort í bjargbát eða fleka, og auk þess eru hinir bát- arnir á stærri skipunum útbún- ir með loftstengum, svo að hægt sé að nota loftskeytatækið á hvaða bát eða fleka sem er á skipinu. Ég hef þá leiðrétt þessi óverð- ugu ummæli hr. „K“ í garð skipa skoðunarinnar, en hans skrif dæma sig sjálf, því þau eru ekki annað en svívirðilegur áróður á þá menn, sem í einlægni starfa að framkvæmdum öryggismál- anna. í niðurlagi greinar sinnar seg- ir hr. „K“ „Ég veit ekki hvaða öfl eru hér að verki, en þau eru svo óhrein, að þau hæfa þeim einum, sem hafa stungið sam- vizkunni svefnþorn og láta sig litlu skipta hvernig fer um ann- arra hag. Eða hver treystir sér að verja starfsemi eins og hér hefur verið gerð að umtalsefni með frambærilegum rökum?“ Ég tel, að hér að framan hafi hinn ódrengilegi áróður hr. „K“ verið dreginn fram í dagsljósið, svo að allir sem sannleika unna geta séð hvað rétt er, en við hr. „K“ vil ég aðeins segja það, að þér ættuð að reyna að draga út svefnþorn það, sem þér hljótið að hafa stungið yðar eigin sam- vizku, til þess að þér mættuð sjá þá óróðurstilhneigingu, sem í yð- ur hlýtur að búa, ef það mætti verða yður til nokkurs sálarlegs þroska, því rógburður og ill- kvittnislegar getsakir, sem svo margir illviljaðir menn örygg- inu fegins hendi grípa til í áróð- urs skyni verður aldrei öryggis- málunum til velfarnaðar. Ól. T. Sveinsson. Athugasemd við „leiðréttingu" Ritstj. Þjóðviljans hefur sýnt mér „leiði’éttingu“ Ólafs Sveins- sonar og gefið mér kost á að gera við hana eftirfarandi at- hugasemd. Það virðist hafa komið óþægi- lega við skipaskoðunarmanninn þegar hann las grein mína í Þjóð viljanum „Öryggi eða undan- þága“, því hann umhverfist svo rækilega úr venjulegum manni, sem ég geri ráð fyrir að hann sé, í stjórnlausan stóryrðahák og sem slíkur er hann ekki svara- verður. En í sambandi við ummæli hans viðvíkjandi málefninu sem grein mín fjallar um, vil ég fara nokkrum orðum. í 2. gr. um reglur frá 2. sepf. 1941 um útbúnað skipa er sigla Framhald á 4. síðu. Útlærðar saumastúlkur og lærlingar geta komizt að nú þegar. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Henny Ottosson Kirkjuhvoli. Jóhannes úr Kötlum. ÞEGAR TÍMAR LÍÐA verður hernám Islands og dvöl liins fjöl- menna setuliðs í landinu talinn einn merkasti atburður i sögu þess. Þessi stórviðburður verður skráður í sögunni, sem einhver örlagaríkasti atburðurinn fyrir þjóðina á siðari öldum. Hann mun verða ótœmandi efni fyrir söguritara og sígilt yrkisefni ís- lenzkra skálda og rithöfunda. — Menning íslands og framtíð þess byggist ekki sízt á verkum skálda og listamanna, sem þjóð- in á og kemur til með að eiga. Afstaða þeirra til þess viðhorfs, sem skapaðist í landinu við her- nám þess, verður einn snarasti þátturinn i samheldni þjóðarinn- ar um hin andlegu og sögulegu verðmœti sín. Nú er fyrsta hernámssagan komin út, VERNDARENGL- ARNIR eftir Jóhannes úr Kötl- um, Ijóðskáldið, sem hefur dreg- ið sig út úr skarkala fjölbýlisins og skrifar ósnortið af honum um áhrif þessa söguríka tímabils, eins og þau mæta því. Sumum kann að þykja skáldið á köflum ósanngjarnt, en um allt er deilt — og um samúð og þjóð- artilfinningu skáldsins efast eng- inn eftir lestur þessarar bókar um hernám hins ósnortna litla eylands í norðurhöfum, ósnortna af vígvélum og styrjaldarhug — og kynningu heimilanna, sem það land byggir, af brúnklœdd- um þúsundum manna, sem tala framandi tungur. VERNDAR- ENGLARNIR eru fyrsta her- námsskáldsagan — og síðar verð- ur hún notuð sem heimild um viðhorf íslenzku þjóðarinnar og hugsunarhátt á hernáms- og setuliðsárunum 1940—1943. Útg. Svartir dagar eftir SIG. HEIÐDAL er geypilega spennandi skáld- saga, sem gerist árið 1967 og lýsir meðal annars stjórn- málalífinu, þar sem allt er komið í hendur ábyrgðar- lausra glœframanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.