Þjóðviljinn - 11.04.1943, Page 1

Þjóðviljinn - 11.04.1943, Page 1
8. árgangur. Sunnudagur 11. apríl 1943. 83. tölublað. I*ýska varnarkerfið í Suður-Túnis er í uppíausn. Bretar hafa tekið Sfax. Rommel er á hröðu undanhaldi. Alger upplausn virðist ríkjandi í her Rommels í Suður- Túnis. 8. herinn brezki hefur tekið fjölda fanga, meðal þeirra er ítalski hershöfðinginn Manderini. Síðustu 3 daga hefur 8. brezki herinn sótt fram 100 km. í dagskipan Montgomerys hershöfðingja til 8. brezka hersins segir: Áfram til Túnisborgar! Hrekjum Þjóð- verja og ítali í sjóinn! Brezkur her tók Sfax í gær- morgun. Borgin er mikilvæg. þar er og allgóö höfn. 130 km. nor'ðar er borgin Soussa, þangað stefnir nú her Montgomerys. Aðrar hersveitir Bandamanna eru 70 km. fyrir vestan Soussa. Her Rommels veitir þeim hersveitum harö- vítugt viðnám, því að hann verður umframt allt að halda opinni leið um Soussa, þar til ber hans er kominn þar norð- ur fyrir og verður því að hindra framsókn pein’a sveita, er stefna þangað úr vestri. 1. herinn brezki í Noröur- Túnis er einnig í framsókn. Hann sótti fram 16 km. í gær og tók 1000 fanga. Nýtt met i skípasmidí Skipasmíðastöð flotans í Chai’leston hefur hleypt af •s;tokkvmum tveimur tundur- spillum, og var við smíði þehra sett hraðamet. Smíði þeirra stóð 1 72 daga. Þetta er í tíunda skiptið, er tveimur skipum er hleypt af stokkun- um í einu, síðam árásin var gerð á Pearl Harbor og í fyrsta sinn í sögunni er kvenvélfræð- ingar imnu aö smfði skipa. Rauði herinn bætir aðstöðu sína á Don- etsvígstöðvunum þráíf fyrir harðrífugar árásír Þjódverja A Donetsvígstöðvunum halda Þjóðverjar uppi látlaus- um stórárásum hjá Balaklava, fyrir suðaustan Karkoff. Á 3 dögum hafa 2000 Þjóðverjar beðið bana í orustunum þar og auk þess hefur rauði her- inn éyðilagt mikið af skrið- drekum og fallbyssum. Á einum degi gerðu Þjóð- verjar 4 stórárásir á þessum slóðum, en þær urðu allar aö engu, vegna stórskotahríðar rauða hersins. Sunnar, á Isjúmvígstöðvun- um, hefur rauði herinn frum- kvæðið. Einn fréttaritari í Moskva. segir að síðustu viku hafi rauða hernum tekizt að bæta Framhald á 4. síðu Breyfingafíllögiir ffárhagsnefndar og fíllaga Aka og Lúdvíks um afnám skafffrefsís samþykkfár En víd 3. umræðu var frv. affur breyff fíl hins verra Annarri umræðu dýrtíðarfrumvai-ps ríkisstjórnainnar lauk í fyrrinótt og fór þá fram atkvæðagreiðsla. Fór hún svo, að breyt- ingatillögur fjárhagsnefndar voru samþykktar en allar aðrar tillögur felldar, nema tillaga þeirra Áka Jakobssonar og Lúð- viks Jósefssonar um skattaálögur til handa alþýðutryggingun- um. Síðar í þessari grein verðiu* frumvarpið prentað eins og það leit út eftir aðra umræðu. Breytingin á því, hvað afstöðu- una til verkalýðshreyfingarinnar snertir, er fyrst og fremst í því fólgin, að kúgunarákvæðin gagnvart verkalýðnum eru algerlega þurrkuð burt, en í staðinn komin 3. greinin um að leita skuli samninga við Alþýðusambandið o. s. frv. og 6. gr. um atvinnu- tryggingasjóðinn. Þriðja umræða frumvarpsins og atkvæðagreiðsla fór fram í gær og tókst hinum afturhalds- samari þingmönnum þá að skemma frumvarpið allmikið. Áður en atkvæðagreiðslan hófst, leit frumvarpið þannig út: Framhald á 3. síftu. Orðíð" tt Frumsýning' fór fram í fyrrakvöld. Vax leikendum