Þjóðviljinn - 14.04.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.04.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Næturlæknir í Læknavarðsteð Reykjavíkur, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Ið- unn. Útvarpið í dag: 20.20 Föstumessa í Hallgrímssókn (séra Sigurbjörn Einarsson). 21.20 Kvöldvaka: a) Sigurður Þórðar son alþingismaður: Á vegamótum. Erindi. b) Tónleikar. Þingeyingar. Munið sumarfagnað- inn að Hótel Borg annað kvöld. Dómar fyrir ölvun við akstur. Ný- lega voru kveðnir upp í lögreglurétti Reykjavíkur dómar yfir tveim mönn um fyrir ölvun við akstur. Var hvor um sig dæmdur í 10 daga varðhald og sviptir ökuleyfi í 3 mánuði. — Var þetta fyrsta brot beggja. ,Leikfélag Reykjavíkur sýnir Fag- urt er á fjöllum í kvöld og Orðið annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í dag. BÆJARPÓSTURINN Café, sem styðjast við margra mán- aða reynslu um viðgerðir þar til þess að lasta þær né gera tilraun til að vekja tortryggni í garð hússins af þessum sökum. Kjöt kostar nú í heildsölu í heil- um kroppum, 1. fl. dilkakjöt, en það hefur mikið verið notað í Ingólfs Café, kr. 5.90 pr. kg. Vandaðar og hæfar matreiðslukonur segja mér, að kjöt í máltíð i lausasölu, þar sem mestur hluti gestanna eru karlmerin, kosti nú hrátt kr. 3—3.25. Þennan rétt á nú að selja með þjqnustu- gjaldi, yel matreiddan og framreidd- an, með tilheyrandi súpu eða auka- rétti með tilh. fyrir kr. 5.45. Eg hygg að rétt sé mælt, að ýmsir góðir matsölu- og veitingastaðir, sem mikinn tilkostnað háfa, — þvottur á dúkum kostar nú kr. 2—2.50 pr. stk. og margt fleira af því tagi um tilkostnað, — standi nú augliti til auglits við það þjóðarmein, sem illa virðist ganga að lækna, en það er sálsjúk imyndun um hagnað ein- hvers á annarra kostnað, sem jafnvel hefur stundum tekið á sig svo ömur- lega skuggalegt gervi, að ætlast til vegna þekkingarleysis, að starfsfólk, sem vinnur þessi einatt erfiðu og vanþakklátu verk, fái ekki sóma- samlega fyrir fyrirhöfn sína. Og það á þeim tímum, sem engan virðist neitt skorta, nema sanngirnina — að nokkuð verulegu leyti. Með þökk fyrir birtinguna. Oddur Ólafsson. Ath. ritstjóra Vér erum þakklátir herra Oddi Ólafsyni fyrir upplýsirigarnar, en viljum taka fram að grein Vigfúsar Einarssonar gaf ekki tilefni til að ætla, að hann vildi á einn eða annan hátt að veitast Ingólfs Café, heldur beindist gagnrýni hans að verðlags- eftirlitinu. Oss er ánægja að, að birta raddir almennings um verðlags eftirlitið og framkvæmd þess, það er bezta leiðin til að það nái til- gangi sínum. -------- '¦' 1 HótelHekla seldist á 407.000 kr. Hótel Hekla var boðin upp í fyrradag. Hæstbjóðandi varð Sigurjón Jónsson bankaritari, bauð hann kr. 407 000,00. Reykjavíkurbær átti næsta boð, kr. 405 000,00. Skuldir þær, sem Hótel Hekla var seld til lú7kningar eru nú fallnar í gjalddaga, og takist Sigurjóni ekki aö greiða þær eða semja um greiðslu þeirra, hlýtur Reykja- víkurbær Hótel Heklu. NÝJABÍÓ ,Gög og Gofefee' í heraaðí (Gr.eat Guns) Fjörug gamanmynd með STAN LATJREL og OLIVER HARDY Sýnd kl. 5, 7 og 9. Æskulýðsfylkingin í Reykjavík heldur aðalfund sinn í kvöld í kaup- þingsalnum, kl. 8,30. TJABNAKBÍÓ <i Pósf f erð (Stagecoach) Amerískur sjónleikur, frá gresjunum í Árizona. CLAIRE TREVOR JOHN WAYNE JOHN CARRADINE LOUISE PLATT. Fréttamynd: Þýzki herinn gefst upp við Stalíngrad. Sýning kl. 3 — 5 — 7 — 9. Bönnuð fyrir börn innan 12 ára. