Þjóðviljinn - 31.03.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.03.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur, 31. marz 1943. GULLMUNIR n?£f£f£f£f£f£f£f£inf£fD Ný föt fyrir göraul bandunnir---------vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. T rúlof unarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisg. 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Iíaf fisalan Hafnarstræti 16. nnnnnnnzmnnn Látið oss hreinsa og pressa föt yðar í okkar fullkomnu og nýtízku vclum og þau fá sinn upprunalega bæ. Efnalaugin Týr FLJÓT AFGREIÐSLA Týsgötu 1, sími 2491. nnnnnnnnnnnn ooooooooooooooooo MUNIÐ Iíaffisöluna Hafnarstræti 16 ooooooooooooooooo AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM TILKYNNING um úfsölur verzlana Að gefnu tilefni er hér með vakin athygli á því, að samkvæmt auglýsingu atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytisins frá 20. desember 1933 um útsðlur (skyndisölur) verzlana, er aðeins heimilt að halda út- sölu á vefnaðarvöru og öðrum þeim vörum, er vefn- aðarvöruverzlanir hafa á boðstólum, á tímabilinu frá 10. janúar til 10. marz og frá 20. júlí til 5. sept. ár hvert. Brot .gegn þessu varða sektum, allt að 1000 kr. 30. marz 1943. Lögreglustjórinn í Reykjavík. Aðvðrnn frá dómsmálaráduneytínu Vegna tíðra brunaslysa af steinolíu, sem ástæða er til að ætla, að eigí rætur að rekja til þess, að í verzl- anir hafi slæðzt steinolía blönduð benzíni, eru olíu- salar víðs vegar um land hér með varaðir við að selja af steinolíubirgðum sínum, nema þeir hafi áður full- vissað sig um, að olían sé ekki blönduð benzíni. At- vinnudeild Háskólans leiðbeinir um athugun á stein- olíunni að þessu leyti. Jafnframt er fólk áminnt um að fara varlega með steinolíu, geyma hana í lokuðum ílátum og ekki inni í íbúðarhúsum, láta hana ekki koma nálægt opnum eldi og nota hana alls ekki til uppkveikju eða í olíusuðuvélar, nema fulvissa sé, að hún sé ómenguð. f Dómsmálaráðuneytið, 30. marz 1943. ÚtsvBr 1943 Hinn 1. apríl fellur í gjalddaga önnur greiðsla út- svara til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1943 skv. lögum 26. febrúar þ. á. og reglugerð sama dags, en það eru 15% af útsvarinu 1942, þó þannig að greiðsla standi á heilum eða hálfum tug króna. Borgarstjórinn. Skjaldargllman o.fl. Davíð Gu&mundsson glímdi þarna að hálfu Kjalnesinga. Hann hefur giímt hér oftar á kappglímum, og er jafnan góð- lyndur og drengilegur í kappinu. Til bragða virtist mér hann kunna mörgum meira af þessum keppendum. Davíð tapar nokkrum vinningum fyrir seinlæti í glím- unni. Hann þarf að leika hraðara við mótstöðumanninn til að koma honum í byltubragðsfæri, án þess hann viti. Að þessu sinni hlaut Davíð aðeins 3 vinninga og 6 byltur. Davíð Hálfdánarson er liðlegur glímu- maður og vel farinn að mörgu leyti. Hann brestur krafta á móti stórvöxnum. Og trú- að gæti ég, að Kann hafi eitthvað dalazt í viðureigninni við Benóný, þó að honum tækist að bera sigur um síðir, en sú glíma var ein sú fyrsta sem hann fór. Það er vafasamt hvort Davíð hefur fyllilega notið sín í glímum eftir það. Davíð vann á Haraldi, en ég