Þjóðviljinn - 08.04.1943, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 08.04.1943, Qupperneq 2
2 ÞJOÐVILJINN ■ Fimmtudagur 8. apríl 1943 Árni Ágústsson-. Kommúnistahatrið blindar Alþýðu- blaðsskriffinnana Þaú, sem einn segir, rífur annar niður oBœjat/páyfopviwn Vorhreingerningar hefjast... Mikið úrval af hreinlætis- vörum Burstavörur Gólfklútar Afþurkunarklútar Karklútar Bón, ísl. og erl. Kristalsápa Stangasápa Þvottasóti Vítissóti Húsgagnagljái, margar teg. Málmfægilögur Silfurfægilögur Glerfægiölgur Ofnsverta Stálull Vírsvampar Sápuspænir Þvottaduft Ræstiduft rr’.<i j.t'. »i i ■ 11 'íprm Fólk, sem þarf að komast frá Reykja- vík til Patreksfjarðar og ísa- fjarðar er beðið að láta skrá- setja sig á skrifstofu vorri fyrir hádegi í dag.______ ~DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaffisalan Hafnarstræti 16. Myndir sem ekki ætti að sýna Herra ritstjóri. Þegar lesnar eru auglýsingar frá kvikmyndahúsunum hér í Reykjavík, er það algengt að sjá eftirfarandi athugasemd neðst á auglýsingunni: „Böm innan 14 ára fá ekki aðgang“. Það má að sjálfsögðu deila um hvem ig þeim, sem ákvarða hvaða myndir börn megi sjá, tekst starf sitt. En hvað um það, hér er þó að minnsta kosti gerð virðingarverð tilraun í þá átt að halda bömunum frá myndum, sem ætla mætti að hefðu skaðleg áhrif á þau. Hinsvegar virðast kvikmyndahúsin algerlega einráð um það, hvað þau bera á borð fyrir fullorðið fólk og unglinga sem komnir eru yfir 14 ára aldur. Reynslan er líka sú, sérstak- lega síðan núverandi heimsstyrjöld hófst, að hér úir og grúir, ekki ein- ungis af lélegasta léttmeti kvik- myndaheimsins, heldur og af sorp- myndum svo ruddalegum að áhorf- endur fyllast viðbjóði og undrun — undrun yfir því smekkleysi að móðga bíógesti með slíkum óþverra. Ein slík mynd var sýnd hér fyrir nokkrum dögum. Hún heitir „Majór Rogers og kappar hans“, og sýnir „hefndarleiðangur" sem hvítir menn fara til Indíánaþorps. Þeir drepa hvern einasta karlmann í þorpinu, og að því er virðist einnig konur og börn (þótt slíkt sé ekki sýnt á mynd- inni). Hér er ekki um heiðarlegan bardaga að ræða, heldur viðbjóðs- lega slátrun jafnvel í stærri stíl en maður hefur átt að venjast í kvikmyndum á vopnlitlum og jafn vel vopnlausum mönnum, auk þess sem þorpið er brennt til koldra kola. Látum svo vera að grimmd hinna „hvítu djöfla", sem ræna landi þvi er Indíánamir telja sig eiga og hafa erft af feðrum sínum, sé sýnd í sinni nöktustu mynd. Slíkt er án efa hægt að heimfæra undir sannsögulega við- KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 GULLMUNIR bandunnir-----vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. T rúlof unarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisg. 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. burði. En hið viðbjóðslega við mynd ina er það, að verið er að réttlæta þessi grimdarverk og gera fremjend ur þeirra að hetjum, jafnvel eins- konar dýrlingum. Þar er sagt að Indíánarnir hafi drepið og höfuðflegið foreldra og sistkyni sum ra leiðangursmanna. Fyrir það skal hefnt. Á hitt er vandlega forðast að minnast, hvers Indiánamir voru að hefna með illverkum snum. Það má vel vera, að slíkar mynd- ir, sem hér um ræðir, falli í smekk Ameríkumanna sem aldir eru upp í hatri á þessum eirlitaða þjóðflokki: Til okkar íslendinga hafa þær ekk- ert erindi. Við höfum hingað til ver- ið bléssunarlega