Þjóðviljinn - 13.04.1943, Síða 1

Þjóðviljinn - 13.04.1943, Síða 1
4 hverja kemur verð- lækkunarskatturinn? Verðlækkunarskatturinn, sem nú er í frumvarpinu um dýrtíðarráðstafanir, byrjar á 10 þús. kr. skattskyldum grunntekjum og er þá 150 kr. og fer síðan stighækkandi. Þetta þýðir að penirigatekj urnar miðað við síðasta ár, sem skatturinn byrjar á, eru rúmlega 20 þúsund króna skattskyldar tekjur. Ein- hleypur maður þarf að hafa 22,454 kr. tekjur síðastliðið ár til þess að komast undir verð- lækkunarskatt. Fjölskyldu- maður með konu og 3 börn þarf að hafa yfir 29,234 kr. tekjur síðasta ár, til þess að borga þennan skatt. Þessi skattur lendir því alls ekki á lágtekjumönnum. Fasísfaherimir hafa nú aðeíns norðansfurhlufa landsíns fíl umráða, og hafa míssf 50 þús. menn á nokkrum vikum Hernaðartilkynningin frá Túnis í gærkvöld flutti mikilvæga sigurfregn: Brezku herirnir er sóttu fram úr suðri (8. herinn) og vestri (1. herinn) náðu saman í gær milli bæjanna Sousse og Kairouan, en báðir þeir bæir eru á valdi Bandamanna. Fasistaherirnir eru á undanhaldi á öllum Túnis- vígstöðvunum, og hafa nú aðeins norðausturhluta landsins á valdi sínu, og minnkar yfirráðasvæði þeirra með hverjum degi. Er talið ólíklegt að þýzku og ítölsku herjunum verði undankomu auðið frá Túnis, og muni reyna að verjast meðan þess sé nokkur kostur. Áttundi brezki herinn tók hafnarbæinn Sousse snemma í gærmorgun og sækir hratt fram til norðurs. Hersveitir Rommels halda undan í átt til fjallabelt- isins sem er alllangt norður af bænum, og er talið að fasista- herirnir muni reyna fyrir al- vöru að tefja sókn Bandamanna er þangað kemur. Bretar hafa tekið mikinn fjölda fanga í sókninni. og eru þeir flestir ítalskir. Kvarta þeir sáran yfir því að Þjóö- Verjar hugsi um það eitt að bjarga trndan sínum mönnum en skilji ítölsku hermenniha eftir án allra farartækja. Fasistaherimir hafa misst 50 þúsund hermenn síðan or- usturnar við Marethvirkin hóf ust, ef taldir em fallnir, særð- ir og fangar. Hefur hvað eft- ir annað komið fyrir að fanga fjöldinn hefur tafið sóknarað- gerðir einstakra brezkra her- flokka, sem haft hafa sérstök verkefni aö leysa og oft verið fáliðaðir í ferðum. Flugher Breta og Banda- ríkjamanna heldur uppi' lát- lausum árásum á herstöðvar Möndulveldanna í Túnis og á Sikiley. Flugvélar og kafbát- ar Breta gera mikinn skurk í skipum fasista á siglinga- leiðum milli ítalíu og Túnis. Frá Alþíngt l að shipa lefofl 18 að Fundur hófst í sameinuðu þingi kl. 5 síðd. í gær. A dagskrá voru 14 mál en hér skal aðeins getið afgreiðslu tveggja mála, enda eru það mál, sem mikla athygli vekja. Þeir E. Olgeirss., Þóroddur Guðm. og Lúðvík Jósepsson íluttu þingsályktunartill. um skipun nefndai’ til að rann- saka Þormóðsslysiö. Allsherjar nefnd klofnaði um málið, meirihlutinn lagði til að till. væri vísað frá með rökstuddri dagskrá, þar sem málið sé í rannsókn fyrir Sjódómi Reykja vikur. En minnihlutinn Sig- fús Sigurhjartarson leggur til .að tili. verði samþ. Við atkvæðagreiðslu, meö nafnakalli, var rökstudda dag- skráin samþ. með 22 gegn 13 atkv. Þessi afgreiðsla er hin furðulegasta og er full ástæöa til að að mál þettá verði rætt nokkru sinni. Hitt málið er till. til þál. um aukauppbót á styrki til skálda, listam. vísindam. og rithöf. Fjárveitingan. klofnaði um málið. Jónas frá Hrifia