Þjóðviljinn - 10.04.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.04.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJOÐVILJINN Laugardagur 10. apríl 1943 NÝTT Grísakjöt NÝREYKT Hangíkjðt Svíd Hi t Flslur Simar: 3828 og 4764. Húsvörður óskast Reglusamur og ábyggileg ur maðxu- getur fengið at- vinnu, sem húsvörður. Lítið íbúðarherbergi get- ur fylgt starfinu. Umsóknir ásamt upplýs- ingum um fyrri atvinnu sendist blaðinu fyrir mánudagskvöld, merkt „HÚSVÖRÐUR“. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 ini^rra Esja austur um land til Siglufjarðar um miðja næstu viku. Fiutningi veitt móttaka sem hér greinir. 1. Til hafna norðan Langaness fyrir hádegi í dag. Aðeins nauð- synlegustu smá sendingar tekn- ar til þessara staða. 2. Til hafna milli Langaness og Djúpavogs á mánudag. Farseðlár óskast sóttir á mánu dag. annummuutiææ DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf f isalan Hafnarstræti 16. anuntmnununu mmzmnn'c-.. .,-aa % 14 kar. gullhringar með ekta steinum( fyrir dömur og herra, handunnir — vandaðir, fjölbreytt úrval. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisg. 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. nnnnnnnnnnnn TILKYNNING Lögreglan hefur í geymslu nokkrar óskrásettar bif- reiðar, sem hirtar hafa verið á götum bæjarins. Er hér með skorað á eigendur þessara bifreiða að gefa sig fram á lögreglustöðinni fyrir 20. þ. m. og sanna eignarrétt sinn á þeim. Ef eigendur gefa sig ekki fram fyrir þann tíma, má búast við að bifreiðunum verði ráðstafað, sem óskilafé. 8. apríl 1943. LÖGREGLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK. œ\ai 'poDiT vcv i' m Vill ekki verðlagsstjóri fara að hugsa um útfarirnar Vonandi tekur verðlagsstjóri það ekki sem verið sé að spá honum feigð, þó að honum sé vinsamlega á það bent að fara að hugsa um út- fararkostnaðinn. Það er staðreynd, að útfararkostnaður hér í bæ er mik ið úr hófi fram. Verðlagsstjóri ætti að athuga, hvort ekki mundi rétt að reyna að draga ögn úr þeáfeum kostnaði með verðlagsákvæðum. á Þess skal og getið sem gott er „Bíógestur“ sendi kvikmyndahús- unum verðskuldaða hirtingarkveðju í Bæjarpóstinum í gær, en það er líka vert að geta þess, sem vel fer í störfum þessara stofnana. Fyrir nokkru gafst bíógestum kostur á að sjá mynd, sem var einstæð í sinni röð, það var teiknimyndin „Fanta- sía“ eftir Disney. Hinn frábæri teiknisnillingur, Dis- ney, gerir þarna tilraun til að gefa tónunum liti og form. Hljómsveit undir stjóm Stokowski leikur fræg tónverk, meðal annars eftir meistar- ana Beethoven, Tschaikowski og Schubert. Disney sýnir myndimar, — litina og formin, — sem tónarnir framkalla í huga hans, og hann gerir það af þvílíkri snilld, að allt verður ein heild, — veruleiki — fyrir aug- um og eyrum áhorfandans, tónamir, litirnir og formið. Með þessari mynd nemur Disney nýtt land í heimi listarinnar, sýn- i ing hennar er stórviðburður í sögu kvikmyndanna. „I húsi háskólans“ Þingmaður Þingeyinga, hr. Jónas Jónsson, nýtur þeirrar sérstöðu á Alþingi, að allir brosa góðlátlega að honum og af mestri meðaumkvun, þegar þráhyggjan leiðir hann lengst burtu frá takmörkum andlegrar heil brigði, — þegar hann fær köst. — Eitt af því, sem Jónas hefur fengið á heilann, er að kennaraskólinn skuli vera í ákveðnu húsi, helzt á ákveð- inni hæð, og húsið er hús háskól- ans. Meðan kennaraskólinn er ekki kominn í þetta honum eina nauðsyn j lega húsnæði, að dómi Jónasar, ósk- i ar hann skólanum alls ófamaðar og j biður, að hann megi aldrei þrífast. . Þetta kom berlega fram, er Alþingi