lausir við eitur kyn- þáttahatursins. Nokkrar nazista- sprautur hér í Reykjavík hafa að sönnu reynt að fóðra þjóðina á slíku góðgæti en mætt einskærri fyrir- litningu, og vonandi verður svo fram vegis. Allt kynþáttahatur er, sem betur fer, mjög fjarlægt hugsunar- hætti íslenzkrar alþýðu. En meðal annara orða, er ekki mál til komið að bæjarfélagið fari að gera alvöru úr því að taka að sér rekstur kvikmyndahúsanna? Eða mættum við ekki vænta þess, að full trúar bæjarins á þessu sviði losuðu æsku landsins við „uppeldismeðul" á borð við umrædda kvikmynd. Með virðingu og þökk fyrir birt- ingu. Bíógestur. Ef það væri fyrir Hitler í smáþorpi einu á Norðurlandi varð einum starfsmanni kaupfélagsins, sem talinn er góður og gildur Fram- sóknarmaður, að orði þegar honum var sýndur söfnunarlisti til styrktar Rauða krossi Sovétríkjanna „Ef þú hefðir verið að safna fyrir Hitler þá skyldi ég glaður hafa lagtí þann sjóð, Rússum gef ég ekki neitt“. Hvort er þetta fóstursonar Jónas- ar eða Alþýðublaðsins? í sama þorpi var einum fram- bjóðanda Alþýðuflokksins sýndur söfnunarlistinn. E—hemmmm-hemm ,,Eg ætlaði nú eiginlega ekki að gefa neitt“, en tók þó upp 5,00 kr. Vonandi fyrirgefur Stefán Péturs- son honum veikleikann. Samvinnuskólinn í sveit Herra ritstjóri. Það Virðist vera aðaláhugamál nokkurra Framsóknarmanna að bola Menntaskólanum burt úr Reykjavík. Pálmi rektor lagði það fram á þingi í fyrra að skólinn skyldi fluttur að Skálholti, þar sem lítið stendur eftir nema rústir og misjafnar minningar. Að vísu munu ýmsir hafa talið fjós Jörundar bónda fullgóða vistarveru fyrir nemendur menntaskólans sem eru að mestu Grímsbæjarlýður, og úr því f jósið í Reykholti forðum daga rann inn í skólann hjá húsameistara ríkisins, þá hefði honum og Jónasi ekki orðið skotaskuld úr því að láta skólann renna inn í fjósið í Skálholti. Hitt efuðust góðgjarnir menn um, hvað viljugur Pálmi hefði flutt þetta frumvarp, en treysti því að það næði aldrei samþykki. Nú er Jónas enn kominn af stað, og nú á að flytja skólann að Laugavatni. Næsta skref yrði að sameina skólana þar, veita Pálma aðra stöðu og gera Bjarna að rektor hinnar nýju menntastofnunar. Þá væri fljótlegt að losna við íhalds- dót og rauðliða úr skólanum með því að gefa þeim frí einhverja nóttina Fyrir nokkrum vikum hóf Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík >fjársöfnun handa Rauða krossi Ráðstjórnarríkj- anna. Tilgangur þessarar fjár- söfnunar er fyrst og fremst sá að sýna öllum heimi það í verki að íslendingar standa ekki öðr- um frjálsum þjóðum að baki í skilningi á því, hve mikilvæg hin hetjulega vörn rauða hersins og sovétþjóðanna er gegn her- skörum nazismans, sem læst hef ur hrammi sínum um flestar þjóðir Evrópu. Og að þá brestur heldur ekki skilning á því, að frelsisvon allra þjóða er tengd við mátt rauða hersins og sið- ferðisþrek sovétþjóðanna. Þegar fjársöfnunin til Rauða kross Ráðstjórnarríkjanna var ráðin í fulltrúaráði verkalýðsfé- laganna, lögðu fulltrúar Alþýðu flokksins það til, að safnað yrði bæði til Rauða kross Sovétríkj- anna og alþjóða-rauða-krossins, svo að flestar kúgaðar þjóðir og þær, sem stæðu í stríði við naz- ismann nytu góðs af tillagi ís- lendinga. Tillaga þessi var felld, einkum með þeim forsendum, að hvorttveggja væri, að Islend- ingar hefðu þegar sýnt norsku frændþjóðinni sérstakan samúð- arvott í raunum hennar með nokkru