Þjóðviljinn - 10.04.1943, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 10.04.1943, Qupperneq 1
8. árgangur. Laugardagur 10. apríl 1943 82. tölublað. InlMi i MHI Norðmenn munu i framfiðínní byggja á fullkomnum lýðræðisgrundvellL — Þeír munu ekki faka upp hlufleysíssfefnu að nýju í tilefni af því, að í gær voru liðin 3 ár frá því að Þjóðverjar réðust inn í Noreg, flutti Johan Nygárdsvold, forsætisráðherra Norðmanna, útvarpsræðu, þar sem hann sagði að á þessum þrem árum hefðu Norðmenn orðið að þola margskonar þjáningar, en með frelsisbaráttu sinni, heima og erlendis, hefðu þeir ótví- rætt sannað rétt sinn til þess að vera frjáls og sjálfstæð þjóð. Hann minntist þeirrar ömurlegu stundar, þegar konungur og ríkisstjórn fór frá Noregi eftir tveggja mánaða baráttu. „Vér tókum þessa ákvörðun“, sagði hann, „af því vér álitum það þýðingarmikið fyrir afstöðu Noregs í stríðinu og fram- tíðinni, að hin löglega norska ríkisstjóm héldi áfram að starfa utan Noregs. Með því var tryggt að Noregur yrði áfram talinn sjálfstætt ríki meðal frjálsra þjóða og að Norðmenn utan Noregs gætu haldið áfram að berjast undir hinum frjálsa norska fána vorum“. Bandanieni i slíðuiri sóhn i löiis Þeir hafa nú tekið 20 þúsund fanga Bretar, Frakkar og Bandríkjamenn eru enn í sókn á hinum hálfhringmynduðu Túnisvígstöðvum, sækja á hersveitir Möndul veldanna frá norðri, vestri og suðri og þjappað þeim saman á æ þrengra svæði meðfram ströndinni. Flugher Bandamanna heldur uppi gífurlegri loftsókn á hendur Möndulherjunum. Rommel hefur nú beðið annan ósigur sinn á síðasta hálfa mánuðinum. Bandamenn hafa nú tekið 20 þúsund fanga. Þá ræddi ráðherrann um hin margþættu verkefni, er norska stjórnin þurfti að leysa erlendis og þá fyrst og fremst að skipu- leggja þátttöku Norðmanna í stríðinu. Nokkur skip úr herskipaflota Norðmanna komust undan eftir hernámið og eiga Norðmenn nú um 60 herskip af ýmsum stærð- um. Þá var komið á fót æfinga- stöðvum fyrir norska flugmenn í Kanada, og lagður grundvöllur að norska flughernum, sem á- samt sjóliðinu hefur getið sér hinn ágætasta orðstír fyrir fram göngu sína í stríðinu. Þá minntist hann á norskar hersveitir í Skotlandi, sem munu láta til sín taka, þegar Nor- egur verður endurheimtur. Hann ræddi ennfremur um norska verzlunarflotann, sem allir Norðmenn eru stoltir af, og leyst hefur af höndum stærsta þáttinn í framlagi Norðmanna til baráttu Bandamanna. Þá minntist hann og á skóla þá, sem komið hefur verið á fót fyr- ir norsk börn í Bretlandi. „Eitt þýðingarmesta verkefni vort“, segir ráðherrann, „er að styrkja velferðarmál Norð- manna í Svíþjóð. Afstaða ungra Norðmanna sem komizt hafa til Svíþjóðar, er mjög erfið. Þeir eiga aðeins eina ósk: að ganga í norska her- inn eða komast á siglingaflot- ann. En því miður hefur það ekki verið framkvæmanlegt. Orsakir þess ráðum vér ekki við og um þær er ekki hægt að ræða frekar nú. Þá þakkaði ráðherran. Sví- um fyrir hjálpfýsi þeirra í garð Norðmanna í Sviþjóð. Hann kvað það Norðmönnun- um mikið ánægjuefni, að norska ríkið greiði fyrir allt. sem Svíar hefðu gert fyrfr norska flóttamenn. Þá ræddi ráðherrann um framtíðaráætlanir norsku rík- isstjórnarinnatr, um að koma á norskri stjórn í héruðmn Noregs, jafnskjótt og þau yrðu endurheimt og að gera upp reiknihgana við svikarana. kvislingana. En fyrst og fremst þyrfti að bæta úr brýnustu þörfum hinnar þrautpíndu þjóðar. „Allt verður gert til að lcoma í veg fyrir eínahagslegt hmn„ að styrjöldinni lokinni“, sagði ráðherrann. Utanríkispólitík vor er máske þýðingarmeiri nú, en nokkru sinni áður 1 sögu vorri en um það ræði ég eigi frek- ar að sinni. Vér erum allir sammála um það, að í fram- tíðihni getum vér ekki verið einangráðir og vér óskum á- framhaldandi samstarfs með Bandamönnum, og Norður- landaþj óðunum. Um fyrirkomulag þess sam- starfs er ekki hægt að ræða nú, en ég hygg aö Norðmenn muni ekki hverfa frá núver- andi stöðu sinni meðal hinna sameinuðu þjóða og taka. upp hina fyrri hlutleysisstefnu“. Þá sagði ráðherrann, að hið góða álit, sem Norðmenn nytu nú í heiminum, væri að þakka hinni hetjulegu baráttu þjóð- 1 arinnar heima fyrir og vask- legri þáttöku þeirra í stríöihu. Framh. á 4. síðu. Búízí fíl nýrra á~ faka á ausfur~ vígsfödvunum A Donetsvígstöðvunum hefur rauði herinn hrundið enn einu í áhlaupi