Þjóðviljinn - 31.03.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.03.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Miðvikudagur 31. marz 1943. 13. tölubl. Álit tónlistarmanna: i meiFi 9 é iilQDDa aD góHri t ðnlisr Fjárveitingum til tónlistarmanna hefur nú verið úthlutað. Félag íslenzkra tónlistarmanna fól þeim Emil Thoroddsen, Páli ísólfssyni og Þórarni Guðmundssyni að úthluta þeirri upphæð f járveitingarinnar 1943, sem kom í hlut tónlistarmanna. Nefndin hefur þegar úthlutað fé þessu til tónlistarmanna, og í bréfi, sem þeir hafa sent til menntamálaráðs, sýna þeir" fram á að styrkurinn til tónlistarmanna þyrfti að vera meiri ef vel ætti að vera. — Fer bréf þeirra hér á eftir. Vér undirritaðir, sem „Félag íslenzkra tónlistarmanna" hefur falið að úthluta fé því af skálda- og listamannastyrknum 1943, er kemur í hlut tónlistarmanna, leyfum oss hér með að gera eft- irfarandi tillögur um skiptingu fjárins: Jón Leifs .................... kr. 2400,00 Þórarínn Jónsson .... — 1000,00 Björgv. Guðmundss. — 1000,00 Sigv. Kaldalóns ........ — 1000,00 Karl O. Runólfsson . — 1000,00 Hallgr. Helgason........ — 1000,00 Pétur Á. Jónsson........ — 1000,00 Eggert Stefánsson .... — 800,00 Sig. Skagfield ...........^ — 800,00 • Samtals kr. 10.000,00 í þessu sambandi viljum vér leyfa oss að taka eftirfarandi fram: Vér álítum, að styrkurinn nái því aðeins tilgangi sínum, að a) styrkupphæðin til hvers ein- staklings sé ekki skorin um of við nögl, að b) hún sé nokkurn veginn jöfn frá ári til árs, og að c) sem flestir njóti góðs af. Það liggur í augum uppi, að þegar um jafntakmarkaða heild- arupphæð er að ræða og vér höf- um fengið til úthlutunar, kemur síðastnefnda sjónarmiðið því að- eins til greina, að jafnframt séu lækkaðir eða felldir niður styrk- ir eldri styrkþega. Þessi leið hef- ur því ekki verið farin, enda þótt borið hafi á góma í nefndinni nöfn margra tónlistarmanna, er Framhald á 4. síðu. Fasístahcrínn hrakínn úr Gabes ©$ El Hama. — Fiug~ her Brefa afhafnasamur Brezki herínn heldur áfram sókn í Suður-Túnis, tók í gær bæina £1 Hama og hafnarborgina Gabes og fylgir eftir her Rommels sem ér á undanhaldi á öllum leiðum frá Suður-Túnis. Sækja Bretar fram í átt til Sfax, en baksveitir fasistaherj- anna verja undanhaldið og reyna að tefja sókn áttunda brezka hersins með víðáttumiklum jarðsprengjusvæðum. Bretar hafa nú tekið um 8000 fanga síðan bardagarnir um Marethvirkin hófust. Flugvélar Bretá halda uppi látlausum árásum á hersveitir Rommels á undanhaldinu og vinna þeim mikið tjón. Churchill skýrði frá því í neðri stofu jbrezka þingsins í gær, að frams'veitir áttunda hersins hafi farið um Gabes á sókninni norð- ureftir snemma í gærmorgun. Churchill rómaði mjög fram- göngu Montgomery hershöfð- ingja og brezka hersins í Suður- Túnis, en varaði við ótímabærri bjartsýni, því enn væru harðar oTustur frámundan í Túnis þar til fasistaherirnir væru gersigr- aðir. Tilkynnt var í gær, að það hefðu verið nýsjálenzkar her- sveitir undir stjórn Freybergs hershöfðingja, sem komust vesV ur fyrir enda Marethlínunnar og tóku bæinn El Hama, en þær að- Mál strokutogarans Skipstjórinn, sem var brezkur, neitaði að hlýða skipun brezku flotastjúrnarinnar Hann neitar að hafa verið í landhelgi. - llálsrannsókn er ekki lokið Eins og frá var skýrt hér í blaðinu í gær sendi björgunar- skútan Sæbjörg annan stýrimann sinn um borð í erlendan tog- ara, sem var að veiðum í landhelgi, í þeim tilgangi að söku- dólgurinn færi til hafnar og léti rannsaka mál sitt samkvæmt landslögum. En í þess stað strauk togarinn til hafs og skeytti engum stöðv- unarmerkjum fyrr en Ægir, sem elti hann, hafði skotið á hann 27 skotum og laskað hann nokkuð. Ægir kom síðan með togara þenna, sem var brezkur, hingað til Reykjavíkur og stóðií réttarhöld í málinu yfir í gær, en var þó eigi að fullu lokið. Skipstjórinn hafði að engu fyrirskipun frá brezku flota- stjórninni —- taldi hana falsaða. Togarinn staðinn að land- helgisbroti Rannsókn