Þjóðviljinn - 30.03.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.03.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILIINN Or borgtnnl Næturlæknir: Ólaíur Jóhannsson, Gunnarsbraut 39, sími 5979. **•— — jaœxrz Næturvörður er í Laugavegsapó- teki. Þriðji og síðasti fyrirlestur Hjör- varðar Árnasonar M. F. A. v'erður fluttur í kvöld, þriðjudaginn 30. marz kl. 8.20 í hátíðasal Háskólans. Efni: Amerísk málaralist á 19. og 20. öld. Skuggamyndir. — Aðgangur ókeypis og ölllum heimill. I All/f ol O rr I? Airl/ínvrílpivit ntvvtÍH ið n . ni I NÝJA BÍÓ Ást og afbrýðisemi (Appointment for Love) CHARLES BOYER MARGARET SULLAVAN Sýning kl. 3, 5, 7 og 9. Á morgun kl. 5. Iíestaræningjarnir með Cowboykappanum Johnny Mack Brown Börn yngri en 12 áya fá ekki aðgang. TJARNARBló m. Hamfarir (Turnabout). Amerískur gamanleikur Carole Landis Adolpe Menjou John Hubbard. Kl. 5, 7 og 9. LEIKFELAG REYKJAVIKUR. yFagurt er á fjöllum4 Skopleikur í þremur þáttum staðfærður af EMIL THORODDSEN. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. Eden og Roosevelt ræða um skípun Evrópumála Framh. af 1. síðu. „Framsókn" og Alþýðuflokkurinn í neðri deild komu frumvarpi Steingríms Ai- alsteinssonar, um breytingu á sjúkra- húsalögunum, fyrir kattarnef er á fjöllum kl. 8 í kvöld. Sverrir Kristjánsson sagnfræðing- ur. flytur erindi í útvarpið í kvöld kl. 20.55 og nefnir hann erindið: Unninn sigur — tapaður friður. Er þetta fyrsta erindið í erindaflokki um Versalasamningana. Athugasemd við ,,leiðréttingu“. Framhald af 2. síðu. á hættusvæði, segir meðal ann- ars að ítrustu reglum skuli fylgt, og ekkert skip megi láta úr höfn til útlanda nema vott- orð skipaskoðunarmanns sé fyr- ir hendi um að öll björgunar- tæki þess séu í lagi. Mér sýnist ekki vera um neitt að villast, og engin undanþága komi til greina. En svo koma vottorð skipa- skoðunarmannsins: Allt í lagi, nema það vantar reykbombur, þær eiga þó eftir því að vera um borð sem öryggisútbúnað- ur. Er það ekki undanþága, fyrst skipum er leyft að siga án þeirra? * Það vanta björgunarbelti, misjafnlega mörg, stundum 13, eftir því eru þau nauðsynleg, þó að eitthvað af beltum sé fyrir um borð og gætu þá eins vant- að á örlaga stundum sem endra- nær. Er það ekki einnig undan- þága að skipum er leyft að sigla án þessara björgunarbelta? Um vöntun vélar í björgunar- bát, því atriði svarar skipaskoð- unarmaðurinn eins og honum sæmir sem opinberum starfs- manni, og játar að hafa í slíku tilfelli veitt undanþágu eftir að viðkomandi skipshöfn hafði ósk- að þess. Ég sé svo ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um „leiðrétt- inguna". Hún ber merki magn- lausrar reiði manns sem hefur mætt sannleikanum á óþægileg- an hátt. Ég vil að lokum leggja þær spurningar fyrir Ólaf Sveinsson, hvaðan honum komi vald til að gefa áðurnefndar undanþágur, og hvort honum finnist við at- hugun, sjómennirnir litlu nær, þó til séu reglur um öryggi þeirra ef þeim er ekki fylgt. Með þökk fyrir birtinguna. K. hafa þessi mál með höndum, virð ast á eitt sáttir um það, að skoða verði öll lönd heims sem eina heild, ef takast á að byggja upp varanlegt stjórnarfarslegt og hagfræðilegt kerfi. — Leiðandi mönnum meðal hinna samein- uðu þjóða er þetta atriði svo ljóst, að margir þeirra eru