Þjóðviljinn - 03.04.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.04.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. aprí. 1943. FYRIRMÆLI um litarmerkingar á sauðfé vegna sauðfjárveikivamanna 1943. Allt sauðfé og geitfé á eftirtöldum svæðum skal merkja, áður en því er sleppt frá húsi í vor, sem hér segir: 1. gr. í Árnessýslu, vestan Ölfusár og Sogs, Þingva^lavatns og Þjóðgarðsins skal merkja féð með krómgulum lit á hægra horn. 2. gr. í Gullbringu- og Kjósarsýslu, norðan Reykjanesgirðing- ar; skal merkja féð með krómgulum lit á bæði horn. 3. gr. í Reykjavík skal merkja féð með dökkbláum lit á bæði horn, nema það, sem kynni að verða haft í einangrunar- hólfum skal merkja með ljósbláum lit á bæði horn. 4. gr. Féð í einangrunarhólfunum á Keldum skal merkja með rauðum lit á bæði horn. 5. gr. Kollótt fé skal merkt á hnakka, hægri eða vinstri kjamma, eftir því sem við á. 6. " gr. Fyrirmæli þessi gilda jafnt um geitfé og sauðfé.' 7. gr. Merkja skal greinilega, þannig, að mála hornin bæði aftan og íraman, en forðast þó að mála yfir brennimörk. 8. gr. Öllum fjáreigendum er stranglega bannað að litar- merkja fé á haus eða hornum öðruvísi en að framan greinir. Framkvæmdarstjóri getur þó leyft aðrar litar- merkingar, þar sem sérstaklega stendur á. 9. gr. Gamlar litarmerkingar, sem brjóta í bág við framan- skráð fyrirmæli skal afmá. 10. gr. Hreppstjórar eru beðnir að sjá um, að fyrirmælum þess- um verði framfylgt. ■ 11. gr. Undanbrögð eða brot gegn fyrirmælum þessum varða sektum samkvæmt lögum nr. 75, frá 27. júní 1941. Reykjavík, 25. marz 1943. F. h. sauðfjársjúkdómanefndar: Halldór Pálsson, Sæmundur Friðriksson. Kuinnáellí Slnsauarnaíélaas Islands minnist 13 ára afmælis'síns með skemmtifundi í Oddfellow- húsinu næstkomandi mánudagskvöld kl. 8V2 stundvíslega. — Til skemmtunar verður: 1. Sameiginleg kaffidrykkja. 2. Gunnþórunn og Friðfinnur leika stuttan leikþátt. 3. Óíafur Magnússon frá Mosfelli syngur einsöng. Kaffið er innifalið í verði aðgöngumiðanna, sem kosta að- eins 10 krónur og verða seldir í verzlun frú Guðrúnar Jónas- son, Aðalstræti 8, í dag og á mánudag til kl. 4 e. h. Fundurinn er einungis fyrir félagskonur. Vanur mötoristi cda vélvirki getúr fengið atvinnu hjá oss nú þegar. Vélsimðjan Jöfunn hX Sími 5761. Sósíalistar lofuðu engri vinstri stjórn íyrir kosningar Peir sögðu þvert á móti kjósendum sannleikann um hvað til þyrfti ef mynda ætti sterka alþýðustjórn Og sósíalístar hafa eínír sagt tíl um hverja stefnu slík stjórn þyrftí að hafa — en hínír flokkarnír bara þrefað og tvístígíð og ekkert sagt Alþýðublaðið og Tíminn streytast nú við að reyna að telja lesendum sínuin trú um að Sósíalistaflokkurinn hafi fyrir kosn- ingar skilyrðislaust lofað vinstri stjórn — og sé þessi ótætis flokkur að sví.kja þetta. Þessi staðhæfing blaðanna er uppspuni. Sósíalistaflokkur- inn lofaði alls ekki neinni vinstri stjórn fyrir kosningar. Það, sem Sósíalistaflokkurinn lofaði kjósendum var að berj- ast fyrir hagsmunum þeirra samkvæmt þeirri stefnuskrá, er hann