Þjóðviljinn - 08.04.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.04.1943, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. apríl 1943 ÞJOÐVILJINN {móoviijimn Utgefaadi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritst jórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartarson Ritstjórn: Garðastræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa. Austurstræti 12 (l. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðastræti 17. Mauirtce Dobb: Verkalýður Akureyr- ar sameinast Verklýðshreyfing Akureyrar er orðin ein heild innan Alþýðu- sambands íslands. Síðasta vígið, sem sundrungin átti innan verk- lýðssamtakanna, er unnið. Með skörulegum aðgerðum hefur Al- þýðusambandsstjórnin knúið fram einingu verklýðssamtak- anna á Akureyri og sýnt það að hugur fylgir máli hjá verklýðs- hreyfingunni, þegar hún krefst einingar alls verkalýðs innan A1 þýðusambandsins. Allur verkalýður íslands fagn ar þessum sigri einingarinar. All ir verkamenn og verkakonur, sem vita af eigin, dýrkeyptri reynslu hvers virði einingin er verkamannasamtökunum, eru stjórn Alþýðusambandsins og erindrekum þess þakklát fyrir að hafa haft einarða og mark- vissa forustu í því að sameina verklýðsfélagsskap næststærsta bæjar landsins, sem svo lengi hefur þjáðst undir afleiðingum klofnings og sundrungar. Verklýðshreyfing Akureyrar upplifir nú einhver þýðingar- mestu tímamót í langri og við- burðaríkri sögu sinni. Fyrir aldamótin (1896) var stofnað fyrsta verkamannafélag ið á Akureyri, éitt af fyrstu verk lýðsfélögum landsins. Það varð ekki langlíft, en það ruddi braut ina. 1906 var Verkamannafélag Akureyrar stofnað og var fram til 1932 eitt af sterkustu verk- lýðsfélögum landsins. En þá gerðust þau tíðindi, að Erlingur Friðjónsson klauf félagið, af því hann varð undir við formanns- kjör, og stofnaði nýtt félag, Verk lýðsfélag Akureyrar. Síðan hafa verkamannasamtök Akureyrar verið klofin, þrátt fyrir allar til- raunir sameiningarsinna til þess að koma aftur á einingu, — þar til Alþýðusambandsstjórnin nú tók málið í sínar hendur af slíkri röggsemi að fullkominn árangur- náðist. Því, þótt Erlingur Frið- jónsson standi utan við félags- skap verkamanna, þá er eining stéttarinnar ekki síður fullkom- in fyrir það. Verkamannasamtök Akureyr- ar munu nú, í krafti einingarinn ar, vaxa mikið og skjótt að f jölda og þroska' og Alþýðusam- band íslands mun í framtíðinni sjá það, að það hefur sjálft lagt einn af traustustu hornsteinun- um undir framtíðarbyggingu Framliald. Fyrirkomulag: trygginganna Alþýöutrygging-unum í Sov- étríkjunum er skipt í þrjár deildir. í fyrsta lagi sjúkratrygging- amar. Heilbrigðismálin — læknishjálp, lyf, sjúkrahús —• heyra undir stjórn heilbrigð- ismálaráðs hvers sambandslýð- veldis og aðrar þær stofnanir þess, sem sjá um framkvæmd þeirra mála. Kostnaður vlð þau mál er greiddur úr sjóð- um ríkis og bæja. Fram að árinu 1937 var stjórn þeirra aö nokkru leyti 1 höndum verklýðssamtakanna Sjúkratryggingarnar ná ekki aðeins til þeirra, er sjálfir vinna launavinnu, heldur til allrar fjölskyldu þeirra, sem fær fría læknishjálp, ekki að- eins heimilislæknis, heldur einnig sérfræðinga svo sem augnlækna, tannlækna, skurö- lækna o. s. frv. Öll læknis hjálp, lyf og sjúkrahúsvist er ókeypis. í öðru lagi elli- og örorku- tryggingar. Þær ná til allra: sem látið hafa af störfum fyr- ir elli sakir og til öryrkja og ná jafnt til þeirra, er ekki hafa stundaö launavinnu. Sér- stakt ráð fer meö stjórn þess- verklýðssamtaka fslands með því að skapa einingu verka- mannasamtakanna á Akureyri. Og það er allri verklýðsstétt- inni til fyrirmyndar hve sam- einaðir stjórnendur og forustu- menn Alþýðusambandsins stóðu í þessu einingarstarfi fyrir verk- lýðssámtökin. Því sorglegra er að heyra þá hjáróma rödd, sem tekur undir | við fjandmenn verklýðseiningar innar og segir í Alþýðublaðinu í gær: „Nýr klofningur í verka- lýðshreyfingunni á Akur- eyri.