er ekki enn búinn að átta mig á hvernig hann fékk þann vinn- ing. Til að sjá virtist bræðrabylta með þeim. Eg geri mér í hugarlund, að Har- aldur hafi fallið niður á réttan punkt, fyr- ir innan glímuhringinn, en að Davíð hafi ,,fríazt á fjórum“ með því að detta út fyrir hið ,,þrönga hlið“. Davíð er vel leik- inn í handvörninni og notaði hana óspart. Þar fyrir var öll frammistaða hans hin prúðmannlegasta. Hann fékk 3 vinninga og 6 byltur. — I mánaðarritið Vöku frá 1938 skrifar Egill Bjarnason blaðamaður athyglisverða grein um handvörnina í ís- lenzkri glímu. Davíð ætti að kynna sér hana. Sigfús Ingimundarson virðist mér ó- harðnaður unglingur, sem á allt sitt bezta óunnið enn þá fyrir glímuna, og verður því lítið um hann sagt annað hér. Hann réði þó niðurlögum Sigurðar Hallbjörns- sonar og Ingólfs Jónssonar, og einnig var hann búinn að fella Sigurð Ingason, áður en Sigurður gekk úr glímunni. Með á- huga fyrir að Jæra fleiri brögð og æfa þau vel, fellir hann fleiri á næstu kapp- glímu. Ingólfur Jónsson sýndist lipur og mjúk- ur og virtist oft ætla að gera góð tilþrif og verða einn frækilegasti glímumaður- inn, en heppnin var ekki með honum í þetta skipti til þess að ná vinningum. Hann fékk aðeins 2 vinninga, felldi Dav- íð^na. Ingólfur, Benóný og Sigfús voru jafnir með vinninga, en engum, sem á horfði, blandaðist hugur um, að Ingólfur stóð þeim svo Jangt um framar í allri glímuleikni. YFIRLÝSING FORSETANS Að aflokinni glímunni flutti forseti I. S. I., Benedikt Waage, mannsöfnuðinum þau gleðitíðindi, að Glímufélagið Armann gengi nú á undan öðrum íþróttafélögum í frjálslyndi og kærleiksríkri umhyggju fyrir náunganum. Félagið hefði nú hreins- að sig frá allri þvingunarstefnu og ref- skákshugsunum. Forsetinn tjáði frá, að nú hefði glímufélagið í fyrsta sinn, áð- ur en þessi kappgjíma fór fram, sem er sú 32. í röðinni, leyft áhugamönnum og efnilegum íþróttamönnum hvaðan sem væri af landinu, að koma til sín og æfa íþróttir innan félagsins, án þess að þeir væru skuldbundnir til að teljast Armenn- ingar. Þeir mættu nú leika lausum hala fyrir Ármannsstjórninni og fengju frjáls- ræði til að keppa við hvaða félag og hvaða menn sem þeir helzt óskuðu sér. Eg hlustaði á yfirlýsingu þessa með opnum munni, eins og hugfangið barn, e&œjaz pózti kt'inn „Baðgesti“ svarað Frá skrifstofu borgarstjóra hefur bjað- inu borizt efirfarandi: Hinn 20. þ. m. var í aðsendri grein í bæjarpósti Þjóðviljans gefið í skyn, að e. t. v. væri Sundhöllinni reiknað til gjalda Jiærra endurgjald fyrir heitt vatn og rafmagn, en öðrum viðskiptamönnum Hitaveitu bæjarins og Rafmagnsveitu, og gæti það m. a. átt þátt í erfiðri reksturs- afkomu Sundhallarinnar. Þetta er mjög fjarri sanni. Rafmagns- veitan hefur jafnan reiknað Sundhöllinni, bæði vélasal og þvottahúsi, rafmagnið skv. töxtum, er aðrir sambærilegir viðskipta- menn höfðu hagkvæmasta, og fyrir lieita vatnið hefur verið reiknað kr. A0657.90 á ári, tvö síðustu árin. Árið 1941 voru gjöld Hitaveitu og Raf- magnsveitu alls kr. 17.418.88 og rétt ná- kvæmlega sama fjárhæð árið 1942. Árið 1941 voru þessi útgjöld 8% af öll- um gjöldum