cg 5 aðrir nemdarmenn lögðu til SPpÍfÍÍP" „Vindurinn blés“. — Og fylgið fauk! Stalín ræðir við brezkan hers- höfðingja Litlar breytingar á austur- vígstöðvunum. Stalín, forsætis- og land- vamaþjóðfulltrúi Sovétríkj- anna, ræddi í gær við Martel hershöfðingja, formann brezku hemaðarsendinefndarinnar í Moskva. Brezki sendiherrann, Sir Archibald Clark-Kerr, var viðstaddm'. Engar mikilvægar breyting- ar hafa orðið á austurvígstöðv unum síðustu dægrin, en rauöi herinn hefur bætt að- stöðu sína við Bjelgorod og á Kúbanvígstöðvunum og hmnd ið nýjum árásum Þjóðverja á Donetssvæðinu. Mðlahuisiin rennuF ðt I sanðinn Þjóðólfur, blað þeirra „Þjóðveldismanna“ kom ekki út í gær, sem var þó hinn ákveðni útkomudagur blaðsins. Ástæðan til þess mun vera „flokkadrættir“ í „flokknum“, en eins og kunnugt er stofnuðu Þjóðveldismenn „flokk“ sinn til þess að afnema alla „flokka“! Virðist þeim fyrst ætla að tak- ast að afnema sinn eigin flokk!! Eins og flesta rekur minni til, var Valdimar Jóhannsson fyrsti ritstjóri Þjóðólfs. Hann mun hafa verið frekar fáliðaður í fyrstu, en brátt settust að hon- um ,,flóttamenn“ úr borgara- fldkkunum og gerðust þeir brátt harla uppivöðslusamir. Meðal þeirra var Árni Jónsson frá Múla. Þótti Þjóðveldismönnum sem hvalreki mikill hefði komið þar á f jörur þeirra. Gerðu þeir Árna að meðritstjóra Þjóðólfs og leið eigi á löngu unz Árni hafði bol- að Valdimar frá ritstjórninni. Fór svo fram um hríð. að till. yrði felld, en minnihl. Þóroddur Gúðm., Lúðvík Jós- epsson og F. Jónsson, að till. yrði samþ. Við atkvæðagreiðslu, með nafnakalli var till. samþykkt með 27 gegn 11 atkv. Það verður að teljast vel farið að Alþingi gætti sóma síns og samþ. þessa sjálf- sögðu till., en lét ekki Jónas frá Eriflu komast upp með fjar.dskap s:rm við listamenn. Fyrir eigi alllöngu varð Árni ósáttur við þá er stjórna útgáfu þeirra Þjóðveldismanna og Framh. á 4. síðu. 26 þjóðir taka þátt m atvæla ráðstefn u í Bandaríkjunum Utanríkismálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að 26 þjóðir hafi þegið boð um að senda fulltrúa á matvælaráðstefnu hinna sam- einuðu þjóða, sem haldin verður í Bandaríkjunum. Ráð stefnan verður haldin í Hot Springs, Vh’ginia og hefst 18. maí. Utanríkismálaráðuneytið skýrði frá því að Marvin Jon- es dómari fjárkröfudómstóls- ins muni veröa fyrir hinum 5 fulltrúum Bandaríkjanna. Full trúarnir munu hara með sér nokkra ráðunauta, sem hafa serþckkingu í tcl.niskum mál- um. Landneminn, blað ungra sósíalista, nýkominn út Ólafur Jóh. Sigurðsson rithöfundur, tekur við rit- stjórn blaðsins. Fyrsta tölublað þessa árgangs Landnemans er nýkomið út. Blaðið er 16 síður, vandað að efni og prýtt fjölda mynda. Fyrst er stutt Ávarp til æsku- lýðsins varðandi söfnunina til Rauða kross Sovétríkjanna, Her væðing skáldsins nefnist grein eftir rússneska skáldið og her- manninn Konstantín Simonoff, þýdd af Eyjólfi Eyjólfssyni. Þjóðfélag tónanna heitir snjöll grein um tónlistina og unga fólk ið eftir Jón Óskar, tvö ný kvæði eftir Kristínu Geirsdóttur, þá er þýddur kafli úr Þrúgúm reiðinn ar, hinni heimsfrægú bók Stein- becks. Kaflinn er um vorið í Kali- forníu, þar sem allt flóir af á- vöxtum, um fólkið, sem sveltur heilu hungri mitt í allsnægtun- um cg frjöseminni. Skáidið lýs- 5'ramh. á 4. siSu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.