gekk til kosninga á. ÞAÐ, SEM SÓSÍALISTAFLOKKUK- INN LOFAÐI VAK AÐ SVÍKJA EKKI AþÞÝÐUNA OG STEFNU HENNAR. Það, sem Sósíalistaflokkurinn lofaði var að vera með í ríkisstjórn, sem starfaði á grundvelli slíkrar stefnu alþýðunnar. DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf f isalan Hafnarstræti 16. cinnttzizízmnzízzn GULLMUNIR bandunnir------vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. T rúlof unarhringar alltaf fyrirliggjandi. AðalbjÖrn Pétursson, gullsm., Hverfisg. 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. Sósíalistaflokkurinn lét einskis ófreistað til þess að sýna fólkinu fram á að það yðri að gersigra gamla þjóðstjórnarafturhaldið í þjóðstjórnarflokkununv ef grundvöllur ætti að geta skap- azt fyrir róttæka stjórn. Þaðyrði bókstaflega að knýja Framsókn og Alþýðuflokkinn til að breyta um stefnu, hverfa algerlega frá allri sinni gömlu þjóðstjórnar- vog afturhaldspólitík. En Fram- sókn lofaði vinstri stjóm. Sósíal- istaflokkurinn varaði fólkið ein- dregið við að treysta þessum lof- orðum. Greinilegast komu þessár við- varanir til kjósendanna fram í útvarpsræðu Brynjólfs Bjarna- sonar fyrir haustkosningar. Þar var sagt m. a. eftirfarandi: „En einmitt vegna þess, að nú eru kosningar framundan, leggja þjóð- stjómarflokkarnir ríka áherzlu á að | dylja fyrirætlanir sínar. Framsókn- arflokkurinn leggur ríka áherzlu á að telja kjósendum sínum trú um að hann vilji samvinnu við verkalýðs flokkana. Um Alþýðuflokkinn þarf ekki að tala í þessu sambandi. Hann er í upplausn. Það er brostinn flótti í lið hans, sem ekki verður stöðvað- ur. Mennirnir sem stjórna leifum þessa tvístraða liðs, lýsa því yfir að þeir vilji enga samvinnu við Sósíal- istaflokkinn, svo samvinna þeirra við verkalýðshreyfinguna kemur ekki til mála. Alþýðuflokkurinn á þess eng- an kost að lifa sjálfstæðri pólitískri tilveru eftir kosningar. Hann getur ekki orðið annað en viðhengi annað- hvort Framsóknarfiokksins eða Sjálf stæðisflokksins, eða beggja. Kjósend ur Framsóknarflokksins reikna ekki með Alþýðuflokknum. Þess vegna leggja forustumenn Framsóknar á- herzlu á að telja mönnum trú um, að þeir ætli að hafa samvinnu við Sósíalistaflokkinn. Þannig eru þeir í blekkingaskyni, að reyna að hag- nýta sér þrá bændanna eftir sam- vinnu við verkalýðinn. Samvinna verkamanna og bænda er báðum pólitísk nauðsyn. Þet-ta skilja báðar stéttirnar. Og þetta vita '<Framsókn- armenn. Þeir eru ráðnir í því, Fram- sóknarmenn, að koma í veg fyrir að þessi samvinna geti tekizt. Og ein- mitt þessvegna þurfa þeir að blekkja fyrir kosningarnar til þess að mis- nota og afvegaleiða vilja bændanna til samvinnu við verkalýðinn. Það er bezt að segja það strax. að allt tal um samstarf milli Sósíal- istaflokks'ins og forustumanna Fram- sóknarflokksins, Hermanns Jónas- sonar, Jónasar Jónssonar og Ey- steins Jónssonar er fjarstæða. Það er fjarstæða vegna þess að stefna Sósíalistaflokksins og stefna þessara manna eru algerðar andstæður. Þeir eru og verða þjónustumenn stríðs- gróðavaldsins. Sósíalistflokkurinn er og verður fulltrúi alþýðunnar til sjávar og sveita.