fjárframlagi og að söfn- un nokkurs fjár til Rauða kross Sovétríkjanna væri tákn- andi fyrir skilning íslendinga á því að bæði vér sjálfir, Norð- menn, Grikkir og allar aðrar þjóðir ættu frelsi sitt og fram- tíð undir því hversu færi um átökin á austurvígstöðvunum. Á engri þjóð hefur styrjöldin mætt þyngra en á sovétþjóðunum. Á engum vígstöðvum hafa fleiri hermenn særzt í frelsisbaráttu þjóðanna en einmitt á vígstöðv- um rauða hersins. Nú hefur það undarlega skeð, að meðal vor íslendinga hafa fundizt menn, sem litu fjársöfn- í manndrápsbyl. Afganginn mætti hafa í girðingu svo hann yrði hvorki fyrir áhrifum frá Moskva né Reykja- vik. En það er einn skóli sem Framsókn armenn ráða yfir og það er Sam- vinnuskólinn. Hversvegna er hann ekki fluttur í sveit, t. d. að Hriflu, sem nú er orðin opinber eign. Þar gæti verið heimavist með hollum á- hrifum. Og ef flokkurinn kæmi með frumvarp um það, að núverandi skólastjóri skyldi líka fluttur í sveit með skólanum, þá yrði það frumvarp áreiðanlega samþykkt af öllum þing- heimi, að einu atkvæði ef til vill undanskildu. Virðingarfyllst. með þökk fyrir birtingu X+Y un til Rauða kross Sovétríkj- anna óhýru auga. Og um það munu íslendingar vera undan- tekning meðal frjálsra þjóða. Þarf naumast að f jölyrða um þá minnkun, sem slíkir menn gera þjóð sinni í almenningsáliti. Ber andstaðan við fjársöfnun þessa líka vott þeirrar ljósfælni, sem einkennir menn með vonda sam- vizku. Að undanteknum hinum ljósfælnu trúðum nazismans er hér lúra undir yfirborði félags- lífsins verður meðal siðmenntðra manna lítið vart opinberrar and stöðu nema hjá einstökum for- kólfum Alþýðuflokksins. Ein- stakir menn úr þeirri sveit, þ. á. m. Guðm. G. Hagalín, reyna að dreifa áhuga manna fyrir hetju- dáðum rauða hersins og veikja skilning almennings á þýðingu meginátakanna í örlagaríkustu frelsisstyrjöld allra þjóða, líka vor íslendinga. Þvílík iðja dæmir sig sjálf, enda bera röksemdir þeirra Al- þýðuflokksmanna, sem láta hafa sig til að stunda hana, þess ljós- an vott, að hvorttveggja er í jafnmiklu ólagi, hugsun og sam- vizka. Guðm. Hagalín ber fyrir sig þau meginrök gegn söfnuninni, að hún verði sovétþjóðunum að litlu gagni, þar sem þær séu svo fjölmennar og að lítið komi á hvern meðlim þeirra, ef tillaginu sé deilt á tölu þeirra. Flokks- menn Guðmundar í fulltrúaráð- inu í Reykjavík vildu hinsvegar dreifa söfunuarfénu til allra hernumdra þjóða, auk Sovétríkj- anna. Má nú Guðmundur Haga- lín setjast við og sýna fram á, samkvæmt fyrri röksemdum sínum, hversu miklu sú söfnun- araðferð hefði verið fjær því að ná tilgangi sínum en sú, sem fulltrúaráðið viðhefur. Mun það að lokum hæfa vel málstað andstæðinga söfnunar- innar í Alþýðuflokknum að þeir rífi niður röksemdir hvers ann- ars og komi þeim fyrir í rusla- kistu þeirri, er hæfir orðstír þeim er þeir geta sér í óvinsam- legri afstöðu til þeirra þjóða, er fórna meiri verðmætum og fleiri mannslífum en nokkur önnur þjóð í frelsisbaráttu allra þjóða — líka vor Islendinga — undan ofbeldi og ánauð. Loks skal það skýrt fram tek- ið, að í afstöðunni til söfnunar- innar eiga ekki allir Alþýðu- flokksmenn sammerkt. Margir þeirra sýna söfnuninni vinar- hug að hætti Alþýðuflokka með al annarra frjálsra lýðræðis- þjóða. A • r Arni Agústsson. I dag e’r næstsíðasti söludagur í 2. flokki Happdræftíð.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.