Þjóðviljinn - 10.04.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.04.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki. Skíðafélag Reykjavíkur fer skíða- för uppá Hellisheiði næstk, sunnu- dagsmorgun. Lagt verður á stað kl. 9 frá Austurvelli. Farmiðar seldir fjá L. H. Miiller á laugardaginn frá kl. 10 til 5 til félagsmanna en kl. 5 jtil 6 til utanfélagsmanna, ef afgangs er. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Orðið eftir Kaj Munk annað kvöld og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 dag. Dagsbrúnarmenn kjósa vinnustöðva- trúnaðarmenn Ákvörðun Dagsbrúnar um kosn ingu trúnaðarmanna á öllum vinnustöðvum hefur mælzt mjög vel fyrir meðal verkamanna. Um leið og hún er framkvæmd hins fyllsta lýðræðis í félaginu, sýnir hún líka leiðina til að treysta félagið um allan helm- ing og veitir verkamönnum auk- ið öryggi. Nú þegar hafa nokkrir vinnu- staðir kosið trúnaðarmenn, og reynslan þaðan sýnir, að þátt- taka verkamanna er 100%. Þetta er mjög athyglisvert, þar sem hér er um að ræða fyrstu heild- artilraun í þessa átt, og sýnir, að Dagsbrúnarmenn eru ráðnir í því, að neyta réttinda sinna út í æsar. Á trúnaðarráðsfundi Dasbrún- ar s. 1. miðvikudag var sam- þykkt erindisbréf handa trúnað- armönnum, og hefur það að geyma helztu verkefni þeirra. Kosning trúnaðarmanna Dags brúnar stendur yfir allan apríl NÝJA XSlÓ Hínn framlíðni snýr affur (Here Comes Mr. Jordan) Sérkennileg og spennandi mynd. ROBERT MONTGOMERY EVELYN KEYES CLAUDE RAINS. Sýnd kl. 5 — 7 — 9. Útvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.30 Kórsöngur: Karlakórinn „Kátir félagar“ (söngstjóri: Hallur Þor- leifsson). 21.10 Upplestur: Þrír sælkerar; þátt- ur eftir Sturzen-Becker (Guðmund ur Finnbogason landsbókavörður) 21.40 Hljómplötur: Valsar. 22.00 Fréttir. 22.00 Danslög. ^ TJABNABBtÓ €1 Póstferð (Stagecoach) Amerískur sjónleikur, frá gresjunum í Arizona. CLAIRE TREVOR JOHN WAYNE JOHN CARRADINE LOUISE PLATT. Fréttamynd: Þýzki herinn gefst upp við Stalíngrad. Sýning kl. 3 — 5 — 7 — 9. Bönnuð fyrir börn innan 12 ára. ÍÞRÓTTAKVIKMYND „Ármanns“ verður sýnd í dag kl. 1.15. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11. Síðasta sinn. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. ORÐIÐ EFTIR KAJ- MUNK. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. Athugasemdir frá héraðslækni um varn- ir gegn mislingum Árekstur á Lauga- vegi í fyrradag Rannsóknarlögreglan óskar að hafa tal af bifreiðarstjóranum. mánuð. Það veldur á miklu, að verkamenn noti þennan frest fljótt og vel. Á vinnustöðunum þurfa félagsvönustu meðlimirnir að taka frumkvæðið og standa fyrir kosningunni í kaffitímum eða eftir vinnulok. Kosning trú- f naðarmanna er því um leið j æfing fyrir verkamenn í skipu- lagsstarfi félagsins og er vel, að þeir sýni, að þeir kunni sjálfir : að stjórna félagsmálum sínum. ^ Kosning trúnaðarmanna Dags brúnar verður prófsteinn á þroska og styrkleika félagsins, prófsteinn á vilja og árverkni til samheldni og öryggis. Hún mun einnig, ef vel tekst, hafa örfandi áhrif í sömu átt á öll önnur verk lýðsfélög landsins. Þessvegna treystir félagið því, að hver meðlimur þess geri skyldu sína og