Þjóðviljinn - 02.04.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.04.1943, Blaðsíða 2
ÞJÖÐVILJINN Fostudagur 2. apríl 1943. SKIPAUTCERO CIIKISINS Y* e.s. Bjarnarey Tekið á móti flutningi til Vest mannaeyja eftir hádegi í dag. m.b. Richard Tekið á móti flutningi til Bíldudals, Þingeyrar og Flat- eyrar fram til hádegis í dag. m.b. Olivette verður fyrst um sinn í ferðum á milli Akraness og Keykjavíkur aaaDnncnaDnnE! GULLMUNIR liandunnir vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. T rúlof unarhringar alltaí fyrirliggjandi. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisg. 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. atmnnmmnmm asmnauuaaana DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf f isalan Hafaarstræti 16. txnnnnxzzinnnnx oo««oooo«o<xx>«ooo MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 <><><><><><>o<><><><><><><><><><> œjcnpóött VOVWVY Dimmar götur. Það hefur verið óvenju mikið um dimmar götur í Reykjavík í vetur, þó við höfum sloppið blessunarlega við allskonar myrkvun. Dögum, vik- um, jafnvel mánuðum saman, hefur ekki logað ljós á sumum götuluktun- um. Hvað veldur þessu? Getur raf- veitan gefið frambærilegar skýring- ar? Það er ef til viil óþarfi að nefna sérstakar götur í þessu sambandi, en ráðamenn rafveitunnar ættu að ganga um götur eins og Fisherssund, þar er nær alltaf myrkur, eins og í myrkvaðri borg. Enda eru mörg myrkraverk framin í sundi því. Nóttin styttist nú óðum, og'senn kemur sá árstími, að við þurfum ekki á götuljósum að halda, en haust kemur að sumri loknu, og mætti ekki minna véra, en að þá sé búið að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir hinar hvimleiðu truflanir, sem ver- ið hafa á götulýsingum í vetur. Enn er skrifað um jazz og sígilda hljómlist. E. K. sendir Bæjarpóstinum -nýtt bréf um jazz og sígilda tónlist. E. K. berst hraustlega gegn jazzgarginu. Það er góð barátta, mætti hún bera mikinn árangur. Vér gefum E. K. orðið: Tónlist er unaður — jazz- inn æsing. Herra ritstjóri! Grein R. K. í Bæjarpóstinum 26. þ. m., er mjög rétt hugsuð, en hefði orðið enn betri ef höfundurinn hefði farið rétt með það, sem ég sagði um músíkgáfu okkar íslendinga, því ég kom ekki með neinar fullyrðingar. Það er hverju orði sannara, að við íslendingar höfum fengið lítilfjörlegt uppeldi í tónlist og vantar svo að segja allt til þess að þroska músík- gáfu unglinga og almennings yfir- leitt. Hér er ekki til nein hljómlistahöll, þar sem aimenningur gæti þroskað músíkgáfu sína og hægt yrði að flytja tónverk við hæfi byrjandans, létta músík, ,,Ballet“ með undirleik hijómsveitar o. fl. Það er staðreynd, að jazzinn hefur spillt og tafið íyrir því að músíkgáfa unglinga haíi getað þroskast, þeir hafa jafnvel ,.jazzaðí‘ ættjarðarlögin, sem stundum hafa horfið fyrir „jazz- takti“ villimannsins, margir ungling- ar eru þegar farnir að fussa og sveia við alþýðulögum okkar og hafa í þess stað drukkið í sig negrasálma. En athugavert er það, að evrópisku alþýðulögin eru undirstöður til þess að geta skilið æðri tónlist. Ekki vildi ég skipta á alþýðulögum okkar og Ameríkumanna. Það er að vísu til fólk sem hefur mjög frumstæða músíkgáfu, en gæti það ekki bara Tónlistarfélagið — Söngfélaglð Harpa Vegna fjölda áskorana verða Árslfðlrnar eftir JOSEPH HAYDN, endurteknar n.k. sunnudag, 4. apríl, kl. 1*/> e. h. í Gamla Bíó. SÍÐASTA SINN. Aðgöngumiðar hjá Eymundsen, Sigríði Helgadótt- ur og Hljóðfærahúsinu. Pantaðir aðgöngumiðar óskast sóttir fyrir kvöldið verið einhver vöntun eins tog t. d. litblinda, það er synd að álasa þeim einstaklingum, en þeir sem fieilbrigð- ir eru eiga ekki samleið með þeim í músík. „Jazz“ er nautn fyrir þá. sem lítið eru þroskaðir í músík eða hafa frum- stæðari músíkgáfu en siðað fólk