fagnað mjög. Lárus Pálsson og Valur Gíslason voru sér- staklega kallaðir fram. Bandalag starfsmanna rik- is og bæja aðili að 1. maf-ltátfðaliöldunum Bandalag starfsmanna rík- is og bæja, hefur samþykkt að gerast aðili að 1. maí-há- tíðahöldum Alþýðusambands- ins. Hefur Bandalagið tilnefnt Sigurð Thorlacius í 1. maí- nefnd íulltrúaráðs verklýðsfé- laganna í Keykjavík og hvatt félagsdeildir sínar til þátttöku í hátíðahöldunum. Þá hefur bókbindarafélag Reykjavíkur tilnefnt Úlaf Tryggvason sem fulltnia sinn í 1. maí-nefnd fulltrúaráðs verklýðsfélaganna. Sovctsöf nunín: Safnaz! helur ií annal hundraO bús. hr. Sovétsöfnunin heldur áfram af fullum krafti. Fregnir hafa nú borizt af fleiri stoðum utan af landinu og nam söfnunin í gœr samtals kr. 100 249,93. Á eftirtöldum stöðum hafa safnazt þessar upphæðir: Reykjavík .......................... 68 002,93 kr. Akureyri ........................... 12 000.00 — Vestmannaeyjar ...................... 5 500,00 — SiglufjöríMfr ....................... 4 000,00 — Borgarnes ........................... 3 000,00 — ísafjörður ......................... 2 700,00 — Sauðárkrókur ....................... 1 319,00 — Neskaupstaður ....................... 1 000,00 — Hólmavík ............................ 727,00 — Glæsibæjarhreppur ................... 697,00 — Svalbarðsströnd ..................... 580,00 — Eyrarbakki ........................... 424,00 — Bæjarhreppur, Strandas............... 200,00 — Bandaríkjastjórn heiðrar Noreg Stjórn Bandaríkjanna hefur opinberlega vakið athygli á Norðmönnum sem Bandaríkjaþegnum, í tilefni af því, að þrjú ár eru liðin síðan nazistar réðust inn í Noreg. Segir þar svo, að í Ameríku berjist gegn öxulveldunum tuttugu þúsund borgarar þjóðarinnar, fæddir í Ameríku og ein milljón manna, sem af norsku bergi séu brotnir. Norsku sendisveitinni í Washington barst fjöldi kveðja frá þekktum ameríkumöimum í tilefni dagsins. Þessi yfirlýsing minnir á ýmislegt, sem Norðmenn hafa framkvæmt í Norður-Ameríku. Segir þar svo: „Fyrst er að minnast á það, að norski kaupskipaflotinn snerist ein- huga á band hinna sameln- uðu þjóða, eftir innrásina 9. apríl. Ekki eitt einasta skip varö við skipun nazista um aö leita til næstu hafnar í löndum nazista. í öðru lagi: Norska stjóm- in notar tekjurnar af flotan- um til þess aö- styrkja hinn kgl. norska flugskóla í Litla Noregi, í Canada. Þúsund flug menn, sem þar iðka nám sitt að jafnaði í einu, hafa allir hætt lífi sínu til þess að flýja undan nazistum í Noregi. Og þeir læra flug til þess aö hætta lífi sínu i komandi or- ustum viö nazista. Fullnuma flugmenn frá Litla Noregi gegna nú störfum á flugstöðv- um Norömanna á Íslandi og í Stóra-Bretlandi. í þriðja lagi: Innrás nazista í Noreg árið 1940 g'læddi á- huga Ameríkumanna af norsk um ættum fyrir stríðsmálefn- unum. I dag aöstoða norskir Ameríkumenn viö öll þau skyldu málefni', sem varða Bandaríkin og Noreg, með því að gegna störfum í hernum, með því að kaupa stríðsskulda bréf og margvíslegum öðrum athöfnuin. Norski verslunarflotinn, sem Framh. á 4. síðu. Hin glæsilega íþróttakvikmynd Ármanns verður sýnd í SÍÐ- ASTA SINN í dag kl 1,15 í Tjamarbíó. — Ef eitthvað verður óselt af miðum verða þeir seldir við innganginn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.