Þjóðviljinn - 30.03.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.03.1943, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINN 3 * Þriðjudagur, 30. marz 1943: HiðmpiM i Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýcíu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgcirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartarson Ritstjórn: Garðastræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðastræti 17. Vinstri stjórn Tíminn og Alþýðublaðið kepp- ast við að skrifa um vinstri stjórn þessa dagana. Vel gætu þessj virðulegu blöð stytt þessi skrif mikið, því að út úr öllum orðaflaumnum, kemur aðeins þetta: ,Kommúnistar lofuðu vinstri stjórn fyrir kosningar. Vinstri stjórn mundi leysa öll vandamál þjóðarinnar. Það er kommúnistum einum að kenna að ekki er mynduð vinstri stjórn“. Með þessum megin straum flýtur svo almennt skvaldur um „kommúnista11, það er jafnvel lagzt svo lágt að taka undir aðdróttanir Árna frá Múla um að kommúnistar muni stela fé því sem safnað er fyrir Rauða kross Sovétríkjanna. Til þess að menn geti betur áttað sig á þeim þrem megin atriðum sem felast í skrifum þess ara blaða um vinstri stjórn, er rétt að taka þau til athugunar hvert fyrir sig. Fyrir kosningarnar lagði Sós- íalistaflokkurinn fram kosninga stefnuskrá. Marg aðspurður hvort flokkurinn mundi ganga til stjórnarmyndunar, með svo kölluðum vinstri flokkum, svör- uðu fulltrúar hans því, að hann mundi vinna að framkvæmd þessarar stefnuskrár, með hverj- um þeim flokki sem á hana vildi fallast, og tryggja framgang hennar. Sérstaklega benti flokk- urinn kjósendum Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokksins á, að ef þessir flokkar féllust á kosningastefnuskrá Sósíalista- flokksins, yrðu vinstri mennirn- ir innan þessara flokka að láta meira til sín taka en verið hefði. Slík voru loforð Sósíalista um vinstri stjórn fyrir kosningar og slík er afstaða þeirra til henn- ar enn, flokknum hefur ekki til hugar komið að svíkja þá stefnu- skrá, sem hann vann kjörfylgi sitt á, og hann gengur ekki til stjórnarsamvinnu, hvorki með einum né öðrum, nema að hann telji að öruggt sé, að fram- kvæmdir stjórnarinnar séu sam- rýmanlegar þessari stefnu, er hann lofaði að fylgja fyrir kosn- ingar. Þrugl Alþýðublaðsins og Tím- ans um að vinstri stjórn mundi leysa öll vandamál líðandi stund ar, er naumast svaravert. Víst er um það, að engin stjórn er þess umkomin að stýra fram hjá öllum vanda, hvaða gtjórn sem mynduð væri, mundi verða að horfast í augu við mjög mikil vandamál, og lausnirnar myndu eins og gengur og gerist orka tví- mælis og valdadbilum. Afnrðaverðlð hefor flmmfafdazl kaaplð taplega ffðrfaldazt Randhermí Gudmundar Icnssonar Hvanneyrí svarað í ejtirfarandi grein eru helztu fullyrðingar Guðmundar Jóns- sonar kennara á Hvanneyri um hækkun kaupgjalds og afurða- verðs teknar til meðferðar, jafn- framt því að leiðrétt verður rang hermi hans varðandi grein mína um framleiðslu- og söluverð nokkurra búnaðarvara, er birt- ist í Þjóðviljanum 17. marz s. I. Um þær greinar aðfar, sem rit- aðar liafa verið sem andsvör til mín, hirði ég ekki að fjölyrða. Til þess brestur höfunda þeirra um of hvorttveggja, haldgóða þekkingu á sjálfu málefninu á- samt þeirri almennu og nauð- synlegu háttsemi í rithætti er með þarf til þess, að viðfangs- efnið njóti þeirra röksemda, er það krefst og til úrbóta horfa. Grein G. J. hefst á þeirri full- yrðingu, að höfuðályktanir mín- ar séu byggðar á þeim aukaat- riðum, að Dagsbrúnax-kaup hafi tæplega fjórfaldazt á sama tíma og verð á búnaðarafurðum hafi um það bil fimmfaldazt, og síð- an bætir hann við: „Hvað síðara atriðið snertir, var átt við sölu- verð nokkurra helztu afuröanna i Reykjavík, en ekki afurðaverð til bænda‘\ (Leturbr. mínar). Hér kveður við nokkuð annan tón en í Morgunblaðinu 11. mai'z s. 1. Þar segir G. J. um sama efni orðrétt: „og þessi auka- hœkkun á afurðum landbúnað- arins fram yfir almenna kaup- hækkun, er