al- mennt. Æðri tónlist er enn meiri nautn, en jafnvel þroskar tilfinning- ar fólksins. „Jazzinn“ þroskar ekki tilfinningamar heldur æsir þær. Hrein tónlist er unaður, „jazzinn“ æsingur, enda er þróunarsaga „jazz- ins“ vægast sagt ekki falleg. „Jazz- inn“ er sterk áhrif frá negrunum og er ósköp eðlilegt, ég hef jafnvel heyrt að í Ameríku væru til negx-ar sem eru mannætur í þriðja lið. Maður að nafni Róbert C. Bagar, segir að sá fyrsti sem kom með tízku-,,jazzinn“ hafi verið blindur negradrengur og hafi hann „jazzað“ smálög á fiðlu. Þetta skeði árið 1895 í smábæ við Missieippi, þróunin héit svo áfi'am í knæpum Ameríku unz auðmennimir sáu hvað vel „jazzinn" verkaði á hinn lélega „móral“ fólks- ins og fólk sem enga menntun hafði í músík. Auðmennirnir tóku „jazz- inn“ einnig í sínar hendur, puntuðu upp á .fólkið sem spilaði hann, reistu fallega og gimilega veitingastaði svo að íína fólkið kawni líka. T. d. er „Lamb’s Café“ fraegur staður í sögu „jazzins". Svo vel tókst auðmónnunum, að jafnvel frægir klassiskir hljómsveit- arstjórar hafa stjói-nað „jazz“-tón- verkum, en vitanfega eru þeir að þjóna lélegum móral fólksjns en ekki hinni sönnu list. Eitt er víst, að auðmaðuiúnn græð- ir stórfé, en alþýðan tapar á öllum sviðum, enda sagði píanósnillingur- inn Paderewski, að „jazzinn" væri hefnd frumskóganna. Afstaða Evrópumanna í tónlist hefur verið allt öm»ur, enda komin lengst. Zigeunarnir með æskurödd nátt- úrunnar („Noctumes“)sveimuðu svo að segja um alla Evrópu og fjölg- uðu tónlistina, fagrir þjóðdansar al- þýðunnar voru dansaðir, og svo margt sem bar vott þess -að alþýðan var á rétti'i braut í tónlistinni og síðast en ekki sízt reis hver þjóðin á eftir aðra upp með voldug tónskáld En nú á tímum þegar að fáráðling- ar stjórna ýnxsum menningartækj- um hugvitsmannsins eins og t. d. kvikmyndatækjum, þá vofir hættan yfir alþýðunni, það er jafnvel reynt að koma í veg fyrir það að upplýsa fólkið. Fólk almennt getur ekki byrjað á því að hlusta á symfóníur, það þarf oftast svolítinn undirbúning. Eg held að það væri mikil bót í því, ef útvarpið hefði sérstakan dag- skrárlið fyrir ungt fólk og almenn- ing, sem vildi þroska músíkgáfu sína, t. d. í danslagatímanum á sunnu dagskvöldum hlustar fólk ekki síður en dansar og hygg ég að það væri vel þakkað, ef þessi dagskrárliðhr yrði einstaka sinnum á þeim tíma, og mætti í staðinn liafa því meiri „jazz“ á iaugardagskvöldum. Þau tónverk sem kæmu til greina, yi'ðu eitthvað á þessa leið: „Slavanie Dances", eftir Dvorak, „Zigeune^- weise‘‘ eftir Sarasate og ýmis Zigeun erlög, ungverskir dansar „Noctui'n- es“, „Mazurkas", og Waltzes eftir Chopin, og yfirleit t öil „melódisk“ lög, sem bera keim siðmennngarinn- ar. Ennfremur mætti hafa hressilega tangóa og valsa inn á milli, jafnvel mætti fá ungt fólk úr Tónlislarskól- anum einstöku sinnum, sem gesti, til að leika á ýmis hljóðfæri og einn- ig söngfótk, sem færi með valin al- þýðulög. Ekki skemmdi það, þótt gefnar væru stuttorðar leiðbeiningar í tónlistinni við og rið, en umfram allt að þessi liður sé sniðinn fyrir ungt fólk. Arsskýrsla KRON Framh. af 1. síðu. krónutölu aö ræöa, heldur aö verulegu leyti vörumagns- aukningu. Þá er lagt til nú, aö til út- hlutunar til félagsmianna og í stofnsjóö veröi nú variö 9% af tekjuafgangi ársins í staö 7% öll árin áöur. Sjóöir félagsins eru þessir: Varasjóöur ................ Stofnsjóöur .............. Aröjöfnunarsjóður ........ Varasjóður innlánsdeildar kr. 218,626,50 — 461,086,05 — 19,509,63 — 19,468,56 Aukning innlánsdeildarinn- ar hefur oröið mjög veruleg á árinu. Hafa innstæður vax- ið úr kr. 436,777,12 í kr. 845,435,87. Má þaö teljast eðlilegt vegna aukinnar pen- ingaeignar félagsmanna. Um ávöxtun ihnlánsfjár gilda þessi ákvæöi: Innlánsdeildin tekur viö fé í bækur eigi hærri upphæö en kr. 5000 á hverja. Tekiö er viö fé á innláns- skírteini allt aö kr. 10 000,00 á hvert, er standi að minnsta kosti leitt ár og meö .