Þjóðviljinn - 08.04.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.04.1943, Blaðsíða 1
Sósíalístatr munið kvöldvökuna í Ódd- fellowhúsinu í kvöld. 8. árgangur. Fimmtudagur 8. apríl 1943 80. tölublað. Eínhver mesfí hiísbrtini, sem orðíð hefur hér á íandí Um kl. 8 í gærkveldi kviknaði í Laugarnes- spítalanum. Varð hann alelda á skammri stundu og brann til kaldra kola á einni klukkustund. Húsið var eitt hið stærsta timburhús hér á landi og er þetta óefað einhver mesti húsbruni, sem hér hefur skeð. Laugarnesspítalinn var byggður um aldamót- in síðustu. Var hann gjöf danskra Oddfellowa til Islendinga í baráttunni gegn holdsveikinni, en ár- ið 1941 voru allir holdsveikisjúklingar fluttir það- an og komið fyrir í öðrum spítala. Fá nen IDD einliiieiðaF jainl benzfn og af ulnnubf fpeiflar ? Bífreíðasfjórafétagíð HreyfíH ferefsf réffláfrar reglugerðar um benzíttsbömroíun, 1 reglugerðinni um benzínskömmtunina segir að einungis þær bifreiðar sem tryggðar eru sem leigubifreiðar, skuli fá benzín- skammt þann sem leigubifreiðum er ætlaður. Nú hefur komið í ljós, að 119 bifreiðar, sem ekki stunda akstur sem atvinnubifreiðar, hafi rétt til þess að fá sama benzín- skammt og um atvinnubifreiðar væri að ræða. Bifreiðastjórafélagið Hreyfill mun nú hafa krafist þess af atvinnumálaráðherra, að reglugerðin um benzínskömmtun verði endurskoðuð og henni breytt í viðunandi horf. I bensínskömmtunarreglu- gerðinni segir svo í 3. gr.: „Leigubifreiðar til mannflutn inga teljast hér þær bifreiðar einar, sem hinn 1. jan. 1943 voru skrásettar og tryggðar sem leigu •bifreiðar, eða sem síðar fá við- urkenningu ráðuneytisins sem leigubifreiðar". Bifreiðast'jórafélagið Hreyfill hefur fengið skrá yfir bifreiðar allra bifreiðastöðva í Reykja- vík og skrá yfir þær bifreiðar, sem tryggðar eru sem leigubif- reiðar og hafa því rétt til sama benzínmagns og bifreiðar af stöðvum. Við samanburð á þessum skrám kom í Ijós að 119 bifreiðar sem tryggðar eru sem leigúbif- reiðar stunda ekki akstur sem atvinnúbifreiðar. Auk þess munu allmargar bifreiðar hafa fengið viðurkenningu sem leigu bifreiðar eftir 1. Ijan. s. 1. Breytingar þær, sem Bifreiða stjórafélagið Hreyfill fer fram á að gerðar verði á benzínskömmt unar reglugerðinni raúnu vera í aðalatriðum á þessa leið: 1. Að engin bifreið fái benzín sem atvinnubi'freið, nema fyrir liggi skýlaust vottorð um það frá einhverri bifreiðastöð, að bifreiðin hafi þar afgreiðslu sem atvinnubifreið, og að bifreiða- stjórinn, sem henni ekur hafi bifreiðaakstur að aðalat- vinnu. 2. Þegar trygging verður end- urnýjuð á næsta gjalddaga, á þessu ári, skuli leggja fram stöðvarvottorð þau, sem um get ur í lið 1., og að enginn fái at- vinnutryggða bifreið án slíks vottorðs. 3. Að beitt verði sektarákvæð- um gegn þeim stöðvarstjórum, sem kynnu að gefa mámum ranglega vottorð í þeim tilgangi að hjálpa mönnum til að komast yfir benzín til annarra nota en atvinnureksturs. Stöðvarstjórar, sem sekir yrðu um slíkt, verði sviptir rétti til þess að gefa út vottorð varðandi þessi mál.- Það er óviðunandi, ef margar einkabifreiðar fá sama benzín- magn og atvinnubifreiðar, er myndu frekar þurfa aukinn skammt Sænsh aiia iilaÉ herllutn- Pjnleria m Sui Fregnir frá Stokkhólmi herma að síðastliðinn mánudag hafi fjöldafundur í Stokkhólmi samþykkt ályktun til ríkisstjórnar- innar þar sem svo var að orði komizt, að í Noregi líti menn svo á að þýzku hermannaflutnmgarnir, sem átt hafa sér stað yfir Svíþjóð, séu beinn stuðningur við fjandmenn Noregs, og sé það ekki í samræmi við vináttu og hjálparvilja sænsku þjóðarinnar, að slíkir flutningar séu leyfðir, auk þess, sem þeir feli í sér alvarlega hættu fyrir öryggi Svíþjóðar. Ennfremur, að til þess að nor- ræn samvinna geti haldið áf ram að stíðinu loknu verði að hætta að leyfa slíka hermannaflutn- inga yfir