Þjóðviljinn - 04.04.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.04.1943, Blaðsíða 2
2 Þ JOÐVILJINN Suimudagur 4. apríl 1943.. EiDdarienil Merktur Imdarpenni befnr fundizt. Uppl. á afgr. Þjóðvilj- ans, Austurstr. 12, sími 2184. Tekið á móti flutningi fram til hádegis á morgun (mánudag) í ÁRMANN til Sands, Ólafsvíkur, Grundar- fjarðar, Stykkishólms og Flat- eyjar FAGRANES til Bolungarvíkur, Súðavíkur og faafjarðar. tí ára aU Á morgun veröur Guðjón Jónsson, Miðstræti 4, 75 ára gamall. Hann er uppalinn í Gest- húsum á Seltjamarnesi. Þeg- ar eftir fermingu byrjáði hann að stxmda sjómennsku á opn- um skipum. Fyrst sem háseti og síðar ýmist sem háseti eða formaðm-. Einnig stundaði hann sjó á þilskipum um mörg ár. Hingað til bæjarlns fluttist hann um haustið 1898. Sjó- mannafélag, er Eáran hét, var þá hér starfandi og gerðist hann þegar eftir komu sína meðlimur þess félags og sat í stjóm þess í fimm ár. Hann er því einn af elztu meðlim- um verklýðssamtakanna hér í bænum. Hann er ennfrem- m einn af stofnendum Dags- brúnar, og hefur hann aldrei legið á liði sínu ' starfi fyr- ir verklýðssamtökin og stétt sína Guðjón hefur fengizt við margt um dagana. Skömmu eftir aldamótán fékk hann sér annaaDDDnnaa .ooooooooooooooooo MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 OOOOOOCKXXXXKXXXX) DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaffisalan Hafnarstræti 16. GULLMUNIR handunnir------vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlof unarhringaur alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjöm Pétursson, gullsm., Hverfisg. 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. borgarabréf og rák verzlun í 2 ár, en lagöi hana síðan niður og gjörðist þá fisksali og stundaði þá atvinnu í mörg ár. Eftir þaö breytti hann til og stundáði vinnu við skipaafgreiðslu, fyrst hjá Thorifélaginu og síðan hjá Eimskip og Sameinaðafélag- inu, sem hann vann hjá í mörg ár. Hann hefur starfáð í mörg- um félögum, bæði verklýðs- félögum og bindindisfélögum og ennfremur í söngfélögum og ætíð þótt góður félagi, stundvís og skyldurækinn. Hann var búaftdi yfir 30 ár, en fyrir rúmum 6 árum missti hann konu sína, Matt- hildi Þórðardóttur, eina ágætr- ustu konu. Meö henni eign- aðist hann 8 böm, og eru 7 þeirra á lífi, öll búsett hér í bænum. Eina dóttir átti hann áður en hann giftist Lilju, er býr á Ásvallagötu 18. Enn- fremur ólst upp hjá honum stjúpdóttir hans, sem var hálfs árs gömul, þegar þau stofn- uðu heimili sitt, Mattliildur heitin og hann og reyndist hann stjúpdóttur sinni sízt síðri en sínum eigin bömum enda ann hún honum mikið. Þeir munu verða margir sem senda Guðjóni hugheilar hamingjuóskir á þessum tíma- mótum í ævi hans, því marg- ir em þeir, sem hafa honum að góðu einu kynnst á langri ævibraut hans. Priðjudagurinn 6. apríl verður happadagur fyrir einhvern. Þá verður dregið um happadrættisbifreið Laugameskirkju. EF þér óskið að verða þátttakandi þá eru síðustu forvöð að kaupa miða NÚ. Miðarnir fást í Skóbúð Reykjavíkur, Bókaverzl. Sigf. Eymunds- sonar, Bókaverzl. ísafoldar, á afgr. Morgunblaðsins, hjá G. Ólafs- son & Sandholt og í HAPPDRÆTTISBIFREIÐINNI SJÁLFRI, sem verður á ferðinni. cBœjax/pózPi'WMpn í tukthúsinu í gær — lög- x gæzlumaður í dag? Því er mjög almennt trúað, að hr. Bjöm Blöndal, löggæzlumaður, haíi verið „tekinn úr umferð“ sökum ölv- unar við akstur, og hafi hann setið í steininum eina nótt, eins og gengur og gerist með róna, sem fullir eru á almannafæri. Er þetta satt? Því getur Bæjarpósturinn ekki svarað. Sé það rangt, verða að koma fram opinber mótmæli, því