að 1. maí næst- komandi verði enginn vinnustað ur, þar sem Dagsbrúnarmenn vinna, án trúnaðarmanns. Norðnrenn Framh. af 1. slðu. Þá minntist raðherann allra þeirra Norðmanna, sem látið hafa lífið í frelsisbaráttunni og þjóðaijinmr heima, sem búið hefur við kúgun og mis- þyrmingax nazistanna í 3 ár. Þessi ár hefðu verið Norð- mönnum þungur reynslutími, en jafnframt stórfenglegur kafli í sögu þeirra. í fyrradag var maður á reiðhjóli, á leið niður Lauga- veginn. Fólksflutningabifreið ók fram hjá honum og krækÞ- ist afturstuöari bifreiðarinnar í' hjólið og féll maðurihn á göt una. Bifreiöarstjórinn stanzaði og kallaði til mannsins og spurði hann hvort hann hefði meitt sig, en maðurinn kvað það ekki vera. Þegar nokkui’ stund hafði liðiö, fann hann til alimikiis verks í handleggnum og hef- ur það komið í ljós, aö hann verður óvinnufær í nokkra daga. Maðurinn veitti' númeri bif- reiðarinnar ekki athygli og nú óskar rannsóknarlögreglan þess, að bifreiöarstjóri um- ræddrar bifreiðar gefi sig fram. „Það er ekki verkefni nú- verandi ríkisstjómar að á- kveða stjómarstefnu Noregs í framtíðinni, heldur að undir- búa viðreisnarstarfiö að svo miklu leyti, sem það er á voru valdi nú. Þegar landið er frjálst á ný, mun stjórnin biðjast lausnar. Vér vonum að þá veröi mynduð stjórn á sem breiöustum grundvelli. Eitt er víst: Noregur fram- tíðai’innar verður byggður upp á fullkomnum lýðræðisgrund- velli“. Ýmsir hafa spurt mig um hvort ekki væri hægt aö fá fólk gert ónæmt (sprautaö) gegn mislingum, eða hvort engar ráðstafanir verði í þeim efnum gerðar. Fyrir tilmæli min hefur prófessor Niels Dimgal hafizt handa í þessu efni, og þegar búið til nokk- uð af blóðvatni (serum) til varnar gegn mislingum. Þeir sem hafa áhuga fyrir því að reyna slíkar varnir, geta því framvegis snúið ser til prófessorsins á Rannsókn- arstofu Háskólans við Baróns- stíg. Sérstaklega er æskilegt. að reynt sé að verja börn, sem að einhverju leyti eru veik eða veikluð, einkum berkla- veik börn. Fólk ætti þó að ráö- færa sig fyrst um það viið lækni sinn. Vegna þess að enn sem komið er hefur ekki náðst í nema lítiö eitt af blóði úr mislingasjúklingum, sem ný- lega hafa veikst, en úr blóði þess fólks er þetta vamarefni imnið, þá er mjög eindregiö mælzt til þess að fullorðið fólk, sem nýlega hefur haft miSslinga, það er að segja í þessum faraldri, gefi sig fram á Rannsóknarstofunni í þvi skyni aö láta blóð til þessara nota, enda verður þvi borgað fyrir bað. Magnús Pétursson 58? DREKAKYN g Eftir Pearl Btick H En nú, sagði litli óvinurinn hárri röddu, getum við til ÍS allrar hamingju neytt styrks vinveittrar þjóðar til að hefna vv okkar á hvítu þjóunum. Hér eftir verður þjóðin fullkom- ^ lega frjáls. En vinir okkar Japanar ætlast til einskis í sinn ^ hlut, þó þeir hafi fórnað miklu, en vilja aðeins beita sér ^ fyrir nýrri skipan í Austur-Asíu. 53? Litli óvinurinn blés sig út, togaði í gisið yfirskeggið og 58? hóstaði. Vú Líen horfði á hann og beið. Hann var að hugsa um það hvers vegna þessir grimmilegu menn væru svona hárlitlir. Hann hafði alltaf haldið að villimenn væru kaf- ^ loðnir. ^ Haltu áfram að skrifa, sagði litli óvinurinn. Eg mun skrifa, sagði Vú Líen blíðlega. 