því aðeins sams kon- ar kjarabót og aðrar stéttir manna voru áður búnar að afla sér“. (Leturbr. mínar). Þó mér sé það mjög um geð, verður ekki hjá því komizt, að benda G. J. á það, að annað hvort hefur hann ekki athugað „sinn Það vill nú svo til að nokkur reynzla er fyrir hendi um „vinstri stjórn“, eins og það er kallað. Vinstri stjórnir hafa far- ið hér með völd síðan 1927 og er saga þeirra, vægast sagt, ekki til eftirbreytni, og því mega kjósendur Sólsíalistaflokksins treysta, að flokkurinn gengur ekki til stjórnarmyndunar til þess að fá samskonar stjórn eins og hinar fyrri vinstri stjórnir. Síðasta atriðinu í tali Alþýðu- blaðsins og Tímans, því, að það sé sósíalistum einum að kenna að ekki hafi tekizt að mynda vinstri stjórn, er raunar full- svarað, með því sem þegar er sagt, því einu er við að bæta, að enn geta flokkar þessir fall- izt á stefnu sósíalista, þannig að vinstri stjórnarmyndun yrði möguleg, en meðan Framsóknar- menn hafa hatramasta andstæð- ing vinstri samvinnu í formanns sæti, og meðan Aþýðuflokkur- inn hefur í fullu gildi ýfirlýsingu sína um að engin stjórnmálasam vinna komi til greina við sós- íalista, virðast líkurnar ekki miklar fyrir að þeim sé alvara með að mynda raunverulega vinstri stjórn. gang“ nægilega, áður en hann gekk frá Morgunblaðsgrein sinni eða þá hitt, og er það líklegra, að þau óvéfengjanlegu atriði málsins, að kaupgjald hafi tæp- lega fjórfaldazt, en afurðaverð fimmfaldazt á sama tíma, þyki óþarfar, jafnvel saknæmar upp- ljóstranir áður en til átaka dreg- ur um lausn dýrtíðarmálanna. Eigi G. J. hins vegar við útsölu- verð afurðanna, þegar hann ræð- ir um hina fimmföldu hækkun þeirx-a, hvaðan kemur honum þá það brjóstvit, að telja vei’ðhækk- unina sams konar kjarabætur til bænda og aðrar stéttir hafi áð- ur fengið. Vill G. J. þar með telja smásöluálagningú á búnaðai'vör- ur tekjur fyrir bændur? Og sé svo, því verður þeirra þá ekki vart á búreikningum hans? — Hverjum freistingum G. J. hef- ur orðið fyrir á tímabilinu 11. marz til 21. sama mánaðar, leiði ég engar getur að, en hitt er deg- inum ljósara, að í Tímagrein sinni 27. þ. m. kennir hann nokk- urs ótta vegna fyrri kenninga sinna og útreikninga. Því vitan- lega fær það ekki staðizt neina raun, að afui'ðaverðið sé fimm- faldað miðað við útsöluverð, og jafnframt komi sú hækkun öll bændum til tekna. Sannleikur málsins er ljós, og ekki torveld- ur. Sem sé sá, að ef borið er sam- an haustverð á dilkakjöti árið 1939 og árið 1942 í heildsölu til kaupmanna í Reykjavík, en það er auðvitað það eina rétta, þá hefur verðið fimmfaldazt og þó rúmlega. í okt. 1939 var heild- söluverð á dilkakjöti í Reykja- vík kr. 1.25 á kg., en í okt. 1942 kr. 6.40 á kg. Smásöluverð nokkru hæi'ra og í svipuðu hlut- falli bæði árin. Þetta atriði máls- ins verður ekki flækt. Til þess er það um of augljóst og einfalt og margjátað af greinarhöfundi. G. J. tekur réttilega fram, að ég telji heildararð búskaparins ki'. 31.960.00 á bú, en bætir síðan við, „þar að auki telur hann (þ. e. A. G.), að sé verðlagsuppbót úr ríkissjóði, svo að alls verði heildararðurinn um 40.000.00 kr.“. Hér ruglar G. J. enn á ný saman heildsölu- og smásölu- verði, eða þá hitt, að hann rang- færir vísvitandi orð mín. í grein minni segir aðeins, að söluverð afurðanna sé um kr. 40.000.00 að styrkjum meðtöldum á þær vör- ur, sem út eru fluttar, og er þá átt við smásöluverð í Reýkjavík, á sama hátt og G. J. gerir í Tíma- grein sinni, enda hef ég áður til- greint heildararð búsins krónur 31.960.00, svo óþarft sýndist að rugla þessu tvennu saman. G. J. telur rétt vera, að bænd- ur hafi borið úr býtum 7.850.00 kr. árið 1940, og að Biætaupp- bótin sé ekki þar meðtalin, en hún nam um kr. 750.00 að með- altali. Er ekki nema gott eitt um það að segja, að laun bænda urðu viðunandi þetta ár, en það má bara ekki gleymast í sam- bandi hér við, að á sama tíma máttu verkamenn una verulegri kauplækkun vegna gengisbreyt- inganna 1939, og