Sundhallarinnar. en 5,7% árið 1942, og verða 4% af áætluðum gjöld- um nú á þessu ári. Hvernig tala verkamenn um fórnirnar, sem þeim er ætlað að færa? Árum saman, já, frá ómunatíð, hafa verkamenn dregið fram lífið við sult og seyru. Dag eftir dag hafa þeir gengið, bónleiðir, frá atvinnurekanda til atvinnu- rekanda, án þess að fá að neyta vinnu- aflsins, sér, þjóðfélaginu og atvinnurek- endum til hagsbóta. Þeir og fjölskyldur þeirra hafa verið merktar skortinum, oft- ast þannig, að ekki hefur verið afmáan ■ legt. Loks hafa verkamenn fengið vinnu og vinnulaun, þannig að þeir geta lifað góðu lífi. Þó þykir máttarstólpum þjóð- félagsins, sem til óþurftar horfi, þó tala þeir um að bjarga þjóðfélaginu með því að lækka laun verkamanna, og skerða af- komumöguleika þeirra. Allir hugsandi og sanngjarnir menn fyllast andúð gegn slíku tali. En sá er eldurinn heitastur, sem á sjálfum brennur, og því eru það verka- mcnnirnir sjálfir, sem eru ákveðnastir allra í baráttunni gegn Jaunalækkun. — Mörg þung orð hrjóta verkamönnum af munni í garð kauplækkunarpostulanna. — Bæjarpóstinum hafa borizt bréf, sem ljós- lega sýna hugsunarhátt verkamanna um þetta efni. Hér kemur sýnishorn: ,,Verkamaður“ segir: ,,Grátlegt er það, hvað sauðkindum íhaldsins gengur illa að strjúka þoku- glýjuna af augum sér, sem blindar þá í öllum Jandsmálum, og ekki nóg að þeir séu starblindir sjálfir, hejdur reyna þeir á allan hátt að slá aðra blindu, og þá fyrst og fremst verkamenn, bændur og búalið. Síðasta og harðvítugasta tilraunin, sem þeir hafa gert í þessa átt, er í sam- bandi við dýrtíðarfrumvarp stjórnarinnar. Þeir beina ísmeygilegum spurningum til verkamanna um hvort þeir, séu ekki fús- ir til að lækka launin sín, því að annars skapist ,,öngþveiti og hrun“. Það er ekki um að villast, að þeir lægst launuðu eiga að borga brúsann. Þetta er háttur níð- ingsins og íhaldsins, að ráðast á garðinn þar sem hann er Iægstur. Við verkamenn spyrjum, er ekki rétt- ara, að láta milljónamæringana borga, út- gerðarmennina, kaupmennina og allan braskaralýðinn, ætli þeir reynist ekki, þeg- ar allt kemur til alls, fúsir að fórna ein- hverju til að halda aðstöðu sinni til að fé- fletta og arðræna verkalýðinn?“' Þannig farast þessum verkamanni orð, hann er einn úr hópnum; þannig taja og hugsa allir verkamenn. Bragð er að þá barnið finnur Þriggja ára stúlka gekk með móður sinni niður Hverfisgötu. Allt í einu nem- ur hún staðar og hrópar: „Mamma, en hvað þessi Bretakofi er fallegur. Þetta gæti alveg verið mannahúsf* Þær voru staddar fyrir framan þjóð- leikhúsið. Styðjið frelsisbaráttu Norðmanna með því að kaupa bókina Níu systur sem verið er að segja hin undraverðustu ævintýr. Ég nefnijega vissi ekki áður fyrr en að fyllsta frjálslyndi og þroskaður í- þróttaáhugi hefði ríkt innan félagsins, en það var nú eitthvað annað að heyra á orðum forsetans en að svo hefði verið. — Þessi yfirlýsing er öllum íþróttavinum eflaust kærkomin, og gæti verið öðrum félagsskap til fyrirmyndar. Hér flýtur allt í alls konar forsetum og flokksforingjum og forráðamönnum, þeir ættu að gefa þessari yfirlýsingu ,,collega“ síns gætur. Enginn