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „FAGURT ER Á FJÖLLUM" Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag. ORÐIÐ EFTIR KAJ MUNK. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. Æ. F. R. Æ. F. R. Aðnlfiindnr Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík verður haldinn í Kaup- þingsalnum í dag, miðvikudag 14., kl. 8% e. h. (Lyftan verður í gangi). DAGSKRÁ: 1. Upplestur: Gestur Þorgrímsson. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Eríndi: Þóroddur Guðmundsson, alþingism. 4. „Marx". STJÓRNIN. ft Orðíd" Framh. af 3. síðu. þrifum í þessu litla hlutverki, enda er hér góður leikari á ferðinni. Lítil stúlka, Helga Brynjólfsdóttir, leikur Maren, dóttur Mikkel Borgens yngra, og tekst vel. Leiksviðsútbúnaður og tjöld eru sérstaklega góð og svara vel tilgangi í hvert sinn. Það verður fróðlegt að sjá hvernig tekst með aðsókn aö þessum leik. Það er vissulega ekkert smáræði sem Leikfélag ið heimtar af leikhúsgestum. En þeir hafa hingað til ekki valdið því vonbrgðum. Það æfctu sem flestir að sjá þetta leikrit. Því að þótt sá, er þetta skrifar líti á heittrú- arboðberann Kai Munk sem einskonar Don Quixoute, þá á hitt, sem skáldið og bardaga- maöuririn Kai Munk hefur að flytja: listin og sú óbilandi trú á manninn, sem liggur til grundvallar átrúnaði hans, (sú trú að manninum sé ekk- ert ómáttugt) — erindi tjl fólksins. B. Austurvígstöðvarnar Framh. af 1. síðu. Hvergi á austurvígstöðvun- um hafa bardagar í stórum stíl verið háðir síðasta sólar- hringinn, nema á Volkoff- svæðinu. Þar geröu Þjóðverj- ar harðar árásir og tókst að reka fleig inn í vamarstöðvar rauða hersins, en voru hrakt- ir til fyrri stöðva. Um 2000 þýzkir hermenn féllu í bar- dögunum. Árásum Þjóðverja á Donets vígstöðvunum hefur veriö hrundið. Hefur heldur dregið úr árásunum síðustu dægrin. ÍV4 Kaupþingið. Þriðjud. 13./4. '43. Birt án ábyrgðar. Vextir Viðsk.-gengi . JS 11 i I1 í\ 4 Hitaveituhr. 100 100 33 DREKAKYN Eftir Peail Buck unum, sagt norður í staðinn fyrir suður, og sleppt því, að $ minnast á syni Ling Tans; en í fyrstu var hann of hræddur $ til þess að þora slíkt. Hann gat ekki vitað nema þessi skila- £ boð væru liðir í löngum keðjum, og hann yrði pyndaður > ef svikin kæmust upp, hann vissi^-að óvinirnir höfðu það i til, að stinga úr mönnum augun og rekja úr þeim garnirnar, ? skera af eyru og nef eða hægri höndina. Þessu og þvílíku ? gat hver maður búizt við á þessum tímum. ? Nýskipunin! muldraði hann í því'að svefninn fór að síga | á hann. | Granna stúlkan laut yfir hann. — Hvað varstu að segja? | spurði hún. » En hann var dottinn út af og gat engu svarað. Að þrem- í ur klukkustundum liðnum mundi hún vekja hann eins og 1 endranær, hann mundi borga smáskildinginn og fara. Hálf- í sofandi fór hann til Vú Líens og sagði honum það sem ? hann mundi, og Vú Líen gaf honum tvo smáskildinga. Ann- \ an þeirra fór hann með heim handa konu sinni, en hinum * stakk hann undan handa sjálfum sér. Fyrst hafði hann 5 verið smeykur um að þetta kæmist upp, en nú var allur 5 ótti horfinn, og hann hugsaði um það eitt að ná sér í skild- 5 inga til að komast í ópíum aftur. Hugsjón hans var sú, að 5 eignast nóga peninga til að fara á einhvern fína staðinn, s þar sem selt var ópíum af beztu tegund, en ekki þessar 5 dreggjar, sem hann varð að gera sér að góðu. Hann fékk 5 heldur ekki að vera einn hér. Fólkið hópaðist í þessar 5 ópíumholur, af því að það á'tti sér enga von um frelsi 5 meðan það lifði. Menn þráðu liðna tímann, en vissu, að 5 hann átti aldrei áfturkvæmt. 