Svíþjóð. * „Það særir réttlætistilfinningu sænsku þjöðarinnár, að hægt sé að segja að með þessum verkn- aði séu Svíar að styðja það ríki sem undirokar norsku þjóðina. Þessi stefna er Svíþjóð ekki samboðin og skerðir álit vort sem lýðræðissinnað réttarríki og varnarmöguleika vora". Sendíherra Dana fekur á mófí gesfum á morgun Þann 9. apríl — næstkomandi föstudag — klukkan 4—6 e. h. eru allir Danir velkomnir í heim sókn til sendiherra Dana og frú de Fontenay. Her Rommels á fiútta I Túnis 8. brezki herinn tekur 6000 fanga í herstjómartilkynningu Bandamanna í gærkveldi er sagt að 8. herinn brezki hafi náð sambandi við her Bandarikjamanna, sem sótti f ram í Suður- Túnis úr vestri. Á þriðjudaginn tókst 8. hernum að rjúfa varnarlínu Rommels með harðvítugri skriðdrekaárás. Her Rommels lagði á i'iótta en 8. herinn veitti honum eftirfor og hefur þegar tekið 6 þúsund fanga. Skemmdarverkaalda flæðir yfir Þýzkaland Norðmenn í London hafa komizt að því,' að skemmd- arverkaalda hefur flætt yfir Þýzkaland upp á síðkastið. Fregn frá leynilegum félögum skýrir frá því, að hin stóra jáirnbrautarbrú yfir Öder, hjá Frankfurt, hafi verið sprengd í loft upp. Eyðilegging brúaririnar hafði í för með sér, að mikl- um herflutningum varð að beina á aðrar leiðir og olli' það miklum töfurri/á flutning- um til vígstöðvanna. Spreng- ingar hafa líka eyðilagt járn- brautasvæði í Berlín sjálfri. Norsk minninsarguðs- þjðnusta í Dómkirkj- unni 9. apríl Á 3. ársdegi þýzku árásar- irmar í Noreg, hinn 9. apríl verðvír haldin stutt minn- ingarguðsþjónusta í Reykja- víkurdómkirkju kl. 6 síðdegis. Athöfnin hefst á því, að sung- inn verður sálmur, sem ort hefur einn hinna norsku kennara, sem voru í fyrra sendir í nauðungarvinnu til Kirkenes. Því næst les séra Bjarni' Jónsson vígslubiskup upp úr Biblíunni. Þá verður sunginn sálmurinn „Altid freidig nár du gár", en því næst flytur vígslubiskupinn ræðu, sem mun sérstaklega mihnast þeirra, sem á þessum þrem árum hafa fórnað lífi Framhald á 4. síðu. ! Sóknin var undirbúin með gífurlegri störskotahríS!, úr 500 fallbyssum og var skothríðin engu vægari en hjá El Ala- mein $ vetur. Varnarstöðvar andstæðing- anna voru rofnar á skömm- um tíma og voru aíliar á valdi árásarhersins um hadegisbil, en árásin hafði hafizt í býti um morguninn. Rauði herinn vinnur á á Kúbanvígstoðvunum l Rauði herinn hefur hrund- íff hörðum árásum þjóðverja á brúarsporð nokkurn í Don- tetshéraði Á Kúbansvæðinu tóku Rússar bæ einn eftir grimmilega götubardaga. Russnesk herskip sokktu nýlega þrem, flutnlngaskipum Úr vel varinnl þýzkri skipalest á leið tál Norður-Noregs. Var eitt skipanna 12 þúsund smá- lestir. Lðgsagnarumdæmi Reykjavíkur Lágafell og Varmá tilheyra Kjosarsýslu Reynisvatn fellur undir Reykjavík Samkoimilag um málið milli Reykjavíkur og Mosfells- hrepps. — Þingmenn allra f lokka ljá því lið. Eins og kunnugt er hefur staðið allmikill styr um frum- varp þetta á þingi. Sósíalista- flokkurinn stóð óklofirin með frumvarpinu í sinni upphaf- legu mynd, Alþýðuflokkurinn og Sjálfstœðisfloldnxrinri voru mjög klofnir í málinu, og Framsóknarmenn w>ru andvíg ir þessu mikla hagsrmmamáli Reykvíkinga. Það leit því út fyrir að torvelt yrði um fram- gang málsins. M var að því ráði horfið, að taka upp samn? inga milli hreppsnefndarinnar í Mosfellshreppi aimarsvegar og fulltrúum frá bœjarstjórn Reykjavíkur hihsvegar, og í sarm-æmi við samkomulag þessara aðila, fluttu þeh- Bjarni Asgeirsson og Ólafur Thors, breytingartillögu viS frumvarpið, og voru þær sam- þykktar með samhlióða at- kvæðum þingmanna úr öUum flokkum, en þrír Framsóknar- menn greiddu gegn frumvarp-. inu í heild. Þegar frumvarp þetta e» orðiö að lögum, sem væntan- lega verður allra næstu daga, falla þessar jarðir undir lög- sagnadæmi Reykjavíkur: Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.