grunar þá samt um græsku eða sérhagsmunapólitík. Þeir gömlu íhalds- vinirnir, Árni og Garðar, hafa nú samt nýverið gert upp sínar sakir, og svona getur þetta víðar verið, að hreinsa þurfi til í félagsskapnum. Enginn má skilja orð mín þannig, að ég sé að mergja flokksklíkur eða annan félagsskap um þröngsýni og ófrelsi. Hitt er nær sönnu, að fyrirliðarnir í flokkunum hafa and- styggð á öllum utangarðsstefnum og bragðarefsverknaði innan sinna vébanda. TIL ATHUGUNAR FYRJR GLÍMUMENN L Á kappglímum ætti hver glímulota að vara ekki skemur en það, að sýnilegt sé, að báðum hafi gefizt kostur á að sækja brögð. Þorsteinn Einarsson íþrótta- fulltrúi talar um 2 mínútur. Athugið, að skapgerð manna er svo misjöfn til að rjúka á keppinaut sinn upp úr kyrrstöðu um leið og flautað er. Sumir gætu ,,spek- úlerað*' á þessu, og það jafnvel menn, sem mættu sín lítið í giímu, og þeir gætu með því auðveldlega eyðilagt sér miklu færari glímumenn. Sé ekki um mjög ó- jafna menn að ræða, þá er það ekki ó- algengt í glímu, að ef annar liggur strax eins og skotinn um Jeið og tök hafa verið tekin, að hinn liggi aftur í næstu viður- eign. Þetta getur gerzt með þeim hraða, að ekki sé liðin nema önnur mínútan, og þá er hin góð til úrslita. 2. Afnemið glímubeltin, og fáið ykkur gott efni hjá Álafossi í glímubuxur. Sá er vitJaus! verður ykkur að orði. Beltin þvinga, og átakspunktarnir eru aldrei eðli- legir. 3. Afnemið handvörnina, hún samrým- ist ekki jafnvægisíþrótt. 4. Látið byltulögin byggjast á því — að sá er fallinn, sem fótanna missir. 5. Takið aldrei byjtubragð í kyrrstöðu. Það gerir glímuna ófimlega. 6. Rétt á dómarasæti ætti hvert félag að eiga, sem sendir þátttakanda á opin- berar kappglímur. í þetta sinn fóru allir heim, að glím- unum afloknum, í sólskinsskapi, sáttir við guð og góða dómara og aðra forráða- menn glímunnar. Eg þakka glímumönn- unum fyrir góða skemmtun. Eg vona, að þeir misvirði ekki, þó ég segi mitt álit á þeim, sem glímumönnum, eins og þeir komu mér fyrir sjónir þessa stuttu stund. Eg tej nauðsynlegt að gagnrýna glímuna eins og aðrar íþróttir, jafnvel þó það geti oft verið handabófsverk, og falli ekki öll- um í geð hvað sagt er. Má vera, að ég með þessu geri einhverjum keppendanna rangt til, en þá vil ég taka það fram, að það er óviljaverk, en ekki ásetningur. Þá þakka ég Jóni Þorsteinssyni glímu- stjóra fyrir að hlutast til um það, sem ég bað hann um, áður en glíman hófst: að ljósin yrðu ekki slökkt, svo að hægt væri að punkta niður hjá sér, og að ,,píanóið“ þegði á meðan glíman stæði yfir, svo að áhorfendurnir fengju að heyra tilkynning- arnar. Á skjaldargjímunni í fyrra sátu á- horfendur í myrkrinu og heyrðu ekkert ^fþví, sem sagt var, fyrir glymja'ndi hljóð- færasjætti. Ég fór þá heim í vondu skapi. Emil Tómasson. Samkór Reykjavlkur Fyrir skömmu var stofnaður hér blandaður kór, sem nefnist „Samkór Reykjavíkur“. Meira en helmingur stofnend- anna, sem voru um 60, voru úr karlakórnum „Ernir“. Söngstjóri kórsins er Jóhann Tryggvason söngkennari, for- maður hans er Gísli Guðmunds- son tdUvörður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.