öllum má vera ljóst, að sá löggæzlumaður get- ur ekki notið þess trausts og þeirrar virðingar, sem staða hans krefst, er liggur undir gmn að hvíla um nætur í Steininum, með sökudólgum þeim, sem hann á að gæta. Sé það hinsvegar rétt, að herra Bjöm Blöndal hafi verið „tekinn úr umferð“, ber að athuga hvort sú ráð- stöfun af hálfu lögreglunnar hafi ver ið réttmæt, hafi hún ekki verið það, ber löggæzlumanninum uppreisn fyr- ir óréttmæta „aðför“, en hafi hún verið réttmæt, og því er almennt trúað, á hann tafarlaust að víkja úr löggaszlumannsstarfinu. Eru salemin ekki hreinsuð á Langholtinu? Hreinlætismál bæjarins er í hinu herfilegasta ástandi, og eins og glöggt kom fram er mál þessi voru rædd á bæjarstjómarfundi á fimmtudaginn. í gær kom þó maður að máli við rit- stjóra þessa blaðs, sem hafði ennþá herfilegri sögu að segja af þeim mál- um, en áður hefur fram komið. Maðurinn sagði sem sé, að í fjölda húsa inni á Langholti væm útisal- emi, og bærinn léti ekki hreinsa þau, og einnig hélt hann því f ram, að eng- in sorphreinsun færi fram á stóm svæði þar um slóðir. Bæjaryfirvöldunum ber tafarlaust að skýra frá hvað rétt er í þessum málum, og sé þetta rétt, verður að koma sorp- og salemahreinsun taf- arlaust í lag í þessu bæjarhverfi. Svona mál þola alls enga bið. Enn er byr jað að nauða um að stytta skólana Það er engu líkara en að margir bæjarbúar líti á barnaskólana sem einskonar plágu, og leggi allt kapp á að forða blessuðum börnunum frá henni svo fljótt sem verða má, sam- anber allt það frámunalega og fávís- lega hjal sem bergmálar um allan bæ, vor hvert, um að ljúka skólan- um sem fyrst. Nú er þetta þvaður byrjað einu sinni erm, þvaður segi ég, því hrein og bein fjarstæða er að vera að tala um að stytta skólana, nema því að- eins að bömin verði almennt flutt úr bænum. Það er engin afsökun fyrir \ 0<><><><>0<><><><><><><><><><><> Telpu-jerseybuxur og krakkasokkar komið aftur Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 <><><><><><><><><><><><><><><><><> uuviKriunnumm AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM styttingu skólatímans, þó eitthvað af bömunum fari senn í sveit, þau sem ekki fara eiga að njóta skólans eins og lög standa til. Hinsvegar er auð- vitað sjálfsagt að þeir sendi böm sín í sveit sem það vilja og geta, þó skól anum sé ekki lokið. Hvort er Jón heill eða veikur? Fyrirspum til Hannesar á Hominu. Herra Hannes á Hominu! Vilt þú ekki í tilefni af umþenk- ingum þínum um kosningu Sund- hallarstjórans, og heilsufarið í Sósíalistaflokknum, taka lúxusbílinn þinn af stöðinni, sem snöggvast og grennslast eftir því hjá Erlingi Páls- syni annarsvegar, og Sigríði Sigur- jónsdóttur hinsvegar, hvað þau haldi um afstöðu Jóns Axels Péturssonar til þessarar kosningar. Ef þú skyldir ekki tíma að leggja bílinn í þetta, þá skal þér hérmeð til vitundar gefið að Erlingur hélt að Jón væri sér fylgjandi og Sigríður að hann væri sér fylgjandi. Útaf fyrir sig er ef til vill ekkert undarlegt þó annaðhvort þeirra hafi misskilið Jón, en fyrir kjaftakindur eins og þig Hannes minn, gæti þetta verið saga til næsta bæjar. Þér veitir ekki af að hafa eitthvað til að hlaupa með. Hvort er svo Jón heill eða veikur? Að valda deilum og valda- deilur. Alþýðublaðinu Sg Timanum hefur verið tíðrætt um leiðara Þjóðviljans, sem sem birtist síðastliðinn þriðju- dag og hét „Vinstri stjórn". Tíminn prentar upp langa kafla úr honum á tveim stöðum í sama blaðinu, og aðalfyrirsögn blaðsins á forsíðu á að vera orðrétt tekin,úr leiðaranum. En svo illa hefur viljað til, að Tímanum hefur ekki auðnast að fara alveg rétt