kjör þeirra því árið 1940 hvergi nærri sambæri- leg við kjör annarra stétta, jafn- vel ekki bænda, en lengra verð- ur sennilega ekki jafnað að á- liti G. J. og hans sálufélaga. Samkvæmt útreikningum G. J. verður uppbótin til bænda nú, miðað við 25 millj. króna fram- lag úr ríkissjóði, eins og ráð var fyrir gert, að meðaltali rúmar kr. 4000.00. Hvern veg skyldi nú þetta fé skiptast eða i'éttara sagt misskiptast milli bændanna í landinu. Ef gert er ráð fyrir, að innlegg meðalbúsins sé um það bil 70 lömb, lætur nærri, að styrkurinn sé nálægt kr. 58.00 á hvei’t þeirra. Nú er vitað, að margir bændur eru ekki svo fjár margir, að um slíkt innlegg geti verið að ræða, hins vegar leggja hinir stærri bændur inn marg- falda þá dilkatölu. Þessi styrkur er því sama marki brenndur og margir aðrir, að koma í minnst- um mæli þar niður, sem þörfin er mest fyrir hann, hjá einykrj- unum, hinum fátæku og smáu innan ísl. bændastéttar. —Væri ekki nær fyrir hagfræðinga bún- aðarins, að fórna nokkru af dýr- mætum tíma sínum til þess, að koma á réttlátari deilingu þeirra styrkja meðal bænda, sem til þeirra eru látnir ganga, en vera með sífellda smámunasemi gagn- vart verkamönnum og ala á ó- vild í þeirra garð? í grein minni í Þjóðviljanunj hélt ég því fram, miðað við nið- urstöður búreikninganna árið 1939, að framleiðsluverð mjólkur væri nú, þ. e. 17. mai'Z 1943, um kr. 0.60 á lítra, en útsöluvei’ð hennar hinsvegar kr. 1.75 til kr. 1.83 á lítra. Er þá miðað við að aðrir kostnaðarliðir við fram- leiðsluna en útborguð vinnulaun séu 250 á móti 100 árið 1939. — Þessu hagræðir G. J. þannig, að ég hljóti að eiga við meðal-út- söluverð árið 1942, en verðlag var mjög breytilegt á því ári, eins og vitað er, og meðalverðið kr. 1.17 á lítra. Þó telur G. J. ekki fjarri lagi, að framleiðslu- vei'ðið sé nálægt þessu, „senni- lega noktyuð of lágt“ (leturbr. mínar), eins og hann orðar það. Sú ályktun G. J., að ég eigi við árið 1942, þegar ég tala um verð- lag mjólkur í marz 1943, er væg- ast sagt sá skollaleikur, sem ekki er samboðinn greinai'höfundi, með tilliti til þekkingar hans á máli því, sem um er deilt. Slík málfærsla styður ekki hlutlægar rökræður um úrlausnarefnin. Þvert á móti. Hún dæmir sig ó- mei'ka, svo sem maklegt er. Það ætti að vera G. J. vert íhugunar- efni, jafn mikið og hann lætur þessi mál til sín taka. Undir lok greinar sinnar hef- ur G. J. það eftir mér, að ég telji búreikningana almennt ekki á- lyktunarhæfa við ákvörðun á íramleiðsluverði búnaðarvara. — Þetta er alröng frásögn og vit- andi vits. Ég taldi þá búreikn- inga eina varla ályktunarhœfa, sem vœru svo fráleitir frá hag- rœnu sjónarmiði, að bóndinn virt ist tapa rúmlega öllum sauðfjár- stofni sínum á tveim árum, tap kr. 15.61 á kind — mat kr. 26.17 á kind. Eða finnst G. J. ekkert við þá rekstursafkomu að at- huga? Telur hann fjárvon að og framtíð fólgna í slíkum búskap- ai’háttum fyrir bændastéttina? Eitt er víst. Fyrir þjóðai’heild- ina, sem öll leggur nokkuð af mörkum til landbúnaðarins, ei'u þetta litlir búhnykkir. Ég tel mig ekki hafa fleiru að svara greinarhöfundi. Sumt í gi'ein minni játar hann, öðru snýr hann út úr eða minnist ekki á, af mjög skiljanlegum ástæð- um. Læt ég því útrætt um þetta. Vil aðeins undirstrika það, sem ég hef áður sagt um þessi efni, að rannsókn þarf að fara fram og nýskipan að komast á í fram- leiðslu og búnaðai’háttum okkar. Alexander Guðmundsson. NYKOMIÐ: Prjónasilki Náttkjólar Náttföt Undirkjólar Undirsett Buxur, stakar Brjóstahaldarar Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 ooooooooooooooooo ooooooooooooooooo SHIPAUTCERÐ Mófurbátur 50—80 tonna óskast tú að vera í flutningum milli Akraness og Reykjavíkur. GULLMUNIR hiandunnir---vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlof unarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisg. 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. KUKnnœ&zuuKK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.