þriggja mánaöa uppsagnarfresti. Um upphæöir yfir kr. 10 000,00 séu gerðir sérstakir samningar til lengri tíma. Vextir innlánsdeildar eru 3% af fé, sem stendur á bók- um, en vextir á innlánsskír- teini eru V2% hærri. Eins og fyrr hefm' veriö frá skýrt hér í blaöinu tók félag- iö upp nýtt fyrirkomulag á afgreiöslu, í búöinni á Vestur- götu 15, þar sem ætlast ier til aö viöskiptamennirnir velji vör ur sínar sjálfir. Segir í árs- skýrslunni aö of snemmt þyki aö kveöa upp úr um árangur þessarar nýbreytni, en sú reynzla, sem þegar er fengin, lofi góöu. Þá er og í skýrslunni rætt rnn ýmiskonar starfsemi fé- lagsins s. s. saumastofu þess. efnagerð, pylsugerö, viögerö- arstofu o. fl. Bókaverzlun félagsins er orðin ein hin allra vinsæl- asta í bænum. Fræöslustarfsemi félagsins hefur eigi veriö rækt sem skyldi af ýmsum ástæöum, en væntanlega stendur þaö til bóta. Féiagsmenn veröa aö gera sér fyllilega ljóst, aö Kron er samtök þeirra sjálfra og þeir veröa sjálfir aö láta málin til sín taka, sækja félagsfundi. fylgjast meö málum félagsins og vinna aö eflingu þess. Deildarfundir í Kron hefj- ast næstkomandi sunnudag og fara þár m. a. fram full- trúakosningar. Veröa fundir deildanna í þeirri röð sem hér fer á eftii'. Sunnudaginn 4. apríl kl. 2 1. deild í Kaupþingsalnum Sunnudaginn 4. — — 8 2. — - v---------- Mánudaginn 5. — — 8 3. — - ---- Þriðjudaginn 6. — — 8 4. — - —,— Miðvikudaginn 7. — — 8 6. — Fimmtudaginn 8. — — 8 7. — Föstudaginn 9. — — 8 5. — Sunnudaginn 11. — — 2 8. — Sunnudaginn 11. — — 8 10. — Mánudaginn 12. — — 8 9. — Þriðjudaginn 13. — — 8 11. — Föstudaginn 16. — — 8 16. — - Baðstofu iðnaðarmanna - Kaupþingsalnum - Baðstofu iðnaðarmanna - Kaupþingsalnum - Baðstofu iðnaðarmanna Sé músíkgáía okkai' íslendinga yfirleitt fx-umstæð, þá á „jazzinn" tvímælalaust rétt á sér og eigum við þá samleið með villimanninum, en þá er ekki annað fyrir okkur en að „jazza“ bara nógu mikið, þá gætum við kannski stigið eitt spor á þús- und árum í áttina til æðri tónlistai'. Með þökk fyrir birtinguna. E. K. Farið að ráðum Bæjar- póstsins. í gær ráðlagði Bæjai'pósturinn borgarablöðunum að halda áfram að skrifa sjóðbullandi botnlausar skammir um kommúnista. Það er hvoi't sem er það eina sem þau geta gert til að efla fylgi kommúnismans á íslandi, það hefur hver sínar að- ferðir til að efla góðan málstað, Stef- án Pétursson líka. Blöðin virðast xetla að verða við þessari bendingu Bæjarpóstsins, og er þó Stefón Pét- ursson eins og vænta mátti vikalið- ugastur í því eíni. Hann hefur jafn- vel fengið Hannes á Hominu, þann hinn sama sem fékk lúxusbilinn og lét hann á stöð, til að hamast á kommúnistum. Báðir hafa þessir heiðursmenn starfað í kommúnistaflokknum, báðir voru þeir fremur til ógagns flokki sínum, en nú er öldin önnur, nú ei'u eru þetta beztu stuðningsmenn „kom múnsta", að slepptum Jónasi Jóns- syni. Það er leiðinlegt að ekki skuli vera einhver liðhlaupi úr Kommúnista- 'flokknum í fremstu röðum Sjálfstæð- ismanna. Þeir væi-u vissir að vinna þar gott verk fyrir Sósíalistaflokk- inn. von Tchammer und Osten látinn. I útvarpsfréttum frá Berlín hefur nýlega borizt sú frétt, að von Tchammer und Osten, íþróttleiðtogi Þýzkalands hefði látizt úr lun^nabólgu. íslenzkir íþróttamenn hafa átt nokkur samskipti við Tchamm- er und Osten í sambandi við ferðir þeirra til Þýzkalands. Greiddi hann mjög götu þeirra og ekki sízt í sambandi við Olympíuferðina 1936. Ferðir og heimsóknir milli landanna eru runnar undan rifjum hans svo og kennslukvikmyndin í knatt- spyrnu o, fl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.