fékk til meðferðar frumvarp til laga um ýmisar breytingar á kennaraskól- anum, sem allar horfðu til mikilla bóta. Frumvarpið var samið af skóla stjóra og kennurum kennaraskólans, og fræðslumálastjóri mælti með því. Auðvitað vildi Jónas koma þessu írumvarpi fyrir kattarnef, því að þar var hvergi minnzt á, að skólinn ætti að starfa í húsi háskólans. Hann lagði til, að frumvarpinu yrði vísað frá og færði meðal annars fyrir því svofelld „rök“: „Stétt kennara er orðin bæði stór og nauðsynleg. Að minni hyggju þarf að gerbreyta námi NY BOK: Fagrar heyrði ég raddirnar , Safn af þjóðkvæðum, dönsum, viðlögum, þulum og öðrum ljóðrænum kveðskap frá fyrri öldum. Dr. Einar Ól. Sveinsson, bókavörður, hefur séð um útgáfuna. Aðeins nokkur eintök innbundin 1 skinn <verð 66 kr) og heft (36 kr.) koma í bókaverzlanir í dag. MÁL OG MENNING Laugavegi 19. — Sími 5055. kennara og bæta það. Langbezta fyrirmyndin í þessu efni er hinn nýstofnaði kennaraskóli fyrir kennslukonur við húsmæðraskól- ana. Nemendur þess skóla ljúka nokkrum hluta námsins í húsi háskólans í Reykjavík, en hinum hlutanum á Laugarvatni. Á sama hátt ætti að búa að kennaraefnun um. Þau ættu að Ijúka nokkrum hluta námsíns í heimavistarskóla í sveit og fá þar meðal annars mikla þjálfun í íþróttum, smíðum, garðrækt og trjárækt. Síðari hluta námsins væri lokið í Háskóla ís- lands og við æfingar í bamaskól- um höfuðstaðarins“. Baráttan gegn þeim húsnæðislausu Þessi sami vesalings Jónas hefur barizt af öllum mætti gegn því að heimila að taka nokkurn hluta af lúxusíbúðum í bænum til afnota fyr- ir húsnæðislaust fólk. Líklega hefur hann fengið bágt fyrir þetta tiltæki hjá Eysteini, og því ekki séð sér annað fært en að gera einskonar yf- irbót. Hann bar því fram þingsálykt un í efri deild um að skora á ríkis- stjómina, að undirbúa frumvarp til laga um stóríbúðaskatt, væntanlega í trausti þess dð stjórnin gerði þetta ekki. En eitthvað hefur gamli maðurinn verið gramur yfir að þurfa að flytja þetta, því hann skrifar heilan lang- hund, sem hann kallar greinargerð fyrir tillögunum og kemur víða við. Hér koma sýnishom. Páll Zóphóníusson tekinn til bæna Einn kafli þessarar merkilegu greinargerðar er helgaður Páli Zophoníassyni. Þar segir svo: „Það er hægt að taka að óvilja eigenda bæði lönd og nokkuð af heimilum þeirra. Nauðungartvíbýli byggt á löggjöf, verður fyrst reynt í sumar í Reykjavík og ef til vill á Akureyri. En fyrir allmörgum árum byrjaði einn af starfsmönnum Bún- aðarfélags íslands, Páll Zóphoníasson að halda fram þeirri fræðikenningu, að það ætti að mega taka land, sem ekki er notað, til ræktunar og ný- byggðar. Samkvæmt þessari kenn- ingu ætti að mega reisa nýbýli á mörg hundmð bændabýlum hvar- vetna á landinu, þó að eigendur og ábúendur hlutaðeigandi jarða legðu blátt bann við framkvæmd þess. Það má færa þau almenn rök fyrir þess- ari skoðun, að óræktað land eða beiti land sé mannfélaginu til minni nota en ræktað land. En hvað sem því líður, þá vilja íslenzkir bændur ekki beygja sig fyrir þessum rökum. Þó að Páll Zóphoníasson hafi ferðazt meira um byggðir landsins og kynnzt bændum meira en flestir aðrir menn, sem búsettir eru í höfuðstaðnum, þá er ekki vitað, að hann hafi fengið nokkum stuðning, sem nefnandi ei því nafni, frá bændastétt landsins Hann virðist ekki heldur hafa hreyfl kenningunni um ófriðun. lands s fundum í Norður-Múlasýslu. Ekk; hefur hann heldur flutt1 um þetts efni tillögu eða frumvarp þau ár sem hann hefur átt sæti á Alþingi Það er enginn vafi á, væri bænds stéttin orðin algerlega vélræn, að þs mundi