“(!!) Og síðan eru klofnings mennirnir, sem um leið eru for- ustumenn Alþýðuflokksins á Akureyri, notaðir sem aðalheim- ildir. Þeir menn, sem hafa búizt við að heiðarlegir Alþýðuflokks- menn, sem berjast fyrir einingu Alþýðusamtakanna, ættu at- hvarf hjá Alþýðublaðinu, urðu fyrir sárum vonbrigðum. — Það, sem er í augum níu tíundu Al- þýðuflokksmanna sigur fyrir einingu verkalýðsins, það heitir á máli Alþýðublaðsklíkunnar: Nýr klofningur! í augum þessar- ar klíku er „eining“ þeirra Frið- jónssona hin eina eining verka- lýðsins á Akureyri. — Sú klíka verður þá að hafa það að hljóta sama hlutskipti og þeir, — hlut- skipti, sem báðir hafa kosið sér af frjálsum vilja: hlutskipti nátttröllanna, er verða að steini, þegar það dagar — 1 verklýðs- heyfingunni. ara trygginga í hverju sam- bandslýðveldi fyrir sig. í þriðja lagi eru hinar margþættu slysa- og áhættu- tryggingar, sem tryggja menn gegn hverskonar slysum og á- hættum. Þessar tryggingar greiða styrki til óvinnufærra manna, fæðingarstyrki, jarðarfarar- styrki, eftirlaun til manna sem náð hafa vissum aldri, en halda þó áfram að vinna. Þessar tryggingar greiða enn- fremur barnastyrki, kostnað við hvíldar- og hressingar- heimili og styrki til ferðalaga. Stjórn þessarai mála annast sérstakt tryggingafulltrúaráð í hverri verksmiðju og á hverj- um vinnustáð ásamt verk- smiðjunefndinni (sém. kosin er af verkafólkinu á viðkomandi vinnustað). Fulltrúaráðin eru tilnefnd af þeim starfsmönn- um verklýðssamtakanna, sem starfa að tryggingarmálum, svo nefndum „tryggingafull- trúum“, sem verksmiðjunefnd- in tilnefnir til þess að fylgjast með líðan sjúkra manna, at- huga ef menn skrópa frá störfum sínum og hafa eftíi'- lit með starfsemi hvíldarheihi- ilanna. Árið 1938 voru yfir 300000 slíkir „tryggingarfulltrúar“ í Sovétríkjunum og í tryggihga- fulltrúaráðunum áttu 200000 menn sæti. Verklýössamtökin höfðu einnig í þjónustu slnni 1800 lækna til þess að hafa eftir- lit með framkvæmd heilbrigð- ismálanna, framkvæma skoð- anir og gefa út læknisvottorð um tryggingagreiðslur til þeirra er á þeim þurftu aö halda. Jafnframt höfðu þessir læknar þann starfa, að undir- búa ráðstafanir til þess aö koma í veg fyrir slys og bæta heilbrigðisskilyrði. Áriö 1940 nam tryggingar- fé verklýðssamtakanna 8,6 milljörðum rúblna. Árið eftir samþykkti æðsta ráð Sovét- rikjanna áætlun um næstum 10 milljarða rúblna til þess- arar tryggingarstarfsemi. Meir en þriðjungur af þess- ari upphæð rennu« \11 sjúkra- trygginga, (manna, sem eru frá vinnu um stuttan tíma). Næst koma svo mæðratrygg- ingar og kostnaður við hvíld- ar- og' hressingarheimili, sem nemur um fimmta hluta þess- arar upphæðar, en árið 1940 réðu verklýössamtökin yfir 631 slíkra heihiila og 234 að nokkru leyti. Kostnaöinn við þessar tryggingar ier hvert atvinnu- fyrirtæki látið greiða meö vissu framlagi í hlutfalli við þá upphæö er það greiðir í laun. Aö meðaltali er sú upphæö 6 y2 % af launagreiöslnaupp- hæðinni, en er þó nokkuð mis- munandi (frá 4% til rúmlega 10%) og fer þáð eftir því hver áhætta fylgir starfinu sem unnið er. Réttindin sem trygging- arnar veita 1. Ellitryggingar Elhtryggingum var fyrst komið á 1927 fyrir verkamenn við vefnaðarverksmiðjur, en voru síðan auknar og látnar ná til verkamanna í öðrum aðaliðngreinum, eftir 1929. Nú ná ellitryggingarnar til allra, hvort sem þeir hafa unniö erfiðisvinnu eða andleg störf, sem hafa unnið sín lág- markstímabil. Ellilaun nema milli 50 og 60% af meðallaunum þess, sem styrksins verður aönjót- andi og fer mismunurinn eft- if starfsgrein mannsins. Námu verkamönnum t. d. og öðrum, er unnið hafa óholl störf, eru greidd 60% af fullu kaupi. Karlmenn þurfa venjulega að hafa unniö í 25 ár og kon- ur í 20 ár til þess að öðlast rétt til þessara trygginga. Menn ha,fa rétt til að fá greidd ellilaun, þegar þeir hafa náö ákveðnum aldri iivort sem þeir Jáfa af störf- um eða ekki, karlmenn þegar þeir eru 60 ára og konur þeg'- ar þær eru 50 ára. Verkamenn í námum og öðrum óhollum starfsgreihum, njóta forréttinda, að þurfa styttri starfstíma og lægri ald- ur til þess að öðlast þennan rétt. Þeir hafa rétt til elli- launa þegar þeir eru 50 ára. ef þeir hafa unnið í 20 ár. þar af 10 ár niðri í námum eða við önnur óholl störf. 