“ Alþýðublaðinu og Tímanum er bezt að hætta svo öllu þvaðri um að Sósíalistaflokkurinn hafi lofað vinstri stjórn skilyrðis- laust, hafi unnið fylgi sitt á þeim loforðum og sé nú að svíkja' þau. Hitt er aftur á móti sannleik- urinn, að Sósíalistaflokkurinn lofaði að berjast fyrir ákveðinni stefnuskrá, alþýðunni til hags- muna, mynda stjórn með þeim, er með þeirri stefnuskrá stæðu, og við það stendur hann. Þrymheimur vígður Um síðustu helgi var skáli sá, er skátar (Rovers) hafa bvggt austanvert við Skarðsmýrarfjall vígður. Aðalræðuna flutti Dr.. Helgi -Tómasson skátahöfðingi. Auk hans talaði Ben. G. Waage, og ýmsir fleiri. Var furðu rnann- margt þarna, og öllum boðið til veizlu sem að garði báru, og var vel og ríkmannlega veitt. Skátar hafa sjálfir byggt skála þennan og er það vel af sér vik- ið, því flutningur var erfiður á þennan afskekkta stað. Er' skáli þessi allur hinn snotrasti bæði að útliti og frágangi. Skíðabrekk ur eru þarna mjög góðar í kring, og sem sumarskáli er hann ekki lakari. Heill og hamingja fylgi þessum nýja skála sem og öllu starfi okkar þjóðnýtu skáta. aaaaaaanzmna AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐÝILJANUM aaaaaaaaaaaa Kosníng trmaðar- manna Dagsbrún- ar á vinnustöðvum í aprílmánuði gengst Dags- brún fyrir kosningu trúnaðar- manna á öllum þeim vinnustöðv um á félagssvæðinu, þar sem fleiri en fimm Dagsbrúnarmenn vinna og tiltækilegt er. Kosning trúnaðarmanna hefur mjög mikið gildi- fyrir verka- menn sjálfa og félagsskap þeirra Hún eykur öryggi þeirra gagn- vart því, að atvinnurekendur haldi gerða samninga, og færir starfsemi félagsins út á vinnu- stöðvarnar. Dagsbrún hefur að vísu haft trúnaðarmenn á ýms- um vinnustöðvum, en þeir hafa flestir verið skipaðir og hefur það sýnt sig, að slík aðferð er ekki til frambúðar, enda ekki lýðræðisleg. Trúnaðarmenn á vinnustöðv- um eru verndaðir með ákvæðum vinnulöggjafarinnar, sömuleiðis er gert ráð fyrir þeim í samn- ingum Dagsbrúnar við atvinnu- rekendur. Vafalaust munu verkamenn taka vel ákvörðun Dagsbrúnar' um kosningu trúnaðarmanna. Enda er það nauðsynlegt, að verkamenn taki sjálfir frum- kvæðið í þessu efni ásamt stjórn félagsins' og aðstoði hana dug- lega við framkvæmd þess. Trúnaðarmannakerfi verka- lýðsfélaganna íslenzku er enn ungt og lítt reynt, enda þótt slíkt fyrirkomulag sé orðið rót- gróið víða um lönd. Að vísu eru hér á landi erfiðleikar, sem stafa af árstíðaeðli atvinnuveganna og hinum þarafleiðandi sífellda straumi verkamanna milli vinnu staða og atvinnugreina. En þenn an erfiðleika er unnt að yfir- stíga og verður að yfirstíga, ef verklýðshreyfingin á að standa nægilega föstum fótum meðal launþeganna. Þess er að vænta, að Dagsbrún armenn bregðist vel og fljótt við og að félagið hafi eignazt kosna trúnaðarmenn á öllum vinnu- stöðvum fyrir fyrsta maí. Eggert Þorbjarnarson. aaaaaaaaaaaa OOOOOOOOOOOOOOOÓO Askriftarsími Þjóðviljans er 2184. aaaaaaaaaaaa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.