Þjóðviljinn - 01.04.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.04.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINH Læknavarðstöð Reykjavíkurbæjar er í suðurálmu Austurbæjarskólans (gengið í gegiium portið), sími varð- stöðvarinnar er 5030. Stöðin starfar frá kl. 8 að kvöldi til kl. 8 að morgni. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Óla smaladreng kl. 5 í dag og Fagurt er á fjöllum kl. 8 í kvöld. Aðgöngu- miðasalan er opin fré kl. 2 í dag. Vildi ég uri Vest- urland - Ný bók effír Jón H. Gudmundsson Vildi ég um Vesturland — heitir ný bók eftir Jón H. Guðmundsson, ritstjóra Vik- unnar. Bókin er gefin út í 400 cin- tökum og gengur andvirði fyrstu 100 eintakanna sem seljast, til Byggðasafns Vest- fjaröa. Bók þessi, sem er 46 bls... hefur inni aö halda ljóö og stutta ferðasögu höfundar um Vesturland og farast höf- undi þannig orö' í formála bókarinnar: „Eg hef fimm undanfarin sumur eytt frí'um mínum á Vesturlandi og feröast þar all- mikiö um fjöll og heiðar, firöi og byggöarlög, mér til óbland- innar ánægju, hressingar og sannrar sálubótar. Mér ílnnst því ég v.era í skuld viö þenn- an landshluta og datt svo í hug aö reyna aö: greiöa eitt- hvaö af vöxtum þessarar skuldar meö því að ljá nokk- urt lið þeim mönnum, sem beitt hafa sér fyrir fjársöfn- un til væntanlegs Byggöa- safns Vestfjaröa“. u ðra staFisaU 40 ára starfsafmæli á í dag Jónas Sveinsson bókbindari Jónas starfar nú í bók- bandsvinnustofu Víkings- prents h. f. Hefur hann alltaf verió nýtur og dugandi í starfi sínu og eru nú margir smekklegustu bókaskápar bæj- (arins prýddir handaverkum hans. / Gylfi Þ. Gíslason álít- ur nazismann ekki sérstakt hagkerfi BlaöiÖ hefur talaö viö Gylfa Þ. Gíslason hagfræöihg út af skrifum Morgunblaösins um fyrirlestur hans. Lét hann þá skoöun í Ijósi, að hann áliti nazismann ekki sérstakt hagkerfi'. Hinsvegar kvaöst hann hafla sagt frá því í erindi sínu, aö sumir hagfræóingar litu þann ig á, aö nazisminn væri séiv stakt hagkierfi. Hefur því auösjáanlega rugl ast í frásögn Morgunblaðs- ins af erindi hans. NÝJA BÍÓ Ást og afbrýðisemi (Appointment for Love) CHARLES BOYER MARGARET SULLAVAN Sýnd kl. 7 og 9. Sýning kl. 5: Hestaræning j ar nir með Cowboykappanum Johnny Mack Brown Börn yngri en 12 ára fá ekki aögang. TJARNAKBÍÓ Hamfarir (Turnabout). Amerískur gamanleikur Carole Landis Adolpe Menjou John Hubbard. Kl. 5, 7 og 9. £ Leikfélag Reykjavíkur „ÓLI SMALADRENGUR" Sýning í dag kl. 5 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. ,Fagurt er á fjöllum* Skopleikur í þremur þáttum staðfærður af EMIL THORODDSEN. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag. Norskt tímarit um bókmenntir og þjóðfélagsmál gefið út í London Nýtt tímarit, The Norseman, er farið að koma út í London, og er prófessor Jac. S. Worm-Miiller, sem íslendingum er að góðu kunnur, ritstjóri þess. Tímaritið fjallar um bókmenntir og þjóðfélagsmál og er ætlunin að sex hefti komi út á ári. . Fyrsta heftið flytur athyglis- verðar greinar eftir kunna stjórnmálamenn og rithöfunda, byrjar með grein eftir forsætis- ráðherra Noregs, Johan Ny- .gaardsvold. Sendiherra Breta hjá norsku stjórninni, Collier, ritar um Noreg og Bretland, sagnfræðingurinn dr. Arne Ord- ing um Noreg og alþjóðlega sam vinnu. Benes forseti Tékkoslóv- akíu um friðinn. Enski rithöf- undurinn Harold Nicholson skrif ar grein um Churchill, Thomas Lodge, gamall samverkamaður Friðþjófs Nansens, ritar grein um hann. Arnold Ræstad forseti bankaráðs Noregsbanka á þarna grein er hann nenfir „The Myth of Europe“, rússneski rithöfund- urinn IIja Erenbúrg grein er nefnist „Noregur er ekki í'alur“. 'Kirkjumálaráðherrann norski Níls Hjelmtveit ritar um skóla- kerfi Noregs fyrir styrjöldina, prófessor Wilhelm Keilhau um alheimsmál. Þá er saga eftir Sig- rid Undset, „Vordagur í Noregi, apríl 1940“, og hið mikla kvæði Nordahls Grieg „London“, þýtt á ensku. Auk þess eru í ritinu bókadóm ar og stutt árbók yfir atburðina í Noregi síðan landið var her- numið. Falskir reikningar — falskir fulltrúar Framh. af 3. aíðu. bættar samgöngur og rafvirkj- un fyrir sveitirnar í sambandi viö nýskipun landbúnaöarihs, — þetta er leiöin sem Sósíal- istaflokkurinn vill fara. Til þess átaks vill flokkur- inn vcrja miklu fé úr sam- eiginlegum sjóói landsmanna. Alþingi hefur þegar samþykkt ályktun 1 samræmi við þessa stefnu. -Jafnframt er nauðsynlegt að gera sér ljóst að í