2. Ororkutryggingar Örorkutrygginga njóta allir, sem misst hafa starfsorku sína, sökum slysa eða veik- inda og eru að áliti lækna ekki færir um að vinna reglu- lega vinnu. Allir öryrkjar hafa rétt til örorkustyrks, hvort sem þeir hafa misst starfsorku sína vegna slysa eða iaf öðrum or- sökum við starf sitt, eða hvort þeir hafa misst starfsorkuna af öörum ástæðum. Þó er sá munur á, aö hafi þeir misst starfsorku sína vegna starfs síns, fá þeir tafarlaust rétt til örorkustyrks, en í öðiaim tilfellum er um nokkum bið- tíma áð ræða, sem fer eftir starfstíma mannsins og jafn- framt því, hve gamall hann er. Hafi öryrkinn misst aila starfsorku sína og þarfnist stöðugrar umönnunai’, fær hann greidd 80—100% af þeim launum er hann áður hafði. Sé hann ófær til vinnu, en þarfnist ekki' sérstakrar umörmunar, fær hann greidd 60—80% af fullum launum. Sé hann aftur á móti ekki fær til þess starfs, er hann hafði á herndi, en geti unnið léttara starf, eöa tíma og tíma í einu, fær hann greidd 46—56% af fullum launum Hafi öryrkinn misst starfs- orku sína vegna slysa eða af öðrum orsökum vegna starfs síns, eru honum greidd full laun, ef hann heyrir undir fyrsta flokkinn sem nefndur er hér á undan, en 75 og 50% ef hann heyrir undir hina síðari. 3. Sjúkratryggingar Fr-am til ársloka 1938, nutu allir meðlimir verklýðsfélaga, sem unnið höfðu í 3 ár, fullra launa, þegar þeh’ voru veikh. Um engan biðtíma var að ræða. Full laun vom greidd frá þeim degi að maðurinn varð veikur, gegn veikinda- vottorði' frá lækni vinnustöðv- arinnar. En í desember 1938 voru gerðar nokkrar breytingar á þessu fyrhkomulagi, í því augnamiði áð koma í veg fyr- ir óþarfa fjarveru verkamanna og að þeir skiptu óþarflega oft um vinnustaði. Þau hlunnindi, sem menn nú njóta hjá slysatryggingun- um, fara efth starfstíma þeirra hjá sama fyrirtæki samkvæmt eftirfarandi regl: um: Greiðslur mi(S aðar við full laun. Verkamaður, sem unnið hefur hjá sama fyrirtæki meir en 6 ár ............... 100% 3 til 6 ár ................. 80% 2 til 3 ár.................. 60% minna en 3 ár .............. 50%' Verkam. yngri en 18 ára er unnið hafa hjá sama fyrirtæki meir en 2 ár ........ 80% minna en 2 ár .............. 60% Námuverkamenn og aðrir, sem vinna óholl störf: meira en 2 ár .............. 100% minna en 2 ár .............. 60% Menn, sem vikið er frá starfi vegna sviksemí voru svipth rétti til sjúkratrygg- inga, þar til þeir höfðu unnið í 6 mánuði aftrn’, án þess að skipta um vinnustað. Stakkaroff-verkamenn1) og þeir, sem eru í sérstökum „á- hugasveitum“, fá greidd full- laun frá þeim degi er þeh veröa veikir (svo framarlega að þeir hafi verið iðnverka- menn í 1 ár) . Þeir, sem ekki eru meðlimh verklýðssamtakanna, fá greidda helmingi lægri styrki en frá er sagt að framan. En menn skyldu ekki gleyma því. að 1940 voru 25,5 milljónh verkamanna í verklýðssamtök- unum, af þeim 30,4 milljón- um sem þessár tryggingar náðu til, svo þeh, sem njóta lægri styrkjanna eru hverf- andi minnihluti og mestin’ hluti þeirra manna stundav ekki verkamannavinnu nema tíma úr árinu. Framhald. ’) Brautryöjendur á sviði bættra vinnuaðferða og auk- inna afkasta, kenndh við Stakkanoff, manninn, sem skapaði þessa hreyiingu í Sov- étríkjunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.