Þjóðviljinn - 06.04.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.04.1943, Blaðsíða 2
ÞJOÐVILÍINN Þriðjudagur 6. apríl 1943. Happdrætti Hðskðla Islands Dregið verður í 2. flokki á laugardag. 352 vinningar — samtals 123400 krónur. Menn eru beðnir að endurnýja sem allra fyrst) til þess að forðast ös síðustu dagana fyrir dráttinn. Sígurdi Halldórssyní svarad Sjóðir Dagsbrúnar jukust um 44 þúsund kr. á árinu 1942 Skiptafundur verður haldinn í þrotabúi Guðmundar H. Þórðarsonar stórkaup- manns hér í bæ í bæjarþingstofunni n. k. þiðjudag kl. 10 f. hád. og verða þá væntanlega teknar ákvarðanir um tilboð þau, er fram hafa komið í vörubirgðir gjaldþrota á Grundarstíg 11. Skiptaráðandinn í Reykjavík. isoata é Okkur vantar krakka til að bera Þjóðviljann til kaup- enda við Hverfisgötu að Frakkastíg. Upplýsingar á afgr. Austurstræti 12. Sími 2184. AUGLÝSIÐ í Þ.1ÓÐVILJANUM Síðastliðinn föstudag skrif- ar fyrrverandi formaöur I>ags- brúnar, Sigin-ður Halldórsson. grein um hið svonefnda mál- fundafélag sjálfstæðisverka- manna, „Óðinn“. í því sam- bandi setur þessi heiöursmaö- ur fram svo furð’ulega stað- hæfingu um fjárhag Dags- brúnar, að nauðsynlegt er að svara henni. Ummæli hans skulu tilfærð hér orðrétt svo að menn geti séð gróusögu- stíl þehTa: „En þrátt fyrir alla mót- spyrnu tókst þó að yfirstíga alla örðugleika og bæta efna- hag félagsins um nokkra tugi þúsunda á þessmn tveimur árum, sem nú er sagt, að sé þó að mestu uppétið aftur, þrátt fyrir 100% hækkun á félagsgjöldiun, eftir að Komm- únistar með stuðningi Alþýðu- flokksins og Framsóknar hafa farið með stjórn félagsins í eitt ár.......“ Já, „mér var sagt“, segir hinn fyrrverandi formaður Dagsbrúnar. En í endurskoð- unarskýrslu hr. Sigurðar Jónssonar, löggilts endiu’skoð- anda stendur skýrum stöfum, að á árinu 1942 hafi sjóða- aukning Dagsbrúnar numið kr. 44,149,53. En eiSnmitt þetta ár afkastaði félagið margföldu starfi á við þau ár sem Siguröur og lagsbræður hans stýrðu félaginu fyrir hönd atvinnurekenda. Róg- buröm’ Sigurðar um fjárhag Dagsbrúnar skal ekki rakinn nánar. Hann verðskuldar það ekki. Eg vil aðeins gefa les- endum litinn samanburð til fróðleiks: Árið 1942, 4. apríl voru 290 meðlimir skuldlaus- ir. Þá stóð lagsbróðir Sigurð- ar fyrir innheimtu félagsgjald- anna. En í gær, 4. apríl 1943, vom meir en 725 meðlimir skuldlausir. Eg býst við, að þessi staðreynd tali sínu máli. En það eru nokkur atriði, sem Sigurður stingur auðvit- að undir stól: í fyrsta lagi áð hann er sjálfur meðlimur Dagsbrúnar, og því óforsvaranlegt og ó- drengilegt af honum, að standa að rakalausum rógi um félag sitt. í öðm lagi, að í formanns- tíð hans hurfu meir en tutt- ugu þúsund króna úr sjóöum hennar, og það var ekki hans verk, að þeir peningar voru endurgreiddir. í þriðja lagi, að hið svo- nefnda málfundafélag, „Óð- inn“, var sett á laggimar í skjóli atvinnuleysis og atr vinnukúgunar og að margir verkamenn álitu inngöngu í það skilyrði fyrir vinnu. Og í fjórða lagi, að „Óðinn“ er félag, sem starfar í þökk stóratvinnurekenda, gegn hagsmimum verkamanna og samtaka þelrra, enda hafa for ystumenn hans ekki aðgang að öðrum blöðum en málgögn um atvinnurekenda. Eggert Þorbjamarson. Listsýning Félags íslenzkra myndlistamanna í Sýningarskálan um, Kirkjustræti 12, er opin daglega frá kl. 10—10. ilppboð Opinbert uppboð verður hald- ið á Grundarstíg 11, föstu- daginn 9. þ. m. kl. 2 e. h. og verða þar seldir ýmsir húsmunir, þ. á. m. dagstofu húsgögn, útvarpsgrammofónn útvarpstæki, grammofónplöt- ur, stálhúsgögn, gólfteppi, mál verk, ljósakrónur, ryksuga o. m. fl. Ennfremur verður þar seld ýms vefnaðarvara, þ. á. m. gardínutau, borðdúkar, sokk- ar, bindi o. fl. Greiðsla fari fram við ham- arshögg. Lögmaðurinn í Reykjavík. 00000000v’>00000000 MUNIÐ Kaffisöiuna Hafnarstræti 16 ooooooooooooooooo laiMrztii mwisðDMB i mm Vínníngur! Vínníngur; Vínníngur ! Hý bifceií PlBBioutli spBiial le liee miiel 1942 i W/.iíx t... :XJJ- Krónur brjár! Vinningur: Ekki smár! Dregið 15. jiiní 1943 Verð hvers miða kr. 3.00. Miðarnir fást á eftirtöldum stöðum: Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18; Bóka- verzlun ísafoldarprentsmiðju h.f., Austurstræti 8; Stefáni A. Pálssyni, Varðarhúsinu; Matarverzl- un Tómasar Jónssonar, Otbú, Bræðraborgarstig 12; Verzlun Péturs Kristjánssonar, Ásvallagötu 19; Dagbjarti Sigurðssyni, Vesturgötu 12; Þor- steinsbúð, Grundarstíg 12 og Hringbraut 61 ; Guðmundi Guðjónssyni, Skólavörðustíg 2 1; Sig. Þ. Skjaldberg, Laugaveg 49; Verzl. Rangá, Hverfisgötu 71 og hjá safnaðarfólki. ----- Stattu klár!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.