5$^ Þessi nýkipun, þrumaði óvinurinn, og reis á fætur af ánægju með sjálfan sig, þessi nýskipun er ekki einungis tímabundin lausn, heldur eilíf hamingja fyrir hinar 400 ^ milljónir þjóðar vorrar. ^ Þegar hér var komið var óvinurinn orðinn svo hrifinn af orðum sínum að hann hrópaði: Bansaj! Bansaj! <$£ Vú Líen leit upp aftur. — Á ég að skrifa það líka! 53? Óvininum leizt ekki á að hann skyldi vera ósnortinn. Segðu bansaj á eftir svo ágætum setningum, skipaði Í hann‘ ^ Bansaj, sagði Vú Líen með sinni mildu röddu og ritaði ^ það neðst á blaðið. — Er það þá búið? spurði hann. 53? Óvinurinn starði á hann bálreiður: Þú átt ekki að skrifa 58? bansaj, hrópaði hann. Ertu genginn af göflunum. Þetta er 533 kínverskt ávarp! & ^ Vú Líen rissaði yfir bansaj. — Hvað á ég að skrifa undir ^ herra? spurði hann, og hélt blaðinu á lofti og blés á það. ^ Þjóðsambandið, svaraði óvinurinn. 5$? Vú Líen ritaði nafn þessa félagsskapar, sem hvergi var 53? til nema á pappírnum. 58? Á að setja þetta upp á venjulegu stöðunum? spurði hann 58j> og stóð á fætur með skjalið í hendinni. ^ Það á að setja þetta upp alls staðar, hrópaði óvinurinn. ^ Vú Líen hneygði sig og fór út, fótatakið heyrðist ekki á ^ dúklögðu gólfinu. Þegar út var komið gaf hann undirmönn- 53? um sínar skipanir með virðuleik og ákveðni, en fór svo inn 53? til sín. Kona hans beið eftir honum. Hún var aldrei óhrædd 58? síðan eiturmálið kom upp, þó hún væri því fegin eins og ^ maður hennar, að hann skyldi ekki alveg fara varhluta af sx: eitrinu, því að það hefði getað orðið honum hættulegra að ^ sleppa alveg. Nú hafði hún tilbúna handa honum kjúklinga- ^ súpu með heilnæmum jurtum. Þegar hún sá hann koma hellti hún súpu í skál og bar til hans í báðum höndum, igg og sem góð eiginkona yrti hún ekki á hann fyrr en hann ^ hafði drukkið súpuna. Þá sagði hún: Finnst þér að við ætt- ^ um að vera áfram hér á þessum stað, þar sem líf þitt er í ■$£ stöðugri hættu? 58? Er nokkur sá staður að ég sé ekki í hættu þar? spuði p* hann. Á slíkum tímum kýs maður að lifa í búri ljónsins. ^ Aðrir staðir koma ekki til mála. ^ Hann lygndi aftur augunum, er hann sagði þetta og lagð- vv ist í hvílustól, og hún lét hann vera í næði. Nokkrum klukkustundum síðar voru menn á ferli um alla íx: borgina með götuauglýsingar og límkrukkur og settu upp ^ ávarpið, sem Vú Líen hafði ritað. Hvert sem þeir fóru, fylgdi þeim dálítill hópur manna, að því er virtist til að ^ lesa það sem letrað stóð. En fáir lásu það. Hinir voru fleiri, ^ sem reyndu að smeygja bolla niður í límskjólurnar, og 5$? skjótast svo með það fyrir horn og sötra það í sig. Hveiti 58? var fágætt og dýrt á þessum tímum, og lítið var eftir handa 58? heimafólki þegár óvinirnir höfðu tekið nægju sína. Menn- irnir, sem voru að líma upp ávörpin létust ekki sjá hve fljótt gekk á hveitilímið, en fóru og sóttu meira og afsökuðu sig alltaf með því, að þeir hefðu límt svo víða. Ef þeir áttu ^ of mörg blöð eftir til þess að það væri trúlegt, gáfu þeir þau hverjum sem hafa vildi og fólk notaði blöðin í upp- kveíkju. En samt varð að líma nógu mörg upp til að blekkja óvinina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.