5 Enginn í heimaþorpinu tók eftir breyttum högum karls- 5 ins, því öllum var sama hvoru megin hryggjar hann lá. 5 Ling Tan tók eftir því, að hann varð visnari og 5 gulari, en það var ekkert einstakt með karlinn, því að mat- < væli voru af skornum skammti, og þetta ár höfðu árnar < flætt yfir bakka sína og eyðilagt mikinn hluta af uppsker- j unni. Samt formælti Ling Tan ekki flóðunum þetta ár eins < og jafnan áður. Þó að hann væri oft hungraður, og þó að < hann vissi, að hann hætti lífi sínu með því að fela matvæli < í húsi sínu, þótti honum vænt um rigningarnar, því að nú i yrðu það óvinirnir, sem biðu mestan skaðann. 2 Himininn leggur jörðinni lið, loksins, sagði hann. i Kona frændans gamla vissi flest það, sem gerðist í húsi ; Ling Tans, og gat sér til þess sem hún frétti ekki, og sendi « stöðugt skilaboð til Vú Líen um það. En Vú Líen hafði « enn ekki látið það fara lengra. Hann hafði aðsetur í höll « óvinanna og rækti starf sitt, en sagði fátt. Óvinunum fannst • að þetta hlýti að vera maður, er gerði allt sem honum var ; sagt, og þeir borguðu honum vel. Vú Líen lagði peningana ; fyrir og vitneskju sína sömuleiðis, án þess að gera sér ljóst, i hvað hann ætlaði við það að gera. Hann gaf engum fé og ! gerði engum gott, og eyddi heldur ekki meira fyrir sig og ! fjölskyldu sína en nauðsynlegt var. Börn hans lifðu innan ! hallarveggjanna, léku sér við börn óvinanna og lærðu mál ! þeirra. Hann lét það afskiptalaust, og sendi þau ekki í skóla. I Honum þótti vænt um konu sína á sinn hátt og huggaði | hana, er hún syrgði það, að sjá aldrei foreldra sína, og hann j sagði henni, að þavi mundu öll skilja hvort annað þegar tím- arnir bötnuðu. En Vú Líen geymdi með sjálfum sér allt, sem hann frétti, 1 og gaf aldrei í skyn, að hann vissi neitt sérstakt. En hann vissi sínu viti, því til hans komu að staðaldri tíu karlar og | konur, sem sögðu honum allt fréttnæmt, og voru augu hans | og eyru hvarvetna. Þannig komst hann að því, hve grimmd- ! arlega óvinirnir hegðuðu sér, hvernig þeir héldu áfram að i brenna þorpin og fara ránshendi um sveitirnar, engu síður í en borgina, og hann frétti um atferli fjallamannanna, og ! var kunnugt um aðferðir sona Ling Tans áður en faðir I þeirra fékk vitneskju um þær. Hann var troðfullur af vitn- . eskju, sem hann þó virtist ekkert hafa með að gera. ; Þessi Vú Líen átti sínar hugmyndir um heiðarleika. Ef i þessi borg yrði einhvern tíma tekin af sigurvegurunum, ætl- i aði hann að snúa aftur til fyrri iðju. En meðan óvinirnir ; réðu þar, lagði hann að sér við þann starfa, er hann taldi Í þjóð sinni fyrir beztu, og hann huggaði sig við það, að ein- Í hvern tíma mundi hann geta unnið afrek, sem sýndi, að ¦ hann hefði haft rétt fyrir sér. En þar til að því kæmi, vann ; hann að smávægilegum málum. Hann borgaði sögumönn- 5 um sínum með peningum óvinanna, og til þess að þeir 5 hefðu eitthvað fyrir snúð sinn, skrifaði hann langar skýrsl- > ur um lítilfjörlega hluti, og fékk þær óvinunum. En hann ? skrifaði aldrei neitt um þorp Ling Tans, nefndi það aldrei > á nafn, og hann sagði heldur ekki frá atferli fjallamanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.