núver- andi þjóðskipulagi hlýtur ör- yggisleysið jafnan aö fylgja smáframleiðslunni eins og skugginn. Vandamál landbún- aðarins verða til frambúóar aóeins leyst með samyrkju og sósíalisma. I&OOOOOO&OOOOOOO0O Áskril'tarsími Þjóðviljans er 2184. XXMXM^ 3538S38S38S38S38S38S38S38S38S38S38S38S38S38S38S38S58S38S38S38S38S38S38S38S 1 DREKAKYN 1 I Eftii Peail Bucli I væru veikir. Af þeim væri hann skárstur af því hann hefði borðað svo lítið af kjötinu. Hún setti totu á munninn og hélt áfram hvíslandi: Þeir kenndu matsveinunum um, en enginn gat sagt hver þeirra var sá seki. Auk heimamat- sveinanna höfðu þeir fengið hjálparmatsveina utan úr bæ, og þegar þeir fóru að athuga um þessa aukamenn, voru þeir allir flúnir. Var ekkert eftir af kjötinu handa matsveinunum, og ' varð enginn þeirra veikur? spurði Ling Sao. Þessir óvinahöfðingjar voru svo æstir í kjöt,. að þeir • tuggðu upp beinin, hvað þá annað, svaraði konan. Jahá, sagði Ling Sao. Það er ekki ofsögum sagt, að óvin- ; irnir séu miklar kjötætur! Og það var ekki ofsögum af því sagt, því óvinirnir heimt- uðu alltaf kjöt, er þeir höfðu heimtað kvenfólk og vín. Ling Tan hafði heyrt fjailamann segja frá því, að hann hefði séð hóp óvina ráðast á feitan uxa á beit, skorið kjöt- stykki úr honum lifandi og étið hrátt. Enginn hafði nokk- urn tíma séð neitt þessu líkt, og þegar frá því var sagt, varð mönnum að oi'ði: Geta þeir verið mennskir? Svo það var ekki sérstaklega ótrúlegt, að þeir hefðu brutt andabeinin til agna. Þessa nótt, er Ling Sao sagði þeim, að Vú Líen hefði líka étið af eitrinu, hlustuðu þau þögul, og Lao Er sagði: Hann hefði átt að fá meira af því og kála sér. $£ Þetta fannst Ling Sao að hann hefði átt að láta ósagt, og þó hún væri stolt af því, að þær Jada höfðu eitrað fyrir óvinina, en það var gömul bardagaaðferð kvenna, sagði & hún: En hann er þó mágur ykkar. |§ Og af því hún var móðir hans, sagði hann ekkert, en || Jada sagði í hans stað: Á þessum dögum eru aðrar skyld- || ur sterkari en skyldur bróður við systur. Þú mátt ekki ámæla honum. jg Þessu svaraði hvorki Ling Tan né Ling Sao. Það kom oft fyrir nú orðið, að slíku var látið ósvarað, því að þau vissu að þessir tímar voru ekki þeirra tímar, að framtíð- gg in var ekki þeirra tíð heldur hinna sem nú börðust. sgg En um nóttina í rúmi sínu táraðist Ling Sao, og sagði við Lang Tan: Eg held að ekkert komist aftur í samt lag, ekki heldur þó friður komi. ^ Og Ling Tan sagði ákveðinn: Ekkert vei'ður eins og áð- >$£ ur, og við gamla fólkið verðum að taka því. Það er öruggt merki um miklar breytingar, er unga fólkið segir skilið $£ við eldri kynslóðina. Það verður að vera óháð, einnig okk- ur, ef það á að geta rækt það starf sitt að reka óvinina ■>$£ úr landi. Eru það ekki margir nú á dögum, sem formæla foreldrum sínum. 38? Já, og illt er til þess að vita, sagði Ling Sao með ákefð. Hvar höfum við fast undir fótum, ef börnin sem við fæð- um 1 heiminn afneita okkur. ^ Við megum ekki fordæma það, sagði Ling Tan. Við meg- um ekki hindra að þau verði frjáls til að vera búin undir H hið nýja. í|| En Ling Sao gat ekki sætzt á þetta. Henni fnanst öllu lokið ef gamla fólkið gæti ekki ætlazt til hlýðni af unga fólkinu. Hvað yrði úr öllum umgangsvenjum ef þétta breyttist? ^ Ling Tan sá lengra. Hann sá það að- vísu í þoku, því gg hann var ekki lærður maður, en hann skyldi, að þó synir ^ hans hlýddu honum ekki lengur, þá var það ekki þess ^ vegna að þeir hefðu lagt á hann óvild. Það var af því að ^ þeir urðu að vera frjálsir af öllu því sem liðið var svo þeir gætu verið reiðubúnir að móta hið nýja. Synir hans ^ voru komnir lengra en svo, að hann gæti fylgt þeim. ... Hefurðu ógeð á mér? Hvíslaði Jada að manni sín- um. Nú er henni hafði tekizt fyrirætlun sín, varð hún smeyk. ^ Hvernig gæti ég haft ógeð á þér? svaraði Lao Er. íjvj; Hún leit niður á sig, o örlítið bros lék um varir henni. Hún var nakin, nýstigin úr baði. yS Eg sé enga fegurð við mig, sagði hún, og krosslagði hand- leggina á barmi sér. Eg er svo grönn, vöðvarnir svo harð- 54g ir. í dag við þvottinn leit ég niður í vatnið og andlit mitt l var dökkt og ólíkt því að það væri konuandlit. Hún þreif upp föt sín og vafði þeim utan um sig. Lao Er sat við borðið í herbergi þeirra, og var að drekka sér tesopa undir svefninn. Þú ert öðruvísi en þegar við giftumst, það er satt, sagði hann. íft " i*f ’1 nri<'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.