nazista í því skyni að ná á vald sitt landsvæði er Rúss- ar hafa á valdi sínu vestan Don- etsfljóts fyrir sunnan Balaklava. Rauði herinn náði þar allmörg um þýzkum varnarvirkjum. Herfræðingur brezka útvarps ins lýsir viðureigninni þannig, að þar sé um að ræða bardaga til undirbúnings sumarsókn. Þjóðverjum hefur ekki tekizt að ná á sitt vald brúarsporðum við austurbakka Donets né heldur að hrekja Rússa úr þeim. Á Kúbanvígstöðvunum treysta Rússar aðstöðu sína. Hundruð manna höfðu safnzt saman niður við höfn þegar systir þeirra Finnboga og Þórðar gaf skipinu nafn föður þeirra: Guðmundur Þórðarson. Hér er um að ræða fallegt og vandað fiskiskip, byggt úr eik utan sem innan, nema dekkið sem er úr oregon-furu. Báturinn er 58 smálestir, 20 Vz meter að lengd. Hvílur eru fyrir 15—16 skipsverja, óvenjulega vandaður sé miðað við það sem nú er. T. d. er rafljós í kojum skipsverja, en vistarverur hitaðar upp með miðstöð. Vélin í bátnum er 120 hö. List- er-dieselvél og er gert ráð fyrir að „Guðmundur Þórðarson“ muni ganga 9 mílur. Rommel reynir nú að hraða för sinni, sem mest hann má til norðurs til að hindra að Banda- menn geti sótt þvert á aðflutn- ings- og undanhaldsleiðir hans hjá Soussa og Kirouan og komið þannig í veg fyrir að hann geti sameinað hersveitir sínar her- sveitum von Arnims í Norður- Túnis. ’Möndulherirnir eru sagðir hafa yfirgefið Metsuna og fleiri borgir. Þeir skilja eftir geysimikið af hergögnum á undanhaldinu og fangatalan eykst stöðugt. Flest- ir fangarnir eru ítalskir, því Þjóðverjar eru látnir sitja fyrir með farartæki. Loftárás á Þýzkaland Breskar flugvélar gex-ðu í gærkvöldi Ioftárásir á ýmisa staði í nánd við Köln í Þýzka- landi. Þegar hinn nýji bátur var ör- ugglega kominn á flot var öllum þeim er að smíði hans höfðu unnið, boðið til veizlu. Meðal annarrs flutti Elías Halldórsson þar ræðu og skýrði frá því að þetta mundi vera fyrsta skipið sem styrks nyti úr Fiskiveiðasjóði samkvæmt þeim nýju lögum, er Alþingi það er nú situr hefur samþykkt. Fer vel á því að Fiskiveiðasjóð ur hefji lánveitingar sínar til slíkra skipa og þessa, enda fer hér saman traust smíði íslenzkra handa, traust útgerðarstjórn framkvæmdasamra manna og traust forusta góðkunns afla- manns. Af 5 þús. föngum, sem tel^nir voru við Wadi Akarib voru 4 þús. Italir. Síðan hafa verið tekn ir 4500 fanga, flestir ítalir. Síðan sóknin á Maret-verkin hófst hafa verið teknir 20 þús. ítalskir fangar og ef við það er bætt þeim sem fallið hafa og særzt, þá er ljóst að Afríkuher Rommels hefur beðið eigi all- lítið afhroð að undanförnu. Undanhald Rommels er allt annað en skipulegt. Lofther Möndulveldanna virðist litla vernd geta veitt herjum þeirra á undanhaldinu. Sundmeistaramótið: Nýit fslandsmet Sundmeistaramót íslands 1943, hófst í Sundhöllinni i gærkvöld. 1 200 m. bringusundi karla setti Sigurður Jónsson nýtt glæsilegt islandsmet á 2 mín. 55,6 sek. — fyrra metið var 2 mín. 57,2 sek., sett af hon- um sjálfum. Hann hefur nú unnið bikarinn til eignar — þrisvar í röð. Úrslit í sundinu urðu þessi: 200 m. bringusund karla: Sig'uröur Jónsson KR. 2,55,6 Magnús Kristjánsson Á. 3,08,1 Einar Davíðsson Á. 3,13,0 100 m. frjáls aðferð kai-la: Guöbrandur Þorl.s. KR. 1,08,6 Óskar Jensen Á. 1,08,7 Hjörtur Sigurðsson Æ. 1,10,3 50 m. bringusund di'engja: Hörður Jóhannesson Æ. 40,7 Einar Sigui*vinsson KR. 41,5 Hannes Sigurðsson Æ. 41,6 100 m. baksund karla: Logi Einarsson Æ. 1,24,0 Guöm. Ingólfsson ÍR. 1,25,2 Guðm. Þórarinsson Á. 1,29,4 GuÖmundur Ingólfsson er aðeins 13 ára og er tími hans því sérstaklega góður. 50 m. bringusund stúlkna: Unnur Ágústsdóttir KR. 45,0 Guöbjörg Bergsveinsd. Á. 51,4 Svava Jónsdóttir Æ. 51,5 4X50 m. boðsund: Ægir 1,56,8 Ármann 1,57,4 KR. 1,58,0 Mótið heldur 'áfram á máixudagskvöldiö kl. 8,30. Hi ship uihidf ai Ékkioon Fyrstí báturínn sem nýtur styrbs af nýju fjárveítíngunni til Físbíveíðasjóðs Tíðindamönnum Þjóðviljans var boðið til Hafnarfjarðar 1 fyrrakvöld til þess að vera viðstaddir er nýju fiskiskipi yrði hleypt af stokkunum. Var hér um að ræða bát er Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar undir stjóm hins ágæta skipasmíðameistara Júlíusar Nýborg, hefur byggt fyrir þá bræðunna Finnboga og Þórð í Gerðum (H.f. Ægir) og Kristinn Ámason & Co.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.