í máli þessu hófst í gærmorgun. Skipstjórinn á Sæbjörgu, Hannes Freysteinsson skýrði frá á þessa leið: Laugardaginn 27. þ. m., kl. 11.45 var Sæbjörg um 2 mílur út af Stafnesi og sá þá togara að veiðum innan landhelgi á svo- nefndum Hafnaríeirum. Fór hún til togarans og mældist hann 1% sjómílu innan landhelgi. Guðni Thorlacíus, annar stýri- maður á Sæbjörgu fór um borð í togarann með skipun um að hætta veiðum og koma með Sæbjörgu til Reykjavíkur, en skipstjórinn neitaði því meðan íslenzkur yfirmaður væri um borð. Sæbjórg sendi Skipaútgerð ríkisins skeyti og skýrði frá hvernig málum væri háttað. Tilkynnti hún síðan togaraskip- stjóranum að loftskéytastöðin í Reykjavík væri að reyna að ná sambandi við hann. Togarinn hélt veiðum áfram innbyrti vörpuna og skömmu síðar fór hann með fullri ferð suður með landi og misti Sæ- björg sjónar af honum kl. 18 um kvöldið. Framhald á 4. síðu. gerðir höfðu mikil áhrif á bai'- áttuna um virkjalínuna alla. Freyberg og Nýsjálendingar hans gátu sér góðan orðstír í or- ustunum við El Alamein, og seg- ir í brezkri fregn, að Freyberg ¦ hafi bæði þar og nú í Túnis hefnt ósigursins á Krít, en-hann stjórn aði vörn Bandamanna þar. Bandaríkjaherinn heldur uppi sóknaraðgerðum á Gafsasvæðinu Mið-Túnis og hefur tekið 200 fanga síðastliðinn sólarhring. Á nyrztu vígstöðvunum í Túnis hefur 1. brezki herinn sótt fram og tekið 700 fanga á tveimur sól- arhringum. ¦ i Tíðindalítið af austur- vígstöðvunum Engar meiriháttar hernaðarað- gerðir fara nú fram á austurvig- stöðvunum, enda gera þíðurn'ar vígstöðvarnar víða að einu forar- feni, þar sem engin leið er að koma þungum hergögnum á- fram. Rauði herinn hefur tekið nokk ur þorp á vígstöðvunum suður af Bjeli á miðingstöðuunum. Á Donetsvígstöðvunum virðast Þjóðverjar hafa gefizt upp við tilraunir sínar að brjótast yfir Donets, en staðbundnir bardag- ar halda áfram í nánd við fljótið. Hörð loftárás á Berlín Oflugar sveitir brezkra sprengjuflugvéla vörpuðu á Ber- lín sprengjum í fyrrinott, og er þettaönnut árásin á hbfuðborg Þýzkalands síðustu þrjá sólar- hringana, og var sú fyrri gerð á sunnudagsnótt. Miklum f jölda eldsprengna og þungra sprengna var varpað nið- ur, og komu upp miklir eldar í borginni. Tuttugu og ein sprengjuflug- vél fórst í árásinni. Brezkar sprengjuflugvélar fóru einnig til árása á iðnaðar- borgir í Ruhrhéraði. Tóíf þeirra komu ekki aftur. Kosning útvarps- ráls Útvarpsráð var kosið á fundi sameinaðs þings í gær. Þessir voru kosnir: Frá Alþýðuflokknum: Sigurð- ur Einarsson. Frá Framsókn: Jón Eyþórsson. Frá Sósíalistaflokknum: Ein- ar Olgeirsson. Frá Sjálfstæðisfl.: Magnús Jónsson prófessor og Páll Stein- grímsson. Varamenn frá flokkunum voru kosnir (í sömu röð): Guðjón Guðjónsson, Pálmi Hannesson, Gunnar Benediktsson, Jóhann Havsteen og Jónas B. Jónsson. Matvælaskömmtun í - Bandaríkjunum I gœr byrjuðu amerískar hús- mœður að kaupa matvœli sam- kvœmt skömmtunarseðlum. Um helmingur allra matvœlateg- unda er nú skammtaður. Sums staðar reyndist vera hörgúll é kjötbirgðum, en því var kippt í lag með því að sláturhúsum í Chicago var heimilað að senda ákveðnar birgðir bœði til New York og annarra staða, þar sem kjötskortur var. Suður-Ameríkuríkin með Bandamönnum í rœðu, sem Henry A. Wallace, varaforseti Bandaríkjanna, flutti í áheyrn 100 þúsund manna í Santiago í gœr, sagði hann m. a., að á ferðalagi sinu um Suður- Ameríku hefði hann styrkzt í þeirri trú, að draumur Ameríku- lýðveldanna um bræðralag allra þjóða ætti fyrir sér að rætast. Wallace sagði m. a.: „Fólk á vorum dögum hefur sýnt, að það hefur þrek til þess að mæta hin- um sorglegu staðreyndum vorra tíma. Það er þung ábyrgð, sem lögð er á íbúa hins nýja heims, að varðveita menningu þá, sem þar hefur skapazt, og í því starfi verða þjóðirnar að taka sinn hlut fallslega þátt, eftir þroska sér- hverrar þeirra. í þessu starfi eru lönd vor sameinuð, og við því búin að útrýma bölvun nazism- ans". Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.