með þessi tilvitnuðu orð. Fyrir- sögn Tímans er þannig „Störf vinstri stjómar myndu orka tvímælis og valdadeilu", en í leiðara Þjóðviljans stóð „valda deilum“. Síðan leggur Tíminn með mörg- um orðum út af því að Þjóðviljinn óttist valdadeilur. Alþýðublaðið hefur ummæli Þjóð- viljans hinsvegar rétt eftir. Uppgötvun hagfræðings Alþýðublaðsins. Síðasti hagfræðingur Alþýðublaðs- ins, G. G. Hagalín, hefur uppgötvað allan sannleikann um söfnunina fyr- ir Rauða kross Sovétríkjanna. Með skýrum tölum sýnir hann fánýti slíkr ar söfnunar. Einn seytjánda úr eyri hlýtur hver rússneskur þegn eftir allar okkar fómir. Þessi sannleikur kippir öllum grunni undan fómar- lund okkar og flestra annarra þjóða, ef hann næði verðskuldaðri út- breiðslu. Af hinni frægu Finnasöfn- un okkar, sem margir voru hreyknir af, hefur hver Finni hlotið á að gizka 7 aura. Við vonumst eftir að geta rétt 50 aura að hverjum Norðmanni eftir stríðið, til þess að þeir geti byggt upp landið, eins og söfnunamefndin kemst að orði. Bandaríki Norður- Ameríku sendu Rússum 3 milljónir stígvéla og þóttust hafa vel gert, en hin nýja speki sýnir þeim að hver Rússi muni hafa fengið tæplega einn sextugasta af hverju stígvéli og fer því að verða skiljanlegt að ennþá sé fótabúnaði þeirra ábótavant. Allir munu verða sammála um, að G. G. Hagalin muni vera sízt minni stærðfræðingur, en rithöfundur, en treystir nokkur þjóð sér til þess að hjálpa Kínverjum eftir þessa nýustu uppgötvun hans. Herðum sofnunínal Kommúnistahatarar og harð stjórnardýrkendur hafa margt rætt og ritað um fánýti söfnunarinnar til Rauða kross Sovétríkjanna^ og sýnt fram á að hver Rússi fengi aðeins brot úr eyri af söfnunarfé okk ar. í eftirfarandi grein sem birt ist í síðasta tölublaði Land- nemans, er sýnt hvað hægt er að kaupa af ýmsum hjúkrun- arvörum fyrir tilteknar upp- hæðir 1 ísl. peningum. Þær raddir heyrast stund- um, þegar rætt er um söfnun- ina til Rauða kross ráðstjórn- arríkjanna, að skerfur sá, sem við ísl. getum lagt fram, sé harla þýðingarlítill og muni ekki koma að miklum notum. Og við verðum því miður að viðurkenna, að skerfur okkar hlyti alltaf að verða of smár, hversu mikið sem við legðum fram. En það ætti aðeins að verða okkur hvatning til þess að herða söfnunina, leggja meira að okkur og senda sem, veglegastan sjóð til hjálpar hinum dáðríku Ráðstjórnar- þjóðum. Eftirfarandi tölur sýna svart á hvítu, að jafnvel hin minnsta upphæð getur orðið að ómetanlegu gagni, getur bjargað lífi eins eða fleiri hermanna, getur linað þjáningar einhverra af þeim milljónum rússneskra manna og kvenna, sem eiga um sárt að binda vegna styrjaldarinn- ar. Fyrir 3250 krónur má kaupa 50 kg. af hinum undur- samlegu sulfalyfjum, sem reynzt hafa örugg vörn gegn lungnabólgu, heilabólgu, blóð eitrun, lífhimnubólgu, gas- drepi og fleirum hættulegum sjúkdómum. Fyrir 650 krónur má kaupa dauðhreinsunartæki til nota á vígstöðvunum. Fyrir 325 krónur má kaupa lyf til að lækna 1000 sótt- veika menn. Fyrir 162 krónur má veita særðum rússneskum her- manni fullan afturbata (með- alkostnaður við hjúkrun og umönnun). Fyrir 65 krónur má sótt- hreinsa 500 sár. Fyrir 32 krónur má kaupa áhöld til minni háttar skurð- aðgerðar. Fyrir 13 krónur má sauma saman 66 skurði. Fyrir 6 krónur má deyfa sársauka meðan stendur á uppskurði. HERÐUM SÖFNUNINA! Höfum það hugfast, að sér hver rússneskur hermaður, sem fær fulla heilsu að nýju og kemst á vígstöðvarnar til þess að halda baráttunni á- fram, stuðlar að falli hinnar nazistisku villimennsku. Útbreiðið Þjóðviljann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.