með góðum árangri megs prédika að taka land til annarlegrs þarfa af hverjum bónda, sem liefð ráð á einhverjum óræktuðum og lític notuðum jarðarskika. En eins o{ bændur eru gerðir, þá þykir þein svo vænt um jarðir sínar, að þai mundi valda flestum þeírra sárr AUCLÝSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM og varanlegri hugraun, ef tekið væri með valdboði af jörðum þeirra án tryggingar stjórnarskrárinnar. Bænd- um finnst jörðin, heimilið og fjöl- skyldan ein órjúfanleg heild. Þessi tilfinning er svo sterk, að enn hefur enginn þingmaður, ekki einu sinni úr flokki kommúnista, borið fram frumvarp á Alþingi um að setja upp nauðungartvíbýlí á heimilum sveita bænda“. Gengur vel hjá Rússum og enskum lordum Auðvitað gleymir Jónas ekki vild- arvinum sínum, ensku lordunum og ekki heldur höfuðfjendunum, Rúss- um. Þeir fá í sameiningu þessa klausu: „Nú hefur Alþingi hinsvegar sam- þykkt lög, sem heimila nauðungar- tvíbýli í kaupstöðum landsins, og sérstaklega stefnt að framkvæmdum í höfuðstaðnum. Mótstaðan varð nokkur, en hvergi nærri eins og verða mundi í sveitum, ef þrýsta ætti-óviðkomandi mönnum með vald boði inn á landareign óðalsbænd- anna. Að líkindum gjalda bæimir þess, að þeir eru ungir og enn á gelgjuskeiði. Tilfinningin fyrir ör- yggi heimilisins er minni í íslenzkum bæjum en í gömlum menntalöndum, þar sem borgirnar hafa verið marg- þætt menningarsetur öldum saman. Bretar standa þjóða fremstir um að varða helgi heimilisins. Heimilið er virki Bretans. Um þetta virki hefur verið friðað með löggjöf og venjum öldum saman. Fyrir tveim öldum sagði Vilhjálmur Pitt, einn af mestu stjórnarskörungum Breta, í þing- ræðu, að öryggi enskra heimila væri svo mikið, að þótt regnið kæmist . gegnum þakið á enskum kotbæ og stormurinn gegnum rifur á veggjun- um, þá gæti jafnvel hinn voldugasti kohungur ekki farið leyfislaust inn í slíkt heimili. Fyrir skömmu bar rúss neskur flóttamaður í Englandi, sam- an réttleysi rússneskra heimila og öryggi Englands. Rússneski útlag- inn hafði eitt sinn gleymt ó- læstum útidyrum á húsi í London. Lögregluþjónn sá, að húsið mundi vera opið, og hélt vörð við dyrnar, þar til eigandinn kom heim. Rússinn var vanur lögregluheimsóknum í ætt landi sínu og bjóst við, að nú ætlaði enska lögreglan að finna hann í fjöru. En Rússanum brá í brún, er hann vissi, að enskur lögregluþjónn taldil sér ekki heimilt að fara yfir þröskuld á heimili annars manns, nema með sérstökum dómsúrskurði, og að í þetta sinn hefði hann tekið að sér vemd heimilisins, sem virt- ist vera vamarlaust og opið, þar til húsbóndinn kæmi heim. Hér mætt- ust tveir andstæðir heimar: Rússinn með heimili sitt stöðugt undir járn- hæl lögreglunnar, hvort sem landinu ræður keisari eða bolsévikki, og á hinn bóginn hið enska heimili, sem er víggirt með múr hinnar hæstu fé- lagsmenningar, sem til er í nokkru nútímalandi". Nema þingeyingar og þingmenn Framsóknar Það þykir ekki ástæða til að birta meira úr hinum mjög svo merkilégu greinargerðum Jónasar, það vita all- ir af hvaða toga þær eru spunnar, og það taka allir veslings manninn eins og hann er nema Þingeyingar og þingmenn Framsóknarflokksins. í allri vinsemd skal þingmönnum Framsóknarflokksins og öðrum ráða mönnum þess flokks á það bent, að vel getur svo farið, að þeir sex menn sem réðu því, að Jónas var kosinn formaður Framsóknarflokksins, valdi því, að flokkurinn verði fyrr en var- ir tekinn álíka alvarlega, eins og „þjóðfíflið" sjálft. nnnnaiananann Gerizt áskrifendur Þjóðvilians! K

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.