farn- ir að hvetja til samtaka nú þeg- ar um viðreisnarmálin á alþjóð- legum grundvelli. Stendur Sum- ner Welles, aðstoðar utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, þar einna fremst í flokki. Samstarf er þegar hafið við Stóra-Bret- land um þessi mál, og er almennt viðurkennt af fulltrúum beggja þjóða, að stríðsorsakir liggi að allverulegu leyti í misdreifingu heimsauðæfanna. — Höfundur greinarinnar minnir á, að Cor- dell Hull hafi í mörg undanfar- in ár barizt fyrir því að lækka tolla landa 1 milli til þess að auka alþjóðleg viðskipti og auka þannig dreifingu auðsins. Að því er snertir þjóðernis- MUNIÐ Iíaffisöluna Hafnarstræti 16 i3J3J3Í3DÍ3í3nDÍ3í3l3 000^0000000000000 DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Iíaffisalan Hafnarstræti 1 6. 00000000000000^00 málin, þá virðist styrjöldin hafa aukið þjóðerniskennd manna, en ekki dregið úr henni, og er rætt um það, hver áhrif þetta muni hafa á þá viðleitni, að sameina þjóðirnar. Viðfangsefnið verður það, segir greinarhöfundur, á hvern hátt verði unnt að beina þjóðernistilfinningum manna inn á þær brautir, að þær leiði ekki til styrjaldar á ný, heldur til almenningsheilla. Greining manna eftir tungum veldur einn ig erfiðleikum í samvinnu þjóða á milli. Loks er að taka til greina sam- keppni á sviði heimsstjórnmál- anna. Að ófriðnum loknum eru allar líkur til þess að Bandarík- in og Sovétríkin verði tvö öflug- ustu heimsveldin. Þess vegna berjast nú margir framsýnustu menn Bandaríkjanna fyrir því, að auka kynningu meðal þjóðar sinnar á Sovétríkjunum og þeim þjóðum, sem byggja Sovét-lýð- veldin, þar sem þeir eru þeirrar skoðunar, að aukin kynni leiði af sér aukna samúð og dragi úr stríðshættunni. Sumir óttast það sem þeir nefna metnað Rússa, en aðrir halda því fram, að Rúss- ar sækist ekki eftir að færa landa mæri sín út fyrir það, sem þau voru áður en Þjóðverjar réðust inn í Rússland árið 1941. . (Frá Stríðsfréttastofu Banda- ríkjanna). Sundlaugin á Eiðum. Sundlaugin á Eiðum var vígð síðastliðinn laugardag. Er hún talin önnur bezta sundlaug landsins. skeið fullnaðarprófsbarna. Laugin er öll hituð upp með rafmagni. Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, flutti Steingr. Aðalsteinsson, í efri deild, frum- varp um breytingu á lögum um sjúkrahús o. fl. Aðalatriði frumvarpsins var það tvennt, að ákveðið skyldi með lögum hversu mikinn þátt ríkissjóður tæki í byggingar- kostnaði sjúkrahúsa, sem bæjar- eða sveitarfélög reistu, og var reiknað með jöfnu framlagi rík- is og bæja — í stað eins þriðja hluta, sem venja hefur verið, að ríkið legði fram — og hinsveg- ar, að ríkissjóður tæki á sig reksturshalla, sem slík sjúkra- hús yrðu fyrir vegna dvalar ut- anhéraðssjúklinga, með því að greiða viðkomandi sjúkrahúsum sem svaraði einum þriðja dag- gjaldaupphæðar utanhéraðss'júkl inga. Landlæknir lagðist mjög fast á móti frumvarpinu, og ritaði allsherjarnefnd efri deildar bréf, þar sem hann færði fram hin fáránlegustu rök gegn því, en varð þó að viðurkenna, að efni þess væri réttmætt. Þrátt fyrir þessi mótmæli land læknis, mælti allsherjarnefnd efri deildar einróma með sam- þykkt frumvarpsins, og þó Hriflu-karlinn beitti sér þar fyr- ir andstöðu við frumvarpið, náði það samþykkti efri deildar. En þá hertu þeir „vinix-nir" — landlæknir og Hriflu-Jónas — enn í'óðurinn, og klofnaði alls- herjarnefnd neðri deildar um Fræðslufundur Dagsbrúnar Annar fræðslufundur Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar var í Iðnó s. I. sunnudag. Sverrir Kristjánsson sagnfræð ingur flutti þar fróðlegt erindi, er hann kallaði: Baráttan um Evrópu. Rakti hann þar valda- baráttu Evrópuríkjanna að fornu og nýju og ræddi síðan nokkuð um viðhorfið, eins og það er nú. Síðan var sýnd kvikmynd frá hátíðahöldum verklýðsfélag- anna 1. maí í fyrra. Var myndin ágæt. — Ennfremur var sýnd stutt kvikmynd frá barnaheim- ilinu að Reykholti. Á fyrra fræðslufundi Dags- brúnar í vetur, flutti prófessor Sigurður Nordal erindi um Sig- uvð Breiðfjörð og Bólu-Hjálm- ar. Að Dagsbrún hefur ekki hald- | ið fleiri fræðslufundi í vetur, stafar af því, að ekki hefur fengizt húsnæði til þeirra funda- halda. Á því verður að ráða bót í framtíðinni. Það er óþolandi að geti ekki haldið uppi fræðslu- starfsemi sinni vegna húsnæð- isleysis. málið, þó þannig, að meirihlut- inn mælti með framgangi þess, en fulltrúar „Framsóknar“ og Alþýðuflokksins vildu vísa því til stjórnarinnar, og við 2. umr. í neðri deild í gær tókst þeim að koma fram vilja sínum, með 18 atkv. gegn 10. Allir þingmenn Sósíalistafl. í deildinni, og þrír þingmenn Sjálfstæðisfl. greiddu atkvæði gegn þessari kviksetningu máls- ins, en Framsóknar- og Alþýðu- flokks þingmennirnir fylktu sér undir merki landlæknis í því að torvelda bæjar- og sveitafélög- um að reisa og reka sjúkrahús, sem fullnægi brýnustu þörfum almennings, á sviði heilbrigðis- málanna. Aðalfundur Barnavina- félagsins Sumargjöf. Pramhald af 1. síðu. Úr stjórninni áttu að ganga séra Árni Sigurðsson, frú Bjarn- dís Bjarnadóttir og ísak Jónsson kennari. Bjarndís Bjarnadóttir baðst undan endui'kosningu, og í hennar stað var kosinn Helgi Elíasson fulltrúi íræðslumála- stjói'a. ísak Jónsson og séi’a Árni Sigurðsson voru báðir endui'kosn ir. — Fyrir voru í stjórninni frú Að- albjörg Sigurðardóttir (sem kom inn í stjórnina í stað Magnúsar Stefánssonar), Arngrímur Kristj ánsson kennari, Jónas Jósteins- son kennari og frú Ragnhildur Pétui’sdóttir. í vai’astjói'n voru kosin: Bjarni Bjarnason kennai’i, frú Arnheiður Jónsdóttir og Björg- vin Sighvatsson kennari. Endurskoðendur voru kosnir: Bjarni Bjarnason og Gísli Sigui’- bjöi’nsson, báðir endurkosnir. Störf félagsins voru umfangs- meiri á s. 1. ári en þau hafa und- anfarin ár verið. Fjárframlag bæjarins til starfsemi félagsins var allmikið hækkað á yfirstand- andi fjárhagsáætlun, en ki’öfurn ar til félagsins vaxa að sama skapi. Fundurinn var sammála um að koma þyrfti upp starfsstöðvum í austurbænum hið bráðasta, en til þess þyrfti félagið að eignast þar hús. Var mikið rætt um þörf þess og ríkti mikill áhugi á fund- inum fyi'ir aukinni starfsemi fé- lagsins. Fundarstj. var Helgi Tryggva- son, en Bjai'ni Bjarnason ritari. Félagið hefur nu starfað í 19 ár, og nýtur stöðugt meiri vin- sælda, eftir því sem árin líða. Verður nánar sagt frá starf- semi félagsins síðar. • AUGLÝSIÐ í WÓÐVILJANUM Sundkennslu mun haldið uppi óslitið næsta vor og næsta sum- ar, m. a. verður